Þjóðviljinn - 30.11.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.11.1985, Blaðsíða 5
Reykjavík - láglaunasvæðið? Heildartekjur Vestfirðinga voru að meðaltali 591.5 þúsundir á sl. ári og höfðu aukist um 34.2% frá árinu 1981. Tekjur ein- staklinga voru lægri í öðrum landsfjórðungum. í Reykjavík voru meðalárstekjur 427.8 þús- und krónur og höfðu aukist um 28.2% frá árinu 1983. í úrtakskönnun sem náði til 2660 skattaframtala á landinu öllu er gerður samanburður á framtölum milli áranna 1984 og 1985, er tekjur einstaklinga á ár- inu 1983 og 1984. Það var Pjóð- hagsstofnun í samvinnu við skattstjórana sem framkvæmdi könnunina, en stofnunin hefur varað við túlkunum á henni og hefur ekki birt niðurstöðurnar opinberlega. Á hinn bóginn hljóta úrtakskannanir á fram- tölum svo margra einstaklinga að gefa mjög sterkar vísbendingar og skal hér reynt að gera grein fyrir helstu niðurstöðum ásamt með upplýsingum frá Kjararann- sóknarnefnd um vinnutíma. Vestfirðingar tekjuhæstir Samkvæmt tekjuúrtakinu voru Vestfirðingar tekjuhæstir á síð- asta ári með 591.5 þúsundir á árs- tekjur að meðaltali. Sunnlend- ingar í öðru sæti með 502.6 þús- und. Austfirðingar voru næstir í röðinni með 490.3 þúsund í árs- tekjur, þá var röðin komin að Norðurlandi vestra með 483.4 þúsund í árstekjur, Reyknesingar voru með 472.8 þúsund að með- altali í árstekjur, á Vesturlandi 428.1 þúsund, í Reykjavík 427.8 þúsund, í Norðurlandi eystra 418.9 þúsund og í Vestmannaeyj- um sem er getið sérstaklega í úrt- akinu voru meðalárstekjur 399.4 þúsund. Innan hvers fjórðungs kemur ýmislegt sérstætt fram. Þannig kemur t.d. í ljós að meðaltekjur á Vestfjörðum eru hæstar á ísafirði (641.3 þúsund) meðan þær eru 461.3 þúsund á Patreksfirði og 560.7 þúsund í Bolungarvík. Á Akranesi eru meðal árstekj- ur 404.5 þúsund en 503.7 þúsund í Ólafsvík. í Norðurlandi vestra eru tekj- urnar hæstar á Siglufirði, 510.9 þúsund en á Skagaströnd eru þær 456.5 þúsund. Á Norðurlandi eystra stingur fyrst í augu að tekj- ur á Akureyri eru ekki nema 397 þúsund að meðaltali. Á Austur- landi eru meðalárstekjur hæstar á Höfn í Hornafirði eða 513.4 þús- und en lægstar á Egilsstöðum 465.9 þúsund. Á Suðurlandi eru tekjur hæstar í Þorlákshöfn 569.3 þúsund en lægstar í Hveragerði 474.3 þús- und í árstekjur. I Reykjaneskjör- dæmi eru hæstar tekjur í Mos- fellssveit 574.7 þúsund en lægstar í Kópavogi 416.8 þúsund. Hreyfingar milli ára Tekjumunur áranna 1983 og 1984 er mjög athyglisverður. Þannig aukast tekjur Vestfirð- inga um 34.2% og einnig á Norð- urlandi vestra um 34.2%, á Vest- urlandi um 33%, á Suðurlandi um 29.6%, Reykjanesi um 28.5% í Reykjavík um 28.2% og í Austfirðingafjórðungi um 27.1%. Nú er margs að gæta um þessar tölur um aukningu á milli ára. Greinilegt er að mikil útgerðar- pláss bæta meira við sig en verslunar- og þjónustupláss, þ.e. vegna aukins afla og hærri tekna sjómanna á árinu 1984 en 1983. Meðaltekjur í Ólafsvík aukast um tæplega 40% á milli áranna meðan þær aukast rúmlega 28% í Borgarnesi samkvæmt úrtakinu. Á Austurlandi dregur Höfn í Hornafirði aukninguna nokkuð niður, en tekjur þar jukust um 22.3%, en í Neskaupstað um 28.7%. En þá er þess einnig að gæta, að í Höfn eru meðaltekjur háar fyrir eða 513.4 þúsund á ár- inu 1984. Meðaltalsaukning tekna á landinu öllu milli áranna 1983 og 1984 var 29.5% og eru Reykvík- ingar, Reyknesingar og Austfirð- ingar þeir einu undir landsmeð- altali. Á ýmsum stöðum höfðu tekjur maka aukist meira á árinu 1984 heldur en annars staðar. Þannig jukust tekjur maka í Borgarnesi um 42.1%, á Patreksfirði um 61.3%, ísafirði 38.5%, Sauðár- króki um 43.1%, Skagaströnd um 48.7%, Seyðisfirði og Egils- stöðum um 36%, Selfossi 44.6%, Þorlákshöfn um 47.1%, Tekjuúrtak úr skattframtölum 1984 og 1985 Heildartekjur Aukning milli ára Fjöldi Einhi./ Samtals Einhl.MakarSamt. framtala Eiginm. Eiginm. í úrtaki 1984 1985 1984 1985 VESTURLAND 184 266.5 354.4 321.9 428.1 33.0 - 33.0 Akranes 85 255.6 341.7 304.3 404.5 33.7 28.7 32.9 Borgarnes 49 274.9 342.0 348.2 446.1 24.4 42.1 28.1 Ólafsvík 50 301.2 425.3 630.1 503.7 41.2 33.1 39.9 VESTFIRÐIR 198 363.0 483.5 440.7 591.5 33.2 — 34.2 Isafjörður 100 395.4 526.1 478.6 641.3 33.0 38.5 34.0 Bolungarvik 49 339.1 459.1 418.6 560.7 35.4 27.8 34.0 Patreksfj. 49 282.4 368.9 339.8 461.3 30.6 61.3 35.8 NORÐURL.V. 199 291.3 392.5 360.1 483.4 34.7 — 34.2 Sauðárkrókur 70 287.1 385.0 343.9 466.3 34.1 43.1 35.6 Siglufjörður 50 305.9 398.7 393.1 510.9 30.3 28.7 30.0 Blönduós 39 273.1 387.4 353.3 483.7 41.9 20.1 36.9 Skagaströnd 40 294.0 411.7 324.1 456.5 40.0 48.7 40.8 NORÐURL.E. 369 262.9 343.4 321.3 418.9 30.6 — 30.4 Akureyri 195 250.5 322.3 308.6 397.0 28.7 28.4 28.6 Húsavík 74 287.4 393.5 346.1 472.1 36.9 34.0 36.4 Dalvík 50 298.4 404.8 361.8 486.5 35.6 29.1 34.5 Ólafsfjörður 50 311.1 407.1 367.6 477.1 30.8 23.6 29.8 AUSTURLAND 199 304.6 389.4 385.8 490.3 27.8 — 27.1 Neskaupsstaður 50 307.6 397.2 387.5 498.7 29.2 26.9 28.7 Höfn í Hornaf. 49 313.7 396.2 419.9 513.4 26.3 10.5 22.3 Seyðisfjörður 50 322.6 422.4 366.9 482.6 30.9 36.0 31.5 Egilsstaðir 50 281.0 351.7 364.9 465.9 25.2 36.0 27.7 SUÐURLAND 198 307.1 390.0 387.9 502.6 27.3 — 29.6 Selfoss 98 308.0 388.1 375.3 485.6 26.1 44.6 29.4 Hveragerði 50 268.4 345.7 376.6 474.3 28.8 18.9 26.0 Þorlákshöfn 50 339.9 438.5 428.8 569.3 29.0 47.1 32.8 VESTMANNAEYJAR 98 264.4 341.7 301.2 399.4 29.2 56.7 32.6 REYKJANES 625 302.9 388.6 367.9 472.8 28.3 — 28.5 Hafnarfjörður 150 301.8 397.6 376.2 491.8 31.8 26.1 30.7 Kópavogur 150 275.7 349.4 325.8 416.8 26.8 34.5 27.9 Garðabær 75 352.3 458.6 424.7 545.4 30.2 19.9 28.4 Keflavík 100 295.2 353.4 354.6 428.1 19.7 25.8 20.7 Seltjarnarnes 75 331.4 434.4 397.1 522.9 31.1 34.8 31.7 Mosfellssveit 75 330.0 437.2 427.0 574.7 32.5 41.8 34.6 REYKJAVÍK 590 283.1 359.4 333.7 427.8 26.9 - 28.2 LANDIÐ ALLT 2660 290.8 374.7 351.6 455.4 28.9 — 29.5 Vestmannaeyjum um 56. 7% og Mosfellssveit um 41.8%. Og þannig eru einnig dæmi um byggðarlög þar sem tekjur maka jukust minna en meðaltals- aukning segir til um, eins og t.d. í Höfn 10.5%, í Blönduósi 20.1% og Garðabæ 19.9%. Skýringar Óneitanlega kemur það manni á óvart að sjá að tekjur hafa aukist víðast hvar meira en á höf- uðborgarsvæðinu. Eiginlega hef- ur legið í loftinu að launaskrið hafi verið gífurlegt á höfuðborg- arsvæðinu í verslun og þjónustu og fjármagnstilflutningar af landsbyggðinni og suður sömu- leiðis ofboðsleg á þessu tímabili. Launaskriðið væri mun meira syðra en á landsbyggðinni. Ef þessi kenning væri rétt, þá væri rökrétt að álykta sem svo að tekj- ur framteljandavs á höfuðborgar- svæðinu milli áranna 1983 og 1984 hefðu aukist meira en ann- ars staðar í landinu. En eins og sjá má af áðurnefnd- um fölum, er ekki hægt að draga slíka ályktun. Eins og allir vita er hér um viðkvæmt mál að ræða og enginn er ginnkeytur fyrir ein- földum skýringum á þessum mun milli landsbyggðar og Reykjavík- ur, sem er með tekjuaukningu fyrir neðan meðaltalsaukningu á fslandi milli þessara ára. Ég spurði nokkra hagspaka menn og kunningja útá lands- byggðinni hvaða skýringar þeim flygi í hug í fljótu bragði. Flestir ' urðu náttúrulega hvumsa - en báðu mig blessaðan ekki láta mér detta í hug að búið væri að stela glæpnum frá höfuðborginni. Sumir bentu á skýringar einsog 1) Fólk á landsbyggðinni hefði mætt kjaraskerðingunni með meiri yfirvinnu heldur en launafólk á höfuðborgarsvæðinu. 2) Ellilíf- eyrisþegar væru fleiri á höfuð- borgarsvæðinu og það kæmi fram með lækkun tekna syðra í úrtak- inu. Síðarnefndu kenningunni er snarlega hafnað af þeirri einföldu ástæðu að úrtakið nær aðeins til fullvinnandi launafólks hvar- vetna á landinu. Lífeyrisþegar eru ekki með í úrtakinu. En ef fyrrnefnda kenningin væri rétt um meiri aukningu yfir- vinnu á landsbyggðinni en sem næmi launaskriði í Reykjavík þá ætti það að koma skýríega fram í yfirliti Kjararannsóknarnefndar sem mikil aukning yfirvinnu á ár- inu 1984 miðað við yfirvinnu 1983. Engin aukning Þegar tekið er saman hvernig vinnutími í hverri viku að meðal- tali hefur þróast annars vegar útá landsbyggðinni og hins vegar á höfuðborgarsvæðinu kemur í ljós, að aukningin er ekki meiri utan höfuðborgarsvæðisins en á Reykjavíkursvæðinu. Vinnutími hefur heldur lengst en það á jafnvel enn frekar við um Reykjavíkursvæðið en þess utan einsog sjá má af meðfylgjandi töflu um vinnutíma, sem unnin er uppúr fréttabréfum Kjararann- sóknarnefndar. Samanburðurinn nær til verkafólks, iðnaðar- manna, verslunarfólks og skrif- stofufólks. Breytingar milli áranna eru það litlar og ganga bæði yfir höf- uðborgarsvæðið og utan þess, - og skýra þannig á engan hátt hvers vegna tekjur hafa aukist víðast hvar meira milli áranna 1983 og 1984 heldur en í Reykja- vík. Nú hefur mælst verulegt launa- skrið í verslunar og skrifstofu- störfum, sem margir hafa haldið að hefðu hækkað meðaltekjur á höfuðborgarsvæðinu umfram landsbyggðina. En ekki er hægt að draga slíka ályktun af þessum tölum, því vinnutími hefur jafnvel lengst meira í Reykjavík heldur en annars staðar hjá versl- unar og skrifstofufólki, - án þess Vinnutíminn Höfuðborgarsvæðið 19831984 Verkam. (karlar) 50.6 50.3 Verkakonur 44.3 44.2 Iðnaðarm. 48.5 49.2 Versl.f.karlar 45.9 46.7 Versl.f.konur 45.4 45.8 Skrifst.karlar 43.6 44.3 Skr.st.konur 42.1 43.0 Utan höfuðborgarsvæðis 19831984 Verkam.(karlar) 52.8 52.3 Verkakonur 46.0 46.0 Iðnaðarm. 53.2 52.3 Versl.f.karlar 46.9 46.8 Versl.f.konur 44.4 44.8 Skrifst.karlar 44.1 44.3 Skr.st.konur 42.3 42.7 að sýni hærri meðaltekjur hjá íbúum á höfuðborgarsvæðinu. Flókið mál Þannig er ekki auðsætt hvers vegna tekjur á landsbyggðinni hafa aukist meira en á höfuð- borgarsvæðinu. Sjálfsagt eru skýringarnar margþættar og flóknar. Ekki geri ég tilraun til þess að telja þær upp, en sjálfsagt er aukinn afli snarasti þátturinn á landsbyggðinni í launaþróuninni milli þessara ára sem um er fjall- að. Óg neðanjarðarhagkerfið er áreiðanlega gildara syðra. Auðvitað er ekki vitað nógu mikið um dreifingu og tekjur ein- stakra hópa til að draga víðtækar ályktanir. Hitt er ljóst að launin hjá fólk- inu í landinu eru ekki í neinu sam- ræmi við þá launataxta sem um er samið á vinnumarkaðnum, - og vel getur verið að stórir hópar séu bundnir á taxta meðan fámennari hópar hafa stungið kauptaxta- þjóðina af. Aukinn tekjumunur, lélegra öryggisnet og frum- skógarlögmál á launamarkaði er afleiðingin. Það er einnig ótrúlegt hvernig vinnuþrælkunin heldur áfram í landinu og af töflunni um vinnu- tíma má sjá hve vinnutíminn er gífurlega langur. Það leiðir hug- ann að því, að þegar sérfræðingar eru að spá um þörfina á meiri atvinnu, virðist ekki vera tekið með í reikninginn að í vinnu- þrælkuninni í dag eru fólgnar þúsundir atvinnutækifæra. Og ef markið væri jafnframt sett á betri laun og styttingu vinnutíma, fyrst í 40 stundir og síðan í 35 stundir f raun, þá væri hægt að búa í hag- inn fyrir atvinnu handa mun fleirum en með álverksmiðjum - og jafnvel fiskeldisstöðvum. Lausnin á vanda okkar íslend- inga í efnahags- og atvinnumál- um, er áreiðanlega afskaplega flókin. En það sem þarf umfram allt annað að gera, er tiltölulega einfalt: Það þarf að hækka kaupið hjá fólkinu. Á landinu öllu. Oskar Guðmundsson Laugardagur 30. nóvember 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.