Þjóðviljinn - 22.09.1985, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 22.09.1985, Qupperneq 13
heldur myndi þvílíkt ástand draga verulega úr öryggi banda- manna okkar“. Séð ofan af Pen- tagon virðast Filippseyjar einar eftir meðal skjólstæðingalanda Austur-Asíu þar sem kommúnísk undirróðurstarfsemi er ennþá helsta ógnun valdajafnvægisins. Annars staðar hefur dúndrandi hagvöxtur ef ekki „efnahagsund- ur“ með öllu einangrað alla bylt- ingarflokka, sem annað hvort hafa þá haldið áfram að hrópa í eyðimörkinni eða sópað bylting- unni undir teppið til bráðabirgða. Á Filippseyjum er öldin önnur. Atvinnulausir verkamenn í syk- uriðnaðinum einum saman eru taldir yfir hálf milljón að tölu. Þar hefur gerræðislegur autokratinn Marcos vakið upp magnaðan skæruhernað kommúnista og Múhameðstrúarmanna, tvær römmustu afturgöngur hins „frjálsa heims“. Nú er Marcos orðinn 68 ára gamall með biluð nýrun og hástemmt ef ekki stór- hættulegt eiginkonufól í farang- rinum. Skyldi nokkurn furða þó að Kanar telji hann orðinn illa í stakk búinn til þess að berja niður „drauga". Stjómmálaskýrendum í Asíu jafnt sem Ameríku ber saman um að byltingarherir kommúnista á Filippseyjum séu sprottnir upp úr alinnlendri frelsishreyfingu án nokkurrar umtalsverðrar aðstoðar utan frá, án nokkurra stýritauma frá Pek- ing eða Moskvu. Og þar stendur hnífurinn í kúnni. Fólkið í landinu gæti tekið upp á því að strika í pólitíkusarreikninginn eins og í íran hérna um árið. Því lengur sem Marcos heldur sér á floti og tekst að sigla hjá skerjum, þeim mun meiri mun ábyrgð bandarískra yfirvalda verða talin fyrir því að hafa styrkt hann þegar hinn endanlegi, að flestra viti óumflýjanlegi brotsjór ríður yfir. Þá mun hatrið á Marc- osi, magnað upp í fjöldahreyf- ingu, eðlilega hellast yfir amer- ískar herstöðvar í landinu. Amer- ískir hermálasérfræðingar telja amerískum hagsmunum á Fil- ippseyjum borgið til bráða- birgða, eitt til tvö ár til viðbótar, hvað sem þá tekur við. Rétt undir kóreönsku suðumarki Auk Filippseyja er S-Kórea annað Asíulandið þar sem bandarísk yfirvöld básúna öðru fremur hernaðarlegt mikilvægi. Þar situr í forsetastóli maður að nafni Chun Doo Hwan. Sá er 54 ára að aldri, í blóma lífs síns og samt hefur hann strengt þess heit að láta af völdum í febrúar 1988, rétt undir fyrirhugaða ólympíu- leika þar í landi. Hvað sem öllum loforðum viðvíkur þá voru það engin vettlingatök eða fagurgali sem hann beitti fyrir sig til þess að ná völdunum í sínar hendur. Op- inskáir lýðræðisvinir sem orðið hafa á vegi hans fengu og fá enn að finna fyrir því. Næstu 30 mánuðir munu leiða í ljós hver verður gæfan eða gæfu- leysið í framtíð þessarar djúpt klofnu þjóðar. Ef að meiriháttar innanlands óeirðir ríða yfir eina ferðina enn er hætta á að forset- inn bregði aftur fyrir sig stjórnar- skrárrofi og herlögum. S- Kóreönsk yfirvöld eru þó sögð verða öll af vilja gjörð til þess að halda friðinn, alla vega fram yfir næstu ólympíuleika sem ráðgert er að halda þar í landi. Til mikils þykir að vinna með að gera þá sem allra best úr garði, láta þá brjóta blað í sögu þjóðarinnar, draga að henni athygli alheimsins og efla þannig sjálfstraust og þjóðfélagsvitund almennings. Vitnað er til Japans þar sem veru- legur skriður komst fyrst á „efna- hagsundrið“ og þjóðrembuna eftir ólympíuleikana í Tokyo 1967. Yfirvöld í S-Kóreu óttast þó ekki aðeins undirróðursstarfsemi innlendra lýðræðissinna, heldur jafnvel ennþá meira vélráð Kim II Sung í N-Kóreu til þess að spilla friðnum. Fáir efast lengur um að það voru hans menn sem stóðu að baki sóðalega sprengjutilræðinu í Rangoon í Birmaníu 1983, sem drap fjóra s-kóreanska ráðherra í miðri opinberri heimsókn. Sjálf- ur forsetinn, Chun, slapp þá naumlega með skrekkinn. Jap- önsk blöð segja að blómstrandi hagvöxtur og aukin viðurkenning S-Kóreu á alþjóðavettvangi séu þymir í auga Kim II Sung. „Leiðtoginn mikli“ fyrir norðan sem nú hefur lofað fólkinu að dá sig og elska í 40 ár er stálhertur í byltingarskólanum. Nú er hann orðinn 72 ára með ólæknandi æxli á hálsi, sem ekki er þó illkynjað og ekki mun fara með hann í gröfina ef trúa má pólitískum slúðurdálkahöfundum hér ey- stra. Kim II Sung hefur eins og kunnugt er í engu farið dult með tilraunir sínar til þess að hlaða völdum á son sinn, Kim Chong II, sem hann vill gera að eftirmanni sínum og láta kalla „Hinn ást- sæla“. Engin andspyma greinan- leg í Pyongyang, hvað sem gerist þegar pabbinn deyr. Draumurinn um Indókína Pam Van Dong, forsætisráð- herra Víetnam er 79 ára og Lee Duan, aðalritari kommúnista- flokksins er 77 ára. í nágrannal- öndunum eru menn farnir að vona að draumar þessara stíðs- hetja um sameinaða Indókína undir víetnömsku forræði fari nú fljótlega með þeim í gröfina. Þá komast kannski langþreyttir ví- etnamskir dátar heim til sín frá Kampucheu og stríðsdrunurnar þagna þar um slóðir eftir áralangt bil. Hvað sem öðm líður er Al- þýðulýðveldið Kína sterkasta kommúnistaríkið í Austur-Asiu, og það þrátt fyrir ófarirnar í land- amærastríðinu við Kampucheu. í Kína er svo að hefjast annar kap- ituli margslunginnar samtíma- sögu, sem virðist standa rétt eins fastur í meltingarvegi fréttaskýr- endanna og hinir fyrri. Þó virðast flestir að minnsta kosti á sama máli um það eitt, að þar í landi geti hérumbil allt gerst og að kraftaverkin þar gerist ekki eins og á Islandi bara þegar miðað er við fólksfjölda. Það ku vera fallegt í Kína Eftir öllum sólarmerkjum að dæma ætti Deng Xiaoping að vera löngu kominn af besta aldri. Hann hefur samt aldrei verið sprækari en nú á síðari ámm, — þ.e.a.s. ef dæma má menn eftir verkum þeirra. Nú síðast skaut hann heimsbyggðinni skelk í bringu með því að tjalda enn ein- um gæsalöppunum utan um sós- íalískan rétttrúnað. Hann lagði á ný ráð um tilraunir með frjálst framtak í ákveðnum hémðum meðfram strönd Kínahafsins. Þar hafa nú ráðamenn og verk- smiðjustjórar að miklu leyti frjálsar hendur til þess að reka blygðunarlaust gróðafyrirtæki með viðskiptum sínum innbyrðis og við erlenda kapítalista. Að undanförnu hafa þó þessi sérs- töku svæði orðið fyrir gagnrýni og kurr sem sagður er sprottinn upp frá innri landshéruðunum og vera til marks um þá spennu sem myndast hefur milli ört vaxandi borgarhéraðanna og staðnaðra sveitahéraða. Verður efnahagsstefnu Dengs haldið til streitu þegar höfundar- ins nýtur ekki lengur við? Ef ekki, hvað tekur þá við? Svona er gjarnan spurt í japönskum dag- blöðum þegar Kína ber á góma. Eftirfarandi athugasemd eftir stjórnmálasérfræðinginn Nishi- hara Masashi birtist f opinberri skýrslu í marsmánuðis.l. oggefur til kynna áhyggjur Japana: „Ef að efnahagsógöngur Kínverja leiða til stjórnmálalegs öngþveitis þar í landi má reikna með að örygg- ismálum allrar álfunnar verði stefnt í bráðan voða„ Handan við sundið á Taiwan sjást svo merki þess að dagar Ku- omintang, þjóðernishreyfingar Chiang Kai-sheks séu brátt tald- ir. Sonur hershöfðingjans, Ching-kuo, er orðinn 75 ára að aldri og gengur ekki heill til skógar. Hér í Japan hafa heyrst hljóðvakaraddir sjón- og útvarps sem gera að því skóna, hvernig innfæddir Taiwanbúar muni ná undirtökunum á aðkomu-, út- legðarslektinni frá meginlandinu og taka völdin í sínar hendur þeg- ar sonar hershöfðingjans nýtur ekki lengur við. Kynþóttaólga annars staðar í Indónesíu og Malasíu er kyn- þáttaólgan helsti friðarspillirinn. Þar um slóðir hættir kínversku innflytjenda díasporunni til þess að safna áberandi meiri auði en aðrir landsmenn og sigla því beitivind á ytrimörkum langlund- argeðs og umburðarlyndis sam- landa sinna líkt og „guðs útvalda þjóð“ á meginlandi Evrópu á öðrum tímum. Auk þess hafa nú skotið upp kollinum baráttuglað- ir Muhameðstrúarmenn, gjarnan menntaðir í íran, sem gripið hafa til skæruhernaðar til þess að fylgja eftir kröfum sínum um sjálfstjóm ef ekki sjálfstæði. Tuttugu ár em nú liðin síðan Suharto hóf sig til forsetatignar í Indónesíu og þó hann hafi síðan fjórum sinnum efnt til opinberra kosninga, hefur enginn keppi- nautur risið meðal andstæðinga hans, sem nálgast hefur að skáka honum úr stóli. Núverandi kjör- tímabil rennur svo út 1988. Indónesía er í stuttu máli ein þessara þjóða heims, sem um áratuga skeið hefur búið við „inn- anlandsfrið“ undir jámbentum hæl hermaskínunnar. Súhartó, er orðinn 65 ára gamall lifrarsjúk- lingur. Hlaupi hann brátt skeið sitt á enda, breytir það að flestra viti litlu af eða á um örlög og þjóðfélagsástand Indónesíubúa. Skarð hans mun fyllt með sams konar stöffi. Fyrrnefndur Nishi- hara lætur þau orð falla í skýrslu sinni, að verðfall á hráolíu, er- lend skuldasöfnun ásamt hrap- andi siðferðisþreki hafi leitt yfir Indónesíubúa það allra versta efnahagsástand sem þekkist í álf- unni, að Filippseyjum einum undanskildum. Kyoto, 12. september 1985 H.S. Sarnafi/ VIÐHALDSFRÍTT ÞAKEFNI TIL ENDURNÝJUNAR -TILNÝBYGGINGA FAGTÚN HF. LÁGMÚLA 7, 105 REYKJAVÍK, SÍMI 28230 FRAMLEIÐSLURÁÐ LANDBÚNAÐARINS AUGLÝSIR: Sláturtíðin fer í hönd. Þau heimili sem hafa frystikistur geta gert Kaupið dilkakjötið í heilum skrokkum, þið fáið meira fyrir peningana og kjöt- ið sagað að ósk ykkar. Kaupið heil Úr dilkakjöti er hægt að útbúa ýmsa góða rétti. Allt kjötið nýtist. Ótal rétti er hægt að laga úr hverjum hluta skrokksins fyrir sig. 1. og 11 Hækill Brúnað og notað í kjötsoð. 2. Súpukjöt Ótal pottréttir. 3. Lærissneiðar Pönnusteikt eða glóðað. 2a og 3. Læri Ofnsteikt, glóðað o.fl. 4. Huppar Hakk eða kjötsoð. 5. Hryggur Ofnsteikt, glóðað, kótelettur. 6. Slög Rúllupylsa eða glóðað. 7. Framhryggur Glóðað í sneiðum. pottréttir. 8. Háls Kjötsoð, hakk. 9. Banakringla Kjötsoð eða kjötrétti. 10. Bringa Hakk. 11. Hækill Kjötsoð. ATH. Innmatur er mjög ódýr og holl fæða og er lifrin þar efst á blaði. Framleiðsluráð landbúnaðarins ENGIN VANDRÆÐI MEÐ PÍPULAGNIR OG RAFLAGNIR Vegna þess að í Raðveggjum eru engar stoðir er auðvelt að setja þá upp þó búið sé að leggja raf magnsleiðslur og pípulagnir, en þetta hefur verið helsta vandamál sem framleiðendur milliveggjaeininga hafa átt við að stríða. Sölustaðir Reykjavik Innréttingamiðstöðin Ármúla 17a Simar 91 -84585. 84461 Akranes Guðlaugur Magnússon Skarðsbraut 19 Sími 93-2651 Siglutjórður Akureyri Egilsstaðir Neskaupstaður Vestmannaeyjar Selfoss Keflavík Bútur hf Bynor Trésmiðja Fljótsdalshéraðs Valmi hf. Brimnes G. A. Böðvarsson Byggingoval Rónargötu 16 Glerórgötu 30 Fellabœ B-götu 3 Strandvegi 54 Austurvegi 15 Iðdvöllum 10 Sími 96-71333 Simi 96-26449 Simi 97-1700 Simi 97-7605 Simi 98-1220 Simi 99-1335 Sími 92-4500 V E G G I R FJALAR h/f Húsavík Sími 96-41346

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.