Þjóðviljinn - 24.10.1985, Blaðsíða 2
ilUKCTÐi
FRETTIR
Háskólinn
Vaka vann
A-listi Vöku vann kosningar til 1. des. nefndar með
49,1% atkvœða
11. boðorðið: Eigi skaltu girn-
ast launaskrið náunga þíns.
A-listi Vöku fékk 521 atkvæði
eða 49,01% og B-listi vinstri-
manna 486 atkvæði eða 45,72%,
sagði Guðmundur Auðunsson
hjá kjörstjórn vinstrimanna en í
gær fóru fram kosningar í Há-
skóla íslands til 1. des-nefndar.
Atkvæði greiddu 1063 af 4328
sem voru á kjörskrá og kjörsókn
því aðeins 24,56%. Auðir seðlar
voru 51 eða 4,8% og ógildir 5 eða
0,47%. A-listi Vöku er því
óneitanlega sigurvegari þótt
hægrimenn nái ekki 50% at-
kvæða. Kjörsókn er minni en í
fyrra og það hefur yfirleitt verið
vinstrimönnum í óhag þegar
kjörsókn minnkar.
í Mbl. í gær, á kjördag sakaði
Stefán Kalmansson vinstrimenn
um óheiðarleg vinnubrögð fyrir
kosningarnar og er það alrangt
sem hann segir að kosningarnar
hafi snúist um að hafna vinstri-
mönnum og misnotkun þeirra á
1. desember og kjósa samfylking-
arstefnu Vöku. Vinstri menn
fóru í þessar kosningar einmitt
með þá stefnu að bjóða Vöku og
öllum deildum háskólans til sam-
starfs um hátíðahöldin 1. des-
ember.
-aró
KONUR
SnÖNIXJM
SAMAN
24. október
Mætum allar á útifundinn á Lækjartorgi kl. 14
og leggjum áherslu á kröfuna
um raunverulegt launajafnrétti.
Ávörp:
GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR, meinatæknir
HILDUR KJARTANSDÓITIR, iðnverkakona
MÁLHILDUR SIGURBJÖRNSDÓTTIR, fiskvinnslukona
ÞÓRA KRISTÍN JÓNSDÓTTBR, kennari
TILHVERS
leikþáttur eftir Helgu Thorberg.
Flytjendur: Helga Thorberg og Rósa G. Þórsdóttir
TÓNLIST
Konur flytja tónlist um og eftir konur.
FUNDARSTJÓRI:
Guðríður Elíasdóttir, varaforseti ASÍ
KVENNASMIÐJAN
sýning 70 stéttar- og fagfélaga á störfum
og kjörum kvenna,
verður opnuð í dag 24. október kl. 11 fh.
í nýju Seðlabankabyggingunni.
Sýningin stendur fram til 31. október.
Vigdís Finnbogadóttir forseti tekur við fyrsta eintaki bókarinnar Konur hvað nú?
úr hendi Jónínu Margrétar Guðnadóttur ritstjóra bókarinnar. Ljósm. Sig.
Konur
hvað nú?
Eg hlakka tii að lesa bókina,
sagði Vigdís Finnbogadóttir
forseti þegar Jónína Margrét
Guðnadóttir cand. mag og rit-
stjóri bókarinnar afhenti Vigdísi
fyrsta eintak bókarinnar Konur
hvað nú?
Konur, hvað nú? er yfirlitsrit
um stöðu íslenskra kvenna frá því
á kvennaárinu 1975 og til dagsins
í dag. í bókinni er úttekt á því
hvort og þá hvernig konum hefur
miðað áleiðis til jafnréttis á marg-
víslegum sviðum þjóðfélagsins
síðustu tíu árin.
Bókin skiptist í 14 kafla. Sér-
fróðir höfundar - allt konur -
skrifa um lagalega stöðu kvenna,
menntun, atvinnu- og launamál,
félagslega stöðu, konur í forystu-
störfum, heilbrigði kvenna og
heilsufar. Ennfremur eru raktir
helstu viðburðir í sögu kvenna og
kvennahreyfinga síðustu tíu árin.
Þá er og fjailað um listsköpun
kvenna. Myndlistarverk og ljós-
myndir eftir konur prýða bókina.
Konur, hvað nú? er gefin út af
Jafnréttisráði og 85-nefndinni og
er megintilgangur með útgáfu
bókarinnar að afla sér vitneskju
og staðreynda um stöðu kvenna í
samtímanum til að átta sig á hvar
er helst þörf fyrir átak í
jafnréttisbaráttunni í nánustu
framtíð. -aró
Víða vega-
skemmdir
Annríki er nú hjá Vegagerðinni
á Vestfjörðum, eins og verða
vill þegar mikið rignir á
skömmum tíma. Auk skriðufall-
anna á Bfldudal og vegaskemmda
í Djúpi, sem skýrt hefur verið frá,
kom skarð í veginn við brúna á
Hjarðardalsá í Dýrafirði, vatns-
flaumur reif frá ræsi á Bfldudals-
vegi í Trostansfirði og gróf frá
brú hjá Otradal.
Síðdegis í fyrradag gekk úrfell-
ið yfir Austfirði. Féllu þá aur-
skriður á veginn í Kambanes-
skriðum og lokuðu Suðurfjarðar-
vegi.
I gær var unnið að viðgerðum á
vegaskemmdunum og var þeim
þá víðast hvar lokið en annars í
dag, komi ekkert nýtt í ljós. Rétt
er samt að brýna fyrir öku-
mönnum að gæta varúðar því
víða kunna að hafa myndast rásir
í vegi, sem geta orðið skeinuhætt-
ar sé ekki farið með fullri gát.
-mhg
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
Börn
Trúður
Sunnudaginn 27. október kl.
15.00 verður hinn þekkti sænski
trúður RUBEN með sýningu í
hefðbundnum sirkusstfl í Nor-
ræna húsinu. Aðgöngumiðar
verða seldir við innganginn og
hefst salan klukkustund fyrir sýn-
inguna. Verð miðanna er 100
krónur. O/H