Þjóðviljinn - 15.09.1985, Page 16

Þjóðviljinn - 15.09.1985, Page 16
LEIÐARAOPNA Aoartheid ^erbir fnrMI ■ ■ afskipta- leysi? Auka ber refsiaðgerðir Yfirbiskupar Norðurlanda álykta: „Ástandið í Suður-Afríku og Namibíu er nú orðið svo geigvænlegt (knýj- andi) að það krefst skjótra aðgerða allra þeirra, sem geta lagt hönd á plóginn tii úrbóta. Með hverjum degi fjölgar þeim sem verða fórnardýr apartheidstefnunnar og jafnframt dregur svo úr möguleikum til friðsamlegrar lausnar málsins, að ógnvekjandi er. Síðustu atburðir í S.Afríku hafa glögglega leitt í ljós, að efnahagslegar þvinganir erlendis frá gætu náð skjótvirkum árangri. Meirihluti hinna svörtu íbúa landsins styðja slíkar aðgerðir og þær eru í samhljóm við þau tilmæli sem kirkjuleiðtogar og verkalýðsforysta S.Afríku hafa borið fram með miklum þunga. Á Norðurlöndum verður sú skoðun æ víðtækari að auka beri efnahagslegar refsiaðgerðir gegn S.Afríku. Sameiginlegar aðgerðir Norðurlanda ættu að hafa mikil áhrif bæði á ástandið í S.Afríku sem á almenningsálitið í heiminum, eins og málin horfa nú. Við verðum hinsvegar að benda á að óskin um sameiginlegar aðgerðir af hálfu Norðurlandanna, hefur reynst nokkur hemill á framkvæmdir í þessa veru, þar sem Norðurlöndin hvert um sig hafa haft tilhneigingu til þess að skjóta þeim á frest með þeim skilningi að árangursríkara væri að vera samstíga hinum Norðulöndunum við þessar aðgerðir. Þannig hefur hin norræna samstaða, sem ætti að vera til eflingar og örvunar, orðið til tafa og seinkunar. Því förum við þess á leit við ríkisstjórnir Norðurlandanna, að gerð verði hið fyrsta sameiginleg áætlun sem beinist að því að rjúfa innan tíðar öll fjárhagsleg samskipti við S.Afríku. Að okkar mati myndi slík áætlun verða áhrifaríkt þrýstiafl, jafnvel áður en hún kæmist að fullu til framkvæmda.“ Undirritað: Andreas Árflot biskup Oslóar, Ole Bertelsen biskup Kaupmannahafnar, Pétur Sigurgeirsson biskup íslands, Bertil Werkström erkibiskup Svía, John Vikström erkibiskup Finna. Rikisstjornir grípi til aðgerða Samband verkalýðsfélaga á Norðurlöndum: „Samband verkalýðsfélaga á Norðurlöndum, NFS, sem í eru 6.5 miljónir launþega, fordæmir harðlega þá kúgun og það ofbeldi, sem hvíti minnihlutinn í Suður-Afríku beitir svarta meirihlutann, og hvetur ríkisstjórnir Norðurlanda til að stöðva alla verslun við S-Afríku og gera ráðstafanir til þess að norrænar fjárfestingar verði dregnar til baka. Aðildarsamtök NFS munu gangast fyrir því að allar neyslu- vörur frá S-Afríku verði sniðgengnar. Ástandið í S-Afríku verður æ alvarlegara. Hvíti minnihlutinn þráast við og heldur fast í yfirstéttarforréttindi sín og beitir sífellt óvandari meðulum til að komast hjá því að lýðræðisleg þróun nái fram að ganga. Önnur lönd eiga mikla sök á því að þetta viðgengst. Efnahagstengsl S-Afríku og iðnaðarríkjanna eru vrðtæk og hið eina sem nú getur komið í veg fyrir enn meiri blóðsúthellingar og innanlandsstyrjöld er að þau lönd sem mestu skipta í efnahagslegu tilliti, svo sem Bandaríkin, Bretland og Vestur-Þýskaland, þvingi stjórn hvítra manna til samninga og tilslakana gagnvart svarta meirihlutanum. Gerist það ekki, stefnir þróun mála í S-Afríku heimsfriðnum í voða. Stjórn NFS hefur í dag samþykkt endurskoðaða stefnumörkun um aðgerðir gegn aðskilaðarstjórninni í S-Afríku. Stefnumörkuninni er beint til ríkisstjórna Norður- landa og var upphaflega samþykkt árið 1978. NFS krefst þess að norrænu ríkis- stjórnirnar leggi til innan SÞ bindandi refsiaðgerðir gegn S-Afríku, sem leið til efnahagslegrar eingangrunar er feli í sér stöðvun á öllum verslunarviðskiptum, lánveitingum, fjárfestingum og menningarsamskiptum. Norrænu ríkisstjórnirnar verða einnig að grípa til aðgerða á heimavettvangi. NFS krefst því m.a. - að hætt verði allri verslun við S-Afríku, settir verði á fót sjóðir og aðrar þær ráðstafanir gerðar sem megi verða til að auðvelda viðskiptaaðilum að færa viðskipti sín. - aðgerða til að fjárfestingar í S-Afríku verði dregnar til baka. - aðgerða til að stöðva alla flutninga með norrænum skipum til og frá S-Afríku. NFS krefst þess að allir pólitískir fangar og verkalýðsleiðtogar sem fangelsaðir hafa verið verði látnir lausir nú þegar, m.a. Nelson Mandela og Alan Boesak. Samband svartra námuverkamanna National Union of Mineworkers (NUM) má treysta á fullan stuðning frá aðildarsamböndum NFS í yfirstandandi verkfallsað- gerðum fyrir réttlátum launum og ráðningarskilyrðum, og fyrir afnámi aðskilnaðar- stefnu í námuvinnslu. Formenn aðildarsambanda NFS hyggjast fara til S-Afríku til viðræðna við samtök svartra verkamanna. Stjórnin lýsir yfir eindregnum stuðningi við réttmæta baráttu suðurafrísks verkafólks fyrir réttlæti, frelsi og lýðræði.“ Samþykkt á fundi í stjórn NFS í Finnlandi, 29. ágúst 1985. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ og Kristján Thorlacius formaður BSRB undir- rituðu áskorunina fyrir hönd íslensku verkalýðshreyfingarinnar. gg LEIÐARI Hvað veldur sinnuleysinu? Um allan heim magnast nú andstaöan gegn svörtustu afturhaldsstjórn í heimi: stjórn hvíta minnihlutans í Suður-Afríku. Æ fleiri einstak- lingar, samtök og ríkisstjórnir gera sér Ijóst hve siðlaust inntak aðskilnaðarstefnunnar er þar sem miljónir blökkumanna og fólk af öðrum lit- arhætti en þvottekta hvítum er svipt öllum áhrif- um á stjórn landsins, já og meira að segja ríkis- borgararétti í fööurlandi sínu. Refsiaðgerðir erlendra ríkja gegn stjórn hvíta minnihlutans hafa lengi verið á dagskrá. Sam- einuðu þjóðirnar hafa margítrekað hvatt að- ildarríki sín til að láta af öllum samskiptum við Suður-Afríku, hernaðarlegum, viðskiptalegum og menningarlegum. Margar þjóðir hafa orðið við þeirri hvatningu, t.d. hafa suðurafrískir íþróttamenn átt afar erfitt með að fá að keppa á alþjóðamótum, þeir eru víðast hvar útilokaðir. Þó eru margar þjóðir hikandi í afstöðu sinni og sumar beinlínis styðja við bakið á valdhöfum í Pretoríu. Oft hefur komið upp sá kvittur að Nató hafi náið samráð við suður-afríska herinn og um skeið hugðust herforingjar sem réðu ríkjum í Suður-Ameríku treysta hernaðarböndin yfir Atl- antshafið. Á viðskiptasviðinu hafa flest ríki Vestur- Evrópu og Ameríku náin samskipti við Suður- Afríku hvað sem ákalli SÞ líður. Þar er um að ræða bæði inn- og útflutning ekki síður en beinar fjárfestingar og eignarhald á fyrirtækjum í landinu. Þessi tengsl hefur reynst afar erfitt að slíta og veldur því ekki síst að mörg iðnríki eru háð hráefnauppsprettum Suður-Afríku. Þannig hafa danir t.d. keypt töluvert magn af kolum frá Suður-Afríku um margra ára skeið. Undanfarnar vikur hefur þrýstingur á stjórnvöld á Vesturlöndum aukist gífurlega. Aukin harka sem stjórnvöld í Petoríu beita þegna sína sem þeim finnst ekki hafa réttan húðlit hefur valdið því að almenningsálitið í Evr- ópu og reyndar víðast hvar um heiminn hefur orðið æ fjandsamlegra í garð stjórnar Piet Bot- ha. Þó keyrði um þverbak þegar hann setti á herlög í landinu og hneppti andstæðinga stjórn- arinnar unnvörpum í fangelsi. Lögreglan og ör- yggissveitirnar verða á hverjum degi berar að síauknu ofbeldi og dánartalan hækkar dag frá degi. Það ætti að vera sjálfsagt mál fyrir íslensk stjórnvöld að sýna einurð gegn því ofbeldi sem kynjDáttahataramir í Pretoríu iðka. Við eigum ekki einu sinni neinna hagsmuna að gæta ef frá eru taldir þeir heildsalar sem hagnast á að selja appelsínur og annan varning frá Suður-Afríku. En það er öðru nær að íslenska stjórnin hafi sýnt það að réttlætiskennd hennar sé ofboðið. Ráðamenn fara undan í flæmingi þegar Þjóðvilj- inn spyr þá um hvort þeir hyggi á að hætta samskiptum við Suður-Afríku og gildir það jafnt um útvarpsstjóra og ráðherra. Að vísu hefur það lengi verið Ijóst að Sjálfstæðisflokkurinn hefur mikið dálæti á heildsölum, en fyrr má nú vera. Eina hugsanlega skýringin á sinnuleysi ís- lenskra ráðamanna er sú að þeir geti ekki hugs- að sér að beygja af þeirri braut sem frjáls- hyggjuforkólfar á borð við Ronald Reagan og Margaret Thatcher hafa markað og reyna nú að ríghalda sér í. Desmond Tutu biskup í Suður- Afríku og handhafi friðarverðlauna Nóbels lét þau orð falla nú í vikunni þegar Reagan greip til vita áhrifalausra refsiaðgerða að það væri nú munur á áhuga forsetans á velferð alþýðunnar í Suður-Afríku og Nicaragua. Er það undirlægjuháttur fyrir þessu fólki sem ræður ferðinni hjá íslenskum valdhöfum? Sú spurning verður æ áleitnari. -ÞH

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.