Þjóðviljinn - 25.07.1985, Síða 2

Þjóðviljinn - 25.07.1985, Síða 2
FERÐIR Hótel Norðurljós Raufarhöfn Við bjóðum gistingu og góðar veitingar allan daginn. Komið og njótið sumarsins í hinni nóttlausu voraldar veröld. HÓTELIÐ FLÚÐUM Hrunamanna hreppi Arnessýslu Býður upp á gistingu og veitingar í ágætum húsakynnum. Rúmgóðir salir til ráðstefnu- og fundahalda. VERIÐ VELKOMIN Sími 99-6630 FERÐAMENN verid vetkomnirí verslanir okkar. Vegamót— Snæfellsnesi Veitingasala með fjöibreyttar veitingar. Alhliða ferðamannaverslun. ESSO bensín- og olíusala. Hellissandur % Alhliða kjörbúð með fjölbreyttu vöruvali. Kjötá útigrillið og alltí ferðanestið. Kaupfélag Borgfirðinga Eddu hótelin Mikil aðsókn Sigurveig Gunnarsdóttir í Flókalundi: Mikið um ferðahópa. Gott starfsfólk. Ókeypis matur fyrir börn undir sex ára aldri Nýjasta Eddu-hótelið var opnað á þessu sumri. Það er á Hrafnagilsskóla í Eyjafirði. Það er fín aðsókn í ár, sagði Sigurveig Gunnarsdóttir hótelstýra Eddu-hótelsins í Flókalundi í samtali við Þjóðviljann. í sama streng tóku aðrir hótelstjórar vítt og breitt um landið sem samband var haft við. „Hingað koma mikiðferða- hópar og dvelja sumir yf ir viku í einu“, bætti Sigurveig við og slíkt mun fremural- gengt á mörgum Eddu- hótelum en þau eru átján talsins. Búist er við að gestakomur aukist í ágúst en svo virðist sem „stórir mánuðir“ séu afar mismunandi eftir landshlutum. Veðrið ræður að sjálfsögðu miklu og sagði Rósa Sigurðardóttirá Eddu-hótelinu á Akureyri að ef sói skini í einhvern tíma þá væri geysimikið að gera. Starfsfólk Eddu-hótelanna hefur svolítið sérstök launakjör, en þau ráðast nokkuð af afkomu hótelanna, því að ofan á kauptryggingu koma mánaðar- lega til útborgunar 29% af innkomu í sal og 38% af því sem inn kemur fyrir gistingu. „Þetta bónusfyrirkomulag veldur því að sjálfsögðu að starfsfólk leggur sig allt fram um að veita sem besta þjónustu, og við erum oftast með sama fólkið ár eftir ár“, sagði Sigurlaug Eggertsdóttir hótel- stýra á Húnavöllum. Undir þetta tóku allir hótelstjórarnir sem tal- að var við, og sagði Rósa Sigurð- ardóttir á Akureyri að störf losn- uðu afar sjaldan hjá þeim, en þar eru 25 manns í fullu starfi. Sama verðlag er á öllum Eddu- hótelunum og sem dæmi má nefna að morgunverður er á 200 krónur, dæmigerð hádegismáltíð á 250-390 krónur og hægt er að fá kjötbollur á 250 krónur en svo eru líka á matseðlinum nauta- steikur á allt upp í 600 krónur. Matur er ókeypis fyrir börn á aldrinum 0-6 ára en hálft verð þarf að greiða fyrir börn á aldrin- um 6-12 ára.Gisting í tveggja manna herbergi með baði kostar 1650,- nóttin en án baðs 1250,- nóttin. Eddu-hótelin veita 20% afslátt á gistingu ef dvalið er Iengur en þrjár nætur. Sam- kvæmt fljótlegum útreikningi gæti þá vikugisting fyrir fjögurra manna fjölskyldu, með öðru barni undir sex ára en hinu á bil- inu sex til tólf ára, kostað í kring- um 25.000,- krónur. - vd. General Teleton feröatækin gera feröafélögum þínum góö skil, hvort sem þaö eru Duran Duran eöa Sinfóníuhljómsveit Lundúna hágæöatæki frá kr. 5.502 ^ SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 SÍMAR 687910 81266

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.