Þjóðviljinn - 28.11.1985, Page 14
VJÐHORF
Þjóðviljinn og ætlunarverk
Reagans í Nikaragua
eftir Vigfús Geirdal
Pann 22. og 23. október sl. birtust
tvær greinar um ástand mála í Nikar-
agúa; sú fyrrri var „klippt og skorin"
hugleiðing Árna Bcrgmanns en hin
síðari, sem bar yfirskriftina: Er Rcag-
an að takast ætlunarverkið?, var að
uppistöðu endursögn Þrastar Har-
aldssonar á nýlegum leiðara norskra
blaðsins Ny Tid. Tilefni beggja
greinanna var hið sama: Að bregðast
við skrifum Morgunblaðsins um að
almenn mannréttindi heföu verið af-
numin í Nikaragua, þ.a.e.s. prent-
frelsi, fundafrclsi ogsíðast en ekki síst
friðhelgi heimilisins.
Ég get ekki sagt að cg hafi hnotið
um margt þcgar ég las þessar greinar
fyrst. Þvert á móti fannst mér margt
skynsamlcga sagt, einkum áherslan
sem lögð var á að líta atburðina í
gagnrýnu Ijósi. Engu að síður var
eitthvað sem olli mér hcilabrotum
eftir á, svo aö spurningar vöknuðu:
Hver er stefna Þjóðviljans í málefn-
um Mið-Amcríku? Hvaða stefnu hef-
ur blaðið í miðlun upplýsinga til les-
enda? Hvert er frumkvæði blaðsins?
Og úr því að boðuð var gagnrýnin
hugsun: Hverjar cru heimildirnar?
Hvernig cr unniö úr þeini? Hvaða
sjónarmið koma fram og hvernig eru
þau rökstudd? I hverra þágu cr skril'-
að?
Með þessar spurningar í huga lang-
ar mig til að fjalla örlítið um greinar
þeirra félaga.
Staksteinum
svarað
Það sem rekur Árna Bergmann til
að munda bitjárnin eru orð Stak-
steina Morgunblaðsins unr að nú sé
fokið í flest skjól fyrir vinstrisinna á
Vesturlöndum því að búið sé að af-
nema mannréttindi í draumaríki
þeirra Nikaragua. Hann bendir
Morgunblaðinu vinsamlegast á að
þetta sé nú ciginlega högg undir belt-
isstað því að Þjóðviljinn hafi líka birt
frétt um afnám mannréttinda í Nikar-
agua. Að vísu hal'i þeim Þjóðvilja-
mönnum orðið það á að hringja í
sendiráðsritara Nikaragua í Stokk-
hólmi til að heyra hans sjónarmið „og
samkvæmt þeim oröuni virðist ekki
neitt skelfilegt á ferö í bili" (leturbr
mín). Árni vill samt „láta uppi þá von
að frásögn sendiráösmannsins sé nær
hinu sanna...". Engu að síður tclur
Árni varlegt að treysta nokkrum
sköpuðum hlut í þessum efnum. Að
mati hans er það „gönrul og ný
reynsla að þegar ófriður er í landi fara
mannréttindi halloka" og þótt herjað
sé á Nikaragua þá er síst ástæða fvrir
vinstrisinnaða meðhaldsmenn Sand-
inistaað látasem þaðskipti ekki máli,
hvort mannréttindi eru virt eða ekki.
Menn eiga að gera meiri kröfu lil
Sandinista en annarra valdhafa Róm-
Það þarfhins vegar ekki að skyggnast
ýkja djúpt til að koma auga á annan
tilgang með þessum greinaskrifum,
tœplega jafn háleitan og umhyggjufyrir
mannréttindum. “
önsku Ameríku (það gera Moggar
heimsins). Viðskiptastríð og hernað-
ur Bandaríkjanna gegn Sandinista-
stjórninni gæti orðið til þess að hún
„freistaðist til að láta stríðsástand,
umsátursástand, réttlæta það að
nauðsynleg mannréttindi væru af-
numin" (leturbr. mínar). Afleiðingin
yrði svo eitt einflokksríkið enn.
Ekki nægði þetta til að þóknast
Morgunblaðinu. Þröstur Haraldsson
sá er gert hafði sig sekan um að
hringja til útlanda, sem er óvenjulegt
áræði á Þjóðviljanum, varð að bæta
fyrir syndir sínar.
Endursögn Þrastar er í mjög svip-
uðum anda og grein Árna Berg-
manns. Bent er á hversu hart hernað-
arrekstur Sandinista kcmur niður á
þjóðarbúinu. Viðskiptabann Banda-
ríkjanna bitnar harðast á milli- og
yfirstéttinni, en 60% iðnfyrirtækja
eru í einkaeign og þau finna mest fyrir
viðskiptabanninu. Fólk er ósátt við
ýmis forréttindi sem Sandinistar hafa
tekið sér, en reynslan af byltingum í
þriðja heiminum (og þeim nr. 2) vill
því miður vera sú „- að þegar í harð-
bakkann slær birtast skuggahliðar
mannskepnunnar hver af annarri.
„Ótti við andstöðu innanlands og að-
gerðir gegn henni, aukin skriffinnska,
forréttindi fyrirvaldhafana. Mcðallri
virðingu fyrir þeirn framlörum sem
orðið hafa á Kúbu eftir að byltingin
var gerð: Þróunin í Nikaragua stefnir
æ markvissar í „kúbanska átt"."
Þeir sem hafa alla tíð barist gegn
byltingunni ættu hins vegar ekki að
setja sig í dómarasæti. Hér hleypir
Þröstur í sig kjarki og bætir við frá
eigin brjósti að þetta mættu sko á-
kveðnir pennar við Aðalstræti taka til
sín. En niðurstaðan er óumflýjanlega
þessi: „Því miður eru of mörg teikn á
lofti um að Nikaragua sé komið inn á
braut sem í versta falli endar í alræði
undir merkjum marxlenínismans. Sá
þjóðfélagsskilningur á ekkert skylt
við frelsandi lýðræðislegan sósíal-
isma” (leturbr. mín).
Framkvæmdastjóri
Starf framkvæmdastjóra BSRB er laust til
umsóknar.
Umsóknirberistskrifstofu BSRB, Grettisgötu
89, fyrir 15. desember n.k.
Upplýsingar gefur formaöur Bandalagsins.
Stjórn BSRB
Umsjónarmaður
helgarblaðs
Þjóðviljinn óskar að ráða umsjónarmann með helgar-
blaði. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og
hafa frumkvæði. Reynsla af blaðamennsku eða hlið-
stæðum störfum æskileg. Ef þú hefur áhuga, sendu
okkur skriflega umsókn hið fyrsta.
Þjóðviljinn
Þetta var í aðalatriðum innihaldið í
greinum þeirra Árna Bergmanns og
Þrastar Haraldssonar.
Þjóöviljinn
fylgirit
Morgunblaðsins?
Éger kominn á miðjan aldurog svo
langt sem ég man hafa flest skrif Þjóð-
viljans gengið út á það að svara Morg-
unblaðinu. Lengi vel var þetta gert af
talsverðri leikni þannig að við unn-
endur Þjóðviljans gátum með stolti
sagt eins og Jón Sterki: „Sáuð þið
hvernig ég tók hann?“. En á síðari
árum minna þessi andsvör Þjóðvilj-
ans sífellt meir á máttvana tilburði
bersyndugs manns við að bera hönd
fyrir höfuð sér. Þjóðviljinn er svo
háður Morgunblaðinu að lesendur
hans eru beinlínis neyddir til að
kaupa Moggann til að fá botn í hlut-
ina (því miður eru tengslin ekki gagn-
kvæm).
Ef til vill eru það einmitt leifar
fornrar dýrkunar á þeim Marx, Lenín
og heilögum anda Stalíns, hversu
snobbaður Þjóðviljinn hefur alla tíð
verið fyrir hvers konar „authoriteti"
hvort heldur eru sérfræðingar,
flokksforingjar eða „hið virta blað",
Morgunblaðið. Það hefur ævinlega
skipt Þjóðviljann meira máli hver
segir en hvað er sagt.
Þeir Þjóðviljamenn hafa lært það af
biturri reynslu að valt er að trúa á þau
„draumríki" sem upp hafa sprottið af
bændabyltingum þessarar aldar, en
lærdómurinn sem þcir hafa dregið er
því miður ekki gagnrýnin hugsun.
Þegar Árni Bergmann reynir að
hugsa á gagnrýninn hátt þá fer honum
eins og kcrlingunni, sem vildi hafa
vaðið fyrir neðan sig og ákvað því að
gera ekki upp á milli þeirra andskot-
ans og guðs almáttugs og stóð því
alltaf upp í kirkjunni þegar þessi
andstæðu máttarvöld bar á góma. Ef
Árni segir eitthvað með þá skal hann
ævinlega segja eitthvað á móti og
jafnframt reynir hann að láta líta svo
út sem engin afstaða sé tekin. Þetta á
að bera vott um hlutlægni en er aðeins
sorglegt dæmi um lélega blaða-
mennsku.
Samtal Þrastar Haraldssonar við
sendiráðsritara Nikaragua var já-
kvæð viðleitni til sjálfstæðrar blaða-
mennsku af hálfu Þjóðviljans sem
fylgja hefði átt eftir með fleiri
símhringingum í aðila sem hlut eiga
að máli og fá þannig sem flest sjón-
armið. Síðan hefði Þjóðviljinn getað
reynt að leggja rökstutt mat á þessi
mál, m.a. á grundvelli upplýsinga frá
hlutlausum aðilum eins og alþjóða-
friðarrannsóknarstofnunum í Osló
(PRIO) og Stokkhólmi (SIPRI).
Þetta var því miður ekki gert, ein
skitin Staksteinagrein kom e.t.v. íveg
fyrir það. Þess í stað voru lesendur
blaðsins mataðir á órökstuddum hálf-
fullyrðingum:
1. Sandinistarnotfærasérástandið
í Nikaragua til að réttlæta
skerðingu mannréttinda.
2. Sandinistareruaðverðaforrétt-
indastétt (í Somozastíl?).
3. Skuggahliðar mannskepnunnar
koma fram í byltingum í þriðja
heiminum.
4. Viðskiptabann Reagan stjórn-
arinnar kemur verst niður á iðn-
fyrirtækjum í Nikaragua sem
eru í einkaeigu.
5. Byltingin í Nikaragua getur í
versta falli endað með
marxlenínísku alræði á kúb-
anska vísu.
Endurspegla þessi sjónarmið
stefnu blaðsins? Sú viðleitni, sem
fram kemur í greinum þeirra Árna og
Þrastar til að hafa vit fyrir fávísum
lesendum, ber tæplega vott um að
Þjóðviljinn hafi lært mikið af fortíð-
inni. Þjóðviljinn hefur ekkert frekar
efni á að setja sig með þessum hætti í
dómarasæti en „ákveðnir pennar við
Aðalstræti".
Lesendur Þjóðviljans eiga á hinn
bóginn siðferðilegan rétt á því að
blaðið miðli þeim upplýsingum um
málefni Nikaragua - ekki til að
sannfæra þá um „draumaríkið", held-
ur til að þeir hafi forsendur til að
skilja hleypidómalaust hvað er að
gerast og geti myndað sér skoðanir
samkvæmt því. Óg það getur verið
langur vegur á milli skilnings á til-
teknu ástandi og þess sem maður tel-
ur æskilegasta þróun.
Að rýna í
gegnum heimildirnar
Til að lesendur geti myndað sér
skoðanir á gagnrýninn hátt, þurfa
þeir m.a. að vita sitt lítið um „upp-
sprettur" fréttanna svo að þeir geti
gert sér grein fyrir þeim sjónarhóli
sem fréttirnar eru skrifaðar út frá.
Það er talið að 65% allra frétta sem
miðlað er um heiminn séu á einn eða
annan hátt komnar frá bandarískum
fréttastofnunum. Lönd í þriðja heim-
inum eiga það algerlega komið undir
vilja og fordómum vestrænna frétt-
astofnana (og Tass) hvað teljast frétt-
ir úr þeim heimshluta og vitað er að
tiltölulega fáir fréttaritara þessara
stofnana eru mæltir á tungu fólks í
þeim löndum sem þeir senda fréttir
frá (þekking á máli innfæddra er ekki
endilega trygging fyrir góðri frétta-
mennsku eins og við íslendingar vit-
um manna best).
Morgunblaðið hafði frétt sína um
afnám mannréttinda í Nikaragua frá
bandarísku fréttastofunni Associated
Press (AP), stærstu fréttastofu heims
sem talið er að nái til eins milljarðs
lesenda á degi hverjum. Þjóðviljinn
hafði sína frétt aftur á móti frá ensku
fréttastofunni Reuters sem mun vera
3. stærsta fréttastofa veraldar. Hvor-
ugur þessara auðhringja verður
beinlínis sakaður um að vera málsvari
fátækrar alþýðu né sósíalisma. Lík-
legra er að fréttamatið ráðist nokkuð
af sölugildi „vörunnar". Um svipað
leyti og þessar fréttir bárust frá Nikar-
agua komu fréttir um að herlög hefðu
verið sett í Argentínu og á afmörkuð-
um svæðum í Suður-Afríku. Það er í
raun lærdómsríkt að bera saman
fréttaflutning af þessum atburðum í
þremur ólíkum ríkjum.
Njósnastofnanir risaveldanna
(engir hafa aðgang að jafnmiklum
upplýsingum) og fjölþjóðlegir
auðhringir leggja mikið upp úr því að
stýra skoðanamyndun almennings
með áróðri og „rangupplýsingum"
(disinformation, dezinformatsiya).
Édward Bernays sem sá um almanna-
tengsl fyrir bandaríska auðhringinn
United Fruit Co. fyrir á þessari öld
sagði: „Þeir sem stjóma þessum
dulda gagnráði þjóðfélagsins mynda
ósýnilega ríkisstjórn sem er hið raun-
verulega stjórnvald landsins".
Bandarísk þingnefnd sem kennd
var við Frank Church öldungadeild-
arþingmann komst að því árið 1975
að CIA ætti meira en 200 fréttastofur,
blöð, tímarit og bókaútgáfur víðs veg-
ar um heim (New York Times bætti
50 stofnunum við þennan lista). Gera
má ráð fyrir að Bandaríkjastjórn verji
milljörðum dollara í upplýsinga- og
áróðursstarfsemi.
Þetta er ekki sagt til að mála skratt-
ann á vegginn heldur til að undir-
strika að fjölmiðlaáróður er fastur
liður í þeirri formúlu sem Bandaríkja-
stjórn fer eftir þegar hún framkvæmir
íhlutunarstefnu sína.
í hverra þágu?
Greinar þeirra Arna Bergmanns og
Þrastar Haraldssonar voru skrifaðar
undir því yfirskini að ekki mætti fyrir
nokkurn mun afnema prentfrelsi,
fundafrelsi og friðhelgi heimilisins í
Nikaragua.
Það þarf hins vegar ekki að skyggn-
ast ýkja djúpt til að koma auga á
annan tilgang með þessum greina-
skrifum, tæplega jafn háleitan og um-
hyggju fyrir mannréttindum. Hand-
hafar „frelsandi lýðræðislegs sósíal-
isma" á Islandi telja það ekki hag-
kvæmt að styðja baráttu skítugra og
vannærðra leiguliða í Mið-Ameríku
fyrir því að fá að ráða örlögum sínum
sjálfir. Það gæti komið blettur.
Vigfús Geirdal
Er ekki tilvalið
að gerast áskrifandi?
DJÓÐVIIJINN
Styrkir til háskóia
náms í Svíþjóð
Sænsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til háskóla-
náms í Svíþjóð námsárið 1986-87. Styrkfjárhæð er 3.510 s.kr. á
mánuði í 8 mánuði. - Jafnframt bjóða sænsk stjórnvöld fram þrjá
styrki hana íslendingum til vísindalegs sérnáms í Svíþjóð á háskóla-
árinu 1986-87. Styrkirnir eru til 8 mánaða dvalar, en skipting í styrki
til skemmri tíma kemur einnig til greina.
Umsóknum um framangreinda styrki skal komið til menntamála-
ráðuneytisins, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík fyrir 15. janúar n.k. og
fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt meðmælum. - Sérstök um-
sóknareyðublöð fást í ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið
22. nóvember 1985.
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN 28. nóvember 1985