Þjóðviljinn - 15.09.1985, Page 6

Þjóðviljinn - 15.09.1985, Page 6
Illugi: Guðmundur Torfason lyftir lóðum. Sigurður: Nei, hann sparkar bolta. Sigurður Blöndal í úrslit Svona fór það Sigurður Sp. Illugi 1 1 0 1 2 1 4 3 3 0 4 1 1 5 1 1 6 0 0 7 0 3 8 2 1 9 1 1 10 1 13 st. 10. st. Úrslitin hafin Undankeppninni er lokið og dregið hefur verið til úrslita- keppni í sumargetraun Þjóðvilj- ans. Drátturinn fór þannig að konur og karlar mætast en inn- byrðis kynjaslag er slegið á frest. í fyrstu umferð keppa Þórunn Gestsdóttir blaðamaður og Sig- urðurBlöndal skógræktarstjóri. í annarri umferð mætast Margrét Gunnarsdóttir fóstra og kennari og Pétur Ástvaldsson blaðamað- ur. Þriðja umferð verður með viðureign Ævars Kjartanssonar varadagskrárstjóra og Guðrúnar Ámundadóttur húsmóður og ræstingarkonu. f síðustu umferð úrslitanna keppa Gunnar Ólafs- son verkfræðingur og Hildur Finnsdóttir prófarkalesari. Að þessum viðureignum lokn- um keppa sigurvegarar innbyrðis og að lokum stendur einhver uppi með ritsafn Jóhanns Sigurjóns- sonar og sú/sá sem í öðru sæti lendir hlýtur að launum matar- boð fyrir tvo á Lækjarbrekku. Það voru tveir valinkunnir kappar sem voru síðasta getr- aunaparið í sumargetraun Þjóð- viljans. Þeir Illugi Jökulsson og Sigurður Blöndal skógræktar- stjóri áttust við og lauk glímu þeirra við spurningarnar með sigri Sigurðar sem hlaut 13 stig en Ulugi hlaut 10 stig. Sigurður Blöndal er því kominn í úrslit getraunarinnar og mætir Þórunni Gestsdóttur í fyrstu umferð úr- slitanna um næstu helgi. Sigurður byrjaði betur, vissi að prófessor Jón Helgason orti „Kætumst meðan kostur er“, en Illugi giskaði á Sveinbjörn Egils- son. Illugi vissi hins vegarnafn Le Pen, forystumanns franskra fas- ista, en þar vantaði botninn hjá Sigurði. Sigurður var aftur á móti klár á hvar Grímur Thomsen vildi hafa hið endurreista alþingi og að Guðmundur Torfason Frammari væri knattspyrnumaður, en Illugi breytti honum í lyftingamann. SPURNINGARNAR 1. „Gaudeamus igitur" er gjarnan kyrjað við útskrift stúdenta og stundum við íslenskan texta: „Kæt- umst meðan kostur er/knárra sveina flokkur." Eftir hvern er íslenski textinn? (1 stig). 2. Hver er varaformaður Alþýðubandalagsins (1 stig). 3. Nefndu fjórar eyjar á Breiðafirði: (4 stig). 4. Forystumaður þjóðernissinnaðra Frakka er um- deildur maður sem ber bókmenntalegt nafn. Hvað heitir hann? (1 stig). 5. Pétur Östlund trymbill er hérlendis um þessar mundir. Við spyrjum hvað móðir hans heiti? (1 stig). 6. Hvar vildi Grímur Thomsen að alþingi íslendinga yrði endurreist? (1 stig). 7. Við hvaða fjörð stendur kaupstaðurinn Keflavík? (1 stig). 8. Hvaða íþróttagreinar stunda eftirtaldir einstak- lingar: a) Guðmundur Torfason, b) íris Grön- feldt og c) Bjarni Friðriksson? (3 stig) 9. Hvað heitir kirkjumálaráðherra íslands (1 stig). ■ o „Dýrlegi Valtari" sagði Gísli Brynjólfsson um skoskan rithöfund sem skrifaði sögulegar skáld- sögur á 19. öld og hafa nokkrar þeirra verið þýdd- ar á íslensku. Hvaða höfund átti Gísli við? (1 stig). SVÖRIN noos jsjua\ jjoos J3J[«A\ »oos mgy | ■*aHBM-i!S U 1 uosbSjoh uof U0SB§[9J-I U9f uinenqiSos ? m w uoseSph u9f opnf(o jSB5(}9[ds(q JB§u;yXi(B 9pnf(o jSB5[J9fds(q BUjXdsJJBU5[(B 9pnf(o jsB5[J9fds(q ■ Q BUjXdsjJBU5[(B O BpgBXBJ B9UBXBJ eJQ ffS5[5[B JS " i,uin[[OA8uicf b B8o[UBjuæA, 5[IABf5[Xo-g 5[IABf5[X0H ^ UE5[JBy\ BUBJAJ UB5[JBJAJ BJJE[AÍ uoj oq •■■■oq uod og " jþF JBfXoUJOAS ‘/Í3 -spSjojj ‘Xojbjj JEfXoUJOAS So JBfXoS5[5JBl^ ‘XosddEJH ‘XojBy BUJOU QB " O [ij jbSjbui jo w ■pJBQJBfJ SjoqiiA ■pjBejBH Sj°qi!A •pjBeJBH ■ M 3-íoqiiA £ ^,uoss[i8g ujofquioAS uosbS[oh U9f « uosbS[0H u9f ■ | |8niII jngjnðis JOAS jjoa 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. september 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.