Þjóðviljinn - 13.11.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.11.1985, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Okur Rekjum þetta upp Rannsóknarlögreglunni verður vel ágengt í rannsókn okurmálsins. Hallvarður Einvarðsson: Þetta kemur okkur á slóðfleiri okurlánara. Húsleit um helgina. Þórir Oddsson: Málinufylgt eftir ogþvíhraðað. Búnaðarbankinn: Látum heyra í okkur að er unnið í þessu umfangs- mikla okurmáli fram á nætur hér hjá okkur og rannsókninni miðar vel, bæði hvað varðar gagnaöflun og yfirheyrslur. Eg vona að svo verði áfram. Það er viðbúið að í framhaldi af þessu máli komist rannsóknar- lögreglan á slóð margra annarra okurlánara og við erum stað- ráðnir í að rekja þetta kerfi upp, sagði Hallvarður Einarsson rannsóknarlögreglustjóri ríkisins í samtali við Þjóðviljann í gær. Hallvarður sagði einnig að tugir manna væru viðriðnir mál Hermanns Björgvinssonar, sem nú er í gæsluvarðhaldi vegna ok- urbrota, skattasvika og gjald- eyrisbrota. „Þessir menn koma úr ýmsum störfum í þjóðfé- laginu," sagði Hallvarður. Um helgina gerði rannsóknar- lögreglan húsleit hjá ónafn- greindum manni í Reykjavík og sagði að sú aðgerð hefði verið tal- svert þýðingarmikil fyrir rann- sókn málsins. Þar hefðu fundist gögn sem tengjast okurlána- málinu. í sögusögnum manna á meðal eru margir nefndir til sögunnar með nafni, þar á meðal þekktir menn í bankakerfinu, lögfræð- ingar, kaupmenn og fleiri. Rannsóknarlögreglan hefur enn ekki verið tilbúin að staðfesta slíkt, neitar hvorki né játar. Þjóðviljinn telur sig hafa heim- ildir fyrir því að a.m.k. tveir hátt- settir menn í Búnaðarbankanum séu viðriðnir málið, en Jón Adoif Guðjónsson bankastjóri Búnað- arbankans vildi ekkert um það Mér er sagt að næsta trompið hjá Davíð borgarstjóra sé að kaupa vatn frá Spáni. segja í gær. „Við eigum eftir að láta í okkur heyra vegna þessa máls,“ sagði Jón. Þórir Oddsson vararannsókn- arlögreglustjóri sagði í samtali við blaðið í gær, að þessu máli verði fylgt eftir og hraðað eftir mætti, en vildi annars ekki tjá sig um einstök atriði. -gg Landhelgisgœslan Stendur uppá Jón Breytir hinn eindregni stuðningur FFSImáli Höskuldar Skarphéðinssonar? „Það er ekki mitt að svara fyrir þetta, heldur yfirmanna minna,“ sagði Gunnar Bergsteinsson for- stjóri Landhelgisgæslunnar, þeg- ar Þjóðviljinn innti hann eftir því hvort hinn eindregni stuðningur við Höskuld Skarphéðinsson skipherra, sem fram kom á þingi FFSÍ um síðustu helgi, ásamt vantraustsyfirlýsingu á Gunnar, myndi breyta einhverju varðandi mál Höskulds. Það er því Ijóst af þessu svari Gunnars að nú stendur málið uppá Jón Helgason dómsmála- ráðherra, æðsta yfirmann Land- helgisgæslunnar. Spurningin stendur um það hvort kæra Gunnars Bergsteinssonar for- stjóra gæslunnar verður dregin til baka og hefndaraðgerðum í garð Höskuldar hætt eða hvort málið verður látið halda áfram. -S.dór Þingið Ólafur R. inn fyrir Guðmund J. í gær tók Ólafur Ragnar Grímsson sæti Guðmundar J. Guðmundssonar á Alþingi en Guðmundur er á förum á alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna strax að loknu þingi Verka- mannasambands íslands. Kristín Ólafsdóttir tekur víða til hendinni. Mynd EÓI. Landsfundur AB Skarpari pólitík Kristín Ólafsdóttir: Fleiri til að móta hana Nú að loknum þessum lands- fundi, er tækifæri fyrir hinn almenna flokksmann og stuðn- ingsmenn flokksins að taka þátt í mótun þeirrar pólitíkur sem Al- þýðubandalagið ætlar sér að fylgja í náinni framtíð,“ sagði Kristín Ólafsdóttir, nýkjörinn varaformaður Alþýðubandalags- ins, í samtali við Þjóðviljann í gær. „Þetta finnst mér vera númer eitt varðandi flokksstarfið fram- undan, að fá sem flesta til að ræða það sem ég vil kalla „hugsjónapó- litík“. Slík umræða þarf að vera meira áberandi, hún þarf að koma betur fram í málflutningi okkar. Ég tel mikla þörf á því að flokk- urinn skýri sín mál, ekki síst í ljósi síðustu stjórnarþátttöku. Þar þurfti flokkurinn að gera ákveðn- ar málamiðlanir sem birtast fólki jafnvel enn í dag sem pólitík flokksins." - Nú hefur þú, ásamt öðrum, talað um að beita þyrfti nýjum aðferðum í starfi flokksins, getur þú skýrt þetta nánar? „Já, það er þá f.f. í tengslum við það sem ég hef þegar nefnt, að fá fleira fólk til að taka þátt í mótun á pólitískri stefnu flokks- ins. í því sambandi má benda á skýrslu starfsháttanefndar frá Landsfundinum. Þar er lagt til að settir verði á stofn svonefndir málefnahópar þar sem verði fólk úr framkvæmdastjórn og þing- flokki auk annarra flokksmanna og stuðningsmanna. Sem dæmi um mál sem þyrfti að taka svona fyrir og getið er um í skýrslu starfsháttanefndar má nefna stjórnkerfisbreytingar, valddreif- ingu og lýðræði, kvennapólitík, stóriðju, herinn, Nató og friðar- baráttu. Það er ljóst að þetta starf fer f.f. fram á suðvesturhorninu. Þess vegna ætla ég að gefa það sem í mínu valdi stendur til að tengja félaga út um land við þessa vinnu. Ég vil bara hvetja alla til að kynna sér skýrslu starfshátta- nefndarinnar sem birtist í Þjóð- viljanum miðvikudaginn 6. nóv- ember. Ég tel að við stöndum vel að vígi með breytingar á innra starfi flokksins vegna þeirra miklu um- ræðna sem fram hafa farið á síð- ustu mánuðum og sjá má í niður- stöðu af fyrrnefndri skýrslu. Hún er traustur grunnur til að vinna á í framtíðinni. Þá er mér mikið í mun að kvennastarfið innan flokksins haldi áfram. Á næstunni verður aðalfundur hjá Kvennafylking- unni. Ég geri mér vonir um að frá Kvennafylkingunni komi veru- legt frumkvæði um kvennapólitík í flokknum. Ég veit að víða um land er mikill áhugi hjá konum í flokknum, ekki síst eftir Kvenn- astefnu sem var snemma á þessu ári og kvennafundi sem voru á 10 stöðum á landinu í sumar. Bæjar- og sveitarstjórnarkosningar á næsta ári þarf að undirbúa með það í huga að konur og ungt fólk eigi þar stóran þátt. En mig langar til þess að koma aftur að málefnahópnum. Ég er að vona að hann verði sá vett- vangur sem margir hafa saknað, til að ræða og meta pólitík flokks- ins. Ég treysti því að margir fé- lagar og stuðningsmenn Alþýðu- bandalagsins séu tilbúnir til að koma þar til starfa.“ IH Dagvist Það vakti athygli að Ólafur tók ekki sæti í þingsölum fyrr en eftir að beinu útvarpi lauk kl. 16 en venjan er að tilkynna slík manna- skipti í upphafi þingfundar. Var sú skýring talin líklegust að for- setar hefðu ekki treyst sér til að hefja útvarpssendinguna á auglýsingu fyrir Alþýðubanda- lagið um þessi mannaskipti. Hafi svo verið, höfðu forsetar ekki er- indi sem erfiði, því sá Svavar Gestsson fyrir í ræðu sinni um kröftugar stefnuyfirlýsingar frá landsfundi AB. -ÁI Vantar enn fóstrur að vantar fóstrur og þær hef- ur alltaf vantað en við erum að auglýsa, sagði Bergur Felix- son, framkvæmdastjóri dagvist- arheimila Reykjavíkurborgar. í haustbyrjun ríkti ófremdará- stand á mörgum dagvistarstofn- unum í Reykjavík. Sagði Bergur að það hefði blessast enda hefði fólk lagt sig fram um að láta það blessast en fóstruskorturinn væri enn áþreifanlegur. Starfi fóstr- anna gegndi ófaglært starfsfólk og væri mun auðveldara að fá það til starfa. Sagði Bergur ennfrem- ur að það væri of mikil einföldun að segja að fóstruskorturinn staf- aði einungis af lágum launum en auðvitað ættu þau einhvern þátt í skortinum. Það kæmi meðal ann- ars fram í því að aðsókn í fóstur- skólann væri minni en áður, til dæmis væri skólinn einum bekk minni í vetur en undanfarna vet- ur. Þjóðviljinn leitaði upplýsinga um ástandið á þremur dagvistar- stofnunum í Reykjavík. Yfir- fóstra á Sunnuborg sagði að á- standið væri með skárra móti. En í haust hefðu veriö alveg manna- skipti að undantekinni einni fóstru, og kæmi það auðvitað nið- ur á starfseminni. Á Völvuborg fengust þær upplýsingar að þar vantaði tvo starfsmenn en fóstrur fengjust ekki til starfa þrátt fyrir margendurteknar auglýsingar. Sagði forstöðukonan ennfremur að þegar hringt væri vegna aug- lýsingar væri fólk fljótt að leggja á þegar það heyrði hver launin væru. Forstöðukona Hagaborgar sagði að ástandið væri rétt að komast í lag en það vantaði eina fóstru og tvo ófaglærða starfs- menn sem byrjuðu í haust og hefðu hætt. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.