Þjóðviljinn - 05.12.1985, Side 8

Þjóðviljinn - 05.12.1985, Side 8
MANNLIF MANNLIF Unglingar n'gy RÍKISÚTVARPIÐ NÝ ÞJÓNUSTA S VÆÐISÚTVA RP FYRIR REYKJAVÍK OG NÁGRENNI Útvarpað verður daglega frá mánudegi til föstudags kl. 17.03-18.00 með tíðninni 90,1 MHz. Auglýsendur athugið! Móttaka leikinna auglysinga er í síma 687511 en lesinna í síma 22274 og 22275 til kl. 14.00 útsendingardaga. Svæðisútvarp áAkureyri lengist um30mín- úturogverður útsendingartími kl. 17.03- 18.30 alla virka daga. Móttaka leikinna og lesinna auglýsinga er i síma 26496 Fjölnisgötu 3a kl. 10.00-5.00 útsendingardaga. Til sölu v.s. Helgi S. KE-7 Skipið er talið vera 236 brúttórúmlestir að stærð, smíðað árið 1959, en endurbyggt árið 1982. Aðalvél skipsins er af gerðinni Callesen, 1000 hestöfl frá 1978. Skipið er nú í slipp hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur h.f. og verður selt í því ástandi, sem það nú er í. Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Fisk- veiðasjóðs í síma 2-80-55 og hjá eftirlitsmanni sjóðs- ins, Valdimar Einarssyni, í síma 3-39-54. Tilboðs- eyðublöð eru til afhendingar á skrifstofu Fiskveiða- sjóðs og óskast tilboð send í lokuðum umslögum merkt „Helgi S.“ og skulu hafa borist á skrifstofu sjóðsins eigi síðar en 16. desember n.k. kl. 16.00. Askilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Fiskveiðasjóður íslands Laus hverfi: í Fossvogi, Tjarnarbóli og Kópavogi - vesturbæ. DJÓÐVILJINN Lausar stöður Hjúkrunarfræðingar óskast á handlækningadeildir l-B, ll-B, lll-B. Gjörgæsludeild, Svæfingadeild, Skurðdeild. Lyflækningadeild l-A og ll-A, ásamt Barnadeild. Sjúkraliðar óskast á handlækningadeildir l-B, ll-B og lll-B. Lyflækningadeildir l-A og ll-A. Hafnarbúðir. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist hjúkrunarforstjóra, sem veitir nánari upplýs- ingar í síma 19600-220-300 alla virka daga. Fóstra óskast á dagheimilið Litla-Kot frá áramótum eða eftir samkomulagi. (Börn á aldrinum 1-3 ára). Upplýsingar í síma 19600-297 milli kl. 9:00 og 16:00. Sjúkraþjálfari óskast í Hafnarbúðir. Upplýsingar veitir yfirsjúkraþjálfari í síma 19600-266. Aðstoðariæknar. Tveir aðstoðarlæknar óskast á Svæfingadeild St. Jósefsspítala, Landakoti, til 6 mánaða. Frá 1.2. 1986. Umsóknum skal skilað fyrir 20.12. 1985. Upplýsingar gefur yfirlæknir deildarinn- ar. Reykjavík 3.12. 1985. Ólafur Oddsson: Krakkarnir sjálfir segja að „þetta sé einmitt staður sem hafi vantað lengi." Ljósm. Sig Eiga rétt á slíkri þjónustu Rœtt við ÓlafOddsson, forstöðumann hjálparstöðvar RKÍfyrir börn og unglinga í vanda Rauði krossinn í iðnvæddum ríkjum er í vaxandi mæii að laga sig að breyttum þjóðfélagsháttum og sinnir nú meira fyrstu hjálpar starfí á almennum féiagslegum grundvelli, sagði Ólafur Oddsson forstöðumaður hjálparstöðvar RKÍ fyrir börn og unglinga sem eiga við vanda að stríða vegna neyslu fíkniefna, ofbeldis, erfíðra heimilisástæðna eða af öðrum álíka orsökum. Hugsað sem staður fyrir börn og unglinga Þessi tegund af starfsemi sam- rýmist vel hugmyndafræði, til- gangi og markmiði RKI. Neyðar- athvarfinu er ekki ætlað annað en að veita fyrstu aðstoð og að- hlynningu og er ekki hugsað sem meðferðarheimili. Neyðarat- hvarfið er hugsað sem staður fyrir börn og unglinga þeirra vegna, þar sem þeir geta leitað fyrstu hjálpar í vanda sínum. Vonandi verður engin þörf fyrir þetta en krakkarnir sjálfir segja að „þetta sé einmitt staður sem hafi vantað lengi“. Þetta er líka spurning um réttindi, ég lít á það sem barna- pólítískt atriði að börn eigi rétt á slíkri þjónustu í nútímaþjóðfé- lagi. Fíkniefnavanda- málið er stórt Hugmyndin um neyðarat- hvarfið hefur verið að þróast í það að verða alhliða neyðarat- hvarf og ekki bara fyrir þá sem eiga við fíkniefnavanda að stríða. Bæði vegna þess að fíkniefna- vandamál er ekki orðið það stórt hér og það er sjaldan vandamál eitt og sér. Við viljum gefa krökkunum kost á að leita okkar þó þau séu ekki endilega komin á kaf í fíkniefni. Það er mjög mis- jafnt við hvers konar aðstæður krakkarnir búa. Fyrir utan vandamál í sambandi við fíkni- efnaneyslu þeirra sjálfra má nefna ágreining eða sambands- leysi milli foreldra og barna, vandamálið getur verið til dæmis áfengisneysla foreldranna, geð- ræn vandamál, veikindi, svo og þau áhrif sem öll þessi mikla vinna hefur í för með sér fyrir börn og unglinga, kynferðisaf- brot, en það eru krakkar sem verða fyrir kynferðisáreitni, svo og félagslega einangraðir krakk- ar í skóla eða hverfinu sem þau búa í og veldur þeim vanlíðan. Áhersla á unglinga yngri en 16 ára Við vitum ekki hvað krakkai koma til með að notfæra sér þessa þjónustu og til að byrja með er þetta tilraunastarfsemi í 6 mán- uði en við vonumst til að geta framlengt hana uppí heilt ár. Það verður boðið uppá mat og húsnæði krökkunum að kostnað- arlausu. Það er pláss fyrir 5 til 10 einstaklinga með góðu móti mið- að við húsrými en það fer eftir aldurskiptingu og tegund vanda- mála. Einn starfsntaður verður á vakt alltaf og aukafólk um helgar og við gerunt ráð fyrir bak- vöktum sem hægt er að setja inn eftir þörfum. Almennt er ekki gert ráð fyrir móttöku að degi til á þeim tíma sem aðrar stofnanir sem þjóna börnunt og ung- lingum, eru opnar. Við gerum ráð fyrir að þjón- usta fyrst og fremst krakka upp að 18 ára aldri en leggjum áherslu á unglinga undir 16 ára aldri. Fengum ódýrt húsnæði Við munum fyrst og fremst auglýsa athvarfið meðal krakk- anna sjálfra hvort sent við göngum í skólana, hengjunt upp veggspjöld eða á annan hátt. Við verðum líka með símaþjónustu allan sólarhringinn og komum til með að auglýsa símann vel. Borgin hefur látið okkur í té húsnæði með ódýrri leigu. Starf- semina fjárntagnar RKÍ, að meirihluta til úr sérverkefna- sjóði. Það á að nægja til að fjár- magna starfsemina fyrstu sex mánuðina meðan kannaðir verða möguleikar á áframhaldandi rekstri, hvort sem það verður nteð aðstoð opinberra aðila eða félagasamtaka. Það hefur vissa kosti í för með sér að neyðarathvarfið tengist ekki hinu opinbera kerfi. Hjá okkur mun engin skráning fara fram, það er að segja engar per- sónuskýrslur verða skrifaðar eins og til dæmis á sjúkrahúsum. Þeir sem til okkar leita fara ekki inná neina opinbera skrá. Hins vegar verður í gangi einhver skráning uppá framtíðina til að gera þar eð þetta er tilraunastarfsemi. Við teljum að það sé krökkununt mikils virði að vita að engar per- sónuskýrslur verða skrifaðar því oft er um skammtímakrísur að ræða, þar sent karakkarnir þurfa bara að ná áttum og svo getur þetta verið búið. Erum bjartsýn Við erum búin að ganga frá mannaráðningum og athvarfið fór af stað í byrjun desember. Það verður svo opnað um miðjan desember. Við höfum hvatt ein- staklinga og félagasamtök til að leggja okkur lið annað hvort með vinnu eða með því að gefa eða lána húsbúnað og höfurn fengið góðar undirtektir. Hingað hafa hringt bæði einstaklingar og líkn- arfélög og boðið fram aðstoð sína og við erunt bjartsýn á að þetta gangi allt upp. Síminn er 622266 -aró Friður er óhjákvæmilegur Rœtt við Hossain Danesh prófessor ígeðlœkningum í Vancouver íKanada. Hann er Bahá’ítrúar og var í heimsókn hér á landi nýlega. Hann segir ofsóknirá hendur Bahá’ítrúarmönnum ííran stöðugtfara versnandi. „Ég er bjartsýnn maður, þrátt fyrir allt, því friður er óhjákvæmi- legur," segir Hossain Danesh, formaður Andlegs Þjóðráðs Ba- há’ía í Kanada þar sem hann er búsettur. Danesh var í heimsókn hér á landi fyrir stuttu síðan, Þjóð- viljinn greip tækifærið og ræddi við hann um Bahá’í trúna, of- sóknir á hendur þessum trúflokki í íran og frið. „Það er stöðugt verið að myrða meðlimi Bahá’i-samfélagsins í íran,“ sagði Danesh. „Ofsókn- irnar eru síst minni en þær hafa áður verið. Við vorum t.d. að fá fréttir af því að nýlega, nánar til- tekið þann 19. nóvember síð- astliðinn, hefði einn maður verið drepinn án dóms og laga.“ Ofsóknir „Kringumstæður morðsins þann 19. þessa mánaðar voru dá- lítið sérstakar. Að því leyti að dauði mannsins var tilkynntur og ættingjar mannsins fengu að nálgast líkið og fengu leyfi til að grafa það. Þetta hefur gerst nokkrar undanfarnar vikur og er mjög óvenjulegt, að tilkynnt sé um lát fólks og að ættingjar fái að grafa fólkið. Um leið eru 767 Báhá’i-ar í fangelsi og það bendir til að ofsóknir séu að aukast gegn Báhá’i-um. A sama tíma hefur það verið tilkynnt að Sameinuðu þjóðirnar ætli að hafa yfirheyrslu á sínum vegum um mannrétt- indabrot í Iran, þar á meðal á Bahá’i-um. Þetta hefur örsjaldan verið gert áður á vegum Samein- uðu þjóðanna og hlýtur að sýna að ástandið er mjög alvarlegt í íran. Það er vitað mál að þegar at- hygli heimspressunnar beinist að íran á þennan hátt vekur það geysilega athygli þar í landi. Þeir láta það kannski ekki í ljós opin- berlega á skýran hátt en þeim er mjög annt um álit umheimsins á þeim. Það er alveg öruggt," segir Danesh með áherslu. Og Danesh heldur áfram: „Það virkar kannski dálítið öfugsnúið þegar ég segi að mér kæmi það ekki á óvart þótt bráðlega bærust nýjar fregnir af morðum á Bahá’i-um þar í landi, einmitt um það leyti sem fyrrnefnd yfir- heyrsla verður hjá Sameinuðu þjóðunum. Það gera íranir til að láta í veðri vaka að þeim sé sama um álit umheimsins á þeim. En þeim er ekki sama og því hefur öll pressa fjölmiðlanna mikil áhrif í þá átt að draga úr ofsóknum. Útilokun En ofsóknirnar snúast ekki einungis um beint ofbeldi. Það er einnig um óbeint ofbeldi að ræða. Börnum í Bahá’i söfnuðinum er t.d. ekki leyft að stunda skóla nú orðið. Öllum þeim Bahá’i-um sem verið hafa í vinnu hjá ríkinu eða stórum fyrirtækjum hefur verið sagt upp störfum. Einnig er stórfelld eignaupptaka í gangi á hendur Bahái-um. Söfnuðurinn telur rúmlega 300.000 manns þannig að hér er um að ræða mjög umfangsmiklar ofsóknir. Fólk spyr sig eflaust hver sé ástæðan fyrir þessum ofsóknum og svarið við þeirri spurningu er margþætt. Fyrir það fyrsta ber að nefna að í lögum írana er liður sem segir að allir þeir sem aðhyll- ast trúarbrögð sem eru yngri en Islam séu réttlausir. Þessi lög hafa alltaf verið fyrir hendi. Nú hefur hins vegar orðið sú breyting á að stjórnin í íran hefur afhent öllum þeim sem eru viðurkenndir sem írariskir þegnar, nafnskírt- eini. Það þarf kannski ekki að taka það fram að þeir sem ekki hafa slík nafnskírteini undir höndum eru réttlausir með öllu. Og Bahá’i-ar hafa ekki fengið slík nafnskírteini. Þeir geta því ekki keypt sér venjulegustu hluti, þeir fá ekki að fara í skóla, þeir fá ekki að ferðast og auðvitað ekki að fara utan. Þannig er stefnt að því að gera þá að einhvers konar neð- anjarðarhópi. Fleiri aðgerðir hafa verið í undirbúningi. Það varð t.d. frægt um allan heim þegar það varð uppvíst að íranska stjórnin hafði reist fangabúðir ætlaðar Bahá’i-um, svipaðar þeim sem nasistar höfðu í seinni heimsstyrjöldinni. Þessar búðir voru aldrei teknar í notkun þar sem þetta vakti gífurlega athygli í heimspressunni. Jafnrétti Auk þessa má nefna jafnréttismálin. í samfélagi Bahá’i-a hafa allir jafnan rétt og við leggjum mikla áherslu á að konan hafi jafnan rétt á við karl- inn. Þetta hefur farið mjög fyrir brjóstið á írönsku stjórninni því eins og kunnugt er boðar Islam að konan skuli skilyrðislaust vera undirgefin karlmanninum. Það má nefna fleiri atriði í þessa veru þar sem Bahá’i og Islam stangast á og Islam veitir engar undanþág- ur. Annað er það sem er mjög mikilvægt að haft sé í huga varð- andi þessi mál. Það er að Bahái- ar hafa hingað til verið vel menntaðir, þeir hafa sótt menntun sína til annarra landa, mest vestrænna landa. Það hefur vakið tortryggni íranskra yfir- valda. Þau hafa haldið því fram að Babá’i-ar séu njósnarar fyrir Síonismann, sem er auðvitað fjarstæða. Þau hafa rökstutt þennan grun með því að segja að aðalstöðvar Bahá’i samfélagsins séu í ísrael. En það á sér sögu- legar forsendur sem rekja verður til þess tíma þegar fsraelsríki var ekki til. Þeir nota samt þessa rök- semd til að ofsækja fólk. Ef ein- hver Bahá’i sem búsettur er í íran hefur farið í pílagrímsför til ísra- els er það notað til að handtaka viðkomandi, jafnvel myrða hann“. Indland - En hvernig er með Bahá’i í öðrum heimshlutum? „Bahá’i samfélagið hefur að nokkru leyti einbeitt kröftum sín- um að Indlandi. Þar er fjöldi Bahá’i-a kominn yfir milljón manns og fer ört vaxandi. Ástæð- an fyrir því er sú að við höfum gert mikið af því að fara út á með- al „hinna ósnertanlegu" og að- stoðað þá á marga vegu, t.d. hvað varðar menntun. Sýnt þeim þannig að þeir fordómar sem þetta fólk hefur orðið að búa við eru óraunhæfir, og þannig gefið þessu fólki nýja von og aukið sjálfstraust. Baitá’i trúin á þannig góðan hljómgrunn meðal þessa fólks. Það hefur sýnt sig í því að á síðasta ári bættust 500.000 manns í Bahá’i samfélagið á Indlandi. Þetta hefur haft mikið að segja meðal hins almenna Indverja vegna þess að þar í landi gerði fólk sér ekki í hugarlund að hægt væri að brjóta þann múr sem var á milli þessara stétta á svo auðveldan hátt. Auk þess má nefna önnur svæði í heiminum þar sem Bahá’i trúin hefur verið í miklum upp- gangi, t.d. í Afríku og Austur- löndum fjær. Þróuðustu Bahá’i samfélögin, ef orða má það svo, eru auðvitað á Vesturlöndum, það má nefna ísland sem dæmi um það, en mestur uppgangurinn hvað fjölda nýrra meðlima varð- ar er í Þriðja Heiminum“. Friður - Nú hefur þú tekið virkan þátt í friðarbaráttunni og afvopnun- arumræðunni. „Já ég tala sem Bahá’i og við teljum að aldrei hafi verið meiri þörf en einmitt nú á því að þjóðir heimsins takist sameiginlega á við þá ógn sem að okkur steðjar í formi kjarnorkuvígbúnaðarins. Að þjóðir þessa heims skynji hvað þær eiga sameiginlegt frek- ar en að líta á það sem er ólíkt með þeim. Þetta er að mati Ba- há’i samfélagsins mikilvægasta verkefnið sem þjóðir heimsins standa frammi fyrir og þær verða að leysa það sameiginlega. Og ég er bjartsýnn á að okkur takist þetta, þrátt fyrir þær ógnir sem finna má í heiminum um þessar mundir," sagði Danesh að lok- um, brosandi. IH Hossain Danesh, Bahá’íi, prófessorí geðlækningum og friðarsinni. Mynd. E.ÓI.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.