Þjóðviljinn - 12.12.1985, Side 1
BÚSÝSLAN
VIÐHORF
HEIMURINN
Seðlabankinn brást
Matthíasi ráðhena
/
Hafskip/ Utvegsbankinn
Bankastjórar Seðlabankans héldu bágri stöðu Hafskips gagnvart Út-
vegsbanka Islands leyndrifyrir viðskiptaráðherra í40 daga sl. sumar.
Tómas Arnason margsaga ísamtölum við Þjóðviljann ígœr. Fullyrti
fyrstað viðskiptaráðherra hefðistrax verið látinn vita endró ummœli
sín svo til baka eftir að Matthías Á. Mathiesen fríherra tók hann á
teppið ígœrkvöldi
Teikning: Kristjana M. Harðardóttir8
ára, Búhamri 7a Vestmannaeyjum.
12 dagar til/ólaí
i
Tómas kl. 15.00:
Matthías vissi allt
Eins og fram hefur komið í
fréttum sendi Útvegsbankinn
skýrslu til Seðlabankans dagsetta
3. júní sl. þar sem bankastjórnin
greindi frá slæmri stöðu Hafskips
og þeim vanda sem það skapaði
Utvegsbankanum. Tómas Árna-
son seðlabankastjöri var inntur
eftir því um nónbil í gær hvort
þáverandi viðskiptaráðherra
hefði ekki strax verið látinn vita
um þá stöðu sem Útvegsbankinn
var þá kominn í. Tómas sagði:
„Ólafur Ragnar spurði mig að
þessu í gær og hvaða viðbrögð
hefðu átt sér stað við ráðherra.
Ég ráðfærði mig við Jóhannes
Nordal til að glöggva okkur á
þessu. Okkur kom saman um að
það væri rétt svar að segja að það
hefði nokkrum sinnum verið rætt
við ráðherra síðan í júní og alloft
við bankastjóra Útvegsbank-
ans.“
Þið fenguð skýrslu frá Útvegs-
bankanum dagsetta 3. júní. Var
viðskiptaráðherra (Matthías A.
Mathiesen) látinn vita um inni-
hald hennar strax?
„Já, hann var strax látinn vita.
Mig minnir að Jóhannes hafi far-
ið með þessar upplýsingar til hans
og þeir ræddu þessi mál náttúr-
lega. Þetta var áreiðanlega
svona.“
Matthías kl. 18.00
Alls ekki rétt
Þegar Þjóðviljinn bar þessar
upplýsingar seðlabankastjóra
undir Matthías Á. Mathíesen síð-
degis í gær brást hann reiður við:
„Þetta er ekki rétt hjá Tómasi.
Ég verð að tala við hann. “ Kvaðst
Matthías standa fast á fyrri um-
mælum um að hann hefi ekkert
verið látinn vita um málið fyrr en
í lok júlí, eða 40 dögum eftir að
Tómas Árnason seðlabanka-
stjóri staðfesti í samtali við
Þjóðviljann í gærkvöldi að Matt-
hías Á. Mathiesen fyrrum við-
skiptaráðherra hefði ekki verið
látinn vita um bága stöðu Útvegs-
banka íslands fyrr en 40 dögum
eftir að Seðlabankanum barst
skýrsla þar að lútandi. Þetta
viðurkenndi Tómas í samtali við
blaðamann Þjóðviljans kl. 19.15 í
gærkvöldi eftir að hafa sagt fyrr
um daginn að viðskiptaráðherra
hefði strax verið látinn vita um
vanda Hafskips og Útvegsbank-
ans eftir að Seðlabankanum barst
um það vitneskja.
Seðlabankanum barst vitneskja
um að Útvegsbankinn ætti ekki
lengur veð fyrir skuldum Haf-
skips.
Tómas kl. 19.15:
Matthías vissi ekkert
Rétt eftir kl. 18.00 hringdi svo
Tómas Árnason í blaðamann og
sagði: „Mig hefur greinilega mis-
minnt um það sem ég sagði þér
áðan. Matthíaís fékk víst ekkert
að vita um málið fyrr en 30. júlí.“
Og þið hélduð sumsé vitneskju
um stöðu Útvegsbankans leyndri
fyrir viðskiptaráðherra í heila 40
daga?
„Bíddu, ég verð að ráðfæra
mig um þetta allt við Jóhannes
Nordal,“ sagði bankastjórinn.
Um kl. 19.15 hringdi Tómas enn
aftur í Þjóðviljann og sagðist hafa
ráðfært sig við Jóhannes Nordal.
Hefði þeim komið saman um að
skýrslan sem var dagsett 3. júní í
Útvegsbankanum hafi ekki farið
til Matthíasar.
Þessi margsaga Tómasar Árna-
sonar leiðir því í ljós að banka-
stjórar Seðlabankans héldu yfir-
manni sínum viðskiptaráðherr-
anum utan við alla vitneskju um
yfirvofandi gjaldþrot Hafskips í
hartnær tvo mánuði á sl. sumri.
- S.dór/-v.
Matthías Á. Mathiesen
Fékk ekkert aö vita um bága stööu Hafskips og afleið-
ingar þess fyrir Útvegsbankann fyrr en 40 dögum eftir
að bankastjórum Seðlabankans var skýrt frá málavöxt-
um.
Tómas Árnason
Margsaga í samtölum við blaðamenn Þjóðviljans. Full-
yrti fyrst að ráðherra hefði strax verið látinn vita um
erfiðleika Hafskips. Dró þau ummæli til þaka í gær-
kvöldi.
Jóhannes Nordal
Aðalbankastjóri Seðlabankans, en undirmaður Matthi-
asar Á. Mathiesen í viðskiptaráðherratið hans. Stakk
upplýsingum undir stól í 40 daga og 40 nætur.
Bókagerðarmenn
Alþingi ekki gefinn frestur
Samningar hafa ekki náðst um setningu texta áAlþingi. Félag íslenskaprentiðnað-
arins kœrir. Magnús E. Sigurðsson: Engin ástœða til að veita frekari frest
að hefur ekkert komið upp í
málinu sem gefur okkur á-
stæðu til að veita frckari frest og
því er nú svo komið að frá og með
morgundeginum verður ekki
tekið við diskettum með texta frá
Alþingi í Gutenberg. En við erum
eftir sem áður tilbúnir til við-
ræðna ef óskað verður eftir því,
sagði Magnús E. Sigurðsson for-
maður Félags bókagerðarmanna
í samtali við Þjóðviljann í gær.
Áður boðaðar aðgerðir FBM
gegn Alþingi taka gildi í dag.
Bókagerðarmenn krefjast þess
að samið verði við þá um starfs-
fólk sem vinnur við setningu tex-
ta á tölvur fyrir Alþingi og telja
að þar sem tölvutækni nýtist við
vinnslu prentaðs máls heyri það
undir þeirra félag. Deila um þetta
hefur verið uppi svo mánuðum
skiptir, en samningar hafa ekki
náðst, eins og áður segir.
Félag íslenska prentiðnaðarins
kærði FBM í gær til Félagsdóms
vegna þessara aðgerða. „Við höf-
um ekkert á móti því að starfsfólk
á Alþingi gerist félagar í FB en
við getum ekki unað því að hótað
sé lokun á meðlimi í okkar félagi,
Gutenbergprentsmiðjuna. Við
getum ekki annað. Það eru í gildi
samningar um að félagar í FBM
megi ekki vinna hjá öðrum en
okkar féiögum, en ég sé ekki
hvernig við getum krafist þess að
Alþingi gerist félagi í FÍP,“ sagði
Sveinn Sigurðsson framkvæmda-
stjóri FÍP í gær.
Þess má geta að þegjandi sam-
komulag hefur verið á milli félag-
anna um frávik frá þessu
samkomulagi og eru dæmi þess á
báða bóga.
Fulltrúar Alþingis óskuðu eftir
frestun aðgerða í gær, en trúnað-
armannaráð FBM ákvað að
verða ekki við þeirri ósk.
Þótt félagar í FBM neiti nú að
vinna texta sem settur er í Al-
þingi, verða handrit þaðan unnin
með eðlilegum hætti.
-gg