Þjóðviljinn - 13.11.1985, Page 9
HEIMURINN
Undirbúningur leiötogafundarins í Genf sem hefst í næstu viku er nú að komast í hámark. Ekki hefur
skort á dramatíska atburði og ber þar einna hæst mál sovétmannsins Júrtsénkós sem gerðist landflótta í
sumar en sneri aftur heim í haust. Hér hefur skopteiknari gert sér mat úr þessu máli. Starfsmenn CIA eru að
undirbúa Reagan fyrir fundinn og segja: ...og þó Gorbatsjof falli á kné og biðji um landvistarleyfi kemurðu
ekki með hann hingað til Bandaríkjanna.
Mið-Ameríka
Nást samningar?
Luxemborg, Managua— Horfur
eru sagöar hafa minnkað á því
að undirritaður verði samning-
ur um að koma á friði í Mið-
Ameríku þann 20. þm. eins og
til stóð. Að þeim samningi
hyggjast aðildarríki Efnahags-
bandalags Evrópu standa
ásamt svonefndum Conta-
dora-ríkjum og sex löndum í
Mið-Ameríku. Ástæðan er sú
að illa gengur að koma á
samkomulagi með síðasttalda
ríkjahópnum.
EBE-ríkin tóku undir friðar-
viðleitni Contadora-ríkjanna
fjögurra — Mexíkó, Venezuela,
Kólumbíu og Panama — en á-
greiningur ríkjanna sex sem frið-
urinn á að ná til er enn svo mikill
að óvíst má telja hvort hægt verði
að undirrita samninginn í þessum
mánuði.
Annars vegar stendur Nicarag-
ua sem neitar að fallast á ákvæði
samningsins um niðurskurð her-
afla nema Contadora-ríkjunum
Líbería
Tvisynt um örlög forsetans
Abidjan — Svo virtist í gær-
kvöldi sem hersveitir hollar
Samuel Doe forseta Líberíu
hefðu að mestu brotið á bak
aftur tilraun sem gerð var til
valdaráns í landinu í gær. Enn
var þó óljóst hvað í raun og
veru gerðist í gær eftir að
fyrrum yfirmaður herafla
landsins, Thomas Quiwonkpa,
lýsti því yfir að hann hefði
steypt Doe af stóli.
Fréttastofur og erlendir sendi-
menn í Monrovíu, höfuðborg Lí-
beríu, fylgdust með atburðum í
gegnum þrjár útvarpsstöðvar
sem reknar eru í landinu. Um
tíma í gærmorgun voru þær allar á
valdi Quiwonkpa og hans manna
Vestur-Þýskaland
Herínn
þrítugur
Bonn — í gær var þess minnst í
Vestur-Þýskalandi að 30 ár eru
liðin frá því her landsins var
stofnaður. Mjög blendnar til-
finningar bærast með þjóð-
verjum í garð hersins og valda
því ófagrar minningar um
framferði þýska hersins í
síðari heimsstyrjöldinni.
Úti fyrir varnarmálaráðuneyt-
inu í Bonn söfnuðust saman um
150 manns og höfðu meðferðis
afmælistertu úr plasti en í stað
kerta sköguðu upp af henni eftir-
líkingar af eldflaugum. Varnár-
málaráðherrann, Manfred
Wörner, heiðraði fyrstu sjálfboð-
aliðana sem gengu í herinn í nóv-
ember árið 1955.
Margir mótmælenda létu í ljósi
þá skoðun að það væri rangt af
vesturþjóðverjum að halda uppi
fastaher. Forseti Vestur-
Þýskalands, Richard von
Weizacker, og framkvæmda-
stjóri Nató, Carrington lávarður,
voru ekki á sama máli er þeir
héldu ræður við hátíðarhöldin í
Bonn í gær. Carrington sagði að
það væri erfitt verk að viðhalda
friði og nauðsynlegt fyrir vestræn
ríki að halda í við sovétmenn í
hernaðarmætti.
Hátíðarhöldunum verður
haldið áfram í dag.
en þeir lýstu því yfir að þeir hefðu
tekið völdin til að frelsa þjóðina
úr áþján „ótta og grimmdar". Að
sögn erlendra sendimanna
brugðust íbúar höfuðborgarinnar
við fréttinni á þann hátt að fjöl-
menna út á götur og safnaðist
fagnandi mannfjöldi saman úti
fyrir aðalstöðvum stjómarand-
stöðuflokksins Líberíska sóknar-
flokksins.
Sendimennirnir sögðu að svo
virtist sem átök hefðu orðið við
forsetahöllina. Þegar líða tók á
daginn virtust fylgismenn Doe
forseta vera búnir að ná amk.
tveimur útvarpsstöðvum á sitt
vald. Ónafngreindur maður sem
kvaðst vera talsmaður Doe hvatti
íbúa landsins til að berjast gegn
Quiwonkpa. Var talið að sveitir
úr lífverði forsetans og stórskota-
liði hersins hefðu gripið til vopna
gegn uppreisnarmönnum.
Doe komst til valda í vopnaðri
uppreisn fyrir fimm árum en þá
höfðu afkomendur frelsaðra
blökkumanna frá Bandaríkjun-
um ráðið lögum og lofum í
landinu í 133 ár. Ekki naut Doe
mikilla vinsælda. Honum voru
mislagðar hendur við stjórn
landsins auk þess sem hann þótti
einráður. Bandaríkjamenn eiga
mikilla hagsmuna að gæta í
landinu og lögðu bandarísk
stjórnvöld hart að Doe að efna til
frjálsra kosninga.
Kosningarnar fóru loksins
fram 15. október sl. en opinber
úrslit þeirra voru þau að Doe var
kjörinn forseti með 51% at-
kvæða. Andstæðingar hans þrír
vildu ekki sæta þeim úrslitum og
héldu því fram að umfangsmikil
kosningasvik hefðu verið við-
höfð. I því nutu þeir stuðnings
erlendra blaðamanna og annarra
sem urðu sjónarvottar að svindli
með atkvæðaseðla.
Nokkrum sinnum á valdaferli
Doe hefur verið reynt að steypa
honum úr stóli og myrða hann.
Eftir eina valdaránstilraunina
fyrir tveimur árum var Thomas
Quiwonkpa eftirlýstur og hverj-
um þeim sem haft gat uppi á hon-
um lifandi eða dauðum heitið 400
þúsundum króna í verðlaun. Qu-
iwonkpa tókst að komast úr landi
og var hann í útlegð þangað til í
gær.
Líbanon
Sjálfcmorðsáras í Beirút
Beirut—Oþekktur maður gerði
sjálfsmorðsárás á kirkju í
austurhluta Beirut í Líbanon
með því að aka pallbíl
hlöðnum sprengiefni að bygg-
ingunni þar sem leiðtogar
kristinna manna í Líbanon
héldu fund. Fjórir létust í árás-
inni að frátöldum ökumannin-
um og 19 slösuðust.
Talið er að í bílnum hafi verið
400 kíló af sprengiefni. Bílstjór-
inn ók framhjá vörðum við bygg-
inguna og hófu þeir þá skothríð
sem olli því að bíllinn sprakk í loft
upp örfáa metra frá skotmarki
sínu. Stór hluti kirkjunnar hrundi
en minni skemmdir urðu á þeim
hluta sem hýsti fund hægrisinn-
aðra kristinna manna sem nefna
sig Líbönsku fylkinguna.
Samtök þessi hafa lýst yfir and-
stöðu sinni við friðaráætlun sem
sýrlendingar hafa samið og átti að
taka gildi í landinu fyrir 10
dögum. Framkvæmd þeirrar
áætlunar hefur strandað á and-
stöðu falangista og annarra sam-
taka kristinna hægrimanna sem
telja hana riðla þeim valdahlut-
fóllum sem ríkja í Líbanon en þau
eru mjög hagstæð kristnum.
Engan fundarmanna sakaði al-
varlega en Camille Chamoun
fyrrum forseti Lfbanon og Dany
sonur hans fengu skrámur og for-
maður flokks falangista, Elie
Karameh, og tveir fundarmenn
til viðbótar voru fluttir á sjúkra-
hús með minniháttar meiðsl.
takist að fá Bandaríkin til að láta
af stuðningi við Contra-skærulið-
ana í landinu. „Hvernig er hægt
að krefjast þess af ríki sem liggur
undir árásum að það semji um
afvopnun og niðurskurð he-
rafla?“ spurði Miguel dÉscoto
utanríkisráðherra Nicaragua á
blaðamannafundi í Luxemborg í
gær.
Á hinn bóginn eru svo önnur
ríki Mið-Ameríku, þe. Hondur-
as, Costa Rica, Guatemala, E1
Salvador og Panama. Stjórnvöld
í Honduras hafa ráðist á stjórnina
í Nicaragua fyrir íhlutun í málefni
annarra ríkja og að leggja stein í
götu Contadora-hópsins. Við lá á
fundunum sem haldnir hafa verið
í Luxemborg undanfarna daga að
fulltrúar ríkjanna sex gengju á
dyr en Contadora-hópnum tókst
að halda þeim við efnið og fá rík-
in til að fallast á ýmis atriði samn-
ingsdraganna, svo sem að þau
muni berjast gegn „hryðjuverk-
astarfsemi", vinna að brottflutn-
ingi allra erlendra herja af svæð-
inu og virða pólitísk stefnumið
hvert annars.
Yfirstandandi fundalotu átti að
ljúka í gærkvöldi og töldu sumir
sendimenn frá Rómönsku Amer-
íku von til þess að samningar
næðust. Embættismenn EBE
voru á hinn bóginn svartsýnir á að
takast myndi að brúa bilið á milli
Nicaragua og nágrannaríkja
þess.
0g þetta
Uka...
...Alan Garcia forseti Perú hvatti í
gær ríki Rómönsku Ameríku til að
leggja ágreiningsefni sin tii hliðar
og taka höndum saman í barátt-
unni gegn Alþjóða gjaldeyris-
sjóðnum sem haida ríkjum álfunn-
ar í efnahagslegum heljargreipum
vegna mikillar skuldabyrði. Sagði
Garcia að stjórn sín hefði ákveðið
að halda sjóðnum utan við þá við-
reisn efnahagslífsins sem nú væri
hafin í Perú...
...Þeir sem drekka fimm boila eða
meira á dag af kaffi eru í þrefalt
meiri hættu á að verða hjartasjúk-
dómum að bráð en þeir sem láta
þenna vinsæla drykk aiveg vera.
Þannig hljóða niðurstöður
rannsókna sem gerðar hafa verið á
1.130 hvítum bandarískum karl-
mönnum en þær hafa staðið yfir í
aldarfjórðung...
ERLENDAR
FRÉTTIR
haraldsson/REUIER
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9
Svíþjóð
Upphlaup herforingja
Frá Birni Guðbrandssyni, fréttaritara Þjóðviljans í Gautaborg:
Tólf foringjar í sænska flotanum hafa opinberlega lýst yfir óánægju
sinni með meðferð ríkisstjórnarinnar á kafbátamálunum svokölluðu.
Telja þeir ríkisstjórnina ekki taka málin nægjanlega alvarlega og að
hún sé of upptekin við að halda uppi eðlilegum samskiptum við sovét-
menn.
Reyndar hefur ekkert bent til þess að meintir kafbátar séu endilega
sovéskir, ef undan er skilið kafbátsstrandið úti fyrir Karlskrona fyrir
þremur árum. Lennart Bodström fyrrverandi utanríkisráðherra lenti
einmitt í embættisvandræðum er hann benti á þá staðreynd í sænska
þinginu í fyrravetur.
Hortugheit herforingjanna hafa almennt mælst illa fyrir hjá stjórn-
málamönnum, bæði þeim sem styðja stjórnina og þeim sem eru í
stjórnarandstöðu. Líklegt er að með þessu sé flotinn að kría út meiri
peningásænsku fjárlögunum. Það mun einstætt að háttsettir foringjar í
sænska hernum standi svo uppi í hárinu á kjörnum stjómvöldum, svo
einstætt að gárungarnir tala nú um „herforingjauppreisn" í Svíþjóð.
Kafbátamálin í Svíþjóð hafa kostað einn ráðherra embættið og nú hyggjast
herforingjar knýja fram auknar fjárveitingar til hermála í krafti kafbátaleitarinn-
ar.