Þjóðviljinn - 13.11.1985, Page 3
FRETTIR
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins
Sjálfseignarstofnun?
Dr. Alda Möller varpaðiframþeirri hugmynd á Fiskiþingi ígœr.
Fjármagn tilfiskiðnaðarrannsókna fæst ekkifrá ríkinu. Sjálfvirkt niðurskurðarkerfi sér tilþess
Afiskiþingi í gær varpaði dr.
Alda Möller fram þeirri hug-
mynd hvort ekki bæri að gera
Rannsóknastofnun fiskiðnaðar-
ins að sjálfseignarstofnun, með
aðild fískvinnslu, útgerðar og
sjávarútvegsráðuneytisins.
Sagði hún að áður fyrr hefðu
rannsóknarverkefni mest ráðist
af vali starfsmanna stofnunarinn-
ar sjálfrar, en nú koma mörg
verkefni vegna óska frá fiski-
ðnaðinum sjálfum, sem hann
greiðir fyrir. Þá er orðin hætta á
að útundan verði verkefni tengd
þeim aðilum, sem ekki bera sig
eftir rannsóknum, en nauðsyn-
legt er eigi að síður að sinna. Hún
sagði einnig að aukið fé til
rannsókna fengist ekki frá ríkinu,
það yrði að koma frá iðnaðinum
sjálfum, nánast sjálfvirkt niður-
skurðarkerfi fjárveitingavaldsins
sér til þess.
Dr. Alda benti einnig á að
aukinni rannsóknaþörf væri ekki
hægt að svara nú nema með laus-
ráðnu fólki, sem væri slæmt og
skapaði vandamál, þar sem sá
tími sem fer til þjálfunar þess ný-
tist ekki.
Þá taldi dr. Alda heppilegra að
í stað beinna fjárframlaga frá rík-
issjóði, styrkti hann einstök rann-
sóknaverkefni sem sérstaklega
væri sótt um styrki til. Stakk hún
uppá að stofnaður yrði Rann-
sóknasjóður fiskiðnaðarins, þar
sem umsóknir yrðu afgreiddar til
eins árs í senn. í þennan sjóð
kænri fé frá ríkissjóði sem og frá
iðnaðinum sjálfum. Þetta myndi
hinsvegar kalla á breytt rekstrarf-
yrirkomulag og væri þá eðlilegast
að Rannsóknastofnun fiskiðnað-
arins yrði breytt í sjálfseignar-
stofnun.
- S.dór
BSRB
Aroöursnefndin
tekin til
starfa
Útbreiðslunefndin sem kosin
var á þingi BSRB á dögunum hef-
ur hafíð störf. Á fyrsta fundi sín-
um kaus hún sérformannn Úlfar
Teitsson, og varaformann Jó-
hannes Gunnarsson.
Á fundinum var ákveðið að
endurskoða útgáfumál banda-
lagsins, kanna hljóðversmálið og
keyra svo af stað í upplýsinga- og
áróðursstarfi.
-óg
Ríkisstarfsmenn
230 stöðugildi
skorin niour
Launaútgjöld ríkisins lœkkuð um 130 miljónir
Anæsta ári er fyrirhugað að
lækka launaútgjöld ríkissjóðs
um 130 miljónir króna með því að
endurráða ekki í störf þeirra sem
hætta, draga úr yfírvinnu og
ráðningu afleysingafólks. Þetta
jafngildir kostnaði við 230 stöðu-
gildi á einu ári.
Þorsteinn Pálsson tilkynnti
þetta m.a. í fjárlagaræðu sinni á
alþingi í gær og ekkert kom fram
um hvar ætti að fækka fólki. „Nú
er unnið að gerð ýtarlegra til-
lagna um framkvæmd þessa at-
riðis,“ var allt og sumt sem
ráðherrann sagði.
Þorsteinn áréttaði að hjá rík-
inu væru nú um 10 þúsund stöðu-
gildi og launakostnaður vegna
þeirra næmi 8 miljörðum króna á
næsta ári. „Hér er í raun verið að
tala um mjög lítinn sparnað mið-
að við heildarlaunakostnað ríkis-
ins,“ sagði hann. - ÁI
T
Eining
Skref fram á við
Bónus hœkkar um 8.4% Samið um lágmarkstryggingu
Bónussamningur Verkalýðsfé-
lagsins Einingar á Akureyri
sem undirritaður var á sunnu-
dagskvöldið var samþykktur með
miklum meirihluta atkvæða í
skriflegri atkvæðagreiðslu meðal
fiskverkunarfólks. Samningur-
inn felur í sér 8.4% hækkun á
bónus, auk hækkunar á bónusg-
runni og premíu. Ekki tókst að
knýja fram kröfur Einingar um
fast álag.
„Sú kerfisbreyting sem við
stefndum að og fólkið vill ná fram
varð ekki að veruleika í þetta
sinn. Þessi samningur gengur úr
gildi 31. mars á næsta ári og þá
verður að breyta þessu kerfi og
gera það manneskjulegra. En
þetta teljum við vera skref fram á
við,“ sagði Jón Helgason formað-
ur Einingar í samtali við Þjóðvilj-
ann í gær.
Samningurinn felur í sér að
kjör fiskverkunarfólks innbyrðis
jafnast nokkuð auk almennra
hækkana. Bónusgrunnur var
hækkaður upp í 97.67 kr. Samið
var um lágmarkstryggingu, eða
gólf, sem gerir ráð fyrir að enginn
fái minna en 17.5% af bónus-
grunni í sinn hlut hverju sinni.
Það þýðir um 17 kr. hækkun og
nær hún til um 11 % fiskverkunar-
fólks á þessu svæði að sögn Þóru
Hjaltadóttur forseta ASN. Bónus
verður áfram reiknaður eftir
marknýtingu, en nú verður með-
altal borðanna reiknað út frá
helmingi í stað þriðjungs áður og
mun meðaltalið lækka við það.
„Munurinn á hæsta og lægsta
manni í bónus fer úr 140% í
122.5%,“ sagði Þóra Hjaltadóttir
í gær. - gg
Jóhann Kr. Sigurðsson
Jón Páll Halldórsson
Björgvin Jónsson
Kristján Ragnarsson
Metafli
Allt á hausnum
Útgerðin á hausnum. Fiskvinnslan á hausnum. Ríkissjóður á hausnum. Metfiskaflií góðœri til lands og sjávar
Upplýst hefur verið að árið
1985 verði metár hvað sjávar-
afla snertir. Aldrei fyrr í íslands-
sögunni hefur annar eins sjávar-
afli borist á land. Veðurfar þetta
sama ár er með þeim hætti að
annað eins góðæri hefur ekki
komið, hvorki til lands né sjávar í
áratugi. Á sama tíma og þetta allt
liggur fyrir upplýsa Samtök fisk-
vinnslunnar á ársfundi á dögun-
um að allt sé á hausnum hjá þeim.
Fiskvinnslan sé rekin með botn-
lausu tapi. Útgerðarmenn fund-
uðu um síðustu helgi og þótt út-
koman hjá þeim sé skárri en oft-
ast áður er útgerðin samt rekin
með tapi. Og í gær skýrði Ijár-
málaráðherra frá botnlausum
niðurskurði í ríkisfjármálunum
vegna þess að ríkissjóður er á
hausnum. Hvað er að gerast?
Hvað þarf að koma til svo allt sé
ekki á hausnum? Með þessar
spurningar fór Þjóðviljinn á fund
fjögurra sérfróðra manna úr út-
gerð og fiskvinnslu á Fiskiþingi.
Þeir sem beðnir voru að svara
eru þeir Jóhann Kr. Sigurðsson
frá Neskaupstað, Kristján Ragn-
arsson formaður LÍÚ, Björgvin
Jónsson forstjóri Meitilsins í Þor-
lákshöfn og Jón Páll Halldórsson
forstjóri Norðurtanga h.f. á ísa-
firði.
Allir viðurkenndu þeir að hér
væri eitthvað meira en lítið að.
Þeir bentu einnig á að þótt talað
væri um metaflaár, mættu menn
ekki gleyma því hve stór hlutur
loðnunnar væri í þessum afla og
að hún væri ekki jafn verðmæt og
þorskurinn. Eigi að síður væri
þorskafli viðunandi og loðnuafli
aldrei meiri.
Jóhann Kr. benti á að árið 1985
væru vextir og olíukostnaður hjá
Sfldarvinnslunni í Neskaupstað
40% af kostnaði. Með fimm skip
á veiðum keypti Sfldarvinnslan
olíu fyrir 600 þúsund krónur á
dag. Okur á álagningu varahluta
væri gegndarlaust. „Það er gó-
ðæri, það aflast mikið, sem segir
okkur að einhverjir aðrir en út-
gerð og fiskvinnsla eyða of miklu,
þá aðila verður að finna,“ sagði
Jóhann. Hann benti einnig á doll-
aralánin, sem allt eru að drepa,
og einnig nefndi hann til fólks-
eklu í fiskiðnaði sem væri stórt
vandamál fyrir fiskvinnsluna.
Kristján Ragnarsson sagðist
óánægður með framsetningu þess
að nú er metaflaár, vegna sam-
setningar aflans, taka verði tillit
til aflaverðmætis. „Aftur á móti
tel ég að svona mikill afli og
svona gott árferði ætti að skapa
viðunandi starfsskilyrði ef rétt
væri að öllu staðið," sagði Krist-
ján. Hann sagði það ljóst vera að
íslendingar beri sig svo vel á
öllum öðrum sviðum, að það taki
of mikið til sín. Það væri alveg
ljóst að þessi ágæti afli dygði ekki
til að halda fyrirtækinu ísland h.f.
gangandi. Fólkið í landinu kaupir
þann gjaldeyri sem við leggjum
fram á allt öðru verði en við leg-
gjum hann fram á þegar búið er
að leggja á hann toll, söluskatt,
vörugjald og hvað þetta nú allt
heitir,“ sagði Kristján.
„Hér virðist allt stillt inná
eyðslu. Þessu má líkja við nokk-
uð stórt heimili þar sem fyrirvinn-
an væri ein og inni frá morgni til
kvölds fyrir ákveðna upphæð en
allir aðrir á heimilinu væru útum
hvippinn og hvappinn og eyddu
eins og þeir gætu,“ sagði Björgvin
Jónsson. Hann sagði ennfremur
að þjóðina vantaði heiðarlega
stjórnmálamenn hvar í flokki
sem þeir standa sem segðu henni
sannleikann um það hvar hún
stendur, en það er mjög tæpt.
„Stjórnmálamenn segja fólkinu
ósatt um ástandið af misskildum
ótta við kjósendur," sagði Björ-
gvin. Hann benti einnig á millilið-
ina og spurði hvort þörf væri á
verslunarplássi í Reykjavík sem
nemur 4 fermetrum á íbúa:
Jón Páll Halldórsson benti á að
afkoma útgerðar og fiskvinnslu
væri miðað við aflatoppa. Það
væri ekki aflatoppur nú, nema í
tonnum talið vegna loðnunnar,
ekki hvað verðmæti snertir. Samt
sagði hann þetta gott ár, en hann
sagðist ekki geta sagt til um hvað
þyrfti að koma til, svo allt væri
ekki á hausnum hjá okkur. Taldi
þó milliliði allt of fyrirferðar-
mikla í þjóðfélaginu. Hann sagð-
ist vilja taka fram varðandi fisk-
vinnsluna atriði sem menn gerðu
sér ekki grein fyrir, en væri að
verða að hryllingi í vinnslunni, en
það er hringormahreinsunin.
Hún væri orðin dýrasti pósturinn
í vinnslunni. Hrikalegt og vax-
andi vandamál. . _ S.dór
Mlðvlkudagur 13. nóvember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3