Þjóðviljinn - 25.07.1985, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 25.07.1985, Qupperneq 7
FERÐIR Ferðaþjónusta bænda Hvergi skapast persónulegri kynni Almenn ánægja með sveitagistinguna Oddný Björgvinsdóttir er forstöðumaður Ferðaþjónustu bænda. Að sögn henn- ar njóta gistibýlin sívaxandi vinsælda. Mynd Ari. Ferðaþjónusta bænda á sér ekki langan aldur. Það var í febrúar1981 semnokkrir áhugasamir bændur komu saman til fundar að Hótel Sögu, ef ég man rétt, og stofnuðu Landsamtök ferðabænda. Aðalhvata- maður að stof nun samtak- anna var Kristleifur Þor- steinsson, bóndi á Húsa- felli. Núverandi formaður þeirra er Kristinn Jóhanns- son, bóndi á Kverná í Grundarfirði. Til að byrja með mun hafa ver- ið litið á þetta sem einskonar til- raunastarfsemi en 20 bæir voru samt skráðir hjá samtökunum þegar í upphafi. Þeim hefur síðan farið fjölgandi með ári hverju og munu nú vera fast að 60. Eru þessi býli í öllum landshlutum. Þrír flokkar Ferðaþjónustubýlunum er skipt í þrjá flokka, A, B, og C, eftir því hvaða þjónusta stendur þar til boða. í A-flokknum eru þeir bæir, sem bjóða gistingu inni á heimil- unum og fylgir morgunverður, hálft eða fullt fæði. Hægt er að velja um næturgistingu með morgunverði eða allt upp í viku dvöl. B-flokkurinn býður gistingu í sérhúsi, sumarbústað eða hjól- hýsi með eldunaraðstöðu. Annað hvort eru sérhúsin með gistingu líkt og farfuglaheimili eða þau eru leigð út til vikudvalar í senn. C-flokkurinn er býli með hestaleigu. Geta það þá ýmist verið eins dags ferðir eða 5-7 daga veiðiferðir á hestbaki um óbyggðar slóðir. Bent skal á að víða er hægt að fá tjaldstæði í nágrenni bæjanna og eiga tjaldgestir kost á sömu fyrirgreiðslu og þeir, sem gista á bæjunum. Margir ferðamanna- bæir leigja og lönd undir sumar- bústaði. í tengslum við ofan- greinda flokka er boðið upp á margskonar tómstundaiðju: veiði í ám og vötnum, sjóstanga- veiði, skoðunarferðir í bíl, á hest- baki og í bátum. Húsafell er með viku dagskrá og fleiri geta boðið slíkt. Mörg býli á landinu taka börn frá 6-12 ára að aldri til sumardvalar. Getur þá bæði ver- ið um að ræða dvöl í eina viku eða sumarlangt. Ferðamannabýli Lesendum til hægðarauka skulu ferðamannabýlin talin hér upp en rétt er fyrir þá, sem hug hafa á að njóta þjónustu þeirra, að hafa samband við skrifstofu samtakanna í Bændahöllinni, sími 19200. Kiðafell í Kjós, A. Nýhöfn í Melasveit, A. Brennistaðir í Flókadal, A-B. Sigmundarstaðir í Hálsasveit, C. Húsafell í Hálsa- sveit B. Fljótstunga í Hvítársíðu, A. Bjarnastaðir í Hvítársíðu, C. Garðar í Staðarsveit, A-B. Ytri- Tunga í Staðarsveit, A. Arnarfell á ArnarstapaB.Kverná í Grund- arfirði, B. Gistiheimilið Gísla- bær, Hellnum, B. Bær í Reykhólasveit, B. Brjánslækur á Barðaströnd, B. Breiðavík á Rauðasandi, B. Laugarhóll í Bjarnarfirði, B. Finnbogastaðir í Norðurfirði, B. Staður í Hrúta- firði, B. Brekkulækur í Miðfirði, C. Víðigerði í Víðidal, B. Hnausar í Þingi, B. Stóra-Giljá á Ásum, B. Geitaskarð í Langadal, A. Steinsstaðaskóli í Tungusveit, B. Fagranes á Reykjaströnd, C. Vatn á Höfðaströnd, B. Hraun í Fljótum, B. Syðri-Hagi á Ár- skógsströnd, A-B. Ytri-Vík og Kálfsskinn á Árskógsströnd, A- B. Pétursborg í Glæsibæjar- hreppi, B. Laxárbakki í Mývatns- sveit, A. Stöng í Mývatnssveit, B. Syðri-Vík í Vopnafirði, B. Húsey í Hróarstungu, B. Gistiheimilið á Egilsstöðum, B. Stóra-Sandfell í Skriðdal, C. Karlsstaðir í Beru- firði, B. Berunes í Berufirði, B. Eyjólfsstaðir í Berufirði, B. Stafafell í Lóni, B. Hof í Öræfum, A. Nýibær í Landbroti, B. Hunkubakkar á Síðu, A. Suður-Foss í Mýrdal, B. Austvaðsholt í Landsveit, C. Leirubakkar í Landsveit, A-B. Fljótshólar í Flóa, B. Þjóðólfs- hagi í Hotlum, B-C. Hvoll í Ölf- usi, A. Sel í Grímsnesi, A. Mið- dalur í Laugardal, C. Ármúli við Kaldalón, B. Grýtubakki í Höfðahverfi, C. Hlíðskógar í Bárðardal, B. Bjarg við Mývatn, B. Stapi í Borgarfirði eystra, B. Smáratún í Fljótshlíð, B. Góð samstaða Oddný Björgvinsdóttir er for- stöðumaður Ferðaskrifstofu bænda, sem opnuð var í apríl 1982, en skrifstofan er rekin á vegum Stéttarsambands bænda og Búnaðarfélags íslands. Blaða- maður spurði Oddnýju í hverju starf hennar væri aðallega fólgið og hvað hún vildi segja um þessa starfsemi yfirleitt: Mitt starf er einkum í því fólgið að veita ýmiss konar leiðbeining- ar og ráðgjöf, bæði fyrir þá, sem veita þessa þjónustu, og hina, sem leita eftir henni. Einn þáttur- inn í því starfi, og ekki sá þýðing- arminnsti, er árleg námskeið og fundir fyrir ferðaþjónustubænd- urna. Þar ræðast menn við, bera sig saman og einn lærir af öðrum. Það er til hreinnar fyrirmyndar hvað góð samstaða hefur skapast með því fólki, sem sinnir þessum málum. Námskeiðin hafa verið mjög vel sótt og mikill áhugi á því að veita eins góða, fjölþætta og ódýra þjónustu og mögulegt er. Gefnir hafa verið út mynd- skreyttir leiðbeiningarbæklingar þar sem þess er ma.a getið, hvaða bæir sinna ferðamannaþjónust- unni og hvað gestum stendur til boða á hverjum stað. Hefur eftir- spurn eftir þeim verð mjög mikil. - Pykir fólki dvölin dýr? -Nei, allsekki. Égætlaekkiað nefna tölur en hitt má fullyrða, að verðlagið er tugum prósenta ódýrara en hjá sumarhótelunum t.d. og verða þau þó naumast sökuð um okur, - og svefnpokagisting er alveg sér- staklega hagstæð. Almenn ánægja - Eru það jöfnum höndum er- lendir gestir og innlendir, sem sækjast eftir þessari þjónustu? - Til að byrja með munu út- lendingar hafa verið í talsverðum meirihluta og það er síður en svo að þeir séu nokkuð að draga sig í hlé. En þeim íslendingum fer alltaf fjölgandi, sem fremur vilja leita sér hvfldar og hressingar í sveitum landsins en annarsstað- ar. Utanlands- og sólarlandaferð- irnar eru ekki öllum allt í öllu þótt maður geti stundum haldið það, eftir auglýsingaflóðinu. En okkur hefur nú gefist vel að vinna að þessu á hljóðlátari hátt. Ég hef einnig orðið þess vör, að fólk, sem flutt er úr sveitunum, tekur því fegings hendi að geta aftur dvalið um stund á fornum slóðum eða í grennd við þær. Ánægja þeirra, sem notið hafa dvalar á ferðaþjónustuheimilin- um, er almenn og gildir einu hvort um er að ræða íslendinga eða erlenda gesti. ísland er nú einu sinn land dreifðrar byggðar og sveita og þannig eigum við að ferðast um það, skoða það og njóta þess. Og hvergi skapast persónulegra samband milli gesta og heimafólks en á sveitabæjun- um. -mhg Fimmtudagur 25. júlí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 7 Gasog grillvorur fást í fjölbreyttu úrvali - á bensínstöövum Shell Olíufélagið Skeljungur h.f. Smávörudeild- Heildsölubirgðir - simi 81722 Sunnlendingar Ferðafólk Öll hjólbarðaþjónusta ■ ■ Orugg þjónusta Hjólbarðaverkstæði opiðid.8-22 alla daga nema Björns Johannssonar sunnudaga þá kl. 13-18 Lyngási 5 - Sími 99-5960 Rangárvallasýslu KJARSKOGI Verslunarmannahelgin 2.-5. ágúst 1985 * sw«w Hannesd“' • Kvöidvaka jw jörundur jj Pá\m> Gestsso % GuðmuSr Ó\aisson a' ^ Batnas'®mf'ltun ar ^ BrúðubíW'nn 1 -n. Barna\e\kir * Barnadansíeikir u- Varðeidur j- pugeidasýn'nQ Reiðbjóiakeppn

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.