Þjóðviljinn - 28.11.1985, Side 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663.
Fimmtudagur 28. nóvember 1985 275. tölublað 50. órgangur
DJOÐVILJINN
Mosfellshreppur
Ibúamir unnu sigur
Fjölmennur borgarafundur ífyrrakvöld kom í vegfyrir hrossakaup
sjálfstœðismanna íhreppsnefnd við borgaríhaldið. Aðalheiður
Magnúsdóttir Abi: Mikillsigur. Einróma afstaðafundarmannagegn
fulltrúum Sjálfstœðisflokks. Á fjórða hundrað undirskriftir hafa
safnast í hreppnum. Fróði Jóhannsson: Afar ánœgjulegt
Aþessum borgarafundi kom
fram ótvíræður vilji íbúanna
hérna um að hætta við þennan
samning við Reykjavíkurborg og
ég tel það mikinn sigur. Fundur-
inn tók einróma afstöðu gegn
áformum meirihlutans um að af-
sala sér þessum jörðum til
Reykjavíkurborgar, og ég á ekki
von á að það verði gert eftir þetta,
sagði Aðalheiður Magnúsdóttir
fulltrúi Alþýðubandalagsins í
í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar
á næsta ári mun Reykjavíkurborg gefa út
almanak. Þar verður gerð grein fyrir afmælis-
dagskrá og getið sem flestra merkisatburða,
sem fram fara í Reykjavík á afmælisárinu.
Félög, samtök, stofnanir og aðrir aðilar, sem
óska eftir að koma upplýsingum á framfæri í
almanakinu eru vinsamlegast beðin að
senda skriflegar upplýsingar til
framkvæmdastjóra undirbúningsnefndar
fyrir föstudaginn 6. des. n.k.
hreppsnefnd Mosfellshrepps í
gær þegar hún var spurð um af-
stöðu borgarafundar í Mosfells-
sveit til fyrirhugaðs samnings
Mosfellshrepss og Reykjavíkur-
borgar um kaup á köldu vatni.
Fundurinn sem var mjög vel
sóttur samþykkti einróma tillögu
um að hreppurinn hætti við að
afsala sér forkaupsrétti á nokkr-
um jörðum til Reykjavíkurborg-
ar gegn því að Reykvíkingar sjái
um framkvæmdir við vatnslagnir.
Ef gengið hefði verið að samn-
ingnum, sem borgarráð hefur
þegar samþykkt, hefði lögsaga
hreppsins minnkað til muna, eins
og Þjóðviljinn hefur áður greint
frá. Meirihluta hreppsnefndar
var þannig stillt upp við vegg á
fundinum og mun hann líklega
ekki sjá sér annað fært en að
hætta við að afhenda flokks-
bræðrunum í Reykjavík þetta
land. Yfirlýsingfékkst umþaðfrá
hreppsnefnd á fundinum að mál-
ið yrði ekki afgreitt að sinni,
heldur yrði leitað annarra mögu-
leika til öflunar vatns eða samið
við Reykjavíkurborg á öðrum
forsendum.
„Við höfum nú safnað á fjórða
hundrað undirskriftum gegn
þessum fyrirætlunum sjálfstæðis-
manna í hreppnum og munum
láta listana liggja fyrir þar til
þetta verður endanlega komið á
hreint. Það er mjög ánægjuiegt
að íbúarnir hafi ákveðið að ekki
ætti að versla með hreppamörkin
á þennan hátt,“ sagði Fróði Jó-
hannsson varafulltrúi Abl. í gær.
Fulltrúar Framsóknarflokks og
Alþýðuflokks í hreppsnefnd, þau
Haukur Níelsson og Gréta Aðal-
steinsdóttir, hafa verið á sama
máli og Alþýðubandalagið í
þessu máli. -gg
Daí>sbrún/Vari
Vísað
til sátta-
semjara
Fyrsti sáttafundur líklega
boðaður í vikunni.
Við ákváðum það nú um helg-
ina í samráði við starfsmenn Vara
að vísa deilunni til sáttasemjara
og það var svo gert á mánudag-
inn. Eg á von á að boðaður verði
fundur nú í þessari viku, sagði
Magnús Geir Einarsson hjá
Dagsbrún í samtali við Þjóðvilj-
ann í gær.
Dagsbrún hefur undanfarnar
vikur verið að reyna að fá Baldur
Ágústsson eiganda öryggisþjón-
ustunnar Vara að samningaborð-
inu til að semja um laun starfs-
manna hans. Baldur hefur reynst
tregur til og fengið frest oftar en
einu sinni. Nú hefur Dagsbrún
semsé gefist upp á því og vísað til
sáttasemjara.
Kröfur Dagsbrúnar á hendur
Vara eru þær að starfsmönnum
verði greidd sömu laun og Secur-
itas greiðir fyrir sömu vfhnu, en
sem stendur fá starfsmenn Vara
30% lægri laun en félagar þeirra
hjá Securitas. -gg
Hafnarfjörður
Afengiskosningar í febrúar
Bœjarbúarfá að greiða atkvœði um opnun áfengisútsölu22. febrúarn.k.
Samþykkt með 9 atkvœðum íbœjarstjórn. Tillaga um að kosiðyrðisamhliða n.k.
bcejarstjórnarkosningum felld
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar
samþykkti á fundi sínum í
fyrrakvöld að fram fari atkvæða-
greiðsla meðal bæjarbúa þann
22. febrúar á næsta ári um hvort
heimila skuli opnun áfengisútsölu
í bænum. Tillagan var samþykkt
með 9 atkvæðum cn tveir bæjar-
fulltrúar sátu hjá.
Miklar umræður urðu á fund-
inum um þessar kosningar og
hvenær þær skuli fara fram. Tvær
tillögur komu fram um að kosn-
ingarnar færu fram samhliða
næstu bæjarstjórnarkosningum
og eins var lögð fram tillaga um
að gerð yrði skoðanakönnun
meðal bæjarbúa en úrslit kosn-
inganna eru bindandi fyrir bæjar-
yfirvöld. Tillagan um skoðana-
könnun var felld og einnig tillaga
um að kosningin færi fram sam-
hliða næstu bæjarstjórnarkosn-
ingum.
Rannveig Traustadóttir bæjar-
fulltrúi Alþýðubandalagsins sem
bar fram síðarnefndu tillöguna
sagði í samtali við Þjóðviljann að
hún hefði talið eðlilegra og sjálf-
sagðara að þar sem niðurstöður
kosninganna væru bindandi þá
ætti bæjarstjórn að tryggja sem
mesta þátttöku með því að láta
þær fara fram samhliða næstu
bæjarstjórnarkosningum og eins
væri ástæðulaust að leggja út í
kostnaðarsamar sérkosningar
svo nærri bæjarstjórnarkosninum
en áætlað er að umrædd kosning
muni kosta bæjarsjóð á bilinu
300-500 þús. kr.
-íg-
LÍFSKJÖR
LÝÐRÆÐI
Alþýðubandalagiðefnirtilopinsviðræöufundarmeö Reykvíkingum
í kvöld á Hótel Borg í kvöld og hefst fundurinn kl. 20.30.
Hvað gerðist á landsfundinum? Hvað næst?
Frummælendur á fundinum í kvöld veröa Ólafsdóttir varaformaöur flokksins,
Guörún Ágústsdóttir borgarfulltrúi, Ólafur Ragnar Grímsson formaöur
Guörún Helgadóttir aiþingismaöur, Óttar framkvæmdastjórnar og Svavar
Magni JóhannssonfráÆskulýðsfylkingu Gestsson alþingismaöur.
Alþýðubandalagsins, Kristín Á.
Guðrún Ágústsdóttir Guðrún Helgadóttir Kristín Á. Ólafsdóttir
Óttar M. Jóhannsson Ólafur R. Grímsson Svavar Gestsson
NY SOKN - NYTT FOLK - NYTT AFL
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ