Þjóðviljinn - 30.11.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.11.1985, Blaðsíða 3
Apartheid /SÍS Hylja nafn Suður-Afríku SÍS hefur dreift í matvöruversl- anir kaupfélaganna víða um land og Miklagarði í Reykjavík niðursoðnum ávöxtum undir heitinu IXL, en svo einkennilega vill til að stimplað hefur verið yfir framleiðslulandið, sem er Suður- Afríka. Spurning er hvort það það stenst fyrir íslenskum lögum en erlendis er skylda að geta framleiðslulands. „Þarna er verið að reyna að blekkja fólk og það er spurning hvort með þessu sé verið að brjóta lög, um það skal ég ekki segja fyrir víst“, sagði Sigríður Haraldsdóttir fulltrúi í neytenda- deild Verðlagsstofnunar þegar Þjóðviljinn bar þetta undir hana í gœr „Eg veit ekki hvers vegna stimplað hefur verið yfir fram- leiðslulandið, en það er ekki gert hér. Þessar vörur komu til okkar í október og ég var mjög hissa að sjá þetta. En við höfum ákveðið að kaupa ekki ávexti frá Suður- Afríku framar, a.m.k. ekki með- an uppskipunarbann gildir á þessum vörum. Ég held þetta stangist ekki á við lög hérlendis er skylda að geta framleiðslulands," sagði Sigursteinn Sigurðsson full- trúi í matvörudeild Sambandsins í samtali við blaðið í gær. Blaðamaður hringdi í gær í Kjörmarkað KEA á Akureyri og Attrœður Benedíkt Guðlaugsson Benedikt Guðlaugsson, Gaukshól- um 2 í Reykjavík er áttræður nú hinn 1. des. Hann fæddist að Kletti í Geira- dal en ólst upp hjá móðursystur sinni á Eyjum í Strandasýslu. Eftir það vann hann um skeið á ýmsum stöðum og stundaði nám við Hvítárbakka- skólann í Borgarfirði. Árin 1930-1932 vann Benedikt við garðyrkustörf á Reykjum í Mosfells- sveit. Fór þá til Danmerkur og stund- aði þar garðyrkjunám í 3 ár. Eftir heimkomuna vann Benedikt við garðyrkjustörf hjá Stefáni garðyrkju- bónda á Reykjahlíð í Mosfelíssveit uns hann stofanði garðyrkjubýlið Víðihlíð við Deildartunguhver í Reykholtsdal. Rak hann það í 40 ár en þá tók sonur hans við. Fluttist Benedikt þá til Reykjavíkur og hóf störf hjá Sölufélagi garðyrkjumanna þar sem hann vann í 9 ár. Var enda einn af stofnendum þess. Kona hans, Petra, er danskrar ættar og eiga þau nokkur börn. Benedikt hefur aldrei farið dult með skoðanir sínar á þjóðmálum og jafnan verið eindreginn vinstri mað- ur. Hann verður að heiman á afmælis- daginn. -mhg Mikligarður og kaupfélögin með niðursoðna ávextifrá Suður-Afríku en stimplað yfir nafn landsins. Sigríður Haraldsdóttir: Verið að reyna að blekkjafólk. Jón SigurðssoníMiklagarði: Vissi ekki af þessu. Sigursteinn Sigurðsson matvörudeild SÍS: Hissa þegar ég sá þetta. Spurning um lögmœti Vöruhús KÁ á Selfossi og fékk staðfest að IXL ávextir væru þar á boðstólum og stimplað væri yfir nafn Suður-Afríku á miðanum. „Ég vissi ekki um þetta fyrr en nú,“ sagði Björg Þórisdóttir verslunarstjóri í Kjörmarkaði KEA í gær. Jón Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Miklagarðs vissi ekki heldur um stimpilinn í gær þegar Þjóðviljinn var þar á ferð. I lögum um samkeppnishöml- ur og óréttmæta viðskiptahætti segir að óheimilt sé að veita rang- ar, ófullnægjandi eða villandi upplýsingar í auglýsingum eða með öðrum hætti eða beita slík- um viðskiptaaðferðum sem sama marki eru brenndar, enda séu upplýsingar þessar og viðskipta- aðferðir til þess fallnar að hafa áhrif á eftirspurn og framboð vara. Sem kunnugt er hefur fólk verið hvatt til að kaupa ekki suðurafrískar vörur, en þarna er vísvitandi reynt að koma í veg fyrir að fólk sjái hvaðan þær koma. -gg Akranes Öllum sagt upp Haförn h.f. sagði öllu starfsfólki sínu upp í síðustu viku Öllu starfsfólki fiskvinnslufyr- irtækisins Haförn á Akranesi var sagt upp störfum síðast liðinn föstudag og að öllu óbreyttu tekur uppsögnin gildi nú í þessari viku. Um er að ræða 60-70 manns. „Það er ekki ljóst enn hvort uppsagnirnar koma til fram- kvæmda, við erum að leita fyrir okkurmeð hráefni. Þesi hráefnis- skortur sem nú er stafar af því að annað skipa okkar, Höfðavíkin, er í viðgerð í Þýskalandi,“ sagði Guðmundur Pálmason fram- kvæmdastjóri Hafarnar í samtali við blaðið í gær. Eins og sjá má á myndinni er talsvert úrval af suðurafrískum vörum í Miklagarði, sem í mörgum fleiri verslunum. Innfellda myndin sýnir hvar stimplað hefur verið yfir nafn Suður-Afríku á IXL dósunum. Ljósm. Sig Stálvík h/f Ollum mönnum sagt upp Um 80 mann sagt upp ígœr. Endurskipulagning áfyrirtœkinu sögð verða ástæðan í uppsagnarbréfum. Launin gerð upp Ollum starfsmönnum Skipa- smíðastöðvarinnar Stálvíkur h/f í Garðabæ, tæplega 80 manns, var sagt upp störfum í gær. I upp- sagnarbréfum starfsmanna segir að fara eigi fram endurskipulagn- ing á fyrirtækinu og að endur- ráðningar hefjist strax og endur- skipulagning liggi fvrir í stórum dráttum. Eins og Þjóðviljinn skýrði frá í vikunni, höfðu starfsmenn ekki fengið greidd laun í nokkurn tíma en með uppsagnarbréfunum í gær voru launin gerð upp. Starfs- mönnum er sagt upp með samn- ingsbundum uppsagnarfresti sem er allt frá einni viku uppí þrjá mánuði. Stálvík hefur átt við töluverða greiðsluerfiðleika að etja sem og fleiri skipasmíðastöðvar sem hafa verið með raðsmíðaskip inni á gafli. Jón Friðriksson stjórnar- formaður Stálvíkur hefur lýst því yfir í samtali við Þjóðviljann að raðsmíðaskipið sem hefur verið í Stálvík í nær þrjú ár og stjórnvöld hafa staðið í vegi fyrir að hægt sé að selja, gleypi meira og minna allt rekstrarfé stöðvarinnar. -lg 1. desember Menningarvaka í Félagsstofnun Við lítum á þessa menningar- vöku sem nokkurs konar andsvar við hinni hefðbundnu dagskrá sem Vaka stendur nú fyrir, sagði Björk Vilhelmsdóttir í Félagi vinstri manna í HÍ í samtali við Þjóðviljann í gær. Félagið verður með menning- arvöku í Félagsstofnun á sunnu- daginn í tilefni 1. desember og hefst hún kl. 15.30. Dagskráin er fjölbreytt og lofar góðu. Þarna mun verða Djassbræðingur, Ein- ar Kárason les úr Gulleyjunni, Hörður Bergmann flytur erindi, Kristín Á Ólafsdóttir syngur, Gestur Guðmundsson flytur er- indi um stúdentahreyfinguna. Þórarinn Eldjárn les úr bók sinni Margsaga og Ásthildur sokka- bandskona syngur. -gg Drangey SK 115 miljónir í endursmíði Fjárfestingin á að borga sig upp á 10 árum Stjórn Fiskveiðasjóðs tekur á þriðjudaginn til afgreiðslu beiðni Utgcrðarfélags Skagfirð- inga um lánafyrirgreiðslu vegna endurbóta á skuttogaranum Drangey. Utgerðarfélagið hefur samið við skipasmíðastöð í Þýskalandi um gagngerar endur- bætur á togaranum og er kostn- aður áætlaður um 115 miljónir. Verkið á að taka tvo mánuði. Að sögn Bjarka Tryggvasonar framkvæmdastjóra Utgerðarfé- lags Skagfirðinga verður Drang- ey lengd um 6.6 metra, skipt um aðalvél, spilabúnaður endurnýj- aður, millidekk endursmíðað og komið fyrir frystibúnaði í lest og tækjum til heilfrystingar á karfa, grálúðu og djúprækju auk þess verður skipt um brú á togaran- um. Togarinn er orðinn 13 ára og það verður lítið eftir af honum nema skrokkurinn og siglinga- tæki sem flest eru nýleg. Hann mun koma með allan annan bol- fisk ísaðan að landi og auk þess vera með meltuvinnslu um borð. Bjarki sagði að áætlað væri að þessar framkvæmdir myndu borga sig upp á næstu 10 árum. -•g Lífskjör w< Fundur á Akranesi Lýöræði Aö loknum landsfundi Alþýöubanda- lagsins efnum viö til opins viöræöu- fundar með Akurnesingum á morgun, sunnudaginn 1. desember. Fundur- inn hefst kl. 17.00 og verður í Rein. Frummælendur eru Guðrún Ágústs- dóttir borgarfulltrúi í Reykjavík, Pálm- ar Halldórsson ritari Alþýðubanda- lagsins og Ólafur Ragnar Grímsson formaöur framkvæmdastjórnar. Guðrún Pálmar Ólafur Ný sókn - nýtt fólk - nýtt afl Alþýðubandalagið Laugardagur 30. nóvember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.