Þjóðviljinn - 30.11.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.11.1985, Blaðsíða 7
DJÓÐVILJINN Fjórar nýjar plötur, Atli Heimir, píanó, nótur. Mynd: Sig. Brœðslupottur heimsins íslensk tónlist ó tólf plötur fyrir alla. Atli Heimir segir fró merkri útgófu og ýmsu öðru: menn komast ekki upp með neitt múður Alltíeinu fjórar plötur þarsem íslenskir flytjendur leika tónlist eftir íslenska samtímahöfunda og annaö eins tvöfölt í vændum. Viö skreppum til Atla Heimis Sveinssonarframherja í tónskáldaliði og spurðum hverju sæti og hvernig þetta sé hægt. - Tónskáld hafa sennilega sýnt einna mestan félagsþroska af ‘ íslenskum listamönnum. Það þakka ég alltaf Jóni Leifs. Hann átti frumkvæðið að verkalýðsfé- laginu okkar, Tónskáldafélag- inu, og fyrir hans tilstuðlan varð til tæki til að gæta réttinda tón- skálda, STEF. Tónskáld hafa staðið fremst í réttindabaráttu listamanna. - Síðan var stofnuð íslensk tónverkamiðstöð, einskonar úti- bú frá Tónskáldafélaginu. Hún hefur það markmið að breiða út íslenska músík og er að mestu leyti rekin af tónskáldunum sjálf- um. Nótur -Nú er það svo í tónlistinni, að platan hefur orðið æ fyrirferð- armeiri með tímanum. Hér áður gáfu menn eiginlega bara út nót- ur; það voru nótnaprent sem gáfu út Mozart og Beethoven. Og Tónverkamiðstöðin hefur fyrst og fremst einbeitt sér að þessu hingað til. - Og það hefur lengi skort á með íslenska tónlist að hún sé að- gengileg á plötum. Reyndar er svolítið til frá Tónverkamiðstöð- inni: alþingiskantata Páls Ingólfs- sonar frá 1930, Sögusinfónía Jón Leifs, ein plata með verkum eftir okkur Leif Þórarinsson, plata með íslenskri orgeltónlist sem Ragnar Björnsson leikur; en þetta er ekki nándar nærri nóg. - Nú er komið ungt fólk til starfa í Tónverkamiðstöðinni, Karólína og Hjálmar, - til varð þessi áætlun um tólf plötur, og nú eru komnar út fjórar þeirra. - Afhverju núna? - Já, það er tónlistarár, og það er ágætt tilefni. íslendingar virðast reyndar hafa misskilið eitthvað þetta tón- listarár. Hér er verið að halda uppá afmæli Bach og Hándel og Allan Berg, Evrópuráðið sem samþykkti tónlistarárið ætlaðist til að það yrði helgað nútímatón- list. En nú hafa tónskáldin tekið sig saman um að nota þetta ár til átaks í þessum efnum, og fengið til þess stuðning frá ríkisútvarp- inu og menntamálaráðuneyti. - Hvernig veljast verk og höf- undar? - Fyrst og fremst er leitað til ákveðinna flytjenda, Guðnýjar Guðmundsdóttur, Önnu Áslaug- ar... Tónverkamiðstöðin og flyt- j endurnir velj a svo verkin saman; þetta eru í langflestum tilvikum verk sem þeir hafa flutt áður þannig að það er tiltölulega lítið mál að koma þessu á plötu. Þann- ig fer þetta að nokkru eftir efnum og ástæðum, í samvinnu þeirra sem semja músíkina og þeirra sem flytja hana. Og þegar upp er staðið ættu flestir höfundarnir að hafa komist að. - Sem var kominn tími til hjá sumum: ég held til dæmis að nú komi meiriháttar verk eftir Jón Nordal í fyrsta sinn út á plötu, - Jón hefur verið lengi að og samið um tuttugu hljómsveitarverk. Láta spíra Til hvers er þetta gert? Hvers vœnast menn af þessari útgáfu? - Þessar plötur eru auðvitað til sölu bæði hér og erlendis, og það væri ekki verra ef inn fengjust peningar þeirra vegna. En við fögnum því líka að verkin eru með þessu framtaki orðin að- gengilegri. Þetta er nútíminn, sjáðu: það er auðveldara að hlusta á plötu en að lesa nótur. Segjum að einhver hljómsveitar- stjóri ytra vilji kynna sér íslenska músík: Það er þægilegra að senda honum plötu að hlusta á en að láta hann fá nótur sem tekur dá- góða stund að lesa í gegn. Allra best er auðvitað að hann fái hvorttveggja. - Þessar plötur eiga eftir að kynna íslenska tónlist víða um heim, þær verða til á söfnum, í skólum, á útvarpsstöðvum... Menn fá engar milljónir í vasann, það er ekki markmiðið, - mark- miðið er kannski helst að láta þetta spíra, - að það dragi dilk á eftir sér. - Flautukonsertinn minn er til bæði á nótum og plötum, og það er auðvelt að koma honum á framfæri. Ég á verk á einni plötu íslenskri, einni danskri og tveimur í Svíþjóð, - ég depend- era af þeim sænsku einsog Jón Marteinsson, - og sé það glöggt að plöturnar hafa í þessum löndum vakið áhuga á öðru sem maður er að gera. Það er ekki síst þetta gagn sem við eigum eftir að hafa af þessum nýju plötum. - Þessi útgáfa er líka mjög góð, tæknivinna óaðfinnanleg og frá- gangur allur með ágætum. Hverri plötu fylgir bækingur með greinargóðum upplýsingum um höfunda og flytjendur, og svo höfum við skipt með okkur nokkrir að skrifa yfirlit um þema hverrar plötu: fiðlutónlist, pía- nótónlist.... mestmegnis fru- munnir textar með upplýsingum sem eru varla til annarstaðar. Já, hiklaust En hafiði eitthvað útí heim að gera? Erum viðþjóð meðalþjóða í tónlistarmálum? - Já, það erum við alveg hik- laust. Hér er mikið af góðri mús- ík, og sú staðreynd er viður- kennd, sérstaklega á Norður- löndum, sem við tengjumst best og mest, en líka í Evrópu og Am- eríku og annarstaðar. - Tónskáldafélagið hélt hér tónlistarhátíð árið 1973 í tengs- lum við alþjóðasamtök nútíma- tónlistarmanna. Okkar flytjend- ur spiluðu fyrir forystumenn í tónlist víðsvegar að og stóðu sig mjög vel. Menn urðu ánægjulega undrandi að heyra hvað okkar menn gátu samið og hvað flytj- endur réðu við. Þetta opnaði augu útlendinga fyrir íslandi og jók sjálfsvitund okkar hér heima. - Það hefur aldrei myndast hér neinn skóli í tónsmíðum. Menn tala um pólska skólann. Kölnar- skólann, skólann frá Darms- tadt..., en ekki íslenskan skóla. Ég er stundum spurður um það hvað íslensk tónskáld eigi sam- eiginlegt, og svara þessu til: hvað þau eru ólík. Enda er það svo að heimurinn allur er einskonar leikvöllur íslendinga í námi: ís- lensk tónskáld hafa farið í allar áttir í nám; og þarmeð getur það gerst að þessi höfuðborg, Reykjavík, verði einskonar bræðslupottur heimsins. Mér hefur aldrei fundist að ég væri útúr í Reykjavík. Þvert á móti. - Við getum notað þetta menn- ingarlega, og kannski líka póli- tískt, að vera svona mitt á milli tveggja risastórra meginlanda; getum eiginlega horft „vítt og of vítt of veröld hverja“. A tíu tilfimmtán árum er einsog tónlistargeirinn hafi tekið stakka- skiptum, - og meðal annars er komin fram fjölmenn kynslóð tónskálda... - Já, og ég kann engar skýring- ar á þessu, - hef þó oft hugsað um það; get sagt endalausar sögur af því hvað tónlistarlífið hefur breyst: Hjálmar, Snorri, Karó- lína, Áskell, Guðmundur Haf- steinsson... og á leiðinni er önnur kynslóð enn yngri. Mönnum líður vel - Hljóðfæraleikurinn: þar hef ég skýringu: hvað Tónlistarskól- inn er góður. Lítill skóli en mjög góður, unnið vel, og frábærir kennarar. Ég held að það sé ein af meginskýringunum. Önnur skýring: þegar fólk einsog snillin- gurinn Manuela Wiesler sest hér að smitar það útfrá sér. Að vinna með listamanni einsog Manúelu, sem gerir miklar kröfur til sjálfrar sín og annarra, - það skapar mönnum metnað, og áheyrendur verða kröfuharðari. Menn kom- ast ekki upp með neitt múður gagnvart sjálfum sér eða viðtak- endum; og það merkilega er að þegar slíkar kröfur eru gerðar líð- ur mönnum vel. - Enn eitt á þátt í þessum breyt- ingum: óskaplega góð samvinna milli flytjenda og höfunda. Tón- skáldin hafa skrifað mjög mörg verk fyrir ákveðna flytjendur; og flytjendurnir verið mjög duglegir að sækjast eftir nýjum verkum: Manúela, Rut Magnússon, Kam- mersveit Reykjavíkur, Hamra- hlíðarkórinn, fslenska hljóm- sveitin, Ragnar Björnsson, - þetta eru bara dæmi. Þetta hefur skipt miklu máli, bein tengsl höf- undar og hljóðfæraleikara, og hvetur höfundinn til dáða. _m Tónverkamiðstöðin Fjórar fyrstu Fyrsta plata: íslcnsk hljóm- sveitartónlist. Sinfóníuhljóm- sveit íslands undir stjórn Páls P. Pálssonar og Jean-Pierre Jaequ- illa. Einleikarar: Kristján Th. Sigurðsson (óbó), Einar Jóhann- esson (klarínett). Tónlist eftir Leif Þórarinsson, John Speight, Jón Nordal. Önnur plata: íslensk fíðlutón- list. Guðný Guðmundsdóttir (fiðla), Nina G. Flyer (selló), Halldór Haraldsson (píanó). Tónlist eftir Karólínu Eiríksdótt- ur, Jón Nordal, Áskel Másson, Jónas Tómasson og Þorkel Sigur- björnsson. Þriðja plata: íslensk píanótón- list. Anna Áslaug Ragnarsdóttir. Tónlist eftir Þorkel Sigurbjörns- son, Jónas Tómasson, Atla Heimi Sveinsson ogHjálmarH. Ragnar- son. Fjórða plata: íslensk raftónlist. Tónlist eftir Lárus Halldór Grímsson og Þorstein Hauksson. Laugardagur 30. nóvember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.