Þjóðviljinn - 22.09.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 22.09.1985, Blaðsíða 16
Kannski birtast afleiðingar frjálshyggjunnar skýrast í myndum eins og þessari sem tekin er i óeirðunum sem urðu á dögunum í Birmingham á Englandi: Stefnan er mannfjandsamleg og eykur grimmdina í mannlegum samskiptum. Þess vegna snýr fólk baki við henni. Bretland Fylgið hrynur af Thatcher Ekkert land í Evrópu hefur fengið að kynnast frjálshyggj- unni og afleiðingum hennar beturen Bretland. Þarhefur íhaldsflokkurinn verið við völd í sex ár undir stjórn Margaret Thatcher og frjálshyggju- armsins í flokknum. Og árangurinn lætur ekki á sér standa: Ihaldsflokkurinn hefur sjaldan komist eins neðarlega í fylgi kjósenda og samkvæmt skoöanakönnunum er hann nú minnstur flokkanna þriggja sem berjast um völdin í Bret- landi. Ástæður þessara óvinsælda liggja í augum uppi. Atvinnu- leysið hefur vaxið hröðum skref- um í stjórnartíð Thatcher og nær nú til rúmlega þriggja miljóna. Heilbrigðiskerfið þjáist af upp- dráttarsýki vegna niðurskurðar og félagsleg aðstoð, þ.m.t. at- vinnuleysisbætur, hefur verið skorin niður við trog. Atvinnu- leysið og niðurskurðurinn hefur sennilega bitnað hvað harðast á innflytjendum sem öðru hverju hafa fengið útrás fyrir óánægju sína í óeirðum, sbr. þær sem urðu nú fyrir skemmstu í Birmingham. Til þess að gera illt verra hefur Tatcher skert tekjumöguleika sveitarstjórna, bæði með því að skera niður framlög af skatttekj- um ríkisins og á þann hátt að skylda þau til að skera niður fra- mlög til félagsmála, heilbrigðis- mála, umhverfismála, húsnæðis- mála o.s.frv.. Þetta hefur gert sveitarstjórnum ókleift að koma, til móts við þá eymd sem ríkis- valdið hefur skapað. Þetta hefur valdið árekstrum milli ríkisvalds og sveitarfélaga, ekki síst í London og Liverpool þar sem vinstrimenn fara með meirihluta í bæjarstjórnum. Thatcher hefur fylgt stefnu sinni í launamálum eftir af fyllstu hörku og ráðist á hagsmuni stétt- arfélaga þar sem hún hefur kom- ið því við. Verkalýðshreyfingin hefur ekki borið gæfu til þess að mæta árásum járnfrúarinnar með samstöðu eins og glöggt kom fram á nýafstöðnu þingi breska alþýðusambandsins. Þar lá við að sambandið klofnaði vegna þess að sum félög vilja þiggja þau gylliboð sem járnfrúin býður í því skyni einu að kljúfa alþýðusam- tökin. Á sama tíma og Thatcher hefur þannig veist að alþýðu Bretlands hefur hún á ýmsan hátt mulið undir þá sem betur mega sín. Fyrir utan stuðning við atvinnu- fyrirtæki hefur hún lækkað skatta hátekju- og stóreignafólks. Nú í sumar virtist hún hins vegar hafa gengið einum of langt í þessa átt þegar hún hugðist hækka veru- lega laun ýmissa æðstu embættisj manna ríkisins á sama tíma og hún barðist af hörku gegn launa- kröfum annarra starfsmanna hins opinbera. Þessi fyrirætlan Thatcher mætti harðri andstöðu sem náði langt inn í raðir íhaldsflokksins. Meira að segja þar í flokki eru augu hófsamari manna farin að opnast fyrir því að herská frjáls- hyggja formannsins ógnar ekki aðeins tilveru velferðarkerfisins heldur líka sjálfs íhaldsflokksins. Það má eitthvað mikið gerast ef frjálshyggjan lifir af næstu kosn- ingar í Bretlandi en þær eiga að fara fram ekki síðar en árið 1988. -ÞH LEIÐARI Frjálshyggjan á undanhaldi Eftir að öldur róttæknisbylgjunnar sem oft er kennd við árið 1968 fóru að fjara út í Evrópu þegar líða tók á áttunda áratuginn fór hin algera andstæða að skjóta upp kollinum. Þannig vill það oft verða í sögunnar rás og kannski var ekkert undarlegt við það að fólk skyldi heillast af fagurgala Friedman-gengisins. Frjálshyggjan boðaði eitthvað nýtt, í augum margra var hún Ijósið við enda þeirra myrku gangna sem efna- hagskreppan hafði teymt velferðarríkið inn í. Frjálshyggjan boðaði uppskurð á „kerfinu"; ofurvaldi ríkisins yfir lífi þegnanna skyldi hnekkt og frelsisblómin vökvuð. Velferðarríkið sem byggst hafði upp á lengsta samfellda góðæris- skeiði kapítalsismans lenti í ógöngum þegar hægði á hagvextinum. Ört vaxandi atvinnuleysi og skuldafen ríkisstjórna setti velferðarkerfið í próf sem það stóðst ekki nema miðlungi vel. Það varð öllum Ijóst að breytinga var þörf á því, kerfið þurfti að laga að nýjum aðstæðum. Það var því ekkert óskiljanlegt þótt evrópskir kjósendur gæfu frjálshyggjunni tækifæri á að spreyta sig. Nú hefur hún hins vegar fengið að gangast undir próf veruleikans og eftir öllum sólarmerkjum að dæma hefur prófdómarinn gefið upp alla von um að nemandinn standist prófið. I flestum þeim löndum sem frjálshyggjan hefur fengið að takast á við vandamál hnign- andi hagvaxtar eru augu almennings að opnast fyrir því að lausnir hennar standast ekki. í þær vantar alla mannlega samkennd. Þær eru grimmúðlegar. Þar sem frjálshyggjan hefur fengið að takast á við veruleikann hefur henni sums staðar orðið nokkuð ágengt við að glæða hagvöxt og kveða niður verðbólgu. En sá árangur hefur alls staðar komið niður á félagslegum hagvexti. Hagur al- mennings hefur versnað, atvinnuleysi aukist, grimmdin í mannlegum samskiptum vaxið. Gleggsta dæmið um þessa þróun er Bretland þar sem frjálshyggjan hefur fengið að njóta sín hvað best. Ef litið er yfir hið pólitíska svið í Evrópu sést að það er einkum í norðurhlutanum sem frjáls- hyggjan hefur fengið að spreyta sig. Þar er nú sama tilhneiging ríkjandi hvert sem litið er. Hægriöflin eiga í vök að verjast í kosningum og skoðanakönnunum meðan vinstri- og miðflokk- ar eflast að sama skapi. Almenningur hafnar því að þeim jöfnuði sem velferðarríkið kom á sé raskað. Hann er búinn að fá nóg af flokkum sem hlaða undir þá sem betur mega sín og traðka á öllum hinum. Hér á landi hefur undanfarin tvö ár verið við völd ríkisstjórn sem langar mikið að beita lausnum frjálshyggjunnar. En þótt andstaðan gegn henni hafi ekki verið eins mikil og ástæða er til hefur hún ekki enn gengið ýkja langt í því að brjóta velferðarkerfið niður. Því veldur senni- lega innbyggð tregða hins íslenska valdakerfis sem og að áhugi ráðherra er í mörgum tilvikum meiri í orði en á borði. Þeir skynja að það er ekki vænlegt til árangurs í kosningum að ganga harkalega fram í árásum á almenning. Og þótt ungliðarnir í höfuðvígi frjálshyggjunn- ar hér á landi, Sambandi ungra sjálfstæðis- manna, hafi hátt um „ávísanakerfi" og hvetji til þess að velferðarkerfinu verði komið fyrir katt- arnef, allt í nafni atvinnulífsins og hagvaxtarins, þá er enginn vafi á því að hin íslenska útgáfa frjálshyggjunnar mun hljóta sömu örlög og ann- ars staðar: að verða hent á ruslahauga sögunn- ar. Svona í lokin má benda Framsóknarflokkn- um á að þótt útreið frjálshyggjuflokkanna sé slæm um þessar mundir er það hrein hátíð hjá því hvernig þeim miðflokkum vegnar sem boðið hafa fram krafta sína sem hækjur leiftursóknar- manna. -ÞH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.