Þjóðviljinn - 13.11.1985, Page 14
LANDSFUNDURINN
Anna Hildur: Vona að fólk í forystunni læri hvert af öðru. Mynd:
EÓI.
Skoðanir um landsfund
Sterk staða ungs fólks
Sunnlendingar kjósa í miðstjórn:
Kolbrún Skarphéðinsdóttir og
Margrét Frímannsdóttir frá
Stokkseyri, Katrín Sól Högnadótt-
ir, Þorlákshöfn. Mynd: EOI.
Anna Hildur Hildibrandsdóttir: Pað er rúmt í flokknum
Mér fínnst landsfundurinn
hafa heppnast mjög vei og held að
flokkurinn hafí komið sterkur
útúr honum, sagði Anna Hildur
Hildibrandsdóttir, - og ég er
mjög ánægð fyrir okkar hönd í
Æskulýðsfylkingunni, við höfum
náð miklu fram hér á fundinum.
Ég er ánægð með að verkalýðs-
hreyfmgarmenn tefla fram ung-
um manni í ritarastöðuna, það
hjálpar okkur vonandi að ná til
ungs fólks í verkalýðsmálum.
- Það er líka full ástæða til að
vera ánægður með að flokkurinn
stendur sameinaður eftir fund-
inn. f>að á eftir að efla okkur í
baráttunni, - og það gerir okkur í
ÆF auðveldara að ná til ungs
fólks, flokkurinn sameinaðist
þrátt fyrir mörg sjónarmið, og
þetta sýnir að það er rúmt í
flokknum.
Heldurðu að deilur og átök á
þessum fundi hafi veikt flokkinn
eða eflt?
- Ég held að ef það tekst að
spila vel úr því hvernig forysta
flokksíns er samsett eigi þessi
fundur eftir að efla flokkinn. Hér
er pláss fyrir margar skoðanir,
flokkurinn er víður.
Eitthvað sem þér finnst bera
hœrra en annað á fundinum?
- Ég hef verið upptekin í kjör-
nefndinni og þessvegna ekki
fylgst nógu vel með umræðum
um einstök mál, - en það sem
mér finnst merkast er þessi ár-
angur sem ungt fólk hefur náð.
Hann er afleiðing af virkni í okk-
ar röðum undanfarið, okkar starf
hefur skilað árangri. Pað var ko-
sinn ungur ritari, og við höfum
fengið fast sæti í framkvæmdast-
jórninni, og þar að auki var ko-
sinn einn varamaður frá okkur.
Við eigum sjö menn beint í miðst-
jórnina og getum fengið kosna
fleiri, - staða ungs fólks er sterk í
flokknum.
Hvernig leggst nýforysta íþig?
- Mér finnst hafa náðst hérna
gott samkomulag, sem var virki-
lega þörf á, og er ánægð. Menn úr
verkalýðshreyfingunni koma inn
til starfa meira en áður, og einnig
þau öfl sem hafa haft sig í frammi
uppá síðkastið og kenna sig við
ný sjónarmið. Það náðist að sam-
eina þetta í eina forystu, og ég
vona svo sannarlega að þetta fólk
geti unnið saman og lært hvert af
öðru.
-m
Suður-Afríka
Frelsi undan aðskilnaðarsvipunni
Landsfundurinn styður Afríska þjóðarráðið
Framsækið og frjálshuga fólk
um allan heim gengur nú í lið með
hinni vaxandi og breiðu hrey-
fíngu sem krefst afnáms aðskiln-
aðarstjórnarfarsins í Suður Afr-
íku.
Landsfundur Alþýðubanda-
lagsins 1985 vekur athygli á því að
stór meirihluti íbúa Suður Afríku
nýtur ekki frumstæðustu borg-
aralegra lýðréttinda. Peim íbúum
landsins sem ekki eru hvítir er
bannað með lögum að eiga nokk-
urt land að undanskildum þeim
hrjóstrugu eyðilendum sem ein-
kenna hin svonefndu „heima-
lönd”.
Afríska þjóðarráðið er viður-
kennt sem hin leiðandi samtök
bæði innanlands af hinum svarta
meirihluta og það nýtur vaxandi
viðurkenningar erlendis.
Um leið og Alþýðubandalagið
lýsir yfir stuðningi við Afríska
Þjóðarráðið, skorar það á ríkis-
stjórn íslands að fylgja fordæmi
ríkisstjórnar Svíþjóðar og ann-
arra ríkisstjórna að viðurkenna
Afríska Þjóðarráðið sem hinn
lögmæta fulltrúa hins undirokaða
svarta meirihluta í Suður Afríku.
Landsfundurinn tekur undir þá
kröfu að Nelson Mandela, leið-
toga Afríska Þjóðarráðsins og
öðrum pólitískum föngum verði
sleppt úr fangelsi í Suður Afríku.
Éin mikilvægasta stoð ríkis-
stjórnar hvíta minnihlutans eru
þær erlendu fjárfestingar og þeir
alþjóðlegu auðhringar sem fjár-
magna uppbyggingu hersins og
lögreglunnar í Suður Afríku.
Með því að slíta þessi tengsl væri
þessari stoð kippt undan aðskiln-
aðarstjórnarfarinu.
Alþýðubandalagið heitir að
leggja málstað svarta meirihlut-
ans lið með því m.a. að þrýsta á
um að ríkisstjórn íslands fram-
kvæmi það viðskiptabann á
Suður Afríku sem hún ásamt öðr-
um ríkisstjórnum hefur sam-
þykkt að beita sér fyrir.
Síðan í september á síðasta ári
þegar núverandi uppsveifla í bar-
áttu hins svarta meirihluta í
Suður Afríku hófst hafa yfirvöld í
Suður Afríku brugðist við kröf-
um fjöldans með víðtækum kúg-
unaraðgerðum. Yfir 700 svartir
hafa verið myrtir það sem af er
þessu ári, mikill meirihluti þeirra
voru ungir mótmælendur sem
skotnir hafa verið af lögreglusvei-
tum. Ríkisstjórnin hefur hand-
tekið þúsundir. Hún hefur dregið
fyrir rétt helstu leiðtoga Samein-
uðu Lýðræðisfylkingarinnar og
sakað þá um landráð.
Þann 20. júlí s.l. var lýst yfir
neyðarástandi á mörgum þéttbýl-
issvæðum. Hersveitir hafa verið
kvaddar til að aðstoða lögregluna
við að bæla réttlátar og óvopnað-
ar mótmælaaðgerðir svarta
meirihlutans. í raun hafa mót-
mælaaðgerðir breiðst út jafnvel
enn meir eftir yfirlýsinguna um
neyðarástand, til svæða sem
hingað til hafa verið tiltölulega
friðsöm.
Það sem hinn svarti meirihluti
er að berjast fyrir er frelsi undan
svipunni, gegn því nútímaþræla-
haldi sem aðskilnaðarstjórnarf-
arið grundvallast á.
Verkafólk með svartan
hörundslit hefur ekki frelsi til að
ferðast að vild milli landsvæða
eða velja sér þau störf sem það
óskar, né til að semja um kaup
fyrir vinnuafl sitt þeim sem hæst
býður. Það er opinberlega skil-
greint sem „farandverkafólk” og
„útlendingar” í sínu eigin landi og
það verður að bera á sér vegabréf
sem hægt er að ógilda hvenær
sem er. Stofnun og starfsemi
verkalýðsfélaga hinna svörtu er
svo takmarkað með lagasetning-
um að þeim er gert ókleift að
verja hagsmuni verkafólks. Rétt-
urinn til verkfalls er í raun ekki til
staðar og þau verkföll sem eiga
sér stað eru í raun hreinar upp-
reisnir.
Þau markmið og þær kröfur
sem svarti meirihlutinn er að
berjast fyrir hafa verið settar
fram í stefnuskrá sem þekkt er
sem „Frelsisskráin” (Freedom
Charter). Hún var upphaflega
samþykkt á mjög fjölmennu
þingi í Suður Afríku árið 1955,
sem kallað var saman af Afríska
Þjóðarráðinu (ANC), og þremur
öðrum samtökum sem er fólk af
indverskum ættum, fólk af blönd-
uðum uppruna og hvítir.
Frelsisskráin hefur á undan-
förnum árum verið samþykkt og
endursamþykkt af sífellt fleiri
samtökum í Suður Afríku.
Þegar í upphafi Frelsisskrár-
innar er það tekið fram að „Suður
Afríka tilheyrir öllum sem þar
búa, svörtum jafnt sem hvítum,
og að engin ríkisstjórn getur með
rétti gert kröfu til trausts og virð-
ingar nema hún byggi á vilja
allrar alþýðunnar.”
Frelsisskráin setur einnig fram
kröfu um myndun „lýðræðislegs
ríkis, byggðu á vilja fólksins.” í
þessu sambandi hefur Afríkan-
ska Þjóðarráðið sett fram kröfu-
na um „einn maður, eitt at-
kvæði”, sem svarti meirihlutinn
hefur gert að sinni aðalkröfu.
Ríkisstjórn Pieter Botha hefur
lýst því opinberlega yfir eins og
fyrri ríkisstjórnir, að hún sé ein-
ungis fulltrúi hins hvíta kynþátt-
ar. Það ofbeldi sem aðskilnað-
arstjórnarfarið beitir og þær fán-
ýtu umbætur sem það hefur stað-
ið fyrir, miða aðeins að því að
viðhalda yfirráðum, forréttind-
um og hagsmunum sem hinir
hvítu búa við og tryggja fyrirtækj-
um hræódýrt vinnuafl.
Þessum aðstæðum verður ekki
breytt nema með afnámi aðskiln-
aðarstjórnarfarsins, á því er ekki
hægt að gera umbætur.
14 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 13. nóvember 1985