Þjóðviljinn - 17.09.1985, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR
1. deild
Besta í 12 ár!
Halldór Askelsson skoraðifimmfyrir Þórgegn FH. Þór í
þriðja sœti, besti árangurfélagsins. Missti naumlega af
UEFA-sœtinu.
Það eru liðin tólf ár síðan einn og
sami maðurinn lék þann leik sem
Halldór Áskelsson lék í viðureign Þórs
og FH á Akureyrarvellinum á laugar-
daginn. Þá skoraði Teitur Þórðarson
reyndar sex mörk fyrir ÍA gegn
Breiðabliki en á laugardaginn gerði
Halldór 5 marka Þórs sem burstaði
FH 6-1. Sigurinn tryggði Þór þriðja
sætið í fyrstu deild, besti árangur sem
félagið hefur náð á þeim 11 árum sem
það hefur leikið í deildakeppninni.
En í leikslok sló samt þögn á fagn-
andi akureyska leikmenn og áhorf-
endur - þær fréttur bárust úr Reykja-
vík að IA hefði sigrað Fram og þar
með varð draumur Þórs um sæti í
UEFA-bikarnum í fyrsta sinn að
engu.
Sjö mörk og þau komu einsog hér
segir.
1- 0. FFI-ingar höfðu ekki snert
knöttinn frá því Þórsarar byrjuðu á
miðju þar til hann lá í markinu 50
sekúndum síðar. Óskar Gunnarsson
rennir á Halldór sem snýr baki í
markið á vítateigslínu. Hann snýr sér
og stingur sér glæsilega á milli þriggja
varnarmanna og sendir boltann beint
í samskeytin fjær.
2- 0. Halldór fær boltann á víta-
teigshorni, leikur meðfram víta-
teignum og fyrir miðju marki skýtur
hann yfir Úlfar Daníelsson mark-
vörð. Þarna naut hann góðs af rokinu
sem var í fangið.
3- 0. Kristján Kristjánsson sendir
inní vítateiginn á Halldór sem enn
snýr baki í markið. Hann snýr sér,
leikur á varnarmann og rúllar boltan-
um örugglega í markhornið. Þrenna á
25 mínútum!
4-0. Hlynur Birgisson er með bolt-
ann við hliðarlínu og rennir á Krist-
ján. JHann sendir fyrir markið á Nóa
Björnsson sem kemur á siglingu,
tekur boltann með sér og rennir hon-
um nett í hornið. Ekkert auðveldara!
4-1. Kristján Gíslason fær boltann
á miðju vallarins, rennir sér framhjá
varnarmönnum Þórs sem standa
Þór-FH 6-1 (4-0) ****
Mörk Þórs:
Halldór Áskelsson 50. sek, 14. mín,
25., 78. og 86. mín.
Nói Björnsson 41. mín.
Mark FH:
Kristján Gíslason 54. mín.
Stjörnur Þórs:
Halldór Askelsson ***
Nói Björnsson *
Árnl Stefánsson *
Jónas Róbertsson *
Krlstján Kristjánsson •
Siguróli Kristjánsson •
Júlíus Tryggvason •
Stjörnur FH:
Úlfar Daníelsson *•
Jón E. Ragnarsson *
Dýrl Guðmundsson *
Dómari: Þorvarður Björnsson ***
Áhorfendur 650
gaddfreðnir og horfa á, og eina mark
FH er staðreynd.
5- 1. Þórsarar taka við sér eftir
dauðan kafla. Kristján er óvaldaður á
vinstra kanti en í stað þess að leika
upp sendir hann strax inn miðjuna á
Halldór. Hann kemst í gegn og
skýtur, Úlfar ver en Halldór nær bolt-
anum og potar inn sínu fjórða marki.
6- 1. Það er fullkomnað - fimmta
mark Halldórs! Kristján leikur utanaf
kanti og inná markteig og lyftir þar
boltanum fyrir markið. Ölfar kýlir
hann frá, en Halldór er á mark-
teignum og skallar til baka í netið!
Þórsarar voru með mikla yfirburði
gegn rokinu og rigningunni í fyrri
hálfleik og þá var Halldór yfirburða-
maður á vellinum. Úlfar varði vel frá
honum tvívegis og einu sinni frá Jón-
asi Róbertssyni, og Halldór átti að
auki stangarskot á 37. mínútu. Á 26.
mínútu reyndi á Baldvin Guðmunds-
son markvörð Þórs í eina skiptið í
leiknum. Hörður Magnússon komst
þá einn í gegnum vörn Þórs en Bald-
vin sá við honum.
Leikurinn jafnaðist í seinni hálf-
leik, Úlfar aftraði sjálfsmarki á 53.
mínútu, en síðan gerðist fátt við
mörkin nema þegar skorað var. FH
átti meira í leiknum frameftir hálf-
leiknum án þess að skapa sér teljandi
færi. í lokin spratt svo Halldór upp á
nýjan leik og fimm mörkin hans og
þessi stórsigur hans bundu viðeigandi
endi á besta keppnistímabil Þórsara í
1. deild til þessa. -K&H/Akureyri
1. deild
Þijú á 7 mínutum
ÍA fékk silfrið og UEFA-sætið. Ómar markakóngur
Þrjú Skagamörk á sjö mínútna
kafla tryggðu fráfarandi íslands-
meisturunum sæti í UEFA-bikarnum
næsta haust. Fram skoraði á undan og
aftur skömmu fyrir leiksiok en það
var ekki nóg. Heldur snautlegur endir
hjá Safamýrarstrákunum að lenda
aðeins í fjórða sæti 1. deildar eftir að
hafa náð átta stiga forystu um miðbik
mótsins.
Það var ekkert gefið eftir á Laugar-
dalsvellinum á laugardaginn, silfrið í
húfí hjá báðum og ÍA dugði ekkert
nema sigur til að komast í Evrópu-
keppni. Enda var leikurinn viðburð-
aríkur strax frá byrjun. ÍA sótti
undan rokinu í fyrri hálfleik og sótti
nær látlaust fyrstu 20 mínúturnar.
Friðrik Friðriksson varði þá oft stór-
vel, jafnvel frá eigin varnarmönnum.
En gegn gangi leiksins náðu Fram-
arar forystu. Þeir fengur aukaspyrnu
rétt utan vítateigs ÍA og úr henni
skoraði Pétur Ormslev stórglæsilegt
mark í blávinkilinn nær, 1-0.
ÍA hélt áfram að sækja og óörugg
Framvörnin gaf eftir svo um munaði.
Hörður Jóhannesson og Karl Þórðar-
son tættu hana í sig hvað eftir annað
og á sjö mínútna kaflanum áður-
nefnda stóð ekki steinn yfir steini.
Jón Áskelsson skoraði sitt fyrsta
mark í ár með viðstöðulausu hörku-
skoti af 10 metra færi eftir hornspyrnu
Fram-ÍA 2-3 (1-3) ★ ★★
Mörk Fram:
Pétur Ormslev 21. min.
Ómar Torfason 84. mín.
Mörk lA:
Jón Áskelsson 33. mín.
Júlíús Ingólfsson 36 mín.
Karl Þórðarson 40. mín.
Stjörnur Fram:
Friðrik Friöriksson **
Guðmundur Torfason *
Ómar Torfason *
Pótur Ormslev *
Steinn Guöjónsson *
Stjörnur ÍA:
Karl Þórðarson ••
Birklr Kristinsson *
Guðjón Þórðarson *
HörðurJóhannesson *
Ólafur Þórðarson *
Dómari Óli Ólsen *•*
Áhorfendur 771
L deild
Karls og fyrirgjöf Olafs Þórðarsonar,
1-1. Guðmundur Torfason skaut í
hliðarnet Skagamarksins eftir fyrir-
gjöf Ómars á næstu mínútu en rétt á
eftir náði ÍA forystu. Árni Sveinsson
sendi fyrir frá vinstri og Júlíus Ingólfs-
son skoraði af markteig, 1-2. Og fjór-
um mínútum síðar átti Hörður glæsis-
endingu bakvið varnarmenn Fram,
Karl Þórðarson slapp inní vítateiginn,
sneiddi hjá úthlaupandi Friðriki og
skoraði, 1-3.
Síðari hálfleikur var nær látlaust
pressa að marki ÍA. Fram-sóknin var
fjörug og hættuleg fyrsta korterið,
Birkir Kristinsson varði tvisvar frá
Ómari, Guðmundur Torfa skaut
tvisvar framhjá úr góðum færum og
Skagamenn björguðu á línu frá
Guðmundi Steinssyni. En eftir því
sem á leið urðu sóknir Fram flausturs-
kenndari og hættuminni. Birkir gerði
þó virkilega vel að verja með fótun-
um í horn lúmskt skot Guðmundar
Torfa af markteig. Ómar náði loks að
skora þegar sex mínútur voru til leiks-
loka eftir fyrirgjöf Viðars Þorkels-
sonar, 2-2. Það mark breytti þó engu
fyrir Fram en færði Ómari altjent
markakóngstitilinn. -VS
Dæmigert hjá Vfldngi!
ÍBK með tvö í lokin. Sigurmark með síðustu spyrnu
íslandsmótsins
Alveg var það dæmigert fyrir Vík-
inga að enda þetta íslandsmót á því að
fá á sig tvö mörk í lokin og tapa 3-2.
Þeir stefndu í sinn þriðja sigur er þeir
skoruðu tvö mörk á fjórum mínútum
og náðu 2-1 forystu skömmu fyrir
leikslok en Keflvíkingar hrósuðu sigri
og komust þar með uppfyrir KR-inga
og í fímmta sætið.
Leikurinn var nokkuð opinn og
fjörugur, dauðir kaflar á milli, en yfir-
leitt nóg að gerast., Mörkin létu þó á
sér standa, mikið af skotum beggja
hittu ekki rammann. Ögmundur
Kristinsson í Víkingsmarkinu varði
þrívegis mjög vel og Þorsteinn
Bjarnason markvörður ÍBK mátti
líka grípa til sparihanskanna, sérstak-
lega þegar hann varði óheyrilega
bombu Jóhannesar Bárðarsonar í
horn.
Loks 20 mínútum fyrir leikslok
kom mark. Ragnar Margeirsson var
búinn að reyna mikið, til að reyna að
ná markakóngstitlinum og til að hafa
áhrif á erlendu útsendarana, en þarna
fékk hann sendingu frá Frey Sverris-
syni, reif sig í gegn og skoraði af miklu
harðfylgi, 0-1. Nú hófst stórskotahríð
á báða bóga, Ragnar 'gerðist enn
hungraðri í mörk, en það var Ámundi
Sigmundsson sem jafnaði eftir auka-
spyrnu Andra Marteinssonar á 79.
mínútu, 1-1. Og fjórum mínútum síð-
ar voru Víkingar komnir yfir, Einar
Einarsson gaf á Andra Marteinsson
sem skoraði af markteig. Staðan 2-1
og Víkingssigur blasti við.
En nú var Ragnar kominn í gang.
Fimm mínútur eftir - hann reif sig
aftur í gegnum Víkingsvörnina, 2-2.
Nú sótti ÍBK án afláts og á allra síð-
ustu stundu lyfti Ragnar boltanum
skemmtilega yfir varnarmenn Vík-
ings, Björgvin Björgvinsson kom í
grenjandi siglingu, tólk boltann með
sér og hamraði hann í netið framhjá
hringluðum Ögmundi, 2-3. Þetta var
síðasta spýrna íslandsmótsins og
endaði 23ja marka geysifjöruga lok-
aumferð á viðeigandi hátt. -VS
SSmm.
Sigurmark Vfblsmanna gegn Þrótti - markið sem sendi Þrótt niður f 2.
deild. Einar Ásbjörn Ólafsson, sem sést ekki á myndinni, tók aukaspyrnu
vinstra megin við markið og boltinn fór I boga framhjá vamarveggnum og
Guðmundi Erlingssyni markverði sem misreiknaði stefnu hans. Mynd: E.ÓI.
H > Æ UP ' t
K Jp3F 'iiJÍÍÉ m %***
I Ife
’ ÆmW mm
* f |
M
m igS
1. deild
Gleði í Garðinum
Víðismenn áfram í 1. deild. SenduÞróttniður. Ólafur
bjargaði á línu á undraverðan hátt í lokin.
Það var mikið barist á Garðsvelli sl. laug-
ardag, þar sem gert skyldi út um það hvort 1.
deildar liðanna, Víðir eða Þróttur, félli niður
í 2. deild. Þrótturum nægði jafntefli í leiknum
til að halda l.-deildar sæti sínu, en Víðis-
mönnum dugði ekkert annað en sigur. Þrátt
fyrir norðangarrann var leikurinn skemmti-
legur og spennandi á að horfa. Marktækifær-
in voru að vísu ekki mörg, en það var aðallega
að þakka góðum varnarleik beggja liða.
Þaö var ljóst þegar í upphafi leiksins að
hvorugt liðanna ætlaði sér að gefa sitt eftir,
þó taugaspennan væri mikil. Ifyrri hálfleik
léku Víðismenn undan vindi. Fátt markvert
gerðist framan af í leiknum, sóknirnar voru
hættulausar og fremur fumkenndar. Á 12.
mín. átti Sverrir Brynjólfsson, Þrótti, þrum-
uskot af löngu færi rétt yfir mark Víðis.
Þremur mínútum síðar var Loftur Ólafsson
felldur innan vítateigs Víðis og Eyjólfur dóm-
ari dæmdi vítaspyrnu. Það var Daði Harðar-
son sem tók spyrnuna, en Gísli Heiðarsson
markvörður Víðis varði, en missti boltann frá
sér og fyrir fætur Péturs Arnþórssonar sem
sendi hann beint í netið. Staðan orðin 0-1
fyrir Þrótt, og nú máttu Víðispiltarnir fara að
sækja í sig veðrið. Það gerðu þeir líka, og á
27. mín. fengu þeir aukaspyrnu úti við hliðar-
línu á vallarhelmingi Þróttar. Það var Ólafur
Róbertsson sem tók hana og sendi boltann
inn á vítateig, þaðan sem Grétar Einarsson
skallaði hann inn í markteig Þróttar og þar
var fyrir Guðjón Guðmundsson, sem sendi
boltann í markið með glæsilegri „hjólhest-
aspyrnu”. Staðn orðin 1-1. Aðeins 6 mínút-
um síðar tók Víðir forystuna þegar Grétar
Einarsson lék upp hægri kant, gaf fyrir, á
Einar Ásbjörn sem skoraði með hörkuskoti
af stuttu færi. Það sem eftir var fyrri hálfleiks
höfðu Víðismenn yfirhöndina en þó tókst
þeim ekki að skapa sér nein færi.
Þróttarar byrjuðu síðari hálfleik með mikl-
um krafti og strax á 47. mín. jafnaði Sverrir
Brynjólfsson fyrir Þrótt úr frekar óvenjulegu
færi. Sverrir var staddur við hliðarlínu vítat-
eigs og gaf boltann fyrir, og má segja að hann
hafi síðan fokið í markið framhjá varaar-
mönnum og markverði Víðis. Eftir þetta var
jafnt sótt á báða bóga, en sem fyrr var ekki
mikið um góð marktækifæri. Loks dró þó til
tíðinda á 65. mínútu þegar Einari Ásbirni var
brugðið rétt fyrir utan vítateig Þróttar og
réttilega dæmd aukaspyrna. Þrír Víðismenn
bjuggu sig undir að taka spyrnuna, tveir
þeirra hlupu yfir boltann og sá þriðji Einar
Víðir-Þróttur 3-2 (2-1) ★ ★★★
Mörk Víðis:
Guðjón Guðmundsson 27. mín.
Einar Á. Ólafsson 33. og 65. mín.
Mörk Þróttar:
Pétur Arnþórsson 12. mín.
Sverrir Brynjólfsson 47. mín.
Stjörnur Viðis:
Einar Á. Ólafsson ***
Gisli Eyjólfsson **
Ólafur Róbertsson **
Guðjón Guðmundsson *
Klemens Sæmundsson *
Stjörnur Þröttar:
Sverrir Brynjóifsson **
Loftur Ólafsson •
Pétur Arnþórsson *
Dómari Eyjólfur Ólafsson ***
Áhorfendur 700
Asbjörn spyrnti honum hnitmiðað framhjá
varnarvegg Þróttara og í markið. Mjög vel
gert hjá Einari. Nú sáu Þróttarar sitt óvænna
og tóku tvo varnarmenn útaf og settu sóknar-
menn inná í þeirra stað. Sóknir þeirra fóru nú
heldur að þyngjast og Víðismenn hopuðu í
vörn. Hinir síðarnefndu áttu þó eina skyndi-
sókn þegar Klemens Sæmundsson hljóp upp
vinstri kant og gaf fyrir á Grétar Einarsson
sem var og lengi að þvælast með boltann og
endaði með því að markvörður Þróttar náði
honum af tám hans. Nokkru fyrir leikslok má
segja að hjörtu aðdáenda Víðis hafi sleppt úr
slagi þegar einn Þróttara skallaði að marki
Víðis, en á einhvern yfirnáttúrulegan hátt
tókst Ólafi Róbertssyni að bjarga á línu og
má segja að þar með hafi Ólafur sent Þrótt
niður í 2. deild, því það sem eftir var leiks
voru Þróttarar hálf-þróttlausir.
„Reynslunni ríkari”
Guðjón Guðmundsson kvaðst mjög
ánægður með leikinn og sagði Víðismenn
hafa tvíeflst við mótlætið, vítaspyrnuna og
klaufamarkið. Einnig áleit hann það hafa
verið hvetjandi að þurfa að vinna leikinn. Að
lokum sagðist hann hlakka til að spila aftur í
fyrstu deild að ári, nú væru þeir reynslunni
ríkari.
Sigurður Ingvarsson aðstoðarþjálfari
sagði að þrátt fyrir allar hrakspár hefði þeim
tekist að haida 1. deildarsætinu. Menn höfðu
haft orð á því að Víðir ætti ekkert erindi í 1.
deild, „En ég held að Víðir hafi afsannað
þetta, þó illa gengi í einum leik, reyndum við
að hugsa sem minnst um það, en því meira
um að gera betur næst”, sagði Sigurður að
lokum.
-ÞBM/Suðurnesj um
Víkingur-ÍBK 2-3 (0-0) ****
Mörk Víkings:
Ámundi Sigmundsson 79. mln.
Andri Marteinsson 83. mín.
Mörk IBK:
Ragnar Margeirsson 70. og 85. mín.
Björgvin Björgvinsson 90. mín.
Stjörnur Vfkings:
Ögmundur Kristinsson **
Ámundi Sigmundsson *
Andri Martelnsson *
Einar Einarsson *
Jóhann Þorvaröarson *
Stjörnur ÍBK:
Gunnar Oddsson *•
Björgvin Björgvinsson •
Ragnar Margeirsson *
Þorsteinn Bjarnason *
Dómari Þóroddur Hjaltalin *
Áhorfendur 245
Lokastadan
f 1. deild fslandsmótslns f knattspyrnu:
Valur 11 5 2 28-12 38
lA . 18 11 3 4 37-20 36
ÞórA . 18 11 2 5 33-21 35
Fram . 18 10 4 4 37-26 34
IBK . 18 9 2 7 31-23 29
KR . 18 8 5 5 32-26 29
FH . 18 5 2 11 23-41 17
Vfðir .. 18 4 4 10 21-38 16
Þróttur „18 3 4 11 18-32 13
2 1 15 17-38 7
Markahæstlr:
ÓmarTorfason, Fram 13
Guðmundur Þorbjörnsson, Val.. 12
Ragnar Margeirsson, IBK 12
Hörður Jóhannesson, [A 11
GuðmundurSteinsson, Fram.... 10
HalldórÁskelsson, Þór 9
Lokastaðan
I 2. deild fslandsmótsins f knattspyrnu:
ÍBV.................18 11 6 1 45-13 39
Breiðablik..........18 11 4 3 31-15 37
KA................. 18 11 3 4 36-17 36
KS................. 18 7 4 7 25-25 25
Skallagrímur....... 18 7 4 7 27-39 25
Völsungur...........18 7 3 8 28-25 24
UMFN............... 18 5 4 9 14-29 19
ÍBl................ 18 3 8 7 16-27 17
Fyiklr............ 18 4 3 11 19-25 15
Lelftur.............18 3 3 12 18-44 12
Markahæstir:
TryggviGunnarsson.KA.............................16
Tómas Pálsson, (BV...............................14
JópÞórir Jónsson, Breiðabliki...................11
Hlynur Stefánsson, (BV............................9
Ómar Jóhannsson, IBV..............................9
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 17. september 1985
ÍÞRÓTTIR
V. Þýskaland
UEFA-bikarinn
Atli byrjar vel
Páll rekinnfrá Dankersen! Essen skellti meisturunum úti.
Lemgo vann Kiel. Kristján skoraði átta en Hameln tapaði
Frá Jóni H. Garðarssyni fréttamanni
Þjóðviljans í V.-Þýskalandi:
Atli Hilmarsson byrjar vel með sínu
nýja félagi, Gunzburg, sem er nýliði í
Bundesligunni í handknattleik. Gunz-
burg cr spáð fallbaráttu í vetur, en
liðið hóf tímabilið vei með 23:18 sigri
á Reinedorfe Fusche frá Bcrlín á
laugardaginn. Staðan er 13:7 í hálf-
leik og Atli átti mjög góðan leik og
gerði 5 marka Gunzburg.
Essen vann óvæntan útisigur gegn
meisturum Gummersbach.m 18:15,
en meistararnir leiddu 8:7 í hléi. Al-
freð Gísiason sneri sig illa fyrir
leikinn en lék þó fyrri hálfleikinn og
skoraði eitt mark. Hann lék síðan í
vöminni til að byrja með eftir hlé, þar
til hann varð að hætta alveg. Fraatz
átti stjörnuleik með Essen og skoraði
10 mörk.
Lemgo kom ekki síður á óvart með
því að sigra Kiel, lið Jóhanns Inga
Gunnarssonar, 24:23. Sigurður
S v«insson gerði 5 marka Lemgo, 3 úr
vítaköstum, en hann var tekinn úr
umferð allan leikinn. Lemgo var
10:13 undir í hálfleik og komst fyrst
yfir 21:20 rétt fyrir leikslok.
Páll Ólafsson var rekinn frá Dank-
ersen eftir að stjórn félagsins hafði
neitað að standa við gerða samninga
og óvíst er hvað hann gerir nú. Dank-
ersen tapaði 29:21 fyrir Göppingen.
Grosswallstadt vann Hofweier 27:10,
Dortmund og Dússeldorf skildu jöfn
10:10, en leik Hándewitt og Schwa-
bingen var frestað.
f 2. deild skoraði Kristján Arason 8
mörk, 4 víti, fyrir sitt nýja félag sem
tapaði 24:23 fyrir Longerich á úti-
velli. Longerich skoraði sigurmarkið
á lokasekúndunum. Bjarni Guð-
mundsson og félagar í Wanne-Eickel
sigruðu Flenzburg örugglega, 26:20.
- VS
Valur og
Nantes
í dag
Byrjar kl. 18
I dag hefja íslensku félögin
þátttöku í Evrópumótunum í
knattspyrnu á þessu hausti. Vals-
menn taka á móti Nantes frá Fra-
kklandi á Laugardalsvellinum og
hefst þessi fyrri viðureign liðanna
í 1. umferð UEFA-bikarsins kl.
18.
Nýkrýndir Islandsmeistarar
Vals ættu að geta staðið uppí hár-
inu á hinu geysisterka og létt-
leikandi franska liði sem skartar
m.a. þremur frönskum landsliðs-
mönnum og einum argentín-
skum. Vahid Halihodzic, júgó-
slavneski markakóngurinn, er í
leikbanni og það ætti að auka
möguleika Valsmanna á hagstæð-
um úrslitum.
- VS
V. Þýskaland
Góður leikur Lárusar
Jafnaði með skalla. Bestur ásamt Herget. Stuttgart slakt í
Hamborg
Frá Jóni H. Garðarssyni fréttamanni
Þjóðviljans í V.-Þýskalandi:
Bayer Uerdingen mátti sætta sig við
jafntefli, 3:3, gegn nýliðum Hannover
á heimavelli í Bundesligunni í knatt-
spyrnu á laugardaginn. Uerdingen
sótti nær allan leikinn og hefði getað
unnið stórt en fyrrum félagi þeirra,
Englendingurinn Wayne Thomas,
gerði þeim lífíð leitt og skoraði tvö
mörk, fyrsta og síðasta mark leiksins.
Lárus Guðmundsson jafnaði, 1:1,
með failegum skalla á 34. mín. eftir
sendingu frá Friedrich Funkel, sem
brenndi af vítaspyrnu rétt á eftir.
Bommer kom Uerdingen í 3:2 eftir'
miðjan seinni hálfleik með tveimur
mörkum en Thomas jafnaði skömmu
síðar. Lárus átti mjög góðan leik og
var bestur hjá Úerdingen ásamt
Herget. Lárus fékk 2 í einkunn hjá
Welt am Sonntag en 3 hjá Bild og
Kicker. Hann og Atli Éðvaldsson
léku báðir allan leikinn með Uerding-
en en Atli fékk 5 í einkunn hjá Kicker
og Bild, 4 hjá Welt.
Úrslit í Bundesligunni:
Frankfurt-Kaiserslautern.........1:1
Dusseldorf-WerderBremen..........1:4
Saarbrúcken-Schalke..............3:2
Uerdingen-Hannover...............3:3
Bochum-Dortmund..................6:1
Köln-Bayern Múnchen..............1:1
HamburgSV-Stuttgart..............2:0
Núrnberg-Mönchengladbach.........2:4
Mannheim-Leverkusen..............1:0
Hinn orðheppni Otto Barek, þjálf-
ari Stuttgart, gerði mikla lukku á
blaðamannafundi eftir lélegan leik
liðsins í Hamborg. „Það er með sókn-
ina hjá mér einsog gamlan bfl, annað-
hvort kaupir maður nýjan eða gerir
við þann gamla!” sagði hann, rólegur
og yfirvegaður að vanda. Hamburger
Landsliðsval
Manjir fjarri
góðu gamni
Tony Knapp landsliðseinvaldur ís-
lands í knattspyrnu tilkynnti 16 leik-
menn sem skipa landsliðshópinn fyrir
HM leikinn gegn Spáni í Sevilla í
næstu viku. Athygli vekur að margir
þeirra leikmanna sem best stóðu sig á
nýloknu Islandsmóti eru ekki í hópn-
um. í honum er hinsvegar einn nýliði,
Ólafur Þórðarson frá Akranesi, sem
reyndar hefur leikið 2 landsleiki gegn
Færeyingum. Hann lék mjög vel með
21 árs landsliðinu gegn Skotum og
Spánverjum í vor, sem og Guðni
Bergsson úr Val sem að sjálfsögðu er í
16 manna hópnum - væntanlega líka í
byrjunarliðinu.
Markverðir eru Bjarni Sigurðsson,
Brann, og Eggert Guðmundsson,
Halmstad.
Aðrir leikmenn: Arnór Guðjohn-
sen, Anderlecht, Ásgeir Sigurvins-
son, Stuttgart, Atli Eðvaldsson, Uer-
dingen, Guðmundur Þorbjörnsson,
Val, Guðni Bergsson, Val, Gunnar
Gíslason, KR, Janus Guðlaugsson,
FH, Ólafur Þórðarson, ÍA, Pétur
Pétursson, Hercules, Sigurður Grét-
arsson, Luzern, Sigurður Jónsson,
Sheff.Wed., Sævar Jónsson, Val,
Teitur Þórðarson, Öster, Þorgrímur
Þráinsson, Val.
Þarna eru fjarri góðu gamni menn á
borð við Ragnar Margeirsson, Þor-
stein Bjarnason, Guðmund Torfa-
son, Ómar Torfason og Guðmund
Steinsson - enda hefur Knapp sama
og ekkert séð til þeirra í sumar.
Landsliðið undir 21 árs leikur
kvöldið áður í Huelva í Evrópu-
keppninni. Guðni Kjartansson hefur
valið eftirtalda 16 leikmenn:
Markverðir: Birkir Kristinsson,
ÍA, og Friðrik Friðriksson, Fram.
Aðrir leikmenn: Björn Rafnsson,
KR, Gunnar Oddsson, ÍBK, Halldór
Áskelsson, Þór, Hlynur Stefánsson,
ÍBV, Ingvar Guðmundsson, Val, Jón
Erling Ragnarsson, FH, Kristinn
Jónsson, Fram, Kristján Jónsson,
Þrótti, Loftur Ólafsson, Þrótti, Mark
Duffield, KS, ÓmarTorfason, Fram,
Pétur Arnþórsson, Þrótti, Siguróli
Kristjánsson, Þór, og Þorsteinn Þor-
steinsson, Fram.
- VS
Víkingur í bann?
hafði yfirburði án þess að sýna stór-
leik og nýja stjarnan Grundel gerði
bæði mörkin, á 18. og 74. mínútu.
Roeleder missti boltann í markið í
fyrra skiptið eftir meinlaust skot
utanaf kanti. Karl-Heinz Förster er
enn meiddur, Buchwald þarf því að
leika í vörn Stuttgart og við það vant-
ar kraft á miðjuna. Ásgeir Sigurvins-
son og Allgöwer voru slakir á miðj-
unni og Ásgeir fékk 4 í einkunn í
öllum blöðum.
Bayern gctur sjálfum sér um kennt
að sigra ekki í Köln eftir yfirburði í
fyrri hálfleik og forystumark frá
Áugenthaler. Strákalið Kölnar komst
inní leikinn eftir hlé og vendipunktur-
inn var þegar hinn 19 ára gamli Hás-
sler kom inná á 73. mínútu. Hann
lagði upp jöfnunarmark fyfir Dickel á
78. mínútu.
Bremen heldur sínu striki, vann 4:1
í Dússeldorf eftir að hafa lent 1:0
undir. Gladbach vann góðan útisigur
frammi fyrir 50 þúsund áhorfendum í
Núrnberg og lögreglumaðurinn Kunz
skoraði þrennu fyrir Bochum sem
burstaði Dortmund 6:1.
Tíu efstu lið Bundesligunnar eru
þessi:
Bremen............7 5 2 0 21:8 12
Gladbach..........7 4 2 1 15:9 10
Mannheim...........7 3 3 1 9:6 9
Bayern.............6 3 2 1 9:4 8
Bochum...........7 4 0 3 16 13 8
Kaiserslautern.....7 3 2 2 9:9 8
Uerdingen..........7 3 2 2 11:13 8
Hamburger..........6 3 1 2 11:7 7
Núrnberg...........7 3 1 3 14:12 7
Stuttgart..........7 3 1 3 11:10 7
Spánn
Frábær
leikur
Péturs
Frá Sigurdóri Sigurdórssyni frétta-
manni Þjóðviljans á Spáni:
Pétur Pétursson átti sannkallaðan
stjörnuleik með Hercules gegn Athlet-
ico Bilbao í 1. deildinni í knattspyrnu
á laugardaginn. Pétur lagði upp öll
marktækifæri liðsins, sem voru ein 7-
8 n\jög góð, og hinn frægi Mario Kem-
pes sóaði þeim flestum með því að
skjóta í stangir, slá eða framhjá!
Hercules mátti sætta sig við 0:1 tap
og voru það í hæta máta ósanngjörn
úrslit. Pétri var mikið hampað fyrir
leik sinn, sérstaklega í sjónvarpinu
þar sem mikið var gert úr því að hann
myndi leika með íslandi gegn Spáni í
næstu viku. Spánverjar eru mjög
smeykir við þann leik, þeir þurfa a,ð
sigra til að komast í úrslit HM, en eru
nú sennilega með sitt lakasta landslið
í ein 10 ár. Þeir vita að ísland verður
með geysisterkt lið og eru rnjög
hræddir um að komast ekki í úrslita-
keppnina í Mexíkó af þeim sökum.
Frakkland
Nantes tapaði
Nantes, mótherjar Vals í UEFA-
bikarnum í kvöld, töpuðu 2:1 fyrir
Bordeaux í frönsku 1. deildinni í
knattspvrnu á föstudagskvöldið.
Landsliðsmennirnir William Ayache
og Jose Toure voru báðir í leikbanni
og léku ekki með Nantes en hinsvegar
voru Jean Tigana og Leonard Specht
á ný í liði Bordeaux eftir langvinn
meiðsli. Pierre Morice skoraði glæ-
simark úr aukaspvrnu fyrir Nantes en
Marc Pascal og Bernard Lacombe
tryggðu Bordeaux sigur eftir sending-
ar frá Alain Giresse, sem þarna lék
sinn 501. leik fyrir Bordeaux.
Paris St. Germain vann enn, nú Le
Havre 2:1 á útivelli. Nancy vann Lens
2:1. paris St.G. h efur 20 stig, Borde-
aux 15, Nantes 15, Lens 14 og Nancy
14. - VS/Reauter
3. deild
Selfoss meistari
Sigraði Einherja samanlagt 3:2
Mœtti ekki í lyfjapróf í Noregi
Víkingur Traustason kraftlyftinga-
maður frá Akureyri hcfur verið svipt-
ur guliverðlaunum þeim sem hann
vann á Norðurlandameistaramótinu í
kraftlyftingum sem fram fór í Noregi
um helgina.
Víkingur mætti ekki í lyfjapróf sem
hann var boðaður f. Af þessum sökum
á hann yfir höfði sér 18 mánaða bann
frá keppni á alþjóðlegum vcttvangi,
en þar sem Kraftlyftingasambandið
íslenska er ekki aðili að ISÍ mun það
ekki hafa áhrif á þátttöku hans í kraft-
lyftingamótum hérlendis. _ vs
Selfyssingar tryggðu sér meistarat-
itil 3. deildar á laugardaginn er þeir
sigruðu Einherja frá Vopnafírði 2:0 f
sfðari úrslitaleik liðanna á Selfossi.
Bæði lið ieika f 2. deild að ári.
Vopnfirðingar höfðu unnið fyrri
leikinn 2:1 og þeir mættu greinilega til
leiks með því hugarfari að halda for-
skotinu. Það vara þeim dýrkeypt því
þeir náðu sér aldrei á strik og fengu
varla marktækifæri í leiknum. Selfys-
singar sóttu mjög allan tímann og Páll
Guðmundsson skoraði beint úr auka-
spyrnu í fyrri hálfleiknum. í þeim
síðari tryggði gamli markakóngurinn
Sumarliði Guðbjartsson svo heima-
mönnum titilinn er hann skoraði, 2:0.
Selfyssingar eru vel að þessu komn-
ir. Þeir töpuðu aðeins einum leik í 3.
deildinni í sumar, fyrri leiknum gegn
Einherja, og höfðu tryggt sér sæti í 2.
deild löngu áður en keppni í SV-
riðlinum lauk.
- VS
Þrlðjudagur 17. september 1985 |pJÓÐVILJINN - SÍÐA 11