Þjóðviljinn - 13.11.1985, Blaðsíða 1
LANDSFUNDUR
AB
MENNING
ÞJÓÐMÁL
Þingmenn AB
Onýtt sýndaiplagg
Geir Gunnarsson og Svavar Gestsson neituðu að rœðafjár-
lagafrumvarpið • Stjórnarandstaðan fékk 6 tíma fyrirvara á
tillögum Þorsteins • Geir Gunnarsson: „Ótœk og óþekkt
vinnubrögðu
Geir Gunnarsson og Svavar
Gestsson mótmæltu með eftir-
minniiegum hætti þeim skrípaleik
sem settur hefur verið á svið í
kringum fjárlagagerð fyrir næsta
ár, þegar þeir neituðu í beinni út-
varpssendingu í gær að ræða fjár-
lagafrumvarpið og ræðu Þor-
steins Pálssonar fjármálaráð-
herra. Þess í stað rakti Geir hinn
fáránlega aðdraganda umræð-
Óskabarnið
Þróunarfálagið
skorið um
þriðjung
„Andvana fæddur armingi"
var einkunn sem Þróunarfélaginu
var gefið hér í blaðinu fyrir
nokkrum dögum, þegar greint
var frá því hversu illa hefði
gengið að afla hlutafjár til þess.
Nú hefur ríkisstjórnin bætt um
betur því í tillögum um niður-
skurð í fjárlagafrumvarpinu er
framlag ríkisins skorið um þriðj-
ung og verður 100 miljónir í stað
150 miljóna. Ólíklegt er því að
óskabarn þeirra Steingríms Her-
mannssonar og Þorsteins Páls-
sonar verði það svar við kröfum
tímans um nútímalega uppbygg-
ingu atvinnulífsins, sem þeir hafa
viljað vera láta. _ ÁI
Danmörk
Jóakim prins
rekinn
úr skóla
Kaupmannahöfn — Jóakim
prins af Danmörku sem var á
skólaferðalagi hér á landi i
haust hefur nú verið rekinn úr
skóla vegna óiáta sem hann
stóð fyrir á skólaskemmtun
ekki alls fyrir löngu. Bróðir
hans, Friðrik krónprins, slapp
með áminningu.
Jóakim var einn af átta nem-
endum Öregaard menntaskólans
í Kaupmannahöfn sem voru
reknir í viku fyrir að hleypa upp
skólaleiksýningu. Voru þeir með
frammíköll og skutu að leikend-
um sælgætismolum úr baunabyss-
um. Á endanum neituðu leikar-
arnir að halda áfram undir þess-
ari orrahríð.
Frétt þessi var birt í Berlingske
Tidende í gær en að sögn Reuters
var skólastjórinn ekki viðlátinn
þegar leitað var staðfestingar
hans. Talsmaður dönsku krún-
unnar sagði hins vegar að frétt
blaðsins „virtist vera rétt“.
—ÞH/reuter
unnar og Svavar þrumaði yfir
landslýð svör Alþýðubandalags-
ins við hinum miklu erfiðleikum
sem nú steðja að heimilunum í
landinu uppúr stjórnmálaály ktun
landsfundar AB.
Geir rifjaði upp hvernig Sjálf-
stæðismenn hótuðu stjórnarslit-
um í haust ef Framsökn ekki
kyngdi frumvarpi Alberts en
skunduðu síðan til Stykkishólms
og lýstu plaggið ónothæft! Sagði
Geir að eðlilegast hefði verið að
stjórnin færi þá frá en því hefði
ekki verið að heilsa, því stólaleik-
urinn var næstur á dagskrá.
Geir sagði að fjárveitinga-
nefnd hefði nú í heilan mánuð
setið yfir þessu sýndarplaggi
meðan 6 manna nefnd stjórnar-
liða, sem hann kallaði „slátur-
leyfishafa“ hefði leitað
samkomulags um boðaðan niður-
skurð. Fjárveitinganefnd og
þingflokkar stjórnarandstöð-
unnar hefðu hins vegar ekkert
fengið að vita fyrr en í gærmorg-
un þegar takmörkuðum og síð-
búnum hugmyndum hefði verið
skotið inn á fund fjárveitinga-
nefndar. „Slík vinnubrögð að
leggja fram fjárlagafrumvarp
sem flokkur fjármálaráðherra
hafði afneitað og draga síðan að
leggja fram boðaðar breytingar
þar til sama dag og fjárlagaum-
ræðan fer fram, eru með öllu
ótæk og óþekkt svo langt sem ég
man,“ sagði hann. „Þetta sýnd-
arplagg er ekki umræðu virði.“
-ÁI
Sjá leiðara og bls. 5
Laugavegur
Grjót frá
Portó fyrir
IV2 miljón
Þriðjungur afinn-
flutta grjótinu í af-
gang. Borgin situr
uppi með innflutt
grjótfyrir hálfa milj-
ón. Göngusvæðið
formlega tekið í notk-
un á laugardag
Borgarsjóður greiddi eina milj-
ón fjögurhundruð og sautján þús-
und krónur fyrir hellusteina sem
fluttir voru inn til landsins frá
Portúgal vegna endurbóta á neð-
anverðum Laugaveginum. Þetta
var upplýst í borgarráði í gær
þegar svarað var fyrirspurn frá
Sigurjóni Péturssyni um innflutn-
ing á grjóti frá Portúgal.
Borgaryfirvöld misreiknuðu
sig á grjótinnflutningum því um
þriðjungur af portúgalska grjót-
inu varð afgangs og nýttist ekki í
göngugötuna á Laugavegi. Borg-
in situr því uppi með grjót sem
kostaði í innflutningi nær hálfa
miljón en innflutta grjótið sem
fór í Laugaveginn kostaði 935
þúsund krónur að því er upplýst
var í borgarráði í gær.
Framkvæmdum við Laugaveg-
inn frá Klapparstíg að Skóla-
vörðustíg er nú lokið og verður
göngusvæðið formlega opnað við
hátíðlega athöfn á laugardaginn,
lúðrablástur og tilheyrandi. í til-
efni dagsins verða verslanir við
Laugaveg og næsta nágrenni opn-
að til kl. 16 síðdegis á Iaugardag.
-lg-
Innflutt grjót frá Portúgal í forgrunni. Grjót uppá hálfa miljón í afgang. Mynd: E.ÓI.