Þjóðviljinn - 22.09.1985, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 22.09.1985, Qupperneq 14
LEIKUST Fyrsta norrœna leiklistar- hátíðin á fslandi - haldin nœsta vor - Tema sýninganna norrœnn menningararfur í nútíma leikhúsi Samar og Grcenlendingar koma með sýningar Undirbúningsnefnd vegna tíöar, sem halda á í Reykjavík norrænnar áhugaleikhúshá- næsta sumar, lauk nú um Undirbúningur vegna fyrstu norrænu leiklistarhátíðarinnar á íslandi. Sigrún Valbergsdóttir, framkvstj. BÍL, Ella Roysing, form. NAR, Helga Hjörvar, fyrrv. framkvstj. BÍL, Asger Hulgárd, ritari NAR, og Einar Njálsson frá Húsavík, formaður BÍL og varaform. NAR. helgina. Hátíðin verðurfyrsta norræna leiklistarhátíðin sem haldin er á íslandi, en hingað koma sýningar frá öllum Norðurlöndunum, auk þess sem væntanlegir eru leikhóp- arfrá „jaðarsvæðunum", Grænlandi, Færeyjum, Samabyggðum og Álandseyj- um.Temahátíðarinnarer Norrænn menningararfur í nútímaleikhúsi og er hér átt við norrænan menningararf í breiðastaskilningi;-græn- lenskarsagnir, finnsku kale- valakvæðin, fornsögur, nor- ræn goðafræði o.s.frv. Sigrún Valbergsdóttir, fram- kvæmdastjóri Bandalags ísl. leikfélaga, sagði í viðtali við blað- ið að hátíðin hefði nú verið kynnt menntamálaráðherra, ýmsum ráðamönnum hér, stjórnmála- mönnum og leikhúsfólki, en allur undirbúningur fer fram hjá BÍL. Norræna áhugaleikshúráðið hef- ur fastan lið á fjárlögum norrænu ráðherranefndarinnar, en sótt verður um styrk vegna hátíðar- innar til norræna menningar- sjóðsins. Gert er ráð fyrir að tvær íslenskar sýningar verði á hátíð- inni og eru mörg leikfélög þegar byrjuð að huga að undirbúningi. Þetta er í þriðja sinn sem norræna áhugaleikhúsráðið heldur leiklistarhátíð, hinar fyrri voru í Ábo í Finnlandi 1980, þegar Leikfélag Sauðárkróks sýndi „Týndu teskeiðina", og 1983 sýndi Leikfélag Hornafjarðar „Skáld Rósu“ í Osló. Á undirbúningsfundinum, sem lauk nú um helgina, voru auk Sig- rúnar og Einars Njálssonar, for- manns BÍL og varaformanns NAR (Nordisk amatörteater- rád), þau Ella Röyseng, for- maður NAR, og Asger Hulgárd, ritari. Hátíðin hefst í Reykjavík þann 22. júní n.k. og lýkur þann 29., en samhliða henni verður að- alfundur NAR, stutt námskeið og fýrirlestrar. -þs Fjölmyndir Hallgrfms 14 SÍÐA - ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 22. september 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.