Þjóðviljinn - 24.10.1985, Side 6
KVENNAARATUGUR
Rætt við Guðrúnu Guðmundsdóttur um athugun
í dag, 24. október, kemur út
bókin „Konur - hvað nú?“ yfir-
litsrit um stöðu íslenskra kvenna
á kvennaáratug Sameinuðu þjóð-
anna. Ritstjóri er Jónína Margrét
Guðnadóttir cand. mag. en ’85-
nefndin og Jafnréttisráð gefa
bókina út til að miðla vitneskju og
staðreyndum um stöðu kvenna og
benda á hvar frekara átaks er
þörf til að jafna stöðu kynjanna.
Bókin skiptist í 8 meginkafla og
fjallar einn þeirra um atvinnu og
laun kvenna, en konur hafa helg-
að þennan sögulega dag, 24. októ-
ber, baráttunni fyrir raunveru-
legu launajafnrétti. Það er Guð-
rún Guðmundsdóttir, viðskipta-
fræðingur og framkvæmdastjóri
Þjóðviljans sem fjallar um þetta
efni í áðurnefndri bók og féllst
hún á að rekja helstu niðurstöður
sínar fyrir lesendur Þjóðviljans.
80% kvenna
vinna úti.
Voru 60% árið 1975
„í dag er það regla en ekki
undantekning að konur vinna
utan heimilis," sagði Guðrún.
„Um 80% íslenskra kvenna á
aldrinum 20-60 ára taka einhvern
þátt í atvinnulífinu en um 90%
karla. Þetta er ekki mikill munur
og sýnir að í dag vinna svo til allar
konur eitthvað utan heimilis.
Við upphaf kvennaáratugarins
voru tæplega 60% kvenna með
einhverjar atvinnutekjur og eru
þá allar tekjur taldar með hversu
litlar sem þær eru, jafnvel skóla-
fólk í sumarleyfum. En það er
ekki aðeins að nú vinna tiltölu-
lega fleiri konur úti, heldur hafa
þær einnig aukið starfshlutfall
sitt. Þetta sést vel ef litið er sér-
staklega á atvinnuþátttöku giftra
kvenna.“
Fleiri giftar
konur vinna
úti og lengur
„Árið 1963 voru tæplega 30%
giftra kvenna með virka atvinnu-
þátttöku, þ.e. unnu meira en 13
vikur á ári. Árið 1983 eru hins
vegar tæplega 65% giftra kvenna
í þessum hópi. Á 20 árum hefur
virk atvinnuþátttaka giftra
kvenna því aukist um meira en
helming en mest varð aukningin á
árabilinu 1963-1975 er virk at-
vinnuþátttaka giftra kvenna var
komin í 56,2% árið 1975. Frá ár-
inu 1980 hafa verið unnar upplýs-
ingar úr skattframtölum sem sýna
starfshlutfall fólks á vinnumark-
aði. Þar kemur fram að augljóst
er að vinnutími giftra kvenna
utan heimilis hefiu- lengst síðustu
árin.
„Jafnri stöðu á vinnumarkaði þarf að ná á þann hátt annars vegar að áhugi karla verði vakinn og þeir axli sinn
hluta barnauppeldis og heimilishalds og hins vegar að bætt verði aðstaða beggja til að sinna tvíþættu hlutverki
samhliða á heimili og vinnustað".
ára og eldri vinna í dag allan dag-
inn utan heimilis en 85,8% giftra
karla. Sé hins vegar litið á vinnu
karla og kvenna, launaða sem
ólaunaða, kemur í ljós að ekki er
teljandi munur á heildarvinnu-
tíma kynjanna. Konur vinna
færri stundir utan heimilisins en
fleiri stundir á heimilunum.
Heimilisstörfin hvíla ennþá að
mestu á herðum kvenna og þar
hefur orðið minni breyting á
kvennaáratugnum heldur en ég
hafði vonast til.
Ég hefði ætlað að konur hefðu
náð lengra í baráttunni á heimil-
unum, þær hafa flykkst út á vinn-
umarkaðinn og þær hafa orðið
nokkuð sambærilega menntun á
við karla. Könnun gerð í upphafi
og lok kvennaáratugarins sýnir
hins vegar að mjög lítil breyting
hefur orðið á þessum 10 árum á
verkaskiptingu á heimilunum, ég
get nefnt hér nokkur dæmi:
Hver baðar
börnin?
1976 sögðust 65,5% kvenna
alltaf sjá frekar um matarinn-
kaupin og 4,2% karla sögðu hið
sama. 1984 sjá 65,1% kvenna
frekar um innkaupin og 6,2%
karla.
7% kvenna sagðist alltaf frekar
sjá um bílinn 1976 og 65,5%
karla. 1984 sjá 7,6% kvennanna
frekar um bílinn og 62,7% karla.
1976 sögðust 64,1% kvenna
alltaf frekar hátta og baða börnin
og 0,7% karlanna. 1984 eru það
enn 52,5% kvenna sem segja að
það sé frekar í sínum verkahring
en 1,3% karlanna.
Þvottur á fatnaði er líka nær
eingöngu á herðum kvenna. 1976
sögðust 92,5% þeirra fremur sjá
um þvotta og 0,4% karlanna.
1984 sjá 88% kvenna fremur um
þvotta og 1,2% karla.
Þetta sýnir að hægt miðar í átt
að jafnræði á heimilunum. Þó
konur afli aukinna tekna fyrir
heimilin og þrátt fyrir mikla um-
ræðu um tvöfalt vinnuálag
kvenna er greinilega ennþá mjög
skýr verkaskipting á heimilun-
um.“
Konur fá 65%
af launum karla
„Ef litið er á launamun kynj-
anna þá hafa konur í dag 65% af
launum karla ef miðað er við ár-
sverk. Þegar talað er um ársverk
er átt við 40 stunda vinnuviku og
meira, en karlar vinna meiri yfir-
vinnu, þannig að vinnuvika
þeirra er lengri en kvenna. Mis-
munandi vinnuvika skýrir samt
útivinnandi reykvískra kvenna
fullu ársverki en 60,5% útivinn-
andi kvenna á Norðurlandi
aðeins 13% af giftum konum í
Garðabæ hafi unnið fulla vinnu
utan heimilis. Þá var hlutfallið
27% í Kópavogi, eða meira en
tvöfalt.
Þessi samanburður á nágrann-
abæjunum, Kópavogi og Garða-
bæ, ætti að segja okkur að fjár-
hagsleg staða heimilanna ræður
Heildarvinnutími
kynjanna svipaður
„Á meðan heildaratvinnuþátt-
taka kvenna í dag er í kringum
80% er atvinnuþátttaka karla um
90% og er þá í báðum tilvikum
miðað við árin frá 20 ára til sex-
tugs.
Tæplega 40% giftra kvenna 15
Þannig voru tæplega 25%
giftra kvenna á vinnumarkaði
með minna en 13 vikna vinnu árið
1980þegar 35% þeirra unnu allan
daginn. Þremur árum síðar,
1983, unnu 17% giftra kvenna
minna en 13 vikur en 40% unnu
úti allan daginn.“
vestra, þar sem full atvinnuþátt-
taka kvenna er algengust.
Það er aðeins eitt svæði á
landinu sem konur vinna minna
utan heimilis en í Reykjavík og
það er Reykjanesið, en þar skila
51,4% útivinnandi kvenna fullu
ársverki.“
Atvinnuþátttaka
kvenna er misjöfn
í sveitarfelögum
„f könnun Jafnréttisnefndar
frá 1976 var atvinnuþátttaka
kvenna í Garðabæ 49% en 55% í
Kópavogi. Af þeim tiltölulega
fáu Garðbæingum sem unnu utan
heimilis voru fæstar í fullu starfi
eða 27% sem svarar til þess að
mjög trúlega miklu um atvinnu-
þátttöku kvenna.
Mögulega vinna fleiri konur
allan daginn utan heimilis en
raunverulega kjósa það. Hitt er
líka mögulegt að konur sem búa
við rýmri efnahag séu heima
vegna félagslegs þrýstings en ekki
vegna þess að þær vilji það sjálfar
- þær telji sig einfaldlega ekki
geta afsakað of mikla atvinnu-
þátttöku þar sem heimilið hafi
nægar tekjur án þess.
\ þessu sambandi má benda
aftur á tölurnar frá Norðurlandi
vestra, þar sem konur skila til-
tölulega flestum ársverkum, en
það svæði er hið tekjulægsta á
landinu."
Misjafnt eftir
landsvæðum
„Þessi aukning á atvinnuþátt-
töku og aukið starfshlutfall
kvenna nær til landsins alls en er
allan tímann minnst í Reykjavík.
Sem dæmi má taka að 1983 eru
81% kvenna í Reykjavík með
einhverja atvinnuþátttöku en
hæst er hlutfallið á Suðurlandi
90%. Það er sama hvort litið er á
atvinnuþátttökuna eða starfs-
hlutfallið, hvort tveggja er lægra í
Reykjavík. Þannig skila 52,3%
Fimmtudagur 24. október 1985