Þjóðviljinn - 28.07.1985, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 28.07.1985, Qupperneq 14
BÆJARROLT Herstöðvaandstæðingar - friðarsinnar - kjarnorkuandstæðingar Tilkynnið þátttöku í Friðarbúðirnar sem fyrst í síma 17966 eða að Mjölnisholti 14, 3. hæð, Reykjavík. Skrifstofan er opin alla daga og flest kvöld. Brýnt er að sem flestir tilkynni sig, hvort sem um lengri eða skemmri þátttöku er að ræða. Samtök herstöðvaandstæðinga. k^RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir að ráða 3 raf- eindamenntaða starfsmenn til starfa á rafeindadeild stofnunarinnar. Deildarstjora. Starfið er fólgið í stjórn rafeindadeildar, m.a. umsjón með áætlanagerð, hönnun, fram- kvæmdum og tæknilegum rekstri á fjargæslu- og fjarskiptakerfum auk umsjónar með starfrækslu raf- eindastofu deildarinnar. Hér er um mjög fjölbreytt og sjálfstætt starf að ræða sem krefst alhliða þekkingar á rafeindabúnaði og tölvum og hugbúnaði almennt. Leitað er að manni með próf í rafeindaverkfræði/- tæknifræði eða með sambærilega menntun. Tæknimaður. Starfið er aðallega fólgið í áætlana- gerð, hönnun og verkumsjón með framkvæmdum og tæknilegum rekstri á fjargæslukerfum. Starfið býður upp á fjölbreytt og áhugaverð verkefni á sviði rafeinda- og hugbúnaðar. Leitað er að manni með próf í rafeindaverkfræði/-tæknifræði eða með sambærilega menntun. Rafeindavirki. Starfið er fólgið í viðgerðum og dag- legum rekstri á ýmis konar rafeindabúnaði og býður upp á fjölbreytt og áhugaverð verkefni. Leitað er að manni með sveinspróf í rafeindavirkjun, símvirkjun eða sambærileg réttindi. Laun eru skv. kjarasamn- ingi við Rafiðnaðarsamband íslands. Upplýsingar um störfin veitir yfirverkfræðingur raf- magnsdeildar, tæknisviðs RARIK í síma 91-17400. Umsóknum er greini menntun og fyrri störf ber að skila til starfsmannadeildar Rafmagnsveitna ríkisins, fyrir 1. ágúst 1985. Rafmagnsveitur ríkisins, Laugavegur118, 105 Reykjavík. Mér er minnisstætt viðtal sem ég heyrði fyrir nokkrum árum við Vestmannaeying sem hafði misst nýtt einbýlishús undir hraun í gosinu, hann hafði stritað árum saman við að koma þessu húsi upp. Hann sagði að gosið hefði kennt sér hversu verðmæti sem möiur og ryð fái grandað séu lítils virði. Hann sagðist ekki bera neina virðingu fyrir steinsteypu framar. Mér datt þetta í hug þegar ég sá viðtal við múrara nokkurn sem er búinn að vera að basla við að koma þaki yfir höfuðið og eftir því sem hann borgar meira á hann minna í húseign sinni. Skuldirnar hækka jafnt og þétt meðan kaupið lækkar og sölu- verð hússins stendur í stað. Einn góðan veðurdag verður hann svo að selja húsið og stendur þá uppi með skuldir eintómar og húsnæð- islaus að auki. Svona getur markaðskerfið leikið fólk grátt. Hann byrjaði með tvær hendur tómar. Þeir sem eru á móti leiguhús- næðiskerfi eins og það sem Búseti er nú að fara á stað með kvarta undan því að engin eignamyndun sé í íbúðunum sem fólkið fær. Það þarf að borga ákveðna upp- hæð til að fá þessar íbúðir á leigu og borga svo fasta mánaðarleigu alla sína ævi og á svo ekki íbúðina þegar það hrekkur upp af. Það er þó betra heldur en eignaupp- takan hjá múraranum. Sjálfur á ég litla íbúð sem ég keypti í fyrra með tvær hendur tómar. Eg óttast að fari á sömu leið hjá mér og múraranum. Eftir því sem ég strita meir við að borga því minna eigi ég í íbúð- inni. Annars er mér alveg sama hvort ég á íbúð eða ekki. Það eina sem skiptir mig máli er að hafa þak yfir höfuðið og eiga ekki hættu á að þurfa að missa það. í raun og veru kæri ég mig ekkert sérstaklega að eiga íbúð, ég vil bara ekki vera á eilífum flækingi ár eftir ár. Þess vegna gæti ég vel hugsað mér að fá örugga leiguí- búð. Búsetamenn eru að fara að byggja stórhýsi inn í Grafarvogi, það er það eina sem ég mundi setja fyrir mig. Ég vil ekki flytja Það bjargast, það bjargast upp í sveit. Ég get þá alveg eins farið austur fyrir fjall eða norður í land. Ég vil búa í miðbæ þar sem líf er og fjör í kringum mig og fjölbreytilegt umhverfi, ég er borgarbarn og vil ekki flytja í svefnbæ, langt frá uppsprettum mannlegra samskipta. Þessvegna ætla ég að halda fast í litlu íbúðina við Spítalastíg. Annars er mér farið að óa hversu margir vinir mínir og kunningjar flytja nú úr landi, gef- ast upp eða grípa feita gæs í út- Iöndum ef hún býðst. Ætli fari ekki á sömu leið með múrarann. Ja, ljótt er það. Annars er mitt mottó: það bjargast, það bjarg- ast, það ferst ekki neitt. Ég verð hins vegar að játa að ég fór með þess trúarjátningu með litlum sannfæringarkrafti á þriðjudag- inn þegar ég sá skattseðilinn minn. Þegar þetta er skrifað á fimmtudegi skín hins vegar sólin glatt á himni og ég er að fara út úr bænum á morgun. Ég kasta því öllum syndum og sorgum á bak við mig - í bili. -Guðjón ALÞYÐUBANDALAGtÐ Snæfellsjökull. Magnaðasti blettur í kjördæminu. Vesturland - Sumarferðalag - Verslunarmannahelgin Eins og undanfarin sumur efnir Alþýðubandalagið á Vesturlandi til útivistar og ferðalags um verslunarmannahelgina. Nú verður farið um Snæfellsnes og Nesið skoðað undir leiðsögn gagnkunnugra heimamanna. Gist verður í tvær nætur í svefnpokaplássi á Lýsu- hóli í Staðarsveit. Brottför er frá Akranesi kl. 9og frá Borgarnesi kl. 10álaugardagsmorgni3. ágúst. Heimkomasíðdegisámánudegi, 5. ágúst. Þau sem í ferðalagið ætla aö fara, láti skrá sig sem fyrst S' a einhverjum eftirtalinna: löfu - síma 8811, Grundarfirði, Jónu - síma 1894, Akranesi, Grétari-síma 7506, Borgarnesi, Skúla-síma 6619, Hellissandi, Jóhannesi - síma 6438, Ólafsvík, Þórunni - síma 8421, Stykkis- hólmi, Kristjóni - síma 4175, Búðardal. Nesti, góðir gönguskór og viðlegubúnaður þarf að vera með í för. Það er margt sem alltaf er nýstárlegt og gaman að skoða á Snæ- fellsnesi. Gengið verður á Eldborg ef veður leyfir. Þetta er fjöl- skylduferðalag. - Allir velkomnir. - Kjördæmisráð. Alþýðubandalagið í Reykjavík Sumarferð ABR 17. ágúst Árleg sumarferð Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður laugar- daginn 17. ágúst. Að þessu sinni verður ekið um Hvalfjörð og áð Tilkynning til miðstjórnarmanna Alþýðu- bandalagsins Framkvæmdastjórn Alþýðu- bandalagsins hefur ákveðið að haustfundur miðstjórnar verði haldinn í Reykjavík dag- ana 21.-22. september n.k. Meginefni fundarins verða utanríkismál. Miðstjórnarmenn eru beðnir að festa sér þessa dagsetn- ingu í minni og hafa í huga að berist óskir um að á dagskrá verði tekin mörg mál gæti orð- ið að hefja miðstjórnarfundinn föstudagskvöldið 20. sept- ember. Þá er miðstjórnarmönnum bent á ráðstefnu um Þjóðvilj- ann og ný viðhorf í fjölmiðlun sem ákveðið hefur verið að halda eftir hádegi sunnudag- inn 22. september, en gert er ráð fyrir að Ijúka miðstjórnar- fundinum fyrir hádegi sama dag. - Flokksskrifstofan. við Saurbæ og á Akranesi við kútter Sigurfara. Þaðan verður ekið að Leirá. Frá Leirá verður farið um Svínadal og að Reykholti. Síðan verður ekið um Uxahryggi og áð í Biskupsbrekku á Kaldadalsleið. Þaðan verður ekið um Þingvelli til Reykjavíkur. Fararstjórn að þessu sinni verður í höndum Árna Björnssonar og Kjartans Ólafs- sonar. Áningastaðir og allt fyrirkomulag ferðarinnar verður nánar kynnt í Þjóðviljanum síðar en ferðanefnd hvetur alla flokksmenn og stuðn- ingsmenn að panta miða tímanlega til að auðvelda allan undirbún- ing. Skráning farþega er í síma 17500. - Ferðanefnd ABR. ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Friðarbúðir 7.-10. ágúst Ailir í friðarbúðirnar ÆFAB efnir til hópferðar í friðarbúðirnar í Njarðvík miðvikudaginn 7. ágúst og eru allir eindregið hvattir til aö nota þetta einstæða tækifæri til andófs gegn helstefnu og hermangi á íslandi. Allir sem áhuga hafa á að taka þátt í undirbúningi fyrir ferðina 7. ágúst eða vilja kynna sér þetta nánar er bent á að áhugasamir friðarsinnar ætla að koma saman að Hverfisgötu 105, fimmtudaginn 25. júlí kl. 20 og rabba saman um væntanlegar aðgerðir. Æskulýðsfylkingin í Reykjavík. 14SÍÐA — ÞJ( LJINN Sunnudagur 28. júlí 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.