Þjóðviljinn - 15.09.1985, Síða 14

Þjóðviljinn - 15.09.1985, Síða 14
ALÞYÐUBANDALAGIÐ Þjóðviljaráðstefna Útgáfufélag Þjóðviljans og Alþýðubandalagið gangast fyrir ráð- stefnu um ÞJóðviljann laugardaginn 21. september að Hverfisgötu 105. Er ráðstefnan opin öllum félögum í Útgáfufélaginu og Alþýðu- bandalaginu. Miðstjórnarfundur AB Miðstjórn Alþýðubandalagsins kemur saman til fundar dagana 4.-6. október að Hverfisgötu 105. Þar verður rætt um undirbúning landsfundar, stöðu flokksins og utanríkismál. Dagskrá nánar aug- lýst síðar. Útgáfufélag Þjóðviljans Framhaldsfundur verður haldinn 10. október nk. kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. A daqskrá er: 1) Kosning stjórnar félagsins. 2) Undirbumngur vegna 50 ára afmælis Þjóðviljans 1986. 3) Lög að skipulagsskra felags- ins. 4) Önnur mál. Landsfundur AB verður haldinn að Borgartúni 6 dagana 7.-10. nóvember. Fulltrú- akjöri félaga þarf að vera lokiö þremur vikum fyrir fundinn. Dagskrá verður nánar í blaðinu síðar og í bréfum til trúnaðarmanna flokks- ins. ABR Áskorun Greiðið flokks- og félagsgjöldin! Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík hvetur alla þá sem enn skulda flokks- og félagsgjöld að greiða þau nú þegar. Gíróseðla má greiða í öllum póstútibúum og bönkum svo og á skrifstofu flokksins að Hverfisgötu 105. - Stiórn ABR. Uppsveitir Árnessýsiu Aðalfundur Uppsveitafélagsins verður haldinn að Laugarvatni mánudaginn 16. september kl. 21.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Gestir fundar- ins verða: Svavar Gestsson, Garðar Sigurðsson, Margrét Frím- annsdóttir. Félagar fjölmennum. - Stjórnin. Ab. Akureyri Bæjarmálaráð boðartil fundar mánudaginn 16. september kl. 20.30 í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18. - Stjórnin. Ný sókn í atvinnulífi Námstefna - tilkynnið þátttöku! Alþýðubandalagið efnir til námstefnu um nýja sókn í atvinnulífinu sunnudaginn 22. septemberað Hverfisgötu 105. Þarverða flutt 17 erindi um ýmis framtíðarverkefni í atvinnumálum íslendinga. Mun námstefnan verða auglýst nánar í Þjóðviljanum næstu daga. Námstefnan er öllum opin en þeir verða að tilkynna þátttöku fyrir 15. september. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður við 80. Síminn á skrifstofu Alþýðubandalagsins er 17500. - Alþýðubandalagið. ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Landsþing ÆFAB í Ölfusborgum Æskulýðsfylkingin boðar til landsþings samtakanna helgina 27. - 29. sept- ember næstkomandi. Þingið verður haldið í Ölfusborgum við Hveragerði og er það opið öllum félögum í Fylkingunni. Gist verður í húsum verkalýðsfél- aganna og fundað í félagsheimilinu þar. Æskulýðsfylkingin hvetur hér með alla félaga að láta skrá sig á þingið. Skrifstofan er opin frá kl. 10 - 18 að Hverfisgötu 105, sími 17500. Dagskrá Landsþlngs ÆFAB Föstudagurinn 27.: 18:00 Rúta frá BSÍ 20:00 Þingið sett og skipan starfsmanna Skýrsla stjórnar Reikningar lagðir fram - umræður - Lagabreytingar - umræður - Framsögur: Stefnuplagg um áhersluatriði ungs fólks. Stefnuplagg um utanríkismál - umræður - 23:00 fundi frestað Laugardagurinn 28.: 10:00 Umræður um Alþýðubandalagið, Hvar stöndum við - Hvert stefnum við? Afgreiðsla lagabreytinga 14:00 Nefndastörf 21:00 Kvöldbæn að hætti Fylkingarfélaga Sunnudagurinn 29.: 13:00 Niðurstöður nefnda kynntar Umræður og afgreiðsla Kosningar Internationalinn * Þingslit. ÆFR Skólanefnd ÆFR kemur saman til fundar þriðjudaginn 16. sept. kl. 20.00. Rætt um stefnu Æskulýðsfylkingarinnar í skólamálum. Allt skólafólk velkomið. Hvað er sósíalisminn? 1. fundur í fræðslufundaröð ÆFR um sósíalismann verður haldinn þriðju- daginn 17. septemþer kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Komum og ræðum um hvað okkur finnst sósíalisminn vera. - Fræðslu- og útgáfunefnd. Námsstefna um nýjasókn í atvinnulífinu Síöustu forvöð aö skrá sig. - Hafið samband við skrifstofu AB sími 17500 Alþýðubandalagið efnir til námsstefnu um nýja sókn í at- vinnulífinu sunnudaginn 22. september næstkomandi að Hverfisgötu 105 í Reykjavík. Á námsstefnunni verða flutt 17 stutt erindi um hin ýmsu fram- tíðarverkefni í atvinnumálum (slendinga. Fyrirspurnartími verður eftir hvert erindi. Námsstefnan er öllum opin sem skrá sig sem allra fyrst á skrifstofu Alþýðubandalags- ins að Hverfisgötu 105, s. 17500. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Námsstefnan hefst kl. 10.00 sunnudaginn 22. sept- ember og stendur til kl. 18.00. Matur verður framreiddur kl. 12.00-13.00. Þátttökugjald með matar- og kaffikostnaði er kr. 600,-. Námsstefnan hefst með því að Hjörleifur Guttormsson alþingismaður flytur hug- leiðingu um stjórnmál og at- vinnuþróun. Eftirtalin erindi verða flutt: - Dr. Alda Möller matvæla- fræðingur: Frá afia til afurða. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ: Atvinnustefna verkalýðs- hreyfingarinnar. Ásmundur Hilmarsson trés- miður: Eru launamannasjóðir leið til eflingar atvinnulífs? Finnbogi Jónsson fram- kvæmdastjóri Iðnþróunar- félags Norðurlands: Uppfyllir orkusala til stór- iðju eðlilegar arðsemis- kröfur? Gunnar Guttormsson deildar- stjóri í iðnaðarráöuneyti: Menntun og ráðgjöf. Halldór Árnason fiskmats- stjóri: Hlutverk smáfyrirtækja í at- vinnulífinu. Hermann Aðalsteinsson, verkefnisstjóri Iðntæknistofn- unar: Framleiðni í iðnaði. Dr. Ingjaldur Hannibalsspn forstjóri Iðntæknistofnunar ís- lands: Framtíð íslensks iðnaðar. Dr. Jón Árnason, Búnaðarfé- lagi íslands: Þróun loðdýraræktar. Páll Jensson forstöðumaður Reiknistofnunar Háskólans: Hugbúnaðariðnaður. Sigurjón Arason, efnaverk- fræðingur: Vannýttir fiskistofnar - melta og önnur fóðurfram- leiðsla. Steinar Berg Björnsson for- maður stjórnar Útflutnings- miðstöðvar iðnaðarins: Markaðssetning og vöru- þróun. Dr. Vilhjálmur Lúðvíksson framkvæmdastjóri Rann- sóknaráðs ríkisins: Skipulag rannsóknastarf- semi á Islandi. Vilhjálmur Þorsteinsson for- stjóri: Útflutningur á hugbúnaðar- kerfum. Dr. Össur Skarphéðinsson rit- stjóri: Framtíð fiskeldis á íslandi. Guðrún Hallgrímsdóttir Margrét Frímannsdóttir Námsstefnustjórar verða Guð- rún Hallgrímsdóttir for- stöðumaður afurðadeildar Ríkis- mats sjávarafurða og Margrét Frímannsdóttir oddviti. Alda Möller Ásmundur Stefánsson Ásmundur Hilmarsson Finnbogi Jónsson Gunnar Guttormsson Halldór Árnason Hermann Aðalsteinsson Ingjaldur Hannibalsson Jón Árnason Páll Jensson Sigurjón Arason Steinar Berg Björnsson Vilhjálmur Lúðvíksson Vilhjálmur Þorsteinsson Össur Skarphéðinsson 14 SlÐA - ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 15. september 1985

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.