Þjóðviljinn - 15.09.1985, Síða 5

Þjóðviljinn - 15.09.1985, Síða 5
Það var mikið sungið í rútunni sem íslendingarnir og leikhópurinn trá Fílabeinsströndinni fékk til umráða. Gengu hinir blásvörtu leikarar ætíð með merki Leikfélags Hafnarfjarðar í barminum og kepptust Ijósmyndarar um að mynda þessa tvo hópa saman. ora, og taltæki sem voru útí sal og baksviðs og tengd beint upp í stjórnstöðina, þar sem ljósamað- ur og hljóðmaður sátu, algerlega einangraðir frá sviðinu. En til þess að maður geti stjórnað í gegnum taltæki er betra að mað- ur skiljist, en því miður voru hinir annars ágætu tæknimenn í Princ- ess Crace leikhúsinu ekki talandi á ensku og því lítið gagn að tal- sambandinu. Með merkjasend- ingum, bendingum, nokkrum orðum í frönsku og síðast ekki síst, góðum vilja er þó ýmislegt hægt, eins og við áttum eftir að sannreyna þegar að sýningunni kom. í spilavíti Þeir sem ekki fóru að skoða leikhúsið fyrsta daginn, gátu not- að tímann til að fara á ströndina í Mónakó, sem var talsvert hrein- legri en ströndin í San Remó. Mónakó er annars mesta snobb- bæli, þótt að öðru leyti sé þar yndislegt að vera. Okkur var komið fyrir í skólahúsnæði uppi á hæðinni, sem nefnist Cap D’Ail og tilheyrir Frakklandi. Ekki þótti okkur of mikið koma til húsnæðisins, og vorum þar raun- ar ekki nema um blánóttina. Fyrstu sýningarnar sem við sáum á hátíðinni voru sýningar Svía, Ástralíumanna, og Tékka. Þær voru leiknar í gífurlega glæsi- legu leikhúsi sem er eiginlega óp- eruhús inní Casínóinu. Arkitekt- inn er sá frægi Garnier sem teiknaði Parísaróperuna og þarna frumsýndi Diaghilev sína frægustu balletta. Á leiðinni í leikhúsið gengum við framhjá glæsivögnum aðalsins sem þvæl- ist á milli spilavítanna í Monte Carlo. Reyndar komumst við nokkur við illan leik inn í eitt spilavítið og vorum þeirri stund fegnust þegar við komumst út aftur. Þarna hékk lífsleitt fólk fram á borðin, lífsleiðir þjónar báru í það vín og ennþá lífsleiðari lífverðir héldu vörð um fjármunina sem spilað var um. Frammi á gangi héngu þreyttar gleðikonur í von um við- skipti. Þegar demantskreytt gam- almenni vann fleiri milljónir í einu spili mátti heyra andvarp líða um salinn, en ekkert svip- brigði sást á andliti sigurvegar- ans, sem lét lífvörð telja milljónirnar kuldalega ofan í stóra skjalatösku. I.A.T.A. Áður en vikið er að sýningu okkar er rétt að segja örlítið meira frá hátíðinni sjálfri. Al- þjóðasamtök áhugaleikfélaga, I.AT.A. halda annað hvert ár leiklistarhátíð, en fjórða hvert ár er hún haldin í Mónakó undir vernd furstans sjálfs og kostuð að verulegu leyti af Mónakó fursta- dæminu. Raunar var eiginkona hans, Grace heitin Kelly ein helsta sprautan í þessum leiklistarhátíðum, en sú fyrsta var haldin í Mónakó árið 1957, að- eins ári eftir að Grace giftist Ra- iner fursta. Nú hefur Karólína tekið við hlutverki móður sinnar við hátíðina. 28 lönd fengu að senda leiksýningu á hátíðina, en allmörgum löndum var vísað frá. Var lögð áhersla á að fá sýningar frá vanþróuðum löndum til þátt- töku, t.d. frá Fílabeinsströnd- inni, Kamerún, Trinidad og To- bago. Hópurinn frá Ffla- beinsströndinni var settur í sama húsnæði, og við áttum eftir að eiga margar góðar stundir með þessu fallega fólki sem var svo svart að það var „næstum því grænt“, eins og Laxness segir ein- hvers staðar. Af öðrum löndum auk Evrópulanda má nefna Jap- an, Ástralíu, Kína, Kanada og Mexíkó en sama kvöld og við lék- um sýndu Belgar og Bretar, og voru aðeins gefnar 15 mínútur á milli sýninga til að skipta um svið. Fjórir dýrmœtir klukkutímar AUir sváfu vel og lengi daginn sem við áttum að sýna. Við stöppuðum í okkur stálinu í garð- inum þar sem við bjuggum og skunduðum svo niður í leikhúsið. Þar fréttum við að allt væri löngu uppselt og að risastór skermur yrði í anddyrinu þar sem þeir sem ekki kæmust inn gætu horft á sýn- ingarnar. Næstu 4 klukkutímarn- ir voru með þeim verri sem ég hef lifað í leikhúsi, en allt gekk þó ljúflega fyrir sig á yfirborðinu. Skipulagningin í leikhúsinu var með afbrigðum góð og Egill ljósamaður náði að mata tölvuna á öllum ljósunum á þremur kort- erum. Um tíma hélt ég þó að allt ætlaði í strand, þegar hljóð- meistari hússins uppgötvaði að það voru margir um hvern hljóð- nema hjá okkur og ekki hægt að stilla hljóðnemana í eitt skipti fyrir öll. „Hvað þá, syngja þau öll?“ sagði vesalings maðurinn og fórnaði höndum. Akveðið var að merkja hátalarasnúrurnar svo að hægt væri að sjá úr hljóðklefan- um hvaða hátalari væri tekinn hverju sinni. Þar með var klukk- an sex og okkar tími í leikhúsinu á enda. Nú var bara að treysta á guð, sjálfan sig og lukkuna og bíða eftir að klukkan yrði átta. Það var ýmislegt sem flaug í gegnum hug- ann þessar tvær klukkustundir fram að sýningunni á meðan krakkarnir voru önnum kafnir við að sminka sig. Skyldi þetta nokkurn tíma takast? Hvað ef eitthvað færi úrskeiðis - gat mað- ur treyst því að með fingramáli og nokkrum orðum í frönsku væri hægt að gera sig skiljanlegan? Frumsýning Fyrr en varir var klukkan orðin átta, salurinn troðfullur (og sval- irnar líka) af prúðbúnu fólki. Anddyrið sömuleiðis fullt og fólk stöðugt að reyna að troðast inn í salinn. Myrkur. Sýningin hafin. Ég stend aftast með sýningar- stjóranum og taltækinu. Nokkur andartök, sem virtust eilíf. Engin kemur inn á svið til að leika. Fyrstu leikendurnir sem eiga að koma utan úr sal komast ekki inn vegna troðnings, - sumir eru beðnir um aðgöngumiða og geta með naumindum gert einkennis- klæddum dyravörðum ljóst að þeir eru leikarar og eiga að vera komnir inn á svið. En allt í einu er allt komið á flug. „Ykkur verður fyrirgefið ef tæknin klikkar - bara ef það er nógu mikið stuð. Látiði nú helv. klettinn skjálfa”. - Þetta var það síðasta sem ég hafði sagt við leikarana og þau ætluðu greini- lega að taka það alvarlega. Salur- inn var strax með á nótunum, hlátur og klapp glumdi við og hvert atriði á fætur öðru rann í gegn án mistaka. Ótrúlegt. Meira að segja Presley-myndin, sem bundin var með snæri, datt niður á réttu augnabliki. Allt í einu er komið framkall og sýningin búin. Rífandi stemmning og krakkarn- ir ætla aldrei að komast út af svið- inu fyrir klappinu. Ólýsanlegur léttir. En um leið svolítill kvíði fyrir næsta atriði, sem var af- hending styttu hátíðarinnar í lok- in. En auðvitað tókst það eins og til stóð, íslenski fáninn seig niður á sviðið í leikslok og hópurinn stóð allur undir fánanum. Vant- aði bara þjóðsönginn. Ég tók við styttunni úr hendi leikstjórans Georgs Malvius eftir að hann hafði þakkað okkur með mörg- um fögrum orðum. Það var ólýsanlegur léttir að ganga út úr leikhúsinu þegar þetta var allt afstaðið og sjálf var ég svo þreytt í hausnum að ég gekk ein niður á Festivalklúbbinn í stað þess að taka rútuna. Rokkað í frumsýningar- hófinu Þar var allt skreytt með fánum og blómum, garðurinn upplýstur og fullt af fólki til að taka þátt í frumsýningarhófi þessara þriggja landa sem höfðu sýnt um kvöld- ið. Það er vægt til orða tekið að segja að við höfum átt senuna þarna um nóttina því strákarnir fluttu hljóðfærin og hátalarakerf- ið niður í klúbbinn að beiðni stjórnenda hátíðarinnar og héldu þar uppi meiriháttar dansleik langt frameftir nóttu við gífurlega góðar undirtektir. íslenskt rokk og útlent dundi um miðborg Mónakó. En þó var ballið alls ekki búið. Klukkan ellefu morguninn eftir var móttaka í hinum stórglæsi- lega kaktusagarði, sem er helsta stolt Mónakóbúa. Það var borg- arstjórinn í Mókanó sem bauð og nú tóku við ræður og afhending- ar. Af skömm minni lét ég borg- arstjórann lesa þrisvar upp nafn- ið mitt, áður en ég fór og tók við minnispeningi frá borgarstjóran- um og við losnuðum við ræður með því að syngja, þótt söngur- inn væri ekki alveg eins hreinn og tær og fyrsta daginn. Umrœður við gagnrýnendur Úr þessari veislu var haldið í kveðjusamsæti fyrir Möggu okkar túlk og hægri hönd sem kvödd var með tárum og blómum og þaðan var haldið í umræður um sýning- una. Sigrún Valbergs hafði sagt okkur að mæta í umræðurnar klukkan þrjú og satt að segja hélt ég að þetta væri huggulegt spjall fyrir nokkra áhugamenn um út- kjálkaleikhús, en annað kom á daginn. í risastórum ráðstefnusal sátu hundruð manna og á sviðinu fjórir mikilsmetnir gagnrýnend- ur. Þeir voru André Camp, for- maður alþjóðasamtaka leikhús- gagnrýnenda, Antony Cornish, varaformaður British Theatre Association, gagnrýandi og leik- stjóri, Paul-Louis Mignon, fors- eti frönsku gagnrýnendasamtakanna og John Ytterborg aðalritari, IATA, alþjóðasamtaka áhuga- leikhúsa. Þarna mátti ég ganga upp í pontu og svara fyrir sýning- una. Fljótlega fann ég að ég var ekki með neina venjulega menn við hlið mér, heldur afburða, færa gagnrýnendur. Stressið hvarf eins og dögg fyrir sólu og maður hellti sér út í uppbyggi- legar og spennandi umræður um leikhús. Greinilegt var að krakk- arnir höfðu unnið hug og hjarta að minnsta kosti þriggja hinna fjögurra gagnrýnenda. Umræðurnar um sýninguna voru sem sagt mjög uppbyggi- legar og jákvæðar og þá eins og síðar þótti mér mest til þess koma sem breski gagnrýnandinn hafði að segja. Eg gerði mér far um að hlusta á sem mest af umræðum þessara ágætu manna um sýning- arnar og dáðist ég að því hversu vel þeim tókst að fjalla um kosti þeirra og galla á skynsamlegan, skemmtilegan og síðast en ekki síst uppbyggilegan hátt. Mónakó kvatt Áður en Mónakó var kvatt tókst okkur að sjá nokkrar fleiri sýningar, þótt við yrðum að fara áður en hátíðinni lauk og þarmeð misstum við flest af veislunni hjá Karólínu. Þótt maður kæmist ekki nema á tæplega helming allra sýninganna, varð þó fljót- lega ljóst að hér voru á ferðinni sýningar sem flestar voru mjög vel frambærilegar í hvaða at- vinnuleikhúsi sem var. Sýningar t.d. Tékkanna og Kanadamann- anna voru með bestu leiksýning- um sem við höfðum séð og leikar- arnir atvinnuleikarar á okkar mælikvarða. Mónakó var sannarlega kvatt með söknuði. Hópurinn okkar tvístraðist, sumir fóru að tína vín- ber í Frakklandi, aðrir ætluðu að vera við nám í háskóla næsta vet- ur úti í Evrópu og enn aðrir fóru loks í langþráð sumarleyfi, eftir að hafa eytt öllum frídögum í sumar í að safna fyrir Mónakó- ferðina miklu. Sjálf hélt ég yfir til San Remó og þaðan fórum við fimm saman á bflaleigubfl yfir ft- alíu, heimsóttum Guðrúnu systur mína sem býr við Comovatn og þaðan héldum við yfir alpana til Sviss. Við gistum á fjallahóteli í 2000 km. hæð á leið til St. Moritz, ókum síðan í gegnum Sviss og Þýskaland, gistum í Heidelberg, þaðan í gegnum Rínardalinn, Mósedalinn og til Luxemburgar. Þar hittum við hluta af hópnum á flugvellinum og við flugum sam- an heim til íslands í rokið, eftir þessa ævintýralegu ferð. Fulltrúar hátíðarinnar taka á móti íslenska hópnum með ræðuhöldum, kampa- víni og gjöfum, en íslendingarnir svöruðu með vísum Vatnsenda-Rósu og íslensku hraungrýti. Tæknimennirnir f leikhúsinu fengu líka grjót og íslenskt brennivín fyrir góða hjálp. Leikfélag Hafnarfjarðar fyrsti íslenski leikhópurinn sem tekur þátt í stœrstu alþjóðaleikhúshátíð veraldar, Festival Mondial í Mónakó Sunnudagur 15. september 1985 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.