Þjóðviljinn - 22.09.1985, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 22.09.1985, Qupperneq 2
FLOSI \iku skammtur af símaböli Þegar ég, í kreppunni og stríðinu, var krakki að alast upp hjá henni ömmu minni var bæði mikið sungið og margt hjalað. Sumt af því sem bar á góma var auðvitað ofvaxið mínum skiln- ingi, eins og gerist og gengur. Ég man eftir því, einhvern tímann í stríðs- byrjun, að verið var að ræða tæknibyltingu sam- tímans og amma mín lét sér fátt um finnast. Helst var á henni að skilja að tækninýjungar flestar væru runnar undan rifjum andskotans og öðru fremur úthugsaðar til þess eins að færa mannskepnuna skrefi nær því takmarki að út- rýma sjálfri sér. Satt að segja nokkuð til í því hjá henni. Tvær voru þó þær uppfinningar, sem hún kvað af hinu góða, uppfinningar, sem hún taldi boða þjóðinni ómælda gæfu. Þetta var prímus- inn og gúmmístígvélin. - Þetta tvennt getur komið í góðar þarfir og er ekki úthugsað til þess eins að drepa meö því fólk, sagði hún og það var auðvitað nokkuð til í því hjá henni. Þegar ég spurði hana um símann, hnussaði einhver ósköp í henni, en svo sagði hún að síminn væri fyrirgefanlegur af því einu að hann hefði verið hjartans mál Hannesar Hafstein. Því er ég að rifja þetta upp núna, að stundum flökrar að mér að síminn sé ekki fyrirgefanlegur, jafnvel þó hann hafi verið hjartans mál Hann- esar Hafstein. Á mínu heimili er mikið ástríki, hjónin afar samrýmd og heimilisfriður tryggur þar til útaf ber, sem vill nú satt að segja henda af og til, svo ég segi nú alveg einsog er. Við heiðurshjónin erum búin að ná mikilli leikni í því að umgangast hvort annað, þegar við erum bæði heima, pústr- ar og stimpingar gerast fátíðari með árunum þó stundum dragi að vísu til tíðinda og þá einkum á morgnana á baðinu. Við spegilinn yTir vaskinum er stundum óhjá- kvæmilegt að neita aflsmunar til að ná rétti sín- um. Allt eru þetta þó smámunir hjá öllu því heimilisböli sem hlotist hefur af símanum í gegnum tíðina. Þannig hagar til heima hjá mér að kontórinn minn, öðru nafni húsbóndaherbergið, er dálítið torsótt fyrir óviðkomandi síðan ég negldi aftur hurðina í dyrunum, sem liggja af athafnasvæði konunnar minnar, eldhúsinu, og inní helgustu vé heimilisins, skrifstofu mína. Til að komast úr eldhúsinu inn til mín þarf nú, eftir að ég negldi aftur hurðina, að fara fram í innri gang og þaðan inn í fremri gang, síðan gegnum tvær stofur og er þá komið að hinum dyrunum á kontórnum mínum. í þeim dyrum er rennihurð, sem er jafn- an í dyrunum, hvort sem ég er við störf á kont- órnum eða ekki. Þessi rennihurð stendur gjarnan á sér, einkum ef pat er á fólki og þarf talsvert lag til að renna henni frá og fyrir. Af framansögðu má ráða að það tekur talsverðan tíma að komast úr eldhúsinu inná kontórinn. Á kontórnum er síminn. Þegar ég negldi hurðina fasta var það meðal annars til að losna við eldhússkarkalann í kon- unni minni, þegar ég er sjálfur að reyna að einbeita mér og þess vegna heyrist illa í síman- um framí eldhús, þegar hann hringir. M.ö.o. þegar konan mín loksins heyrir í sím- anum, brýst hún af stað úr eldhúsinu, gegnum innri ganginn, fram í fremri ganginn, gegnum sjónvarpsherbergið og síðan dagstofuna, sem liggur að kontórnum. Svo fer hún að bisa við að renna rennihurðinni frá til að komast í símann, sem hættir að hringja nákvæmlega þegar hún tekur tólið. Það gæti verið útaf þessu sem hún kom með furðulega athugasemd um daginn. Hún tók svo til orða: - Er ekki hugsanlegt að hafa símann meira miðsvæðis svo ekki sé alltaf búið að leggja á þegar maður loksins nær því að svara? Eg svaraði þessu ekki fremur en svo mörgu öðru, sem varla er svaravert, en hugsaði sem svo: - Kvinnelógik. Svo fór ég niðrí bæ og keypti símsvara og talaði inná hann nokkur velvalin orð um að hægt væri að skilja eftir skilaboð. Þessu undi konan mín ekki og í þrjósku og frekjukasti keypti hún framlengingarsnúru í Hagkaupum og veður nú með símann í fanginu um alla íbúðina í gagns- lausum samræðum við vinkonurnar eða sína nánustu og leggur svo bara símann frá sér þar sem hún er stödd þegar hún hættir. Þegar svo síminn hringir næst er vonlaust að finna hann og þegar hann loksins finnst er sá sem hringdi auðvitað löngu farinn úr símanum, en maður sjálfur stórslasaður eftir að hafa flækst og hras- að um helvítis snúruna, gott ef ekki nærri hengt sig. Ég hef satt að segja gert allt sem í mínu valdi hefur staðið til að ná samkomulagi og viðunandi lausn á símaböli heimilisins. Ég lét meira að segja setja upp síma niðrí kjallara, þar sem konan mín hefur aðstöðu til að strauja. Hún kvartaði semsagt yfir því að það væri svo erfitt að ná því að svara símanum úr kjallaranum, því fara þyrfti kjallaraganginn á enda upp stigann, uppí eldhús, fram í innri gang og inn í fremri gang, gegnum sjónvarpsherbergið og dag- stofuna og „djöfla svo upp” - eins og hún orðar það- rennihurðinni og ná svo ekki símanum fyrr en löngu væri búið að leggja á. Hvað gerði ég þá? Var ég með ofstopa? Öðru nær. Ég lét setja síma í kjallarann, í strauherbergið, svo hún gæti dundað þar í rólegheitunum, þeg- ar hún hefði ekkert að gera. Semsagt bara fyrir hana. Og er manni þakkað? Tæplega. Og þessa dagana er á heimilinu minna ástríki en oft áður, heimilisfriður er ótryggur og raunar fálæti með okkur hjónunum, þó það hafi algeran forgang hjá mér að láta allt sem hugsast getur eftir konunni minni. En það er nú einhvern veginn svo. Manni er aldrei þakkað neitt. Ekki einu sinni það sem gert er bara fyrir hana. Og víst er að heimilisbölið hérna er símanum að kenna. Icy ekki H-Ci Innan skamms er væntanlegt á markaðinn nýtt vodka, sem ber nafnið lcy, vodka of lce- land. Það er Sproti Ltd,. sem stendur á bak við þessa fram- leiðslu, en veigin verður seld í gegnum Áfengisverslunina, þótt hann komi strangt tekið frá Skotlandi. Þeir sem hafa bragðað drykkinn segja hann mjög góðan og er gert ráð fyrir að lcy (sem á ekkert skylt við H-Ci..) verði komið á markað um Norðurlönd 1986 og um alla Evróþu 1987-8.B I Albert styður AB í umræðum um sameiningu Bæjarútgerðarinnar og Is- bjarnarins á borgarstjórnar- fundi á fimmtudaginn gagn- rýndu fulltrúar minnihlutans þátt Davíðs Oddssonar borg- arstjóra í málinu harðlega. Töldu þeir að þegar væri búið að ákveða að sameina þessi fyrirtæki og ætti aðeins eftir að finna eitthvað til að réttlæta það. Davíð Oddsson var ekki viðstaddur fundinn þar sem hann er erlendis í sumarfríi. Það kom því í hlut félaga hans í meirihlutanum að halda uppi vörnum fyrir borgarstjórann og voru þar fremstir flokki þau Ragnar Júlíusson, Albert Guðmundsson og Ingibjörg Rafnar. En þegar Albert þótti farið að halla undan fæti í um- ræðunni bar hann upp þá til- lögu að umræðunni yrði frest- að þar til Davíð væri kominn heim úr sólinni og gæti svarað Ifyrir sig sjálfur. Magnús L. Sveinsson forseti borgar- stjórnar spurði Albert þá hvort hann væri ekki tilleiðanlegur að draga tillöguna til baka, enda yrði þeim tilmælum beint til borgarfulltrúa að veitast ekki frekar að þætti Davíðs í málinu. Því neitaði Al- bert og var tillagan því borin upþ. Þá var hún felld, fékk að- 22. september 1985 eins tvö atkvæði. Eftir þetta var Albert í hinum mesta ham og talið er að hann hafi náð fram grimmilegum hefndum á meirihlutanum meö því að styðja tillögu Guðrúnar Ágústsdóttur Ab. um mánað- arkort fyrir framhaldsskóla- nema í strætó og sitja síðan hjá í atkvæðagreiðslu um hækkun fargjalda sama fyrir- tækis sem fyrirhuguð er.B Stráksskapur Blikanna Margt skrýtið getur átt sér stað þegar sþennan í íslands- móti í knattspyrnu er í há- marki. Þannig segir sagan að leikmaður Breiðabliks úr Kópavogi, sem var rekinn af leikvelli á Húsavík í lokaum- ferð 2. deildar, hafi af stráks- skap sínum farið beint og hringt á Rás 2 og tilkynnt að Völsungur væri að vinna 2-1. Hið rétta var að Breiðablik var að vinna 1-0 og þannig end- aði leikurinn. Fyrri tölurnar fréttu KA-menn á Akureyri þar sem þeir voru að leika á Siglu- firði og urðu að treysta á að Breiðablik myndi ekki sigra svo þeir kæmust í 1. deildina í staðinn. Síðan segir sagan að KA-menn hafi að vonum verið mjög kampakátir yfir 1. deildarsætinu í rútunni á heimleiðinnitil Akureyrar. Þeir hafi síðan vaknað upp við vondan draum þegar heim kom og þeir tilkynnt að Breiðablik hefði unnið á Húsavík og komist í 1. deild en þeir yrðu sjálfir að leika áfram í 2. deild.B Brattur bísi Auglýsingafyrirtækið Gott fólk sem Ólafur Stephensen rak lenti í því að missa flestallt besta starfsfólkið sitt. Góð ráð voru þá Ólafi dýr, en einhver benti honum að á fyrstu hæð Þjóðviljahússins reka þrír knáir piltar, þeir Björn Brynj- ólfur Björnsson, Ástþór Jó- hannsson og Þorvaldur Guðlaugsson auglýsingast- ofuna Hreinar línur. Ólafur hafði því engin umsvif, svipti sér inn til drengjanna, sýndi þeim feitan tékka, borgaði upp allar skuldir þeirra og tók þá inn í sitt fyrirtæki. Það er kannski viðeigandi að Ólafur skírði það upp á nýtt, nú heitir þaö: Svona gerum við...B Hvaða hægribylgja? Sumt fólk þreytist aldrei á því að tala um hina svokölluðu kreppu Alþýðubandalagsins en þetta sama fólk talar ekki um Æskulýðsfylkingu AB enda eru aðeins hressilegar fréttirúrþeimherbúðum. fsíð- ustu viku gengu nefnilega 15 nýir meðlimir í ÆF og margir telja að þessi straumur sé rétt að byrja. Vinstrisinnar í MH stefna að því að stofna vinstri- félag í skólanum innan tíðar. Hver var svo að tala um hægribylgju unga fólksins? ■ 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.