Þjóðviljinn - 13.11.1985, Síða 16

Þjóðviljinn - 13.11.1985, Síða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348.. Helgarsími: 81663. MÓÐVIUINN Miðvikudagur 13. nóvember 1985 262. tölublað 50. árgangur Borgarfjörður 1000 jólagæsir Slátrun að Ijúka í gœsasláturhúsinu í Reykholtsdal. Uppgangur hjá gœsarœktarmönnum á Vesturlandi. Tekur víða yfir hefðbundinn búskap Slátrun á jólagæsum hjá gæs- asláturhúsinu í Reykholtsdal í Borgarfirði er að ljúka en alls verður um 1000 gæsum slátrað á þessu hausti. Það er Gæsarækt- arfélag Yesturlands sem rekur sláturhúsið og jafnframt útung- arstöð sem er staðsctt á Hvann- eyri. Gunnar Örn Guðmundsson héraðsdýralæknir í Borgarfirði sem hefur umsjón með gæsaslátr- uninni sagði í samtali við Þjóð- viljann í gær að gæsaeldið í Borg- arfirði hefði gengið mjög vel í sumar. Upphaflega voru flutt inn egg frá Noregi úr fjórum stofnum og eggjunum ungað út á Hvann- eyri og dreift til bænda í nágrenn- inu. Gæsaræktarbændur í sveitinni stofnuðu síðan með sér félagsskap sem rekur útungunar- stöðina og hið nýja sláturhús. ->g- Félagamir Matthías Einarsson og Sveinbjörn Grétarsson að störfum í fiskimjölsverksmiðjunni í Örfirisey. Ljósm. Sig. Sláturleyfishafarnir Menningin undir hnífinn Miskunnarleysi í niðurskurði. Pjóðarbókhlaða, Listasafn, Kvikmyndasjóður og Ríkisútvarp skorin við trog. Sjúkrahús og heilsugæsla fá sinn skammt líka Sex manna nefnd stjórnar- flokkanna, sem Geir Gunnarsson nefndi „sláturleyfis- hafana“ á Alþingi í gær, beitti hnífnum ekki gegn auðsöfnun milliliða og verslunarauðvalds frekar en við var að búast heldur snerist gegn menningar- og rannsóknastarfsemi með við- komu hjá sjúkrahúsum og heilsu- gæslustöðvum. Breytingarnar sem Þorsteinn Pálsson boðaði í ræðu sinni á Al- þingi í gær frá upphaflegu frum- varpi Alberts Guðmundssonar voru í raun sáralitlar miðað við stórkarlalegar yfirlýsingar Stykk- ishólmsfundarins. Tekjuhlið frumvarpsins lækkar um 0.9% og útgjöldin um 1,7% sem ekki skiptir neinum sköpum í ríkis- fjármálum. Hins vegar mun niðurskurðurinn skipta sköpum fyrir viðkomandi menningar- og þjónustustofnanir en fram- kvæmdir og framlög til þeirra eru lækkuð um samtals 179 miljónir króna. Samkvæmt tillögunum eru framlög til Þjóðarbókhlöðu lækkuð um 6 miljónir, Listasafns íslands um 15 miljónir, Há- skólans um 5 miljónir, Raunvísindastofnunar.um 6 milj- ónir, Kvikmyndasjóðs um 16 miljónir, Félagsheimilasjóðs um 11 miljónir og Iðnlánasjóðs um 12 miljónir. Þá er fyrirhugað að lækka lántöku til Ríkisútvarpsins um 15 miljónir og þróunarfélagið er skorið um þriðjung, þ.e. 50 miljóir. Bygging sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva er skorin um 35 miljónir króna. -ÁI Loðnubrœðsla Nógur er kvótinn að er unnið hér allan sól- arhringinn frá því að loðn- an kemur og þar til hún er búin, sagði Gunnar Þorgeirs- son yfirverkstjóri í Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunni í Ör- firisey. Starfsfólk verksmiðjunnar eru um 30 manns og þar af eru 11 á hvorri vakt sem eru 12 tímar. Starfsmennirnireru allt karlmenn nema kona í mats- eldinni. Sagðist Gunnar bara vita til þess að ein stúlku hefði sótt um vinnu hjá SF en þá var allt fullráðið. Byrjað var að bræða loðn- una rétt fyrir 20. október og verður haldið áfram svo lengi sem Ioðna veiðist því „nógur er kvótinn," sagði Gunnar, „en það fer eftir tíðarfarinu því við erum svo langt frá mið- unum.“ Þegar loðnan er búin er mannskapnum sagt upp og verksmiðjan hreinsuð. Kaup- ið er ekkert að hrópa húrra fyrir, 97 krónur og 47 aurar á tímann, en að sögn Gunnars er hægt að vinna svo lengi að úr verði kaup með yfirvinnu og næturvinnu. Loðnan sem veiðst hefur, hefur yfirleitt verið góð, þ.e.a.s. feit því hún er verðlögð eftir fitu og þess vegna Iagt kapp á að veiða hana núna áður en hún grenn- ist. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins Fær aðgang að tölvubanka Rannsóknastofnunin hefur gertsamning við breskan tölvubanka sem geymir upplýsingar um matvœlalöggjöf viðskiptalanda okkar á Vesturlöndum Rannsóknastofnun fískiðnað- arins hefur nývcrið gert samning við breskan tölvubanka um notkun á upplýsingum um matvælalöggjöf í öllum viðskipta- löndum Islendinga á Vestur- löndum. Ástæðan fyrir þessu er sú, að sögn dr. Öldu Möller í ræðu sem hún hélt á Fiskiþingi í gær, að hlutverk Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins er m.a. að gefa allar upplýsingar um nær- ingargildi fisks og heilnæmi, en rannsóknir á því sviði geta bæði verið flóknar og tímafrekar. Dr. Alda sagði að á þessu ári hefðu birst nokkrar greinar í læknatímaritum um hollustu fisks og að þeim færi fjölgandi sem telja fisk almennt holla og ljúf- fenga fæðu, sé til hráefna og framleiðslu vandað. Hún sagði að því væri nú lag fyrir okkur að vekja áhuga erlendis á aukinni fiskneyslu. Við gætum skapað okkur sérstöðu vegna þess að okkar fiskur er minna mengaður en annar fiskur um þessar mund- ir. Aukaefni ættu í flestum tilfell- um að vera óþörf við vinnslu hér á landi, enda vilja margir forðast slík efni. -S.dór Dýrtíðin! Frá því ríkisstjórnin tók við í maí 1983 hefur verð á 1 kg af ýsuflökum hækkað um 191,3%. Á sama tíma hafa meðallaun iðnaðarmanna samkvæmt upplýsingum Kjararannsóknar- nefndar hækkað um 67,6% (svarta súlan). Þjóðviljinn mun á næstu dögum taka fleiri vöruflokka til samanburðar.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.