Þjóðviljinn - 22.09.1985, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 22.09.1985, Qupperneq 10
„Þigg engar ölmusur“ Rœtt við spjótkastarann Einar Vilhjólmsson um keppnistímabilið og meiðsli hans, afstöðuleysi íþróttahreyfingarinnar til keppnisíþrótta og ómarkvissrar styrkveitingar „Ég trúi því aö ég eigi eftir að ná lengra, ég hefi mikinn vilja og ef ég get búið við þær aðstæður, sem ég hefi búið við síðastliðin ár, þá ætti ég að ná mínum há- marksárangri eftir nokkur ár. Dæmin sýna, að spjótkastarar ná hámarksgetu á aldrinum 28-30. Til þess að hámarksárangur ná- ist í íþróttum þarf að stunda mjög markvisst að allri uppbyggingu og mikilvægt að þjálfunarmunstr- ið sé samfellt og vaxandi. íþrótta- afrek verða ekki unnin með „leiftursókn" með tilliti til æfinga, heldursamfelldri markvissri þjálf- un við aðstæður sem best há- marka þá hæfileika, sem stefnt er að og hvað best varna því að um meiðsli geti orðið að ræða. Hvað mig varðar, þarf ég að gæta þess, að lenda ekki aftur í svona keppnistímabili eins og í sumar. Ég er óánægður og nokkuð sár yfir því að hafa ekki getað fylgt þeim áætlunum, sem ég hafði gert fyrir þetta keppnistímabil vegna ýmissa utanaðkomandi aðstæðna". Pað er óþarfi að kynna Einar Vilhjálmsson, einn helsta afreks- mann okkar á sviði íþrótta. Hann varð sjöundi í spjótkasti á Ól- ympíuleikunum í fyrra, og fyrir skömmu hlaut hann 4. verðlaun í spjótkasti í Grand Prix stiga- keppni Alþjóðafrjálsíþróttasam- bandsins. Fyrir úrslitamótið í Róm þann sjöunda september hafði Einar forystu í spjótkasts- keppninni og var í þriðja sæti heildarkeppninnar. Hins vegar, eins og íslendingum gafst kostur á að fylgjast með í beinni útsend- ingu sjónvarps, urðu þrálát oln- bogameiðsli, sem Einar hefur átt við að stríða því valdandi, að hann þurfti að gera sér að góðu áttunda sætið í spjótkastskepp- ninni í Róm og varð hann því að sjá af háum peningaverðlaunum Grand Prix keppninnar. En hver er annars þessi ljós- hærði víkingur, sem hefur tekið upp íþrótt íslenskra fornkappa og komist á blað meðal fremstu spjótkastara í heimi? Við fáum okkur kaffibolla niðri á Torfu og ég byrja að spyrja Einar hvenær hann hafi fyrst fengið áhuga á spjótkasti. »Ég er alinn upp í miklum íþróttaanda og lagði stund á ýms- ar íþróttir í uppvextinum. Áhug- ann á spjótkastinu held ég að ég hafi fengið, þegar ég horfið á Ól- ympíuleikana 1972 í sjónvarpinu. Mér er sérstaklega minnisstæð glæsileg og spennandi keppni í spjótkastinu og drengileg frammistaða rússans Danis Lusis sem endaði þar í öðru sæti. Pað var hins vegar ekki fyrr en surnar- ið 1976 að ég keypti mitt fyrsta spjót, en þá varð ég mjög óvænt íslandsmeistari í spjótkasti í sveinaflokki. Frá þeim tíma var spjótkastið sumaríþróttagrein, en á veturna lék ég handknattleik með KR. Sumarið 1980 ákvað ég síðan að helga mig spjótkastinu. Pað sumar setti ég íslandsmet, kastaði 76,76 og varð norður- landameistari unglinga. Árið eftir hlaut ég námsstyrk við Tex- asháskólann í Austin og þáði ég hann. Ég hóf nám við líffræði- deild skólans og lagði þar höfuðá- herslu á lífeðlisfræði. Þessu námi lauk ég svo með BS prófi í vor. Samhliða náminu gafst mér tæki- færi til að æfa íþrótt mína við að- stæður, eins og þær gerast bestar og það nýtti ég mér til hins ítr- asta.“ - Hvernig var að koma til Bandaríkjanna. „Það var hálfgert kultursjokk. Til að byrja með var þetta ansi einhæft lífsmynstur og ákaflega mikið að gera, en smátt og smátt fór ég að kunna betur við mig. En ég hef þó ekki náð að kynnast daglegu lífi vinnandi fólks þarna, því háskólalífið er á vissan hátt einangrað líf. Skólinn er ríkis- styrktur fylkisskóli, en mikið af útlendingum t.d. Aröbum og As- íubúum sem stunda þar nám. Þegar ég segi að mér hafi smátt og smátt farið að líða eins og heima þarna úti, er ekki þar með sagt að ég treysti mér til að halda áfram við þessi skilyrði. Ég þarf sem sagt bæði að uppfylla ítrustu námskröfur og vera samkeppnis- hæfur í íþróttunum. Annað hvort er fyrir mig núna að stunda fullt nám á jötu lánasjóðsins og slaka á íþróttakröfunum eða fjármagna nám mitt með öðrum hætti, vera í hlutanámi og stunda íþróttirnar á fullu þessi ár sem ég hef mesta möguleika. Ég sé reyndar ekki hvernig það getur gengið upp, svo þetta dæmi er óleyst." - Hefur þú getað nýtt þér menntun þína við eigin þjálfun og uppbyggingu?“ „Já, tvímælalaust. Ég hef feng- ið góða vitneskju um starfsemi líkamans í námi mínu, og reyni að skilgreina getu mína og gera æf- ingaáætlun, samanburðarprófan- ir og mælingar á hámarksgetu minni í ákveðnum æfingum. Ég vinn mikið einn og mér þykir það gott, en á vissum stigum í þjálfun- inni og við ákveðnar æfingar verður maður að hafa þjálfara. En þaö er enginn vafi að menntun mín hefur hjálpað mér í minni íþrótt. Ég hef gert áætlanir fyrir keppnistímabilin eins og ég gerði s.I. vor og miðaði þá við að ná sem bestum árangri á Grand- Prix mótunum. Það voru mér mikil vonbrigði hvernig þetta keppnistímabil æxlaðist því það fór að verulegu leyti úr böndum. Þetta er auðvitað á rnína eigin ábyrgð, en ýmisiegt kom til sem hafði áhrif á þá áætiun sem ég hafði gert. Þegar ég hafði gert þessa áætl- un var mér strax ljóst að til þess að standa straum af óhjákvæmi- legum kostnaði á þessu keppnis- tímabili yrði ég að hafa einhverja fjárhagslega tryggingu. Konan mín átti von á barni og ég var fjárvana og varð að hafa ein- hverja tekjutryggingu. Eini tekjumöguleikinn var að fá pen- ingaverðlaun á Grand Prix mótunum og ég vonaðist til að geta undirbúið þau vel og staðið mig í samræmi við það. Ég skrif- aði því Frjálsíþróttasambandi ís- lands að utan og bað þá um að kanna fyrir mig, hvort unnt væri að skapa mér betri starfsskilyrði með því að lána mér fé gegn endurgreiðslu í lok keppnistíma- bilsins. Þetta bréf sendi ég í apríl og ég fékk jákvætt svar og mér var sagt að einbeita mér að undir- búningi fyrir keppnistímabilið. Ég kom svo heim 7. júnt, en þá fékk ég þau tíðindi að hvergi væri aðstoð að fá. Þótti mér þessar fréttir ansi síðbúnar og lítið upp- örvandi. Ég hafði ekki gert neinar ráðstafanir með vinnu og enginn tími til stefnu að kanna lánamöguleika. Ég settist því nið- ur og fékk skrá yfir öll mót á Norðurlöndunum. Þannig sat ég við símann í þrjá daga og í ljós kom að vegna sigra minna á tveimur fyrstu Grand Prix mótunum í Bandaríkjunum vildu allir fá mig, greiða fæði, uppihald og smáþóknun. f heilan mánuð þvældist ég því á milli móta, kepptiá lOmótumíjúníogánæst síðasta mótinu, sem var í byrjun júlí kom að því að olnboginn gaí sig. Auðvitað datt mér ekki í hug að þetta yrði svona dýrkeypt og afdrifaríkt. Eftir meiðslin, sem ég hlaut 2. júlí í Stokkhólmi náði ég aldrei að fá mig fyllilega góðan og æfingar urðu engan veginn eins og ráð hafði verið fyrir gert. Ég gat ekki lengur beitt þeirri tækni, sem ég hafði náð valdi á og reyndi að æfa upp nýtt hreyfimunstur. Tíminn var hins vegar of naumur og ég náði ekki að sýna það ör- yggi, sem ég hafði fyrr um sumar- ið. Því fór sem fór!“ - Ertu bitur vegna þessa? „Vissulega er ég sár yfir því hvernig þetta endaði allt saman, en hitt var jú reyndar staðreynd, að þetta keppnistímabil er mitt besta til þessa, hvernig sem á það er litið, og því ber að fagna. Ég neita því ekki, að ég varð fyrir vonbrigðum í vor, þegar ég fann að íþróttahreyfingin stóð ekki með mér. Það á illa við mig að þiggja ölmusur og því vildi ég ein- ungis athuga hvort íþróttahreyf- ingin gæti ekki lánað mér fé, sem ég svo myndi endurgreiða með væntanlegum tekjum af Grand Prix mótunum eða unt veturinn eftir að ég hefði hlotið fast starf. Með því móti heföi ég getað veitt fjölskyldunni fjárhagslegt öryggi og hefði því ekki þurft að keppa eins mikið til að geta staðið í skilum. Staðreyndin er sú, að íþróttahreyfingin hefur ekki tekið afstööu til keppnisíþrótta, (afreksíþrótta) og ekki markað stefnu varðandi tækifærasköpun til handa þeim einstaklingum og/ eða landsliðum, sem best hafa upp skorið hverju sinni. Þetta gerir það að verkum, að styrk- veitingar íþróttahreyfingarinnar eru ekki eins markvissar eins og ella gæti verið. Þetta stefnuleysi gerir það einnig að verkum, að þeir styrkir, sem stundum eru veittir, virka sem persónulegur greiði við íþróttamanninn sem svo íþróttamanninum er gert að endurgjalda með auknum árangri nánast samstundis. Ef svo eitthvað fer úrskeiðis hefur íþróttamaðurinn brugðist og hef- ur sektarkennd yfir því að hafa hlotið eitthvað, sem hann verð- skuldaði ekki. Vil ég því nota þetta tækifæri og skora á forráða- menn íþróttamála að taka af- stöðu til þessara mála og marka stefnu í ijósi þeirrar afstöðu.“ - Finnurðu mikinn mun á getu þinni eftir því í hvaða andlegu á- standi þú ert? „Já það er enginn vafi á því. Ég get nefnt dæmi frá keppni í sumar. Ég var fremur illa fyrir- kallaður á öðru Grand Prix mót- inu í Oregon. Þurfti að rekast í öllu einn og lenti í leiðinlegu stappi. Þar sem ég sat úti í horni í matsalnum fremur lítill í mér, kemur Petranoff fyrrum heims- methafi með miklum fyrirgangi að borðinu og segir mér það, að hann hafi breytt atrennunni og sé nú farinn að kasta um 90 metra að jafnaði. „Þessi keppni verður á milli okkar, Einar,“ sagði hann og bar sig fremur mannalega, en ég hafði unnið fyrsta Grand Prix mótið vikuna áður. Þetta virkaði illa á mig og mér fannst hann draga úr mér kraftinn og fór fremur daufur upp á herbergi. Ég kveikti á sjónvarpinu og það fyrsta sem blasti við mér var ís- lenski fáninn. Það var þá verið að sýna fræðsluþátt um ísland þar sem séra Robert Jack sagði frá. Þetta hafði ákaflega góð áhrif á mig og ég magnaðist allur upp. Þegar keppnin fór fram var grenj- andi rigning og allir keppendurn- ir voru langt frá sínu besta, ég náði hins vegar mínu lengsta kasti á keppnistímabilinu fram að þeim tíma, kastaði 88,90 og vann keppnina með nokkrum metrum en Petranov kastaði 78,80 og varð í sjötta sæti.“ - Pér leið þá líklega vel að ganga undir íslenskum fána inn á Olympíuleik völlinn? „Já, og hefði ekki á móti því að heyra íslenska þjóðsönginn af verðlaunapallinum, þótt ég sé ekki með þann draum á heilan- um. En það er óneitanlega fal- legur draumur. Ég stefni að því að keppa í Kóreu ’88 ef ég get það út af náminu, en allavega ’92 í Birmingham.” - Ertu aldrei hjátrúafullur, - gerir eitthvað fyrir keppni sem á sér enga sérstaka skýringu? „Jú, jú. Ég hef mínar ákveðnu venjur og reyni að líta á allar óvæntar uppákomur með já- kvæðu hugarfari. Það er mikið „ritual” að búa sig undir keppni burtséð frá líkamlegu þjálfun- inni. Það hcfur líka komið fyrir, að ég hef staðið mig best þegar allt er úr skorðum. Það er svo einkennilegt og sýnir manni að mannskepnan hefur í raun ekki náð að virkja nema lítið brot af því hugsanlega." - Hvernig slapparðu best af? „Ég er farinn að geta tekið smá blund þegar ég þarf þess, í svona 10 mínútur, gjarnan eftir mat. Svo stunda ég sund og fer oft í heitt bað l-2svar á dag til að ná úr mér þreytu.“ . - Hvaða með áhugamál - er tími fyrir þau? „Það er náttúrlega dálítið ein- hæft líf að stunda nám annars vegar og íþróttaþjálfun hins veg- ar. En við höfum alltaf gefið okk- ur tíma til að fara í bíó, á ýmiss konar klúbba og skemmtanir sem mikið er um í Austin. Þetta er gömul hippaborg og mikill fram- gangurt.d. ímyndlist. Ég heflíka mjög gaman af tónlist og glamra svolítið á gítar og fæ þannig útrás, einkum þegar ég kem heim eftir slæma æfingu og þarf að koma mér í lestrarstuð.“ - Er gítarinn þá svona „milli- stykki“ á milli íþróttanna og há- skólanámsins? „Það má segja það. Ég næ mér heilmikið niður með tónlistinni. Þó ég hlusti meira á nútímamúsík finnst mér líka oft mjög gott að hlusta á góða klassík.“ - Hvað með vinahópinn, eign- astu vini á íþróttaleikvanginum? „Það kemur fyrir. Já, það eru margir iþróttamenn sem ég hef kynnst sem ég myndi heimsækja, ef ég væri á ferð á þeirra heima- slóðum. Þetta eru auðvitað mjög mismunandi karakterar og marg- ir eru yfirborðskenndir og maður kemst ekki í nokkurt samband við þá. En oftast er stemmningin þokkalega vinsamleg og menn sýna manni áhuga, ekki síst þegar þeir vita að maður er einn á ferð frá litlu landi þar sem öll aðstaða er önnur en þeir eiga að venjast." - Nú hefur konan þín, Hall- dóra Dröfn, verið með þér fyrir vestan, fer hún ekki með þér í stóra keppni? „Nei við höfum ekki haft tök á því. En hún hefur stutt mjög við bakið á mér. Nei, ég fer oftast nær einn og stend einn í því sem margir hafa aðstoðarfólk í.“ - Og nú ætlið þið austur á Eg- ilsstaði? „Já, ég verð þar við kennslu a.rn.k fram að jólum. Mér þykir gaman að kenna. Ég er í raun félagslyndur í mér, þótt ég hafi mikið verið einn og njóti þess að vissu leyti líka. Þegar fram í sækir býst ég við að kennsla og þjálfun- arstörf verði minn vettvangur og ég kvíði því ekki. En ég á mögu- leika að ná lengra sem íþrótta- maður og ég stefni ákveðið að því. Ég mun ekki keyra mig á 60% afköstum, annað hvort á Ult eða ekki. Og ég mun ekki þiggja ölmusur. Ég er stoltur af því að vera íslendingur og keppa fyrir hönd íslands og ég vona að ég eigi eftir að auka hróður ís- lands í framtíðinni. En þá verð ég líka að hafa aðstöðu til að vinna markvisst, halda mínum æfinga- og keppnisáætlunum betur en nú í sumar. Til þess þarf meira en eigin vilja, íþróttahreyfingin verður að skilja sinn þátt í þessu dæmi. Og það á ekki bara við um mig. Til dæmis eigum við handk- nattleikslið á heimsmælikvarða og vonandi verður staðið betur á bak við það. Tilfinningin af því að vera á ölmusu er ekki líkleg til að hvetja menn til stórra sigra.“-þs 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. september 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.