Þjóðviljinn - 29.05.1985, Síða 1

Þjóðviljinn - 29.05.1985, Síða 1
Pétur Pétursson fellur á markteig Skota, Alex McLeish hefur brugðið honum. Vítaspyrna - en Teitur Þórðarson, sem sést attar, fyrir miðri mynd, let Jim Leighton, lengst til vinstri, verja frá sér. Mynd: É.OI. Sorglegt Draumurinn að engu Mexíkódraumur íslands hefði hœglega getað lifað lengur. Vítaspyrna og fjöldi fœra forgörðum. „Islendingurinrí' skoraði sigurmark Skota á 87. mín. ísland lék mjög vel og var betri aðilinn Hendi á Archibald „Það er alveg klárt að boltinn fór í höndina á Steve Archibald í fyrirgjöf- inni,“ sagði Sævar Jónsson í samtali við Þjóðviljann eftir leikinn. „Ég var rétt hjá og sá þetta greinilega. Hann teygði upp höndina og kom við boll- ann.“ Þorgrímur Þráinsson tók í sama streng og sagði að þetta hafði alveg sett þá úr sambandi. Svekktir íslensku strákarnir voru almennt mjög svekktir yfir tapinu, en ánægðir með leikinn í heild. Janus Guðlaugsson, sagðist vera svekktasti maður í heimi. „Það var ægilegt að tapa. Þetta var besti leikur okkar og við áttum fullt af færum. Þetta var allt mjög gott hjá okkur og ég naut þess að spila þennan leik. Við bara sváfum aðeins í lokin og þá tap- aðist leikurinn. Nú þurfum við bara að ná okkur upp fyrir næsta leik.“ Sigurður Grétarsson sagði sárgræti- legt að tapa þessu. „Ég fékk gott færi í lokin.en varnarmaður lá í mér og ég náði ekki að skjóta vel. Það hefði ver- ið stórkostlegt að jafna í lokin. ís- lenska liðið hefur oft átt góða kafla, en ekki jafn heilsteyptan leik. Nú er bara að vinna Spánverjana." Nýliðinn Eini nýliðinn í liðinu var Eggert Guðmundsson hafði þetta að segja: „Það var mjög gaman að fá þennan möguleika. Þetta er minn fyrsti leikur hér á landi og var mjög gott að spila með liðinu. Ég hélt satt að segja að íslenskt landslið gæti ekki spilað svona vel. Það hefði enginn sagt neitt þó við hefðum unnið 2 eða 3:1. Mark- ið var gott, en ég hefði átt að taka þennan bolta, en það fór sem fór.“ „Það er agalega leiðinlegt að þetta skyldi enda svona,“ sagði fyrirliði liðsins, Teitur Þórðarson. „Allir stóðu sig vel og léku frábærlega." Varðandi vítaspyrnuna sagði Teitur: „Ég er alveg klár á því að Jim Leighton hafði farið af stað of snemma, en það er voðalegt að vít- aspyrnan skuli hafa mistekist. En þó að við höfum tapað held ég að flestir áhorfendur hafi kunnað að meta góð- an leik og ég vil þakka þeim fyrir góð- an stuðning.“ Skotar ánægðir Fyrirliði Skota, hinn eitilharði Gra- eme Souness kvaðst hafa búist við líkamlega hörðum leik. „Við áttum ekki von á mjög kerfisbundnu spili. Þetta var jafn leikur og gat endað á hvorn veginn sem var. Við eigum nú góða möguleika á að komast til Mex- íkó. Þetta var mjög mikilvægur sigur og okkur sjálfum að kenna ef við komumst ekki áfram. Við vonum að íslendingar geri okkur greiða á móti Spánverjum, en þeir hafa getu til þess.“ Miðjumaðurinn litli, Gordon Strachan taldi sigurinn verðskuldað- an. „Við áttum betri færi og sköpuð- um mun meiri hættu inn í vítateign- um. Nú krossum við fingur og vonum það besta. íslendingar eru mjög sterkir og ákveðnir og erfitt að vinna þá, en það tókst núna.“ Jock Stein var ekki alveg sammála: „Á heildina litið þá vorum við heppnir. Óhappaatvik- ið er Siggi meiddist hafði meiri áhrif á okkur. Við vissum að þetta yrði erfitt. Bæði liðin fengu góð tækifæri og mar- kverðirnir voru mjög góðir. Þetta gaf 2 stig og nú verður leikurinn gegn Wales hreinn úrslitaleikur, því ég tel íslenska liðið geta gert Spánverjum lífið leitt. Liðið ykkar er „excellent", skapið gott og alltaf haldið áfram. Þetta var góður endir á vertíðinni, og menn eru þreyttir.“ Stein vildi að lok- um þakka íslendingum fyrir mót- tökurnar, þetta hafi verið mjög góð ferð og allt eins og best getur verið hjá framkvæmdaaðiium. Vinnum Spán Tony Knapp, þjálfari kvað strák- ana hafa verið stórkostlega. „Ég kenni í brjósti um þá að hafa tapað, þeir áttu að vinna. Island getur verið hreykið að liðinu, það er óhætt að segja það og ef við leikum eins og í dag, þá vinnum við Spán.“ - gsm Það var grátlegt, hreint og beint sorglegt, að sjá á eftir tveimur stigum suður yfír Atlantsála í gærkvöldi. Sjaldan eða aldrei hefur íslenskt lið leikið jafn sannfærandi á Laugardal- svellinum og í gærkvöldi, sjaldan eða aldrei hefur jafn sterkt lands- lið og það skoska verið jafn hepp- ið að sleppa með stig úr Laugar- dalnum og í gærkvöldi. Jock Stein, skoski landsliðseinvaldur- inn, hefði ekkert getað sagt við því þótt ísland hefði hrósað svo sem 3-1 sigri og gert Mexíkóvonir hans að engu. I staðinn er íslenski Mexíkódraumurinn að engu orð- inn, draumur sem svo sannarlega hefði getað þróast uppí veruleika með sigri í gærkvöldi. Fyrsta korter leiksins gerðist lítið, ísland átti þær sóknir sem eitthvað kvað að, en næstu 10 mínútur á eftir sóttu Skotar linnulaust. Eggert Guð- mundsson sem lék í fyrsta sinn á Laugardalsvellinum varði mjög vel frá Andy Gray úr dauðafæri og sló síðan í horn frá Graeme Sharp. En þetta leið hjá og á 26. mínútu kom leiðinlegt atvik. Graeme Soun- ess fyrirliði Skota sparkaði Sigurð Jónsson hrottalega niður á miðjum vellinum - brot sem hefði verð- skuldað rautt spjald. Sigurður var borinn af leikvelli og Ómar Torfason kom í hans stað. Fyrsta hættulega færi íslands var það albesta. Vítaspyrna. Ómar sendi inní vítateig og á markteignum var Pétur Péturson felldur af Alex McLeish. Sovéski dómarinn benti á vítapunktinn! Teitur Þórðarsson fyr- irliði stillti upp knettinum og skaut, of ónákvæmt og Jim Leighton varði! Hræðilegt. Hálfleikur, staðan 0-0 og í heild leikurinn búinn að vera í nokkru jafnvægi. Skotar pressuðu talsvert til að byrja með í seinni hálfleik og á 58. mínútu skaut Jim Bett í þverslá eftir að Eggert hafði misst af fyrirgjöf. En þá snerist leikurinn algerlega við. Sig- urður Grétarsson kom inná fyrir Teit og það verkaði eins og vítamíns- sprauta fyrir íslenska liðið. Tækifærin komu á færibandi - McLeish bjargaði skalla frá Atla á línu á 61. mín, Janus Guðlaugsson þrumaði af 20 m færi á 65. mín. en Leighton varði naumlega í horn. Á 67. mínútu sendi Sigurður innfyrir vörn Skota, Atli var dauða- frír, einn gegn markverði, en Leighton bjargaði meistaralega með úthlaupi og strax á eftir varði hann þrumuskot frá Ómari af 25 m færi. Á 72. mín. var hætta hinum megin, þvaga í vítateig fslands en Sharp hitti ekki boltann. Þegar þrjár mínútur voru eftir kom kjaftshöggið. Löng sending inní ís- lenska vítateiginn, Steve Archibald virtist snerta knöttinn með hendi og það var Jim Bett sem fékk hann utan við vinstri vítateigshornið og þrumaði óverjandi í netið. Já, það var „ís- lendingurinn" Bett sem gerði íslenska Mexíkódrauminn að engu. fslenska liðið geystist í sókn og mínútu eftir markið var Sigurður bú- inn að brjótast inná markteig, hann renndi boltanum í átt að horninu fjær - en hárfínt framhjá stönginni. Þar með var það búið, og í lokin slapp Gordon Strachan uppað íslenska markinu hægra megin og skaut rétt framhjá. Flautað af, vonbrigði - en íslenska liðinu klappað lof í lófa fyrir góðan leik. lslenska liðið sýndi heilsteypt- an og sannfærandi leik, og það ’sem mest var um vert að nú náði það að skapa sér mikið af mark- tækifærum. Þau hefur oft skort. Vörnin var sterk og Eggert stóð sig ágætlega í markinu - nema hvað hann var óöruggur með háu fyrirgjafirnar. Þriggja manna vörn í fyrri hálfleik, fimm á miðj- unni, en í þeim seinni dró Janus sig afturfyrir miðverðina sem „sweeper“. Sævar, Magnús og Þorgrímur skiluðu allir sínu vel. Miðjumennirnir voru heldur mis- tækari, Árni, Guðmundur og Ómar áttu allir sína góðu og slæmu punkta. Atli var drjúgur og baráttuglaður að vanda. Frammi unnu Teitur og Pétur vel, Teitur var sérstaklega virkur í að leggja boltann út á samherj- ana, og Sigurður stóð sig stórvel þær 35 mínútur sem hann lék. Sigurður Jónsson var að komast ágætlega í gang þegar hann slas- aðist. Heildarsvipurinn góður, engin ein stjarna heldur unnu all- ir fyrir alla, og allir voru greini- lega staðráðnir í að selja sig dýrt. Þeir hafa ástæðu til að vera svekktir, landsliðsmennirnir, útí að ná ekki að nýta sér undirtökin og færin til sigurs. Liðin voru þannig skipuð: ísland: EggertGuðmundsson, Þorgrím- ur Þráinsson, Magnús Bergs, Sævar Jóns- son, Janus Guðlaugsson, Árni Sveinsson, Sigurður Jónsson (Ómar Torfason 26. mln) Atli Eðvaldsson, Guðmundur Þor- björnsson, Teitur Þórðarson (Sigurður Grétarsson 57. mín), Pétur Pétursson. Skotland: Jim Leighton, Richard Go- ugh, Maurice Malpas, Roy Aitken, Alex McLeish, Willie Miller, Gordon Strachen, Graeme Souness, Andy Gray, (Steve Arc- hibald 73. mín) Jim Bett, Greame Sharp. Gordon Strachan og Jim Bett voru bestu menn Skota, hættu- legir og útsjónarsamir á miðj- unni. Strachans var oft ekki nógu vel gætt. Vörnin var sterk með Miller sem lykilmann og Leighton var frábær í markinu. Skotar geta þakkað honum að eiga enn ágæta möguleika á að komast til Mexíkó. Vallarmetið var ekki slegið, áhorf- endur voru 15,270. Sovétmaðurinn Anatoly Milchenko dæmdi þokka- lega. Dæmdar voru 13 aukaspyrnurá skoska liðið fyrir brot, 12 á það ís- lenska. fsland fékk 4 hornspyrnur en Skotland 6. íslenska liðið átti 16 markskot í leiknum, það skoska 11. Jim Leighton þurfti að verja 11 skot, Eggert Guðmundsson 4. -VS Sigurður Rifin liðbönd? ,„Sigurður Jónsson er að iíkindum með rifín liðbönd í ökkla," sagði Sig- urjón Sigurðsson iæknir íslenska liðs- ins eftir leikinn í gærkvöldi. Þar með lítur ekki út fyrir að hann geti leikið gegn Spánverjum þann 12. júní. „Mér þykir mjög ieiðinlegt að hafa slasað Sigurð, þetta var algjört óvilja- verk,“ sagði Graeme Souness fyrirliði Skota í samtali við Þjóðvifjann eftir leikinn. -gsm UMSJÓN: VtÐIR SIGURÐSSON

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.