Þjóðviljinn - 26.05.1985, Side 15

Þjóðviljinn - 26.05.1985, Side 15
Jón Qskan Franska blaðið Libération og rithöfundar heimsins í Þjóðviljanum sunnu- daginn 28. apríl er frásögn af því, að birst hafa í sér- stöku aukahefti af franska dagblaðinu Libération í París svör 400 rithöfunda hvaðanæva að úr heimin- um við spurningunni: „Hversvegna skrifar þú?“ Frásögnin í Þjóðviljanum er eftir konu sem sögð er skrifa frá París, þannig að hún hefur haft tök á að kynna sér umrætt auka- blað af Libération, enda fer hún allmörgum orðum um innihald heftisins og lætur þess getið innan sviga, að ég sé eini höfund- urinn frá íslandi sem eigi þar svar. Nú er þetta hverju orði sann- ara, þótt lygilegt kunni að þykja, og þar sem ég hef fengið sent um- rætt aukahefti af Libération og getað kynnt mér það nokkuð, sýnist mér við hæfi að bæta lítils- háttar um frásögnina í Þjóðvilj- > anum til frekari nákvæmni og meiri upplýsinga íslenskum les- endum sem kynnu að hafa áhuga á þessu. í frásögn sinni segir Auður ÓI- afsdóttur, sú sem skrifar frá Par- ís, að yfir 400 rithöfundar hafi svarað spurningunni, en ómögu- legt sé að vita hvort þeir, sem ekki eru í úrtakinu, hafi ekki ver- ið spurðir eða ekki svarað, margra sé saknað, til dæmis vanti nær algerlega sovéska rithöf- unda. Það er sem henni þyki þetta eitthvað grunsamlegt, en í formá- lanum eða innganginum að auka- heftinu af Libération má lesa eftirfarandi skýringu sem getur að vísu farið framhjá þeim sem les í fljótheitum: „Fleiri en fjögur hundruð rithöfundar svöruðu. Með einni meginfjarveru, þrátt fyrir tilraunir okkar, fjarveru sovéskra rithöfunda... (Avec une seule abstention massive, malgré nos efforts. Celle des écrivains sovietiques...). Af þessu má sjá, að umsjónar- menn franska blaðsins leituðu eftir svörum sovéskra höfunda, en fengu ekki, þrátt fyrir eftir- gangsmuni. Markmið umsjónarmanna blaðsins var, að sögn þeirra sjálf- ra, að geta birt svör frá fjögur hundruð af bestu rithöfundum heimsins. Mér telst svo til, að svörin sem birtust séu rétt innan við fjögur hundruð, en aftast í heftinu (sem er 114 síður) er skýrt frá því, að sum svörin hafi borist of seint til að hægt væri að prenta þau, og eru þar tilgreind nöfn tuttugu og þriggja höfunda sem urðu af þessum sökum utan við heftið, en þegar tala þeirra er lögð við tölu þeirra sem svör birt- ast eítir, eru höfundarnir orðnir yfir fjögur hundruð. Þannig er ekki annað að sjá en umsjónar- menn heftisins geri hreint fyrir sínum dyrum. Hitt er annað mál, að engin leið er að vita hverjir hafa ekki svarað. Margir fræg- Jón Óskar ustu rithöfundar heimsins svör- uðu, og þótt sumir þeirra hafi ef til vill verið orðnir þreyttir á alls- kyns spurningum blaðamanna og því svarað í styttingi og hálfkær- ingi, þá verður það einnig til að bregða fjölbreytilegri blæ á slíkan leik. Rithöfundar spyrjasigraun- ar eflaust síðast af öllu þeirrar spurningar hversvega þeir skrifi. Auðveldasta svarið er: Af því bara. Flestir hafa þó tekið spurn- ingunni af mikilli alvöru, enda jafnan verið hlutskipti rithöfunda að svara eða reyna að svara því sem ekki er hægt að svara. Vita- skuld er þetta leikur, en menn- ingarlegur leikur. Það merkilega við hann er hversu margir höf- undar hafa notað tækifærið til að skrifa langar hugleiðingar um bókmenntir. Aðstandendur blaðsins neyddust jafnvel til að stytta sum svörin sem voru frem- ur bókmenntaritgerðir en svör við spurningunni, og þó mundi það sem birt er í aukaheftinu af Libération fylla nokkur hundruð síður, ef gefið væri út í bók af meðalbroti. Það verður því ekki annað séð en merkilegur árangur hafi orðið af uppátækinu, og greinilegt að margir höfundanna, hvort heldur í þriðja heiminum eða auðugri hluta heims, lögðu sig fram um að skýra frá hug- myndum sínum, þannig að úr þessu verður merkur vitnisburð- ur um bókmenntaleg viðhorf rit- höfunda víðsvegar í heiminum á næstsíðasta áratug tuttugustu aldar. Auður Ólafsdóttir minnist á það hvert hugmyndin að könnun- inni var sótt: nokkrir súrrealistar í París, þeir Louis Aragon, And- ré Breton og Philippe Soupault, gerðu það að gamni sínu árið 1919 að senda frönskum rithöf- undum, þeim sem mestur slægur þótti í, þessa spurningu: Hvers- vegna skrifar þú? Svörin skyldu birtast í tímariti sem þeir gáfu út og nefndu Littérature. Soupault, sem enn er á lífi, segir að þetta hafi verið leikur og skýrir frá til- drögunum, en þessa er ekki getið í frásögn Auðar. Sagan varpar þó skemmtilegu ljósi á uppátækið, svo ég ætla að leyfa mér að tilfæra hana. Þeir voru vanir að koma saman í kaffihúsi rétt hjá Parísaróper- unni, fyrrgreindir höfundar og fleiri, fá sér eitthvað að drekka og spjalla saman. Viðskiptavinirnir voru eins og á öðrum slíkum stöð- um, en einn maður sat ævinlega í námunda við þá, hlustaði á tal þeirra og horfði á þá þegjandi. Eitt sinn, þegar þeir voru orðnir hálfþreyttir á nærveru hans, sneru þeir sér að honum og spurðu hann hvers vegna hann sæti alltaf þarna og góndi á þá. Hann svaraði: Ég horfi á ykkur af því að mér þætti gaman að vita hversvegna þið skrifið. Hugmyndin var sem sé frá þessum ókunna manni. Þre- menningarnir Aragon, Breton og Soupault voru þá mestir nýjunga- menn höfunda í Frakklandi ásamt Paul Eluard, Tristan Tzara og fleiri skáldum, myndlistar- mönnum og tónlistarmönnum, dadaistar í upphafi, síðan súrreal- istar. Þeir urðu steinhissa á þeim Súrrealistar á fundi upp úr 1920- standandi frá vinstri: Charles Baron, Raymond Queneu, Pierre Naville, André Breton J-A Boiffard, Giorgio de Chirico, Roger Vitrae, Paul Eluard, Phillippe Soupault, Robert Desnos, Louis Aragon Sitjandi’ eru Simone Breton, Max Morise og Mick Soupault. viðbrögðum sem uppátækið hlaut, því sjötíu og fimm rithöf- undar af hundrað, sem spurðir voru, svöruðu spurningunni, og tímarit þeirra, sem venjulega seldist í tveimur til þremur þús- undum eintaka, seldist í allt að tíu þúsund eintökum meðan verið var að birta svörin í þremur tölu- blöðum, en þeir höfundar sem ekki höfðu svarað, urðu sárreiðir sjálfum sér að hafa ekki gert það. Á þeim tíma var tæplega litið svo á í Frakklandi, að bók- menntir væru til utan Evrópu, því amerískar bókmenntir voru lítt komnar á dagskrá, að ekki sé minnst á Asíuþjóðir, en frelsis- barátta nýlenduþjóðanna í Afr- íku og víðar ekki hafin. Nú er heimurinn annar og samgöngur auðveldari. Þessvegna er hægt að framkvæma hugmynd ókunna mannsins á annan hátt 1985 held- ur en árið 1919, þegar ungum og lítt þekktum súrrealistum var ufn megn að láta hana ná nema til franskra rithöfunda. Leikurinn hefur því verið útvíkkaður á þann stórmannlega hátt að leggja ailan heiminn undir þá viðleitni að safna saman í eitt veglegt hefti fjögur hundruð rithöfundum hvaðanæva að úr heiminum. Það takmark náðist, þótt nokkur svaranna bærust of seint. Mér sýnist hinsvegar á þeim svörum sem bárust, að allra frægustu höf- undarnir eins og Umberto Eco, Gabriel Garcia Marquez, Doris Lessing, Iris Murdoch, Francoise Sagan o.fl. hirði ekki um að svara nema í einni setningu eða örfáum orðum, sumir eins og Jorge Luis Borges, Erskine Caldwell, Nico- las Guillen, Heinrich Böll, Fried- rich Durrenmatt o. fl. í lengra máli, en þó stuttu eða sem svarar einni eða tveimur vélrituðum síð- um. Margir þeir sem eru land- flótta eða úr þriðja heiminum svara í lengra máli, sumir með heilli ritgerð. Mörg svörin eru vitnisburður um athyglisverða samsvörun manna sem skrifa, hvert sem þjóðerni þeirra er, og benda að því leyti á menningar- lega einingu alvarlega hugsandi rithöfunda víðsvegar urn heim- inn. Hitt er vitanlega íhugunar- efni, að ekki skyldu fást svör frá sovéskum rithöfundum, en þar er ekki við aðstandendur blaðsins Libération að sakast. Þeirra er heiðurinn að hafa staðið að þessu víðtæka hefti sem hlýtur að vekja athygli á bókum og höfundum víða um heim, að minnsta kosti þar sem menning er á því stigi að slíku sé verulegur gaumur gefinn. Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í gerð undirbyggingar í Þorskafirði 1985. Verki skal lokið 1. ágúst 1985. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík (aðalgjaldkera) og á ísafirði frá og með 29. maí n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 10. júní 1985. Vegamálastjóri Sýningarnar „Myndlist í Rússlandi11 og ;,Sov- éskar bækur“ veröa opnar í húsi MIR aö Vatnsstíg 10 um hvítasunnuhelgina (laugar- dag, sunnudag og mánudag) kl. 14-19. Næstsíðasta sýningarhelgi. Aögangur ókeypis. - mÍR. Sunnudagur 26. maí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.