Þjóðviljinn - 28.11.1985, Page 13

Þjóðviljinn - 28.11.1985, Page 13
HEIMURINN Suður-Afríka Verslanir hvítra hundsaðar Pretoria — íbúar blökkumanna- hverfa umhverfis Pretoria, höf- uðborg Suður-Afríku, hvöttu í gær blökkumenn um allt land til að sniðganga verslanir hvítra manna í desembermán- uði en þá er verslun hvað mest vegna jólanna. Var gripið til þessa til að mótmæla morðum lögreglunnar á 13 blökku- mönnum í hverfinu Mamelodi í síðustu viku. Kirkjuleiðtogar og framámenn í Lýðræðisbandalaginu, UDF, skýrðu frá þessari ákvörðun á blaðamannafundi í Pretoria í gær. Par voru einnig sjónarvottar að átökunum sem urðu í Mamel- odi en fréttamenn fengu ekki að vera viðstaddir þegar þau urðu. Að sögn sjónarvottanna var fjöldi blökkumanna samankom- inn til að mótmæla verðlagi og ýmsu öðru þegar lögreglan um- kringdi fundinn. Táragasi var skotið úr lögregluþyrlu sem svei- maði yfir hópnum og olli það mikilli ringulreið. Þegar fólk reyndi að komast í burtu réðust öryggissveitir á það og börðu með kylfum. Meira táragasi var varpað en þegar það þraut gripu öryggissveitirnar til skotvopna. Sumir þeirra sem létust voru skotnir til bana, aðrir tróðust undirogþriggja mánaða barn lést af völdum táragassins. Atburðirnir í Mamelodi eru þeir verstu sem orðið hafa í landinu síðan í marsmánuði sl. þegar 20 manns voru skotnir til bana í Höfðanýlendu. Þá reis mikil mótmælabylgja um allan heim. Alls hafa yfir 930 manns fallið í óeirðum sem staðið hafa í landinu að heita má linnulaust síðan í febrúar í fyrra. Samanga- liso Mkhatshwa aðalritari ka- þólska biskuparáðsins í Suður- Afríku sagði á fundinum í gær að sú skoðun breiddist ört út meðal blökkumanna að í gangi væri skipulögð útrýmingarherferð á hendur þeim. „Landið er að verða eitt risastórt fangelsi þar sem þúsundum andstæðinga að- skilnaðarstefnunnar er haldið í prísund. Ástandið líkist æ meir borgarastyrjöld," sagði hann. í fyrrinótt skaut lögreglumað- ur blökkumann til bana í ná- grenni Vryburg en þar höfðu blökkumenn ráðist á verslun í eigu blökkumanns sem á sæti í bæjarstjórninni og vörpuðu að henni bensínsprengjum. Við sama tækifæri fengu karl og kona alvarleg brunasár þegar bensíni var hellt yfir þau og kveikt í. í Jóhannesarborg tilkynnti UDF að 40 manns, þám. ung- lingar niður í 16 ára aldur, hefðu hafið hungurverkfall en þetta fólk hefur flest allt setið í fangelsi síðan herlög voru sett í Jóhannes- arborg í júlímánuði sl. Verkfall- inu er ekki beint gegn yfirvöldum fangelsisins heldur krefst fólkið þess að herlögin verði numin úr gildi, að pólitískum föngum verði sleppt og að öryggissveitir verði fluttar brott úr hverfum blökku- manna. Skák Sovétmenn heims- meistarar Genf — Sovétmenn báru sigur úr býtum á fyrsta heimsmeist- aramóti landsliða í skák en þvi lauk í Luzern í Sviss í gær. Ungverjar hrepptu silfurverð- launin en bronsið féli í hlut englendinga. 1 níundu og síðustu umferðinni unnu sovétmenn nauman sigur á vesturþjóðverjum 3,5-2,5 á með- an ungverjar burstuðu sveit Afr- íku, 5-1. Englendingar töpuðu hins vegar fyrir svisslendingum 4- 2. Frakkar unnu kínverja 3,5-2,5 en rúmenar og argentínumenn skildu jafnir, 3-3. Hæsta vinningshlutfall á 1. borði hlaut gamla kempan og fyrrum heimsmeistari Viktor Kortsnoj sem keppti fyrir Sviss. Hlaut hann 7,5 vinninga af 9 mögulegum. Næstir komu annar fyrrum heimsmeistari, Boris Spasskí, sem keppti fyrir Frakk- land og ungverjinn Lajos Port- isch, þeir hlutu 5,5 vinninga. Lokastaðan á mótinu varð því þessi: 1. Sovétríkin 37,5 vinninga 2. Ungverjaland 34,5 v. 3. England 30,5 v. 4. -5. Frakkiand og Rúmenía 28,5 v. 6. Sviss 27,5 v. 7. Kína 27 v. 8. Argentína 25,5 v. 9. Vestur-Þýskaland 23,5 v. 10. Afríka 7 v. Sovétríkin Heimurinn bíður ákvörðunar Reagans Moskvu — Leiðtogi Sovétríkj- anna, Mikhail Gorbatsjof, hélt í gær ræðu f Æðstaráði Sovétr- íkjanna og hvatti þar Bandarík- in til að taka þátt í banni við tilraunum með kjarnorkuvopn eins og í gildi er í Sovétríkjun- um. Slík ákvörðun myndi auka traustið í samskiptum stór- veldanna. Ræða Gorbatsjofs var löng og fjallaði um öll svið sovéskrar utanríkisstefnu. í henni lét Gor- batsjof í Ijósi ánægju með leiðtogafundinn í Genf en sagði að heimurinn biði enn eftir því að Bandaríkin hættu við geimvarn- aráætlun sína og ynnu að því af heilindum að draga úr kjarnorku- kapphlaupinu. Ef Reagan héldi fast við Stjörnustríð myndu so- vétmenn neyðast til að gera langdræg kjarnorkuvopn sín öflugri og nákvæmari svo þau gætu rofið varnarmúrinn sem geimvarnaráætlunin gerir ráð fyrir að koma upp. Gorbatsjof fjallaði einnig um viðræður leiðtoganna um stað- bundin átök og sagði að Reagan gerði Sovétríkin ábyrg fyrir þeirri spennu sem ríkir í Afganistan, Nicaragua, Kampútseu og Eþí- ópíu. Það væri hins vegar vilji so- vétmanna að kalla heri sína heim frá Afganistan en það yrði þó ekki gert fyrr en önnur ríki myndu ábyrgjast hlutleysi lands- ins. Sakaði hann bandaríkja- menn um að vopna „glæpamenn" sem berðust gegn stjórnarher Af- ganistan. Mið-Ameríku Atök harðna á öllum vígstöðvum Tilraunir Contadora-hópsins tilfriðarumleitana bera lítinn árangur og gœtufarið endanlega út um þúfurfyrir jól Mexíkóborg — í þremur ríkjum Mið-Ameríku eiga sér stað vopnuð átök stjórnar og stjórnarandstöðu og alls stað- ar hafa vopnaviðskipti færst í auka undanfarnar vikur. Á sama tíma virðast tilraunir svonefndra Contadora-ríkja til að koma á friði eftir diplómat- ískum leiðum vera að renna út í sandinn. í Nicaragua hafa Bandaríkin stóraukið stuðning sinn við contra-skæruliðana sem berjast gegn réttkjörinni stjórn Sandín- ista. Liðsmönnum skæruliða fer fjölgandi og nýlega samþykkti bandaríska öldungadeildin að heimila þeim að kaupa hergögn — flugvélar, jjyrlur og liðsflutn- ingabíla — fyrir 27 miljón dollara fjárveitingu sem upphaflega átti að verja til mannúðaraðstoðar, þe. til heilsugæslu oþh. Báðir deiluaðilar segja að næstu 12 mánuðir kunni að skipta sköpum um úrslit í stríðinu og báðir spá fyrir um hörð átök á næstunni. í E1 Salvador hafa skæruliðar hert sóknina gegn stjórnarhern- um eftir nokkurra mánaða lægð í hernaðaraðgerðum. Að sögn stjórnarhersins felldu skæruliðar 82 hermenn og særðu 375 í októ- bermánuði og eru þetta hæstu tölur sem sést hafa það sem af er árinu. Segjast yfirmenn hersins hafa neyðst til að upphugsa nýja herstjórnarlist í ljósi aukins sókn- arþunga hjá skæruliðum. Og í Guatemala segja hernað- arsérfræðingar að vinstrisinnaðir skæruliðar sem berjast gegn stjórn Oscar Humberto Mejia Victores beiti nú fleiri skotvopn- um, stærri herdeildum og þyngri vopnum en áður. Storaukin vígvæðing Contadora-ríkin svonefndu hafa nú í tæp þrjú ár gert tilraunir til að koma á friðarsamningum í Mið-Ameríku sem öll ríki geti Hermenn undir vopnum eru nú margfalt fleiri í Mið-Ameríku en fyrir þremur árum, þeir eru betur þjálfaðir og betur vopnum búnir. Hér er verið að þjálfa Contra-skæruliða í Nicaragua. skrifað undir en árangur hefur verið heldur rýr. í hópnum eru fjögur ríki álfunnar, Mexíkó, Venesúela, Kólumbía og Pa- nama, og dregur hann nafn af eyju úti fyrir ströndum Panama þar sem fyrsti fundur ríkjanna var haldinn í janúar 1983. Starf þessa hóps hefur mætt mikilli velvild á alþjóðavettvangi en samt sem áður lítur svo út sem tilraunir hans séu endanlega að fara út um þúfur. í þessum mánuði rann út frest- ur sem hópurinn hafði sett sér til að ljúka gerð friðarsamninga. Hann hefur nú verið framlengdur til 22. desember nk. Meðan fund- að var um væntanlegan friðar- samning í Luxemborg fyrr í mán- uðinum kom til skotbardaga milli herskipa frá Nicaragua og E1 Sal- vador á Fonsecaflóa og banda- ríska þingið sýndi hópnum þá kurteisi að samþykkja ofan- nefnda heimild til kontrunnar í Nicaragua. Reyndar má segja að þau þrjú ár sem Contadora-ríkin hafa reynt að koma á friði hafi ein- kennst að meiri vígvæðingu heimshlutans en nokkru sinni áður. Að sögn bresku stofnunar- innar IISS (International Instit- ute for Strategic Studies) hefur fjölgað í stjórnarherjum Mið- Ameríku úr 48 þúsundum í 172 þúsund menn undir vopnum. Á sama tíma hefur fjöldi skæruliða fimmfaldast og liðsmenn beggja eru betur þjálfaðir og vopnaðir en nokkru sinni fyrr. Á þessum árum hafa 25 þúsund manns fallið í hernaðarátökum. Reagan í veginum Fréttaskýrendur í Mið- Ameríku segja að tilraunir Contadora-hópsins séu dæmdar til að misheppnast nema stór- veldin taki þátt í lausn deilunnar. Það sem verður fyrst og fremst að breytast er afstaða Bandaríkj- anna. Þegar Reagan kom til valda fyrir fimm árum sór hann þess eið að stöðva „framrás kom- múnismans" í Mið-Ameríku. Að hans mati ætla sovétmenn og kú- banir að nota Nicaragua sem fót- festu og breiða þaðan út kom- múnismann í öllum löndum ál- funnar. í krafti þessarar kenning- ar hafa þeir dælt fé og hergögnum í skæruliðana í Nicaragua og sett landið í viðskiptabann. Contadora-ríkin virðast vera að skilja þetta því ef þeim mis- tekst að ljúka friðarsamningum fyrir jól munu þau hætta tilraun- um sínum að því er utanríkisráð- herra Panama, Jorge Abadia, segir. Reyndar er bent á að traustið sem menn báru til ríkj- anna fjögurra hafi orðið fyrir al- varlegum hnekki í byrjun þessa mánaðar. Þá ákvað forseti Kól- umbíu, Belisario Betancourt, að beita hervaldi til að binda endi á gíslatöku skæruliða í dómhúsi Bogota, höfuðborgar landsins. Sú ákvörðun leiddi til meiriháttar blóðbaðs þar sem hartnær 100 manns létu lífið. Forseti Mexíkó, Miguel de la Madrid, var einn ör- fárra sem hrósuðu Betancourt fyrir þessa ákvörðun. ERLENDAR FRÉTTIR haraldsson/REUl ER Fimmtudagur 28. nóvember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.