Þjóðviljinn - 12.12.1985, Blaðsíða 3
FRETTIR
Uppskipunarbann
Dagsbrún krefst frávísunar
VSIá hendur Dagsbrún vegna uppskipunarbanns í
Félagsdómi í dag.
Atli Gíslason lögfrœðingur Dagsbrúnar: Málatilbúnaði VSÍ
Kæra VSÍ á hendur Verka-
mannafélaginu Dagsbrún
vegna uppskipunarbanns félags-
ins á suðurafrískar vörur verður
tekin fyrir í Félagsdómi í dag.
Fyrir liggur frávísunarkrafa
Dagsbrúnar á kaeruna.
„Ég tel að vísa eigi kærunni frá
í fyrsta lagi vegna ýmissa form-
galla. í fyrsta lagi höfðar VSÍ mál
á hendur Dagsbrún í eigin nafni
en ekki fyrir hönd tiltekinna
skipafélaga sem hlut eiga að mál-
inu. í öðru lagi tel ég að það sé
ekki verkefni Félagsdóms að
skera úr um þetta mál. í þriðja
íýmsu ábótavant
lagi er málatilbúnaði VSÍ í ýmsu
ábótavant. Og í fjórða lagi má
nefna að þarna er VSÍ í raun að-
eins að leita lögfræðilegs álits á
málinu og það er ekki verkefni
Félagsdóms að gefa slíkt álit,“
sagði Atli Gíslason lögfræðingur
Dagsbrúnar í samtali við Þjóð-
viljann í gær.
Málið verður tekið fyrir í
þriðja sinn fyrir Félagsdómi í
dag. Atli sagðist eiga von á að
annað hvort yrði fallið frá máls-
höfðun í dag, eða eingöngu yrði
fjallað um frávísunarkröfu
Dagsbrúnar.
Uppskipunarbannið hefur ver-
ið í gildi í nokkrar vikur með góð-
um árangri. Innflytjendur suður-
afrískra vara hafa margir hverjir
lýst því yfir að þeir muni ekki
kaupa slíkar vörur meðan bannið
gildir.
-gg
Mœðrastyrksnefnd
Margir
hjálpar
þurfi
Plastprenth.f. og
starfsfólk þess afhentu
Mœðrastyrksnefnd
36.800 ígœr. Jólasöfnun
nefndarinnar er hafin og
margir eru aðstoðar þurfi
Jólasöfnun Mæðrastyrks-
nefndar er hafín og í gær komu
nokkrir starfsmenn Plastprents
h.f. í heimsókn að Njálsgötu 3 þar
sem skrifstofa nefndarinnar er til
húsa og afhentu 36.800 krónur í
söfnunina frá fyrirtækinu og
starfsfólki þess. Þetta er 3ja árið í
röð sem Plastprent og starfsfólk
Hjálparstarf
Safnað fyrir
afganska
flóttamenn
Hjálparstofnun kirkjunnar er nú
að hefja árlega jólasnfnun sína í þágu
bágstaddra jarðarbúa. Að þessu sinni
rennur söfnunarféð til tveggja verk-
efna í Eþíópíu og fjögurra nýrra verk-
efna í þágu afganskra flóttamanna.
Gunnlaugur Stefánsson fræðslu-
fulltrúi Hjálparstofnunar kirkjunnar
er nýkominn úr ferðalagi til Pakistan.
Hann sagði að aðstoðin við afgani
væri í fjórum þáttum. Ætlunin er að
aðstoða nýkomið flóttafólk, styðja
samtök afganskra lækna við menntun
fólks til heilsugæslu beggja megin
landamæranna, flytja sáðkorn frá
Pakistan til bænda í Afganistan og
aðstoða þá við ræktun, og loks að
aðstoða við menntun flóttamanna.
Gunnlaugur sagði að stríðið í Af-
ganistan hefði dregist á langinn og
mætti merkja það að úthald ýmissa
hjálparstofnana væri farið að þverra.
Pess vegna væri mikilvægt að íslend-
ingar brygðust vel við og legðu sitt af
mörkum til aðstoðar flóttafólkinu.
Nánar verður skýrt frá þessu
hjálparstarfi í viðtali við Gunnlaug
sem birtist í helgarblaðinu.
—ÞH
Kolbrún Haraldsdóttir t.v. afhendir gjöfina frá Plastprenti h.f. og starfsfólki þess. (Ljósm. E.ÓI.)
þess gefur svo rausnarlega gjöf til
Mæðrastyrksnefndar.
Kolbrún Haraldsdóttir hafði
orð fyrir starfsfólki Plastprents
h.f. og sagði að fyrirtækið hefði
lofað að gefa jafn háa upphæð og
starfsfólkið safnaði, en það voru
18.400 kr. og því væri gjöfin
36.800 kr.
Guðlaug Þorvaldsdóttir hjá
Mæðrastýrksnefnd sagði að
margir væru aðstoðar þurfi nú og
þörfin yrði ekki minni að þessu
sinni en undanfarin ár. Hún sagð-
ist biðja fólk sem ætlaði sér að
gefa fatnað eða aðra þarfa hluti
að hafa samband við nefndina en
móttaka mun fara fram í Garð-
astræti 3 frá kl. 14 til 18 næstu 3
vikur. Þeir sem vilja gefa fé í
söfnunina geta snúið sér til
skrifstofunnar að Njálsgötu 3,
eða notað gíróseðla, en númer
þeirra er 36600-5.
-S.dór
Frysting kjarnorkuvopna
Ætlaði ekki
að fella
stjómina
Páll Pétursson: Aldrei
hugsun mín að knésetja
Geir Hallgrímsson né að
fella stjórnina
Það var aldrei hugsun mín að
knésetja Geir Hallgrímsson
utanríkisráðherra né að fella
stjórnina með andstöðu minni við
hjásetu íslendinga við tillögu
Svía, Mexíkó og fleiri ríkja hjá
S.Þ. um frystingu kjarnorku-
vopna, sagði Páll Pétursson for-
maður þingflokks Framsóknar-
manna í samtali við Þjóðviljann.
Páll sagðist mótmæla því að
hann hefði runnið á rassinn í
þessu máli og að tillaga sín og 7
annarra Framsóknarmanna sem
lögð hefur verið fram á alþingi
um frystingu kjarnorkuvopna
væri merkilegasta framlag utan-
ríkismála það sem af er þingi.
„Við féllum á tíma og það var
ekki hægt að afgreiða þessa til-
lögu mína né Hjörleifs um sarna
efni frá alþingi nema með slíkum
afbrigðum að það hefði ólíklega
gengið í gegn áður en málið verð-
ur afgreitt hjá Sameinuðu þjóð-
unum.“
-•g-
BSRB
Kröfugerð í burðarliðnum
Kristján Thorlacius formaður BSRB: Leggjum áherslu á tryggingu kaupmáttar.
Viðmiðun við framfærsluvísitölu heppilegust. Loforð stjórnvalda lítils virði
Það er unnið að undirbúningi
kröfugerðar BSRB í 10
manna nefnd, og ég á von á að
haldinn verði fundur með samn-
inganefndinni innan skamms.
Það sem við munum leggja
áherslu á er trygging kaupmáttar
og það er hægt að framkvæma
eftir ýmsum leiðum, sagði Krist-
ján Thorlacius formaður BSRB í
samtali við Þjóðviljann í gær.
Verkalýðshreyfingin er nú í
óða önn að móta kröfugerð fyrir
næstu samninga, en núgildandi
samningar verða lausir um ára-
mótin. Á þingi BSRB fyrir
nokkrum vikum var samþykkt að
leggja bæri höfuðáherslu á veru-
Iegar launahækkanir og samræm-
ingu launa í landinu. BSRB eins
og ASÍ leggur megináherslu á
tryggingu kaupmáttar, en enn
sem komið er hefur ekki verið
ákveðið hvernig stefna beri að
því. Kristján telur að viðmiðun
við framfærsluvísitölu verði af-
farasælust, þannig að ef verðlag
fer yfir ákveðin mörk verði
launafólki greiddar bætur í sam-
ræmi við það.
„Ég tel að kaupmáttur verði
best tryggður með sterkum sam-
tökum launafólks og samstöðu
innan verkalýðshreyfingarinnar.
Loforð stjórnvalda í gegnum árin
hafa verið allt of lítils virði og því
ekki nægilegt að reiða sig á þau,
þetta verður að tryggja í samn-
ingum.
Það hefur verið rekinn sterkur
áróður gegn vísitölubindingu
launa, en ég held það sé falskur
áróður. Ég legg áherslu á að vísi-
tölubinding launa hefur ekki or-
sakað efnahagsvanda. Þetta kerfi
hefur ekki verið við lýði stðan
1983, en efnahagslegt öngþveiti
hefur aldrei verið meira á Islandi
en einmitt nú,“ sagði Kristján.
-gg
Hamar hf./Stálsmiðjan
Skrifstofufólki
sagtupp
Ikjölfar sameiningar Stálsmiðj-
unnar og vélsmiðjunnar Ham-
ars hf. var nokkrum starfsmönn-
um sagt upp, skrifstofufólki og
framkvæmdastjóra. Ekki kom til
uppsagna iðnaðarmanna.
„Þetta er eðlileg hagræðing í
skrifstofuhaldi. Það var ástæðu-
laust að vera með tvöfalda yfir-
byggingu á fyrirtækinu," sagði
Skúli Jónsson framkvæmdastjóri
Hamars í samtali við Þjóðviljann
í gær.
Stálsmiðjan var eign Hamars
og Vélsmiðjunnar Héðins, en í
síðasta mánuði keypti Hamar
hluta Héðins í fyrirtækinu. Á
hinn bóginn kaupir Héðinn hluta
Hamars í Járnsteypunni hf., sem
var í eigu þessara tveggja fyrir-
tækja.
-gg
Fimmtudagur 12. desember 1985 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 3