Þjóðviljinn - 12.12.1985, Síða 6
HLJÓMPLÖTUR
FLOAMARKAÐURINN
Jólasveinar í kassabíl
Vantar ykkur jólasveina? Þeir eru á
ferðinni á kassabíl og tilbúnir að
koma á jólatrésskemmtanir. Upplýs-
ingar í síma 10026 og 19567.
Jólabasar Vesturgötu 12
Höfum opnað basar með handunn-
umjólavörum. Eldhúsdúkkurog tusk-
udúkkur, 5 stæðir og margt hentugt til
jólagjafa.
„Undir Mexíkómána"
Langar ykkur ekki til að eignast
„Undir Mexíkómána" sem út kom
1982. Verð aðeins 300 kr.
Fræðandi og forvitnilegt bók. Ódýr og
góð jólagjöf á þessum síðustu og
verstu tímum. Hringið í síma 43294 á
kvöldin.
Dukkurúm
er nú með blómlegu rúmin í þremur
stærðum. Einnig með rúm úr furu.
Verð á útimarkaðnum á torginu alla
laugadaga fram að jólum. Uppl. í
síma 611036, Auður Oddgeirsdóttir.
Bókhald
Ertu með bókhaldið í ólagi? Tek að
mér bókhald fyrir lítil fyrirtæki. Uppl. í
síma 30854, eftir kl. 18.
Til sölu Volga árg. ’72
ekinn 74 þús. km. Einn eigandi. Uppl.
í síma 99-4581 eftir kl. 17.
Góð stúlka óskast
Óska eftir góðri stúlku til að gæta
tveggja barna á aldrinum 8 mán. - 4
ára, frá kl. 16.30 - 21.30, 2-3svar í
viku og aðra hverja helgi. Verður að
vera samviskusöm. Uppl. í síma
77615 og 33988.
Eldavél
Er ekki einhver sem á eldavél í
geymslunni og vill losna við hana fyrir
lítið? Sá hinn sami er vinsamlegast
beðinn um að hringja í Veturliða í
síma12015 eftir kl. 18.
Öldungadeildarnema
bráövantar herbergi eða einstak-
lingsíbúð til leigu frá áramótum,
reglusemi og snyrtilegri umgengni
heitið, fyrirframgreiðsla ef óskað er.
Uppl. í síma 96-41497, milli kl. 13-22.
Svart/hvítt sjónvarpstæki óskast
Lítið svart/hvitt sjónvarpstæki óskast
keypt eða gefins. Uppl. í síma 39331
á kvöldin.
IBM ritvél
Til sölu gömul rafmagnsritvél á kr.
3.500.- Uppl. í síma 12629.
Barnabílstóll til sölu
Barnabílstóll af gerðinni KL, sem við-
urkennt er af Bifreiðaeftirlitinu. Enn-
fremur 2 nýir telpnakjólar á aldurinn 6
- 8 ára og 2 barnaskrifborð.
Trésmíði
Trésmiður getur bætt við sig verkefn-
um fyrir áramót. Uppl. í síma 82981.
Hnakkar til sölu
2 fallegir hnakkar til sölu, annar ónot-
aður Steinbjarna-hnakkur, hinn norð-
lenskur m/fallegri útsaumaðri dýnu
léttur og meðfærilegur. Sími 78181.
ísskápur til sölu
(sskápur (gamall) með frystihólfi fæst
gefins. Uppl. í síma 686406.
Aukavinna
22 ára námsmaður óskar eftir auka-
vinnu kvöld og helgar. Allt kemur til
greina. Uppl. í síma 81078.
Eldavél til sölu
Nýleg Rafha eldavél til sölu. Einnig
skápahöldur ca. 25 stk. Uppl. í síma
25668.
Gefins svefnbekkur
Eins manns svefnbekkur stærð
1,85x75 cm, fæst gefins. Sími
81905.
Borðstofuhúsgögn
Til sölu borðstofuhúsgögn og 4 stól-
ar, dökk bæsað. Uppl. í síma
666789.
Athugið
Óska eftir ódýru og góðu eldhúsborði
og bakstólum. Uppl. í síma 37505.
Húsnæði óskast
Ungur reglusamur maður óskar eftir
einstaklingsíbúð á leigu eða 15-20 fm
herbergi, með aðgangi að baði, eld-
unaraðstöðu og þvottaaðstöðu, frá
15.-20. janúar 1986. Fataskápur
mætti fylgja. Helst ekki í Árbæjar- eða
Breiðholtshverfi. Öruggar greiðslur
og góð umgengni. Uppl. í síma
37697, eftir kl. 18 á kvöldin.
Til sölu
Skiptiborð, góð hirsla, og vel með far-
ið. Uppl. í síma 28161.
Til sölu
Skiptiborð og vagnpoki fyrir ungbarn.
Uppl. í síma 681333 á skrifstofutíma.
Sigga P.
Til sölu
vegna brottflutnings
Svefnsófi frá Pétri Snæland, sófa-
borð, hillusamstæða, skrifborð, skrif-
borðsstóll frá IKEA. Canon AEI zoom
linsa 80/200 flass, þrífótur, harmón-
ikka 50 bassa Parrot. Uppl. í síma
36283, eftir kl. 18 á kvöldin.
Fatnaður
Tvenn óslitin jakkaföt með vesti til
sölu. Önnur grá hin svört seljast á
undir hálfvirði. Einnig grádröppuð
kvenkápa nr. 46 kr. 2.000,- Hvítt bað-
kar ásamt handlaug fæst á sama
stað. Uppl. í vinnusíma 29300,
heimasími 25859.
Er einhver að
endurnýja teppin sín?
Ef svo er þá væri vel þegið af fátækri
konu ef sá hinn sami gæti gefið henni
það ca. 25-26 fm. Uppl. hjá auglýs-
ingad. Þjv. sími 681333.
Blaðburdarfólk i r 4 ^ £ ress
Ef þú ert morgunh
Haföu þá samband viö afgreiðslu ÞjoðvOjans, sími 681333
Laus hverfi:
Víðsvegar um bæinn
Þaö bætir heilsu« að bera út Þjóðv Betrabla Dghag iqann ð
Valgeir,
Valgeir syngur
Jóhannes
Fugl dagsins, nýkomin hljóm-
plata sem geymir lög Valgeirs
Guðjónssonar, Stuðmanns m.a.,
við Ijóð Jóhannesar úr Kötlum;
sungin af Valgeiri, Sigrúnu
Hjálmtýsdóttur (Diddú), Ævari
Kjartanssyni.
Valgeir segir á innleggsblaði
með ljóðunum að tilurð laganna
megi rekja til Þrándheimsdvalar
þarsem bækur Katlaskáldsins
höfðu lent með í bókakassa.
Hann hafi sjónvarpslaus sest yfir
Jóhannes með gítar í fanginu:
„Ég fann fljótt að skáldið sló
hörpu sína af músíkölsku innsæi,
því lögin einsog biðu eftir að láta
semja sig, blunduðu í kvæðunum
og vöknuðu við minnsta hávaða.
Margbreytilegir bragarhættirnir
kölluðu á ólík form og yrkisefnin
'ti&m
heimtuðu búning við hæfi. Fyrir
mig var þetta heilmikil opinber-
un: Að fylgja skáldinu úr
sveitinni, í gegnum ungmennafé-
lagshreyfinguna og íslendingas-
ögurnar, ganga undir rauðum
fánum í leit að betri heimi, skeg-
Jóhannes
græða við skaparann, sjá rímið
sökkva í hafið og fá að taka þátt í
vangaveltum um hinstu rök til-
verunnar...“
Á plötu Valgeirs eru lögin Bíbí
og blaka, Rauðsendingadans,
Vögguvísa í húsi farmanns,
Ferðavísur, Rímþjóð, Urðarm-
áni, Uppboð, Miðnætti í Keníu,
Draugagangur, Vorið kemur,
Heimspeki og Systir mín góða í
dali.
Hljóðfæramenn auk Valgeirs
eru Ásgeir Óskarsson, Skúli
Sverrisson, Stefán Stefánsson,
Rúnar Georgsson og Jakob F.
Magnússon. Útgefandi Penninn.
Kukl er Kukl
Eftir helgina er von nýrrar plötu
sem hljómsveitin Kukl hefur
leikið inná tónlist sína víðfræga
um allar rokkjarðir. Þetta er átta
laga plata, stór, og heitir Evróp-
ufrí eða uppá ensku Holidays in
Europe.
Það er hljómplötufyrirtækið
Crass-hópsins í London sem gef-
ur út, Grammið er hinsvegar
dreifari hér heima. Hljómsveitin
hélt sig lengi árs á hinum óís-
lenska hluta Evrópu og fór um
með hljómleikahaldi og galdra-
slætti ýmsum, en félagar úr henni
hafa nú stofnað sirkusinn Dútl
ásamt fólki úr fjöllistahópnum
sem kennir sig við hina fríðu
Medúsu.
f Kukli eru Guðlaugur Óttars-
son, Sigtryggur Baldursson, Ein-
ar Melax, Birgir Mogensen,
Björk Guðmundóttir og Einar
Örn Benediktsson. „Enda“ eins-
og segir í kynningu frá Gramm-
inu „er Kukl Kukl“.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. desember 1985
Jóla-
Kristinn
Það verða ánægjuleg jól hjá
söngvaranum Kristni Sigmunds-
syni ef marka má heiti plötunnar
sem Örn og Örlygur hafa gefið út
með söng hans og Mótettukór
Hallgrímskirkju, og ekki ættu
jólin að verða miður gleðileg hjá
hlustendum.
Ég held glaður jól er safn jóla-
tónlistar, íslenskrar og erlendrar,
og er hún hljóðrituð á stafrænan
hátt í kirkjum þeirra Krists og
Hallgríms. Stjórnandi kórsins er
Hörður Áskelsson, upptöku ann-
aðist Halldór Víkingsson.