Þjóðviljinn - 05.12.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 05.12.1985, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. PJÖÐVIUINN Fimmtudagur 5. desember 1985 281. tölublað 50. drgangur Samvinnuhreyfingin Siðferðilegt áfall Menn efast um lögmœti afgreiðslu stjórnar KL á aðildþess að Gunnólfi hf Ágúst Guðröðarson stjórnarmaður: Siðferðileg áföll Samvinnuhreyfingar íhermangi. Afsala mér ábyrgð á aðild KL að Gunnólfi hf Rangt að standa að Gunnólfi vegna andstöðufélagsmanna Eg vil að lokum minna á að stærstu siðferðilegu áföll sem samvinnuhreyfingin hefur orðið fyrir tengjast viðskiptum við er- lendan her á íslenskri grund, segir m.a. í bókun Ágústar Guð- röðarsonar stjórnarmanns í Kaupfélagi Langnesinga á Þórs- höfn, sem hann gerði þegar aðild þess að hermangsfyrirtækinu Gunnólfi h.f. var samþykkt á stjórnarfundi 8. nóvember s.l.. Kaupfélagsstjórinn Þórólfur Gíslason gerði KL að hluthafa í Gunnólfi, sem er í framkvæmd- um fyrir NATO, í október, en málið var ekki tekið fyrir á stjórnarfundi fyrr en 8. nóvem- ber. Aðeins tveir af fimm stjórnarmönnum greiddu at- kvæði með aðildinni, hinir þrír sátu hjá. Annar þeirra sem greiddu atkvæði með aðild, Jón Gunnþórsson, var á sama tíma á launaskrá hjá Gunnólfi sem verk- stjóri og sú spurning hlýtur að vakna hvort hann verði ekki að teljast vanhæfur til að greiða at- kvæði í málinu. í samþykktum KL segir að tengist eitthvert mál persónulegum hagsmunum stjórnarmanns skuli hann víkja í því máli. Þjóðviljinn hafði samband við lögfróða menn í gær og töldu þeir að ýmsir vankantar gætu verið á þessari afgreiðslu stjórnar. Einn taldi að þetta væri óumdeilanlega hæpið bæði á siðferðilegum og 'lagalegum grundvelli, og annar sagði að þetta væri tvímælalaust véfengjanleg afgreiðsla. í bókun sinni á fundinum sagði Ágúst Guðröðarson að hann teldi framkvæmd þessa máls ranga, bæði ákvörðun þess að standa að Gunnólfi og hvernig staðið væri að henni. „Fjöldi fé- lagsmanna er andvígur því verk- efni sem félagið hefur tekið að sér og því var rangt að sækja eftir því með slíku kappi“. Ágúst afsalaði sér á fundinum allri ábyrgð á að- ild KL. að Gunnólfi hf. -gg Saga Pydd eftir 375 ár Sögufélagið gefur út Crymogœu Arngríms lærða Fyrsta samfellda íslandssagan er nú komin út á íslensku: Cry- mogœa Arngríms lærða Jóns- sonar sem út var gefin á latínu í Hamborg árið 1610. Jakob Bene- diktsson þýddi að tilhlutan Sögu- félagsins og Helgi Þorláksson bjó þýðinguna til prentunar og sá um allan búnað bókarinnar. Þetta rit Arngríms er merkilegt fyrir ýmissa hluta sakir, sagði Jakob á blaðamannafundi í gær, - með Crymogæu (einskonar ;ríska fyrir ísland) er innleidd á slandi sú söguskoðun sem á Norðurlöndum og í norðurhluta Evrópu er kennd við húmanisma, og bókin markar nánast upphaf lærdómsaldar á fslandi, þegar sautjándualdarmenn taka uppá að safna fornum sögum, skrifa þær upp og kanna. Þetta er fyrsta tilraun til samfelldrar íslands- sögu, og hér eru fyrsta sinni sett fram ákveðin söguleg viðhorf sem lifa langt frammá 19. öld og jafnvel frammá þá 20. - eiginlega rómantísk afstaða til fornaldar- mnar; að þjóðveldisöldin sé gull- öld íslendinga. - Arngrímur vekur líka athygli á íslenskri tungu. Hann leit á hana sem hina glæstu forntungu óspillta, sagði Jakob, - en taldi hana í vissri hættu frá dönsku og þýsku; og er einna fyrstur manna í slíkum hugleiðingum. Crymogæa var ætluð útlend- ingum fyrst og fremst, og átti mikinn þátt í áhuga erlendra fræðimanna á íslenskri fortíð frá tímum Arngríms; varð einskonar handbók áhugamanna um fornar sögur og íslenska háttu næstu aldirnar. Jakob sagðist ekki hafa átt í teljandi erfiðleikum við þýðing- una, enda hefur Arngrímur áður komið við hans sögu, Jakob skrif- aði doktorsritgerð sína um Arn- grím. - Þetta er venjuleg húman- istalatína þeirra tíma, sagði þýð- arinn, - Árngrímur var nú ekki mikill stflisti og skrifaði heldur þunglamalegt mál. Jakob Benediktsson og Helgi Þorláksson: Tímamótaverk Arngríms lærða loks- ins á móðurmálinu. Mynd: E.ÓI. I Húsavík 20% atvinnuleysi Nær 250 manns eru nú atvinnu- lausir á Húsavík og voru um 2 milljónir króna greiddar í at- vinnuleysisbætur til þessa fólks í nóvember. „Þetta verður svona alla vega fram í janúar“, sagði Snær Karlsson hjá Verkalýðsfé- lagi Húsavíkur í samtali við Þjóð- viljann í gær. „Það er búið að segja nær öllum upp hjá Fiskiðjusam- laginu, en fólkið í rækjuvinnsl- unni heldur starfinu a.m.k. fyrst um sinn.“ sagði Snær. Fiskiðjusamlaginu hefur ekki borist hráefni síðan í byrjun nóv- ember. Smábátar eru í veiðibanni fram að áramótum og sem kunn- ugt er er togarinn Kolbeinsey ekki lengur í eigu Húsvíkinga, Bíldudalur Þingsköp Svo bregðast krosstré... Þorvaldur Garðar leggur framfrumvörp sem ekki standast þingsköp Sá þingmaður sem hvað strangastur er á nýju þing- sköpin, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, sjálfur forseti Sameinaðs þings hefur nú lent í þeirri hlálegu stöðu að leggja fram tvö frumvörp ásamt þingmanni sem ekki er á þingi þessa dagana, en það ku bann- að samkvæmt þingsköpum. Hefur Þorvaldur Garðar oft- sinnis neitað öðrum um að leggja slík skjöl fram og látið endurprenta þau með ærnum tilkostnaði með nafni viðkom- andi varaþingmanns. Er eftir að sjá hvort hann leiðréttir sjálfan sig að þessu leytinu. Þorvaldur Garðar er fyrsti flutningsmaður, Salóme Þorkelsdóttir forseti efri deildar annar flutningsmaður, en hún er nú úti í New York og situr Kristjana Milla Thor- steinsson í sæti hennar. Aðrir flutningsmenn frumvarpanna eru Egill Jónsson og Árni Johnsen. -ÁI Kópavogur 10,8% útsvar Útsvarsálagning í Kópavogi verður 10,8% fyrir næsta ára eins og verið hefur undanfarin ár. Jafnframt hefur verið ákveðið að innheimta fast- eignaskatt í Kópavogi með 15% afslætti til einstaklinga en leggja hins vegar 15% álag á fasteignaskatta til þeirra sem ráða yfír atvinnuhús- næði. Fasteignaskattar ellilíf- eyrisþega af eigin íbúð verða lækkaðir eftir sérstökum regl- um. Þeir einstaklingar sem hafa tekjur innan við 366.000 kr. fá engan fasteignaskatt svo og hjón sem eru ellilífqyris- þegar bæði og hafa lægri árs- tekjur en 459.000 kr. Þeir sem hafa hærri tekjur fá minni niðurfellingu. Hlutafjársöfnun gengur vel Útgerðarfélag Bílddælinga með nœr 15 milljónir í hlutafé til kaupa á Sölva Bjarnasyni. Fiskvinnsla hafin á ný Það er ijóst að sveitarfélagið og Fiskvinnslan verða stærstu hluthafar í Útgerðarfélagi Bíld- dælinga og það vantar ekki mikið upp á að safnast hafí 15 milljónir í hlutafé, sem við teljum okkur þurfa til að geta keypt togarann Sölva Bjarnason af Fiskvciða- sjóði, sagði Jakob Kristinsson framkvæmdastjóri Fiskvinnsl- unnar á Bfldudal í samtali við Þjóðviljann í gær. Sölvi Bjarnason er nú í eigu fiskveiðasjóðs en verður að öllum líkindum auglýstur til sölu um áramótin og að sögn Jakobs ætla Bflddælingar að reyna að eignast skipið. Sölvi var áður í eigu aðila á Tálknafirði en hefur verið leigður af Fiskvinnslunni. Fiskveiðasjóður keypti skipið á uppboði í september á 147 milj- ónir. Fiskvinnsla stöðvaðist á Bfldu- dal í byrjun október og hefur frystihúsið verið lokað, þar til vinnsla hófst á ný sl. mánudag. „Við keyptum línubát nýlega og hann á nokkurn kvóta, svo hægt verður að halda uppi atvinnu til áramóta", sagði Jakob. Að sögn Guðmundar Her- mannssonar sveitarstjóra voru um 40 manns á atvinnuleysisskrá um síðustu mánaðamót. „Það verður atvinna hér fram að mán- aðamótum, en það stendur allt og fellur með togaranum, báturinn heldur fiskvinnslunni aldrei gangandi", sagði Guðmundur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.