Þjóðviljinn - 12.12.1985, Page 4
LEIÐARI
Feluleikur í Hafskipsmálinu
Jónas Kristjánsson ritstjóri DV ber sig aum-
lega í leiöara blaös síns í gær. Hann segir aö
DV, Frjáls fjölmiðlun eigi enga aðild aö Haf-
skipsmálinu, Útvegsbankamáiinu
Kokhreysti ritstjórans er ekki komin til af því
að blað hans hafi fjallaö svo ítarlega um þetta
stærsta gjaldþrot í sögu lýðveldisins, - ekki
vegna þess aö DV hafi rakið spillingarþætti
þessa máls, ekki vegna þess aö DV hafi fjallað
um tengsl Sjálfstæðisflokksins við málið, - nei
reiðin á rætur að rekja til þess að Þjóðviljinn og
fleiri hafa haft orð á tengslum Hafskips og DV.
Jónasi Kristjánssyni er væntanlega ekki
kunnugt um það að kumpáni hans, Sveinn R.
Eyjólfsson er stjórnarformaður í Hafskip. Hefði
Jónas Kristjánsson brugðið sér í gervi blaða-
mannsins eitt augnablik í júní sl., þá hefði hann
t.d. getað barið augum fréttatilkynningu eftir
síðasta aðalfund Hafskips hf, þar sem segir, að
komið hafi fram „aukin bjartsýni um rekstur fé-
lagsins". Þessari fréttatilkynningu Hafskips lýk-
ur með frásögn af því að Albert Guðmundsson
hafi verið fundarstjóri á fundinum og hverjir hafi
verið kjörnir í stjórn félagsins. Aftan við nöfn
þeirra einstaklinga sem kosnir voru í stjórn eru
tilgreind fyrirtæki þau sem þeir eru fulltrúar fyrir í
stjórn félagsins að mati Hafskips. Þannig stend-
ur í þessari opinberu fréttatilkynningu við nafn
Sveins R. Eyjólfssonar Hilmir hf - Dagblaðið/
Vísir.
Nú kann vel að vera að Jónasi Kristjánssyni
rannsóknarblaðamanni og spillingarandstæð-
ingi sé ókunnugt um hver þessi Sveinn R.
Eyjólfsson er, hann viti ekki að DV er brotið um
og sett hjá Hilmi hf., hann þekki ekki hverjir gefi
út DV, Dagblaðið/Vísi. En ef hann hefði sett upp
rannsóknarblaðamannsgleraugu sín ígær-og
litið á hausinn fyrir ofan leiðarann þar sem hann
þrætir fyrir tengslin, þá hefði hann komist nær
sannleikanum. Þar stendur nefnilega að útgáf-
ufélag DV heiti Frjáls fjölmiðlun. Þar er titlaður
stjórnarformaður og útgáfustjóri Sveinn nokkur
R. Eyjólfsson, - sá sami og er í stjórn Hafskips.
Og þar segir einnig að blaðið sé sett og brotið
um í Hilmi hf. Matador fyrirtækjanna er nefni-
lega stórt spil með mörgum reitum, mörgum
fyrirtækjum.
Og ef Jónas Kristjánsson hefði sótt í sig kjark
til að fygljast með fjölmiðlunum undanfarna
daga, þá hefði hann komist að því að Sveinn R.
Eyjólfsson var ekki einn aðstandenda DV í
þessari hringekju fyrirtækjanna í Hafskipsævin-
týrinu. Hann hefði komist að því, að í fimm
manna stjórn „íslenska skipafélagsins", sem
leysti af stjórn Hafskips í nokkra daga, voru tveir
DV-menn, því auk Sveins R. Eyjólfssonar var
|Dar í stjórn Hörður Einarsson. Hefði Jónas Krist-
jánsson beitt fyrir sig aðferðum rannsóknar-
blaðamennskunnar hefði hann aftur getað litið á
hausinn fyrir ofan leiðarann sem hann skrifaði í
gær, - og séð að þar stendur einmitt nafn Harð-
ar Einarssonar og titlarnir „framkvæmdastjóri
og útgáfustjóri".
Hefði Jónas Kristjánsson, sem ekkert kann-
ast við tengsl Hafskipsævintýrisins og DV, horft
framan í þá sem sitja með honum í stjórn
Frjálsrar fjölmiðlunar, - þá er ekki loku fyrir það
skotið að hann hefði með fránum
rannsóknaraugum séð þá tvo heiðursmenn
Svein R. Eyjólfsson og Hörð Einarsson, því
samkvæmt hlutafélagskrá sitja þessir þrír menn
nefnilega saman í stjórn Frjálsrar fjölmiðlunar,
Jónas, Sveinn og Hörður, frjálsir og óháðir,
nema hvað?
Það er í sjálfu sér skiljanlegt að Jónas Krist-
jánsson vilji ekkert af vinnuveitendum sínum
vita við slíkar og þvíumlíkar aðstæður sem nú
ríkja í íslensku þjóðfélagi. En það er með öllu
óþolandi að hann krefjist þess af alþingi, og
Þjóðviljanum og öðrum fjölmiðlum, að þeir þegi
yfir þessum tengslum DV við Hafskipshneyksl-
ismálið.
-óg
KUPPT OG SKORIÐ
þllMIIUl
eintök
LOKSINS, LOKSINS:
AAnorAir com *
Adgerðit sem
jreitt gætu
'vrir kjara
-imningum
Ismeygileg
áætlun
11., umyiwl l'in'l.'in- IV.Issnnar
IttiniialaiaiMn'iTít um li'nninjju
-kamniliinal.ina luisl>yj>j;jcn<la í
liankakcrlinu aliiam vi-rðtrygg-
mgar a sknmnitinialánum hofur
kumiö mnrgum undarlcga fvnr
1.. mr Mciiii skilja nuciavcl til-
uaiigmn mcá |»vi að hri'.vta skamm-
i imalanum luishyggjcndji i lcngri
Slikt yrði luishvggjcnduni tvi-
mn'liihiusl til hagslxita ng myndi
lctia grciiVluhyrði Jx’irra. Það cr
lnnii hluti luigmyndarinnar. sem
mcnn ciga crfiðara mcð að fó lx»tn
i Scm sc hvcr tilgangurinn eigi að
vcra mcð afnámi vcrðtryggingar á
skammtímalánum. Hverra hagur
cr|,að’
Kjallarinn
Hverjirskulda?
Kinlitldasl cr að
þcirri
spurningu mcð annarri scm sc
jx'irri hvcrjir það scu sem fvrst og
l'rcmst skulda skammlíma veltilán
SIGHVATUR
BJÖRGVINSSON
FYRRVERANDI
ALWNGISMAÐUR
undan sér mcð rcglulegum Iram
lcngingum og cnduniyiuiuiin lan-
anna? I/Ogar |XT:m ckki uuna
cnnþá ska*rar?
ismeygileg áætiun
Það cr svo sem cltir nðru ;ið
fa-stir virðasl haf;i tckið cftir
kjarnit málsins i |x*ssuin luigmynd-
um. Hann cr ckki >;i ;ið hida
grciðslustoðu htishvggjcnda |m»U
svo sé látið i vcðri vaka. Kjiirm
málsins er sá að skipta á lántak
endum viðskiptahankanna i tvo
flokka. í öðrurn flokknum vcrða
þeir sem gefínn er kostur ;i vcrð
tryggðum lánum og þurfa að horgn
lánin sín til baka með jafnmiklum
vcrðmœtum og lánvcitingin nam
að viðbœttum vöxtum. í hinurn
flokknum verða svo þeir scm f;i
óverötryggð veltilán og gctn i
krafti aðstoðu og viðskiptavildiir
lálið verðbólguna hjálpa sér til
þess að greiða lánin niður
Snarpur
penni
Kjallaragreinar Sighvatar
Björgvinssonar varaþingmanns
vekja gjarnan mikla athygli. f>ær
eru vel stílaðar, - Sighvatur nálg-
ast oft pólitísk viðfangsefni sín út
frá óvæntu sjónarhorni og um-
fram allt, hann liggur ekki á skoð-
unum sínum á mönnum og mál-
efnum, - nema....
Einn er sá reynsluheimur sem
Sighvatur nálgast aldrei í skrifum
sínum, - og það er reynsluheimur
kratans í Alþýðuflokknum.
Hann getur fjalíað um alla
flokka, alla stjórnmálamenn,
nema Alþýðuflokkinn og
stjórnmálamenn úr þeim flokki.
Nú er klippari ekki að halda því
fram, að nauðsynlegt sé fyrir
mannlíf í landinu, að reynsla Al-
þýðuflokksins og Alþýðuflokks-
mannsins sé ævinlega höfð til
hliðsjónar. Og klippari er heldur
ekki að krefjast þess að þegar
fjallað er um ást og hatur í öðrum
stjórnmálaflokkum, séu kratar
að tíunda ástleysið í Alþýðu-
flokknum. En hinu er ekki að
leyna, að þegar tilamynda er fjal-
lað um lýðræðismál í stjórnmála-
flokkunum, - þá sé sá flokkur
sem viðkomandi er í undan-
skilinn umfjöllun. Þá kemur hol-
ur tónn. Þá er slegið á falska
nótu. Og Sighvatur hefur oft
þrátt fyrir prýðisgott lag, slegið á
slíkar falskar nótur.
Kremlar-
aðferðir
Staðreyndin er hins vegar sú,
að Sighvatur drepur ekki niður
penna á blað öðruvísi en að skrifa
um Alþýðuflokkinn og Jón Bald-
vin Hannibalsson. Hann notar
nefnilega þá aðferð, sem kratar í
öllum flokkum (Nema við - eða
þá a.m.k. sárasjaldan) brúka, -
hann þykist vera að fjalla um
aðra menn, aðra flokka.
Þessi siðbótarformáli er ekki
settur á blað af einhverju sér-
stöku tilefni, þetta á nefnilega við
um nær flestar blaðagreinar og
málflutning Sighvats Björgvins-
sonar - og er því bæði löglegt og
siðlegt skens á drenginn.
Táradalur
Það er nú kannski ekki alveg
rétt, að Sighvatur hafi ekki gefið
neitt tilefni síðustu daga til þess
að þetta verði dregið fram. Hann
skrifaði nefnilega annars prýðis-
góða grein um „hugmynd Þor-
steins Pálssonar um Iengingu
skammtímalána húsbyggjenda
og afnám verðtryggingar á
skammtímalánum“.
Eins og stundum áður, þá sýnir
Sighvatur fram á að þessar „hug-
myndir" gætu haft önnur áhrif,
annan tilgang heldur en að létta
undir með húsnæðiskaupendum,
en það er önnur saga.
Staðreynd máls er sú, að í raun-
inni var Sighvatur að svara Al-
þýðublaðinu alias Árna Gunn-
arssyni með þessari grein. Til-
drög þess máls eru þau, að Al-
þýðuflokksforystan, Jón Bald-
vin, vill alltaf fara í kjarasamn-
inga og skiptir þá engu máli um
hvað þeir samningar eru. Víst er
að Jón Baldvin er samkvæmur
sjálfum sér í því, að vera ævinlega
á móti vísitölubindingu launa og
að skrifað verði sem fyrst undir
samninga.
Árni hefur nú hlotið þau dap-
urlegu örlög, að flytja Alþýðu-
flokksmönnum slíkan jónbald-
vinskan boðskap í gegnum Al-
þýðublaðið. Intermesso má geta
þess, að síðustu daga hefur mátt
vinda þetta blað, svo grátklökkva
og társtokkið sem það hefur verið
afþví aðrir stjórnmálaflokkar
hafa unnið Alþýðuflokkinn í því
kapphlaupi sem enginn virðist
vilja vera síðastur í nú á dögum,
nefnilega kapphlaupinu um at-
hyglina.
Þegar Alþýðuflokkurinn hálf-
sokkinn í táradalinn nýtur fall-
andi gengis í skoðanakönnunum
og er í skugganum í fjölmiðla-
heiminum, - þá þarf hann að
„marka sér sérstöðu" einsog það
er kallað, til að fá athygli. Oft
áður þegar þessi flokkur sem
kennir sig við alþýðuna, lýsir yfír
vilja til að skrifa undir samninga,
þá hefur Morgunblaðið klappað
á bakið á flokksforystunni og
hrópað húrra fyrir Alþýðu-
flokknum.
Loksins,
loksins
Þess vegna ætlaði Jón Baldvin
að skjóta sér upp flugeldi með
„hugmynd" Þorsteins Pálssonar
og lét Árna Gunnarssona skrifa
dæmalausan leiðara. Hann byrj-
aði svona: „Forsíðuleiðarar
koma ekki á hverjum degi í Al-
þýðublaðinu - tii þess þarf ríka
ástæðu“.
Engu var líkara en íslendingar
hefðu eignast nýjan Nóbel, því
fyrirsögnin á forsíðuleiðaranum
var hvorki meira né minna en:
„LOKSINS, LOKSINS“ og þessi
púðurkerling sprakk af því eina
tilefni að Þorsteinn Pálsson hafði
fengið „hugmynd".
Bara fyrir
SÍS
Flestir aðrir hugsuðu á þá leið
að það væri nú best að fá að sjá
þessa „hugmynd“ útfærða áður
en húrrahrópin skyllu á - og í
samræmi við reynslu af „aðstoð
til húsnæðiskaupenda“, sem
stjórnmálamenn hafa verið ó-
sparir á að heita, tortryggði fólk
þessa „hugmynd“.
En Alþýðuflokkurinn sá glytta
í samninga; engin verkföll, engin
átök, engin vísitölubinding
launa.
Sighvatur varð hneykslaður á
þessu upphlaupi Alþýðublaðsins
en í stað þess að mótmæla skrifar
hann grein um „hugmynd" Þor-
steins, þarsem hann bendir á að
þeir sem fyrst og fremst þurfi á
veltufjárfyrirgreiðslu að halda,
hagnist á þessu afnámi verðtrygg-
ingar, „og þá ekki hvað síst fyrir-
tæki í verslun og þjónustu. Þann-
ig er SIS frændi án efa langstærsti
„skammtímaskuldari" iandsins“,
segir Sighvatur. Þannig varð
„loksins, loksins" bara „ísmeygi-
leg áætlun“.
Þessi grein er að sjálfsögðu „í-
smeygileg“ gagnrýni á Jón Baldv-
in og Alþýðublaðið, - en hefði
ekki verið frekar í anda dreng-
skapar og vináttu að stíla hana á
þá sem hún er ætluð?
-óg
DJOÐVILJINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgofandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergman, össur Skarphóðinsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Öskar Guðmundsson.
Fréttastjóri: Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Garðar
Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla-
son, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson, Þór-
unn Sigurðardóttir, Þröstur Haraldsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Ljósmyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útllt: Sævar Guðbjömsson, Garðar Sigvaldason.
Simvarala: Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmæður: Agústa Þórisdóttir, Ölöf Húnfjörð.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Útbroiðslustjóri: Sigríður Pótursdóttir.
Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir.
Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson,.
Olga Clausen.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Innhoimtumonn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Útkeyrsla, afgroiðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, símí 681333.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðapront hf.
Verð í lausasölu: 35 kr.
Sunnudagsblað: 40 kr.
Áskrlft ó mánuði: 400 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN