Þjóðviljinn - 22.09.1985, Síða 8

Þjóðviljinn - 22.09.1985, Síða 8
„Hún hefur séð margt, þessi myndavél” Þorleifur Einarsson jarðfrœðingur í spjalli við Þjóðviljann um sjö eldgosa vélina „ Já, það má segja að þetta sé sjöeldgosavél," sagði Þor- leifur Einarsson jarðfræðing- ur og prófessor í stuttu spjalli sem blaðið átti við hann ný- lega um þrjátíu ára gamla Leica-myndavél sína og hinar vel-þekktu myndir sem hann hefur tekið á hana og hafa birst með greinum hans og bókum umjarðfræði ígegnum árin. „Ég keypti hana í Þýskalandi áriö 1954 þegar ég var þar við jarðfræðinám árin ’53-’60. Svo á ég aðra af sömu tegund, það er að segja annað „hús“, en hún hefur færri hraðastig. En hina, sem er af gerðinni III F, hef ég notað í yfir þrjátíu ár samfleytt og hún hefur dugað mér vel. Hún er lítil um sig og auðvelt að stinga henni í vasann eða ofan í litla tösku og ég hef hana alltaf með mér hvert sem ég fer, innan lands og utan. Hún hefur til dæmis verið mér samferða og séð sjö eldgos, Öskju ’61, Surtsey ’63-’67, Paflov-eldfjallið á Alaskaskaga ’65, Heklugos 1970, Heimeyjarg- osið ’73, upphaf Kröfluelda ’75 og Heklugos aftur 1980. Fyrsta mynd af nýju landi Mér finnst Surtseyjarmyndin lang-merkilegust af öllum þeim Þorleifur mundar hér vélina frægu: „Hún hefur séð óskaplega margt, þessi vól...” Mynd E.ÓI. Frá Vestmannaeyjagosinu 1973. Myndin er tekin tæpum mánuði eftir að gosið hófst og sýnir vel hversu mikið hraunstreymið var í sjó. Myndin er tekin til suðurs skammt austan Ystakletts frá borði varðskipsins Alberts og það er varðskipið Ægir sem er í forgrunni. Þessi mynd af 250 metra háum sprengibólstra í Surtsey er tekin frá borði varðskipsins Alberts 9. desember 1963. öskjugosið 1961. Myndin er tekin til austurs eftir gossprungunni að morgni 28. ' október. Hæsti kvikustrókurinn er um 150 metrar að hæð. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. september 1985

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.