Þjóðviljinn - 28.11.1985, Side 12

Þjóðviljinn - 28.11.1985, Side 12
ALÞYÐUBÁNDALAGIÐ AB-Egilsstöðum Fundur veröur haldinn í Alþýðubandalagi Héraösmanna fimmtudagskvöld 28. nóvember nk. kl. 20.30. Fundarefni: 1) Fréttir af landsfundi, 2) Undir- búningur sveitarstjórnarkosninga, 3) Önnur mál. Félagar fjölmennið og mætið stundvíslega. Stjórnin AB uppsveitum Árnessýslu Fullveldisfagnaður verður haldinn í Aratungu 30. nóvember kl.21.00. Ávörp flytja Kristín Á. Ólafsdóttir og Elín Oddgeirsdóttir. Uppsveitaleikhópurinn sér um skemmtidagskrá. Garðar Olgeirsson leikur fyrir dansi á harmoniku til kl. 02.00. Allir velkomnir. AB Borgarnes Árshátíð verður haldin laugardaginn 30. nóvember og hefst hún kl. 20.00 í Röðli. Fjölbreytt skemmtidagskrá. Matur og aðrar veitingar. Fjölmennum! Allir velkomnir. Stjórnin Selfyssingar - Sunnlendingar 1. des. - Opið hús Sunnudaginn 1. des. verður Opið hús að Kirkjuvegi 7 á Selfossi frá kl. 14-18. Tilefni: Húsið okkar tekið formlega í notkun. Félagar og stuðnings- fólk! Lítið við og sjáið árangurinn af púli og puði nokkurra félaga undanfarna 6 mánuði. Góðir gestir koma í heimsókn. Kaffi og með því. Allir velkomnir. Stjórnin AB Akraness Kyningarfundur á starfi Æskulýðsfylkingarinnar verður haldinn í Rein laugardaginn 30. nóvember kl. 17.00. Skorað er á allt ungt og hugsandi fólk að mæta og sjá hvað er rætt og gert hjá „ungliðunum". Bessastaðahreppur - Garðabær Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 28. nóvember kl. 20.30 í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. Dagskrá: 1) Bæjarmái. 2) Umræður um framboð vegna sveitastjórnar- kosninga 1986. 3) Önnur mál. Stjórnin AB Akranes Fullveldisvaka 1. desember vakan hjá Alþýðubandalaginu á Akranesi verður haldin kl. 21.00 laugardaginn 30. nóvember í Rein. Ávarp: Steinunn Jóhannesdóttir leikari. Upplestur: Jónas Árnason rithöfundur les úr nýju bókinni. Fjöldasöngur og fleiri uppákomur. Léttar veitingar og kertaljós. Félagsmenn og stuðningsmenn! Það var ofsa fjör síðast og verður ekki síðra núna. Nefndin Steinunn Jónas Kvennafylkingin Aðalfundur Kvennafylkingin boðar til aðalfundar þriðjudaginn 3. des. kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf í samræmi við lög Kvennafylkingar. Mætum allar. Miðstöð Kvennafylkingar. AB Kjósarsýsiu Opinn fundur Alþýðubandalagið í Kjósarsýslu efnir til opins fundar í Hlégarði miðvikudag- inn 4. desember kl. 20.30. Gestir fundarins verða þau Kristín Á. Ólafsdóttir varaformaður flokksins, Geir Gunnarsson alþingismaður og Adda Bára Sigfúsdóttir borgarfulltrúi. Félagar, stuðningsmenn og aðrir áhugamenn um þjóðmál eru hvattir til að koma á fundinn. Kristín Adda Bára Geir ABR Liðskönnun Kjörnefnd Alþýðubandalagsins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosning- anna 1986 hefur hafið störf. Nefndin óskar eftir ábendingum og hugmynd- um flokksfélaga, gjarnan bréflega til skrifstofu flokksins eða eftirtalinna nefndarmanna: Arnmundur Bachman s. 77030, Arnór Pétursson s. 71367. Guðbjörg Sig- urðardóttir s. 34998, Lena M. Rist s. 71635, Margrét Pála Ólafsdóttir s. 29371, Steinar Harðarson s. 18953 og Þorbjörn Guðmundsson s. 76562. Listi kjörnefndar verður með tilkynningu í helgarblaði Þjóðviljans 14. des- ember. Til viðbótar lista kjörnefndar geta 5 félagar í ABR tekið sig saman og tilnefnt einstakling ti! forvals enda hafi hann samþykkt tilnefninguna skv. nýju forvalsreglunum. Kjörnefnd SKUMUR ASTARBIRNIR GARPURINN FOLDA í BLÍÐU OG STRÍDU Ef þú ætlar svona á skemmtunina, hvernig ætlarðu að dansa? KROSSGÁTA Nr. 70 Lárétt: 1 lítill 4 rotnun 6 óróleg 7 farartæki 9 svæöi 12 dýr 14 hest- ur 15 fugl 16 versna 19 viökvæmt 20 guöi 21 stækkaöi Lóðrétt: 2 mánuðir 3 dans 4 stjökuöu 5 spott 7 signa 8 berja 10 grét 11 óþéttir 13 ferð 17 snæddu 18 eyktamark Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 ásum 4 nísk 6 ara 7 lakk 9 uggi 12 rifta 14 sko 15 man 16 plata 19 sepi 20 álka 21 aðall Lóðrétt: 2 sía 3 maki 4 naut 5 sig 7 læsast 8 kroppa 10 gamall 11 inntak 13 fáa 17 lið 18 tál 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 28. nóvember 1985 . » .

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.