Þjóðviljinn - 05.12.1985, Blaðsíða 7
Jörgen Bendixen leiðbeinandi: Við reynum að komast í gegnum nvert er þjfl álit á framtíð trefjaplastsamloka hér á landi? Unnið að fræðslumynd um trefjaplastsamlokur. Ásgeir Long við
allar algengar vinnuaðferðir við gerö myndbanda. tökuvélina, Ásgeir Ragnarsson með hljóðnemann og Þórunn Sveinsdóttir situr fyrir svörum. Ljósm. Sig.
Námskeið
Myndbönd og trefjaplastsamlokur
Litið inn á námskeið Iðntæknistofnunar um gerð myndbanda og samlokutækni í trefjaplastiðnaði
Við erum með þrjú námskeið í
gangi þessa viku, sagði Vilborg
Harðardóttir, upplýsingafulltrúi
Iðntæknistofnunar þegar blaða-
maður og Ijósmyndari litu þar inn
í síðustu viku. Námskeið í mynd-
bandatækni, og tvö námskeið í
samlokutækni í trefjaplastiðnaði,
annað í framleiðslu og hitt í
hönnun trefjaplastsamloka.
Á námskeiðinu um mynd-
bandatækni, hvernig myndbönd
eru notuð á vinnustöðum voru tíu
þátttakendur úr ýmsum starfs-
stéttum. Leiðbeinandi var Jörgen
Bendixsen frá Teknologisk Istit-
ut í Kaupmannahöfn.
„Við reynum að komast í gegn-
um allar algengar vinnuaðferðir
við gerð myndbanda," sagði
Jörgen Bendixen. „Við byrjum á
því sem kallað er „synopsis" en
það er í stuttu máli lýsing á bak-
grunni myndbandsins og mark-
miðum með gerð myndbandsins,
eins og til dæmis fyrir hvern er
myndbandið gert. Þar næst búum
við til svona „studyboard“,“
sagði Jörgen og benti á töfluna
sem var þakin teikningum af ein-
stökum atriðum myndarinnar
„og upp úr því er skrifað nokkurs
konar handrit sem er mynd-
skreytt.Hvað varðar efni myndar-
innar vorum við svo heppin að
hér er samtímis í gangi námskeið
um samlokutækni í trefjaplast-
iðnaði og þar með var fundið efni
myndbandsins."
„Þetta var gert fyrstu tvo daga
námskeiðsins og seinni dagarnir
þrír fóru svo í upptökur, klipp-
ingu og hljóðblöndun. Síðasta
daginn var svo afraksturinn sýnd-
ur: átta mínútna fræðslumynd um
samlokutækni í trefjaplastiðn-
aði.“
Á námskeiðinu um samloku-
tækni í trefjaplastiðnaði hittum
við að máli þá Rögnvald Gíslason
yfirverkfræðing og Pál Árnason
verkfræðing frá Efna- og mat -
vælatæknideild sem stóðu fyrir
námskeiðinu og fengu sérfróða
menn frá Noregi til að leiðbeina.
„Trefjaplast hefur lengi verið
notað í iðnaði hér á landi, en eitt
af því sem hefur takmarkað notk-
un þess er að trefjaplastið hefur
ekki nægjanlegan stífleika til að
bera. Samlokurnar eru fremur
nýstárleg tækni til að búa til stífa
hluti. Tæknin hefur mikið verið
Við erum að undirbúa komu Nordsat, sögðu nokkrir þátttakendur og leiðbeinendur á trefjaplastnámskeiðinu. Þetta er skermur sem er hugsanlegt að nota í
það og þá er málmi blandað saman við. Fv. Garðar Sigurðsson, Rögnvaldur Gíslason yfirverkfræðingur,Oskar Guðmundsson, Már Valdimarsson, Oli Þor-
steinsson, Páll Arnason verkfræðingur og Lárus Helgason. Ljósm. Sig.
þróuð á Norðurlöndum en er lítt
þekkt hér. Trefjaplastsamlok-
urnar eru búnar til þannig að
tekin eru tvö lög af trefjaplasti og
sett utan um mjúkt, sveigjanlegt
millilag. Trefjaplastsamlokurnar
eru mjög stífar, geysilega léttar
og ódýrar, þar eð lítið efni þarf til
að ná miklum stífleika. Samlok-
urnar eru líka hita- og hljóð-
einangrandi.
Trefjaplastsamlokur má nota
til dæmis í báta og skip, allt uppí
20-30 metra langa og 300 tonn.
Svíar hafa til dæmis byggt 300
tonna fallbyssubáta úr trefja-
plastsamlokum. Notagildi sam-
lokanna er gífurlegt, fyrir utan
skip og báta má nota þær í vegg-
einingar, skýli, gáma og svo
mætti lengi telja. I báta er hægt
að nota trefjaplastsamlokurnar í
allt, skrokk, skilrúm og yfirbygg-
ingu. Við smíði stórra báta sem
einungis eru smíðaðir í fáum ein-
tökum borgar sig að nota samloku
tæknina því það þarf engin mót
eins og þau sem notuð eru fyrir
minni báta og í hefðbundinni
bátasmíð.
f gangi eru tvö námskeið. Ann-
að í framleiðslutækni með ellefu
þátttakendum úr ýmsum iðn-
greinum og hitt í hönnun fyrir
verkfræðinga og tæknifræðinga
þar sem ýmsir útreikningar svo
sem burðarþolsútreikningar eru
öðruvísi fyrir samlokurnar en
fyrir önnur efni. Á hönnunar-
námskeiðinu eru tíu þátttakend-
ur.
Við lítum svo á að við séum að
innleiða nýja tækni og erum því
óánægðir með hvað áhugi og
undirtektir atvinnurekenda í
trefjaplastiðnaði eru lélegar. Á
framleiðslunámskeiðinu eru ekki
nema fimm eða sex frá þeim um
það bil fimmtán fyrirtækjum sem
framleiða trefjaplast. Á hönnun-
arnámskeiðinu eru aðeins einn
skipaverkfræðingur og einn
skipatæknifræðingur og hvorug-
ur þeirra starfar við bátafram-
leiðslu. Skipaverk- og tæknifræð-
ingar eru skráðir hjá félögunum
milli 30 og 35. Við sendum þeim
öllum persónulegt boð, en á nám-
skeiðið komu aðeins tveir. Það
þykir okkur dapurleg útkoma.
Um það bil helmingur þátttak-
enda á hönnunarnámskeiðinu er
frá verkfræðistofum sem vilja
fylgjast með og eru að sækjast
eftir samlokutækninni, því eins
og við sögðum áðan þá er nota-
gildi hennar gífurlegt.“
-aró
Fimmtudagur 5. desember 1985 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 7