Þjóðviljinn - 13.11.1985, Blaðsíða 7
DJÚÐVIUINN
Umsjón
MÖRÐUR ÁRNASON
Bók eftir Magnús Magnússon:
Lesum
Biblíuna
eins og
íslendinga-
sögur
sjónvarpið þessa þætti Magn-
úsarMagnússonar. Upphaf-
lega ætlaði Magnús sér að-
eins að skrifa bók um efnið en
breska sjónvarpið bað hann
að gera um það sjónvarps-
þætti og varð hann við því.
Eflaust á þessi bók Magnúsar
Magnússonar eftir að valda ein-
hverjum deilum og óhjákvæmi-
lega vekur hún ýmsar spurningar.
Hvaða leyndardóma hafa forn-
leifafræðingar t.d. uppgötvað
þarna að undanförnu? Hvernig
ríma þær uppgötvanir saman við
frásagnir Biblíunnar? Hver verða
viðbrögð manna þegar sagan og
Biblían eru endurskoðaðar í ljósi
nýjustu fornleifafunda? Og
þannig má áfram spyrja. En hvað
um það. Ljóst er að Magnús
Magnússon hefur kannað og unn-
ið úr aragrúa lítt kunnra heimilda
og birtir niðurstöður sínar á al-
þýðlegan, skýran og skilmerki-
íegan hátt. Vel má komast svo að
orði, að bókin sé einskonar vega-
handbók um söguslóðir Biblí-
Út er komin hjá Erni og Örlygi
bókin Á söguslóðum Biblíunn-
ar, eftir hinn nafnkunna sjón-
varpsmann í Bretlandi, Magn-
ús Magnússon. Segja má, að
hér sé skyggnst á bak við og
byggt á þáttum, sem sýndir
voru í breska sjónvarpinu og
gátu sér þar mikið frægðar-
orð. Síðan sýndi svo íslenska
Magnús Magnússon á blaðamannafundinum: Úr hverskonar jarðvegi er Biblían sprottin? Ljósm. SM.
unnar og jafnframt lykill að
Austurlöndum nær.
A fundi með fréttamönnum,
þar sem bókin var kynnt, sagði
Magnús Magnússon m.a. að
Biblían væri heimur hugmynda
en menn vissu ekki svo glöggt um
sumar söguslóðir hennar: „Hún
er mikið bókmenntaverk og
besta leiðin til þess að skrifa
þessa bók var að lesa Biblíuna á
sama hátt og íslendingasögurnar.
Hún segir okkur í raun meira um
þá, sem skrifuðu hana, en hina,
sem hún fjallar um. Annars geta
allir lesið og skilið þessa bók
mína á þann veg sem þeir vilja.
Ég fór sjálfur á alla þessa staði,
sem bókin fjallar um. Það tók
fjóra mánuði að safna efninu
saman, fjóra mánuði að filma það
og sex mánuði að skrifa texta
bókarinnar. Það var ákaflega
gott og skemmtilegt að hitta fólk-
ið á þessum slóðum og eiga við-
ræður við það“.
Einhver skaut fram spurningu
um hvort Magnús væri maður
trúaður. Hann svaraði um hæl:
Ég trúi á Óðin en er samt ekki
Ásatrúar.
Hver er svo tilgangurinn með
ritun þessarar bókar? Magnús
segir hann vera þann að skoða
sem nákvæmlegast alla þá þætti í
bókmenntum, sögu, félagsmál-
um, trúarbrögðum og stjórnmál-
um Austurlanda nær, sem lögðu
grunn að Biblíunni: „Hún er ekki
í neinu tómarúmi. Hún var skrif-
uð löngu eftir að þeir atburðir
gerðust, sem hún greinir frá.
Menn öðlast því aðeins betri
skilning á henni í heild að þeir
glöggvi sig á menningarlegu sam-
hengi þess umhverfis þar sem hún
er skrifuð og þess samfélags, sem
hún er skrifuð fyrir. Það gerist
ekki nema menn kynnist þjóðum
og menningarheildum umhverfis
hið forna Ísraelsríki en ekki að-
eins sögu þess sjálfs. Þannig fáum
við meiri fróðleik um sögu Palest-
ínu en Biblían veitir. Forsaga
þessara þjóða, goðafræði, heims-
mynd þeirra og sagnir, átti allt
hlut í að móta þá mynd, sem Bib-
lían sýnir af þessari löngu liðnu
tíð. Það er svo þeirra, sem bókina
lesa, að svara því, hvort þessi til-
ganur hefur náðst“.
Á söguslóðum Biblíunnar er
tileinkuð dr. James B. Pitchard,
forstjóra Safns Pennsylvaníuhás-
kóla. Bókin er mjög vel þýdd af
Degi Þorleifssyni, prýdd miklum
fjölda korta og teikninga eftir
Shirley Felts, sett og prentuð í
Leturvali og bundin í Ungverja-
landi. Frágangur bókarinnar er
allur til fyrirmyndar.
-mhg
Örn og Qrlygur;
Ný
íslandsbók
Örn og Örlygur hefur sent frá
sér landkynningarbók á ensku
um ísland og íslendinga eftir Pa-
melu Sanders og Roloff Beny.
Hún heitir Iceland 66° North.
Pamela Sanders er betur þekkt
sem eiginkona Brements sendi-
herra Bandaríkjanna hér á landi
til skamms tíma. Hún hefur starf-
að við fréttamennsku og samið
skáldsögu og þessi bók er byggð á
ferðalögum hennar um landið
með ljósmyndaranum Roloff
Beny og öðru föruneyti. Að
sumu leyti svipar textanum til
ferðabóka fyrri alda: svipmyndir
úr samtímanum blandast saman
við upprifjum sögu og bók-
mennta, ekki síst íslendinga-
sagna.
Roloff Beny var heimskunnur
ljósmyndari, ættaður frá Kanada
en búsettur í Róm. Hann vann til
fjölda viðurkenninga fyrir mynd-
ir og bókahönnun. Síðasta verkið
sem hann vann var að taka ljós-
myndir á íslandi í þessa bók, en
hann lést nokkrum mánuðum
áður en hún kom út.
í ritdómi um þessa bók í „The
Good Book Guide” í London
segir á þá leið, að í skoðanakönn-
un hafi komið í ljós að íslending-
ar séu hamingjusamasta þjóð
heims. „Þessi stórkostlega bók
varpar ljósi á hvers vegna þeir eru
það”. ~áb
Maðurinn er það sem hann vœri
Þórarinn Eldjárn. Margsaga
Gullbringa 1985.
Það er best að taka það fram
strax, að Þórarinn Eldjárn er
aldrei leiðinlegur og ekkert gerir
hann kauðalega. Hitt er svo ann-
að mál að stundum getur gaman-
ið orðið smátt og metnaðarlítið,
kannski einskonar framhald af
skólastrákagamni. Dæmi eru um
slíkt í þessu smásagnasafni hans
og nefni ég helst til Völin á möl-
inni, sem er syrpa smárra brota
sem einhver úr slektinu Kjögx er
skrifaður fyrir, en það fólk er
mikið á kreiki í þessum sögum
sem einskonar bindiefni.
Sumir þessir textar eru örstutt-
ir og kannski ekki mikið meira en
leikur að tilbrigðum við mögu-
leika eins og þann að kalla vegg-
fóður í herbergi skoðun. Lesand-
inn getur einnig búist við því að
undir einföldum og knöppum
texta leynist furðu mikill þungi
eins og til dæmis á þeirri rúmu
blaðsíðu sem kallast Konu sakn-
að. Þetta eru prósaþættir ljóð-
skálds og við erum oftar en ekki
minnt á það.
Það kemur fyrir að Þórarinn
ofgeri eins og þegar hann kemur
einum sérstæðum menningarvita
fyrir uppi í gamla slökkviliðsturn-
inum við Tjörnina og klæðir turn-
inn utan með fílabeini til þess að
ekkert fari nú á milli mála. En
slíkar syndir eru afar sjaldgæfar í
þessari bók. Miklu heldur veit
lesandinn af þvi', að Þórarinn
kann þá list að koma sínu fram
með sparsömum ráðum og
ísmeygilegum. í sögunni Yxu
víur hefur orðið sá „listræni próf-
arkamaður” sem hefur fundið
sinn tilgang í lífinu með því að
skila bókum frá sér villulaust. Og
í leiðinni er sagan skot í fínlegri
sveiflu á þann íslenska „taóisma”
sem er á leið út í klisju eins og
annað (ekkert verk er auvirðu-
legt sé þaðunniðaflífiogsál). Og
um leið skot á þá, sem þykjast
geta verið upp yfir öll „kerfi”
hafnir, einkum þjóðfélagið og
það jukk allt. En eru raunalega
læstir í sitt eigið kerfi (hér er það
stafsetningarkerfið blessað) og
eru fallnir menn um leið og það
hrynur.
í sögunni „Litla stund hjá
Hansa” segir frá bankastjóra og
hagfræðiséníi sem fer að spila á
blokkflautu, en slíkt gera ekki
virðulegir menn. Sá þáttur segir
margt um kunnáttu Þórarins í því
að spinna saman háð, leik og dap-
urleika. í „Eigandinn” segir frá
kennara sem hefur eignað sér
reiðhjól á hæpnum forsendum og
óttast að það verði frá honum
tekið og þar er farið skemmtilega
Þórarinn Eldjárn.
nærri þeim tóni sem Þórbergur
blístraði þegar hann brá á leik.
Og eins og svo margir höfund-
ar aðrir skrifar Þórarinn um það
að skrifa. Tvær sögur kallast á um
það stef. Önnur er „Ókvæða
við”. Þar hefur einn Kjögxinn
orðið, skáid sem hefur sett saman
tíu bækur og er beðinn um að
gefa út „ömurleg hugarfóstur”
látins vinar, sem var mikill raun-
vísindamaður og verkfræðiséní.
Og heldur en að láta þann leir og
það rugl á prent bregður hann á
það ráð að brenna bókmennta-
arfi vinarins og gefa út afgangs-
ljóð úr eigin fórum undir nafni
hins látna. Og þá bregður svo við,
að afgangsljóðin verða efni í
skáldfrægð mikla hinum látna til
handa og menn „harma að hann
skyldi ekki hafa látið neitt frá sér
fara fyrr”.
Sú setning sem hér var til vitn-
að vísar svo á eftirminnilegustu
sögu þessarar litlu bókar „Mað-
urinn er það sem hann væri”. En
þar hefur ungur höfundur orðið
og segir frá lærimeistara sínum
ódauðlegum, Skúla W. Skíðdal,
sem var sannur „höfðingi í
andans ríki” og mikils metinn rit-
höfundur. Eins þótt höfuð-
einkenni hans væri það, að skrifa
aldrei orð heldur láta það vera að
semja þau verk sem hann setti
saman í huganum „eftir innri bar-
áttu og þrotlaust starf”.
í þessari sögu fær afar slóttuga
afgreiðslu þjóðsagan íslenska um
þá merku menn og snillinga, sem
hefðu getað náð svo langt ef þeir
hefðu bara skrifað eitthvað, um
þá snilld sem býr í heilabúum og
leyndum skúffum og enginn fær
að skoða og prófa og í leiðinni fær
tungutak bókmenntafræða og
gagnrýni vel lukkaða kveðju. Það
er haft eftir Skúla W. Skíðdal að
„enginn annar höfundur hefur
þorað að velja sér þetta birting-
arform”, m.ö.o. - að þegja.
Bravó! Og það er mikið gefandi
fyrir þessa setningu hér, þegar
sögumaður og lærisveinn Skúla
er að tala um þau áhrif, sem hann
hefur hugsanlega orðið fyrir af
sínum meistara:
„Þær bækur sem við höfum
látið vera að senda frá okkur eru
þó í raun gjörólíkar”.
Árni Bergmann.
Miðvikudagur 13. nóvember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7