Þjóðviljinn - 12.12.1985, Qupperneq 7
VIÐHORF
Tvö ár án vísitölubindingar launa
HVAD HEFUR GERST?
Ari Skúlason skrifar
Síðan vísitölubinding launa var
afnumin með lögum í maí 1983
hafa launþegasamtökin í landinu
hvað eftir annað lýst því yfir að
það sé illmögulegt að semja við
atvinnurekendur til langs tíma án
þess að kaupmáttur launa sé
tryggður. Krafan um kaupmátt-
artryggingu hefur þó ekki náð
fram að ganga, en í samningun-
um í júní sl. náðist samt sá árang-
ur að ríkisstjórnin lofaði fyrir sitt
leyti að halda verðhækkunum í
skefjum. Síðan hefur reynslan
sýnt að þessi loforð stóðust ekki.
Nú fara kjarasamningar í hönd
og sem fyrr er einhvers konar
kaupmáttartrygging ein höfuð-
krafa launþegasamtakanna. Nú
hefur hins vegar komið fram sú
hugmynd að gera skuli „lífskjara-
samning“ við atvinnurekendur
og ríkisstjórn þar sem inn komi
verð á opinberri þjónustu,
skattar o.s.frv. auk launahækk-
ana. Hugmyndir þessar virðast
þó ekki fastmótaðar, en fram hef-
ur komið að bæði atvinnurekend-
ur og ríkisvald vilja skoða málið
nánar.
í umræðunni undanfarið hefur
komið fram að ýmsir talsmenn
verkalýðshreyfingarinnar segjast
geta sætt sig við annað kaupmátt-
artryggingarform en það kerfi
sem hér ríkti áður. Meginrök-
semdin fyrir afnámi þessa kerfis
var sú kenning stjórnvalda og at-
vinnurekenda að vísitölubinding
launa væri höfuðorsök þeirrar
verðbólgu sem hér ríkti. Með því
að gefa eftir kröfur um gamla vís-
itölukerfið virðast talsmenn
verkalýðshreyfingarinnar vera að
lýsa sig sammála kenningu að
hækkun launa vegna verðhækk-
ana hafi verið höfuðorsök verð-
bólgunnar.
í ritgerð sem ég skrifaði árið
1983 um launaþróun á íslandi frá
1950-1981 kom ég m.a. inn á vís-
itölubindingu launa. Ég rannsak-
aði áhrif vísitölubindingarinnar á
launaþróunina með tölfræði-
legum aðferðum og komst að
niðurstöðu sem gengur í berhögg
við þá kenningu sem stjórnvöld
og atvinnurekendur hafa haldið
fram um þetta kerfi. Meginniður-
staða mín var sú, að afnám og
skerðingar vísitölubóta á þessum
árum höfðu ekki marktæk áhrif á
launaþróunina. Sagt með öðrum
orðum þá eru það aðrir þættir en
vísitölubindingin sem ákvarða
launaþróunina þegar til langs
tíma er Jitið, vísitölubindingin
sjálf skiptir ekki miklu máli.
Vinnumarkaðurinn í þjóðfé-
lagi nútímans er orðinn mjög þró-
aður og upplýsingastreymi er
mikið. Olíklegt er að kaupmáttur
launa geti lækkað mikið sé litið til
lengri tíma. Hér koma þættir eins
og yfirborganir og launaskrið inn
í myndina auk hinna hefðbundnu
samningsbundnu launahækkana.
Sé t.d. vísitölubinding launa af-
numin er ekki ólíklegt að þessir
þættir vegi þyngra en ella. Þá
kemur einnig til að samningar eru
yfirleitt gerðir til mun styttri tíma
sé kaupmáttur ekki tryggður á
sjálfvirkan hátt.
Niðurstöður mínar fyrir tíma-
bilið 1950-1981 bentu allavega í
þá átt að afnám eða skerðing vísi-
tölubóta virtust ekki hafa mark-
tæk áhrif á launaþróunina á tíma-
bilinu. Þessi niðurstaða gengur
greinilega þvert á þá kenningu að
vísitölubindingin út af fyrir sig sé
sjálfstæður verðbólguvaldur.
Benda má á að vísitölubinding
launa hefur það fram yfir aðrar
launahækkunaraðferðir að hún
gildir jafnt fyrir alla launþega og
launahækkanir ganga jafnt yfir
alla eftir fyrirfram ákveðnum
reglum. Ekki er ólíklegt að
launamunur aukist við það að af-
nema slíkt heildarkerfi og vísi-
tölubindingin er. Þá kemur í ljós
hverjir það eru sem hafa sterk-
asta samningsstöðu á vinnumark-
aðinum og geta tryggt kaupmátt
sinn best.
Nú eru liðin rúm 2 ár síðan vís-
Meginniðurstaða mín
varsú, aðafnám
og skerðingar
vísitölubóta á þessum
árum höfðu ekki
marktœk áhrif
á launaþróunina.
itölubindingin var afnumin. Það
er því ekki úr vegi að athuga
hvernig þróunin hefur verið á
þessu tímabili. í meðfylgjandi
töflu má sjá annars vegar kaup-
mátt taxtakaups ákveðinna
starfsstétta og hins vegar kaup-
mátt greidds kaups skv. tölum
Kjararannsóknarnefndar. Taxta-
kaupið sýnir umsamdar launa-
hækkanir en greidda kaupið sýnir
raunverulega greitt kaup með
öllum yfirborgunum. Kaupmátt-
urinn er settur 100 á 2. ársfjórð-
ungi 1983, en þá var vísitölubind-
ingin einmitt afnumin. Tölurnar
sýna að kaupmáttur umsamins
taxtakaups hefur að meðaltali
minnkað um 12,6% á tímabilinu,
en kaupmáttur greidds kaups
hefur að meðaltali minnkað um
6,9% Síðan á 2. ársfjórðungi
1985 hefur kaupmáttur taxta-
kaups haldið áfram að minnka,
en nýrri tölur um kaupmátt
greidds kaups liggja ekki fyrir.
Benda má á að frá 1982-1984
minnkaði kaupmáttur kauptaxta
um 28%, en kaupmáttur ráð-
stöfunartekna á mann um 12,7%
í ár hefur verið stefnt að því að
halda kaupmætti kauptaxta í
horfinu, en spáð er 4% aukningu
kaupmáttar ráðstöfunartekna.
Frá 1984 hefur kaupmáttur
kauptaxta því minnkað um 28%
en kaupmáttur ráðstöfunartekna
um 9,6%
Allt styður þetta þá kenningu
að sé vísitölubinding launa af-
numin, þá komi aðrir þættir inn í
staðinn til þess að viðhalda
kaupmættinum. Vísitölubinding-
in er heldur engin aðalforsenda
fyrir því að viðhalda kaupmætti
og getur því varla talist sjálfstæð-
ur verðbólguvaldur.
Tölurnar sýna annað sem einn-
ig er mjög athyglisvert; Hinum
mismunandi hópum á vinnu-
markaðinum gengur ekki jafn vel
að vernda kaupmátt launa sinna
sé sjálfvirk kaupmáttartrygging
afnumin. Af töflunni sést greini-
lega að það eru verkakonurnar
sem hafa orðið undir í baráttunni
um yfirborganir og launaskrið á
undanförnum tveimur árum. Það
er greinilega fólkið í skrifstofu-
störfum, sérstaklega karlar, sem
hefur tekist að vernda kaupmátt
sinn.
Það bendir allt til þess að sú
tilraun stjórnvalda að draga úr
launahækkunum með afnámi
vísitölubindingarinnar hafi ekki
tekist. Þessar aðgerðir hafa vald-
ið því að vinnumarkaðurinn er
orðinn mun flóknari en áður.
Enginn veit hvað aðrir hafa í
laun, en hins vegar vita allir að
fáir fá greitt eftir hinu umsamda
kaupi, nema e.t.v. þeir iægst
launuðu, og þeirra kaupmáttur
hefur minnkað mest. Kannski
eru einhverjir ánægðir með
það...?
2. ársfjórðungur 1982 = 100
Verkamenn...........................
Verkakonur..........................
Iðnaðarmenn.........................
Afgreiðslufólk, karlar..............
Afgreiðslufólk, konur...............
Skrifstofufólk, karlar..............
Skrifstofufólk, konur...............
Kaupmáttur
taxtakaups
87A
86,6
87,9
87,8
87,8
87,8
87,8
Kaupmáttur
greidds kaups
91.5
89,9
93,1
94,0
92,0
101,7
98.5
Meðaltal
87,4 93,1
Það
f stefnuskrá Alþýðubandalags-
ins er kjarna pólitískrar baráttu
þess flokks lýst á eftirfarandi
hátt: „Markmið sósíalismans er
að breyta umhverfi og tilveruskil-
yrðum mannsins í það horf að
það leyfi alhliða þroska mann-
legra hæfileika.“
Undanfarið tvö og hálft ár hafa
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn-
arflokkur stjórnað íslandi. Sjálf-
stæðisflokkur, sem boðar frelsi
og sjálfstæði fólksins og taust
fjölskyldulíf. Framsóknarflokk-
ur, sem segist rata hinn gullna
meðalveg milli hægri og vinstri
öfga á vegferðinni til framfara.
Framfara til sjávar og sveita.
Hvernig nýtur svo launafólkið á
íslandi í dag frelsisins og trausta
fjölskyldulífsins - launafólkið
sem fær greitt eftir töxtum verka-
lýðsfélaganna og bætir endalaust
við sig vinnu til að ná endum sam-
an? Hvar er hið stolta fólk sem
finnur til sjálfstæðis síns í krafti
öruggs húsnæðis og tryggrar af-
komu? í hverju felast framfarir í
undirstöðuatvinnuvegum þjóð-
arinnar, sjávarútvegi og landbún-
aði, síðustu 2 til 3 árin? Þau skil-
yrði sem ríkjandi stjórnarstefna
hefur búið íslenskum almenningi
hafa grafið undan sjálfsvirðingu
fólks. Jafnframt hefur ráðandi
markaðshyggja og samkeppnis-
ofstopi alið á virðingarleysi
er spurt um sjálfsvirðingu
Kristín Ólafsdóttir skrifar
gagnvart fólki. Virðingarleysi
sem m.a. birtist í okurhneykslum
og nauðungaruppboðum. Sam-
kennd, samstaða og samábyrgð
eru ekki áberandi eðlisþættir í ís-
lensku samfélagi dagsins í dag.
Fólki sem býr við basl er hætt
við að glata einhverju af sjálfs-
virðingu sinni.
Þeir sem fá smánarlaun fyrir
vinnu sína finnst þeir vera harla
lítils virði.
Börn og unglingar sem búa við
léleg uppeldisskilyrði gjalda þess
líklega alla ævi. Sjálfsvirðingu
þeirra er hætta búin og þar með
virðingu þeirra fyrir öðrum.
Yfir þessu fólki - íslenskum al-
menningi - er svo verðbólgusvip-
an látin dvína. Ef það dirfist að
krefjast mannsæmandi kjara
kemur óðaverðbólgan æðandi.
Launafólk skal halda sér á mott-
unni með nagandi samviskubit
yfir erlendum skuldum og hurð-
arásum sem það reisti sér um öxl;
sóknarkonan með 17 þúsundin
og BSRB-maðurinn með 25 þús-
undin - ef hann hefur þá náð uppí
miðjan launastigann. Það er að
velta þjóðarskútunni um koll
með heimtufrekju sinni. ÞAÐ
skal sýna ráðdeild og sparsemi!
Þannig hljóðar boðorð landsfeðr-
anna.
Stjórnmálabarátta er fyrst og
síðast spurning um mismunandi
lífssýn, hagsmuni oghugarfar. Á-
vinningar kvennabaráttu síðustu
áratuga eru ekki fengnir með lag-
asetningum, heldur vegna harð-
rar baráttu gegn ríkjandi viðhorf-
um til kvenna. Viðhorfsbreyting
hefur vissulega átt sér stað og
henni verður að fylgja eftir, t.d. í
samkeppni sem ræður hér ríkjum
grefur undan sjálfstæði fólks,
menningu og þroska. Og það
veikir lýðræðið í landinu.
Þótt kosningaréttur og tjáning-
arfrelsi séu sjálfsagðir og ómet-
anlegir þættir lýðræðis skapa þeir
„Pau skilyrði sem ríkj-
andi stjórnarstefna hefur
búið íslenskum almenn-
ingi hafa grafið undan
sjálfsvirðingufólks.
Jafnframt hefur ráðandi
markaðshyggja ogsam-
keppnisofstopi alið á
virðingarleysi gagnvart
fólki“
kjarabaráttu. Verkalýðshreyf-
ingin öll verður að taka sig á og
hafna viðhorfum sem réttlæta þá
mismunun, vinnuþrælkun og
niðurlægingu sem viðgengst í ís-
lensku þjóðfélagi.
Skilyrði sem leyfa alhliða
þroska mannlegra hæfileika
verða ekki sköpuð ef auður og
völd safnast á hendur fárra. Slíkt
leiðir nefnilega af sér peninga-,
valda- og aðstöðuleysi fjöldans.
Það hugarfar peningahyggju og
einir sér ófullkomið lýðræðis-
þjóðfélag. Lýðræði þýðir að fólk
hafi áhrif á umhverfi sitt og taki
þátt í að skapa þau skilyrði sem
það býr við. Til þess þarf tíma - til
þess þarf fjármuni - til þess þarf
upplýsingar og menntun.
Landsbyggðin kvartar nú sáran
yfir Reykjavíkurvaldi sem sogar
til sín fjármuni og fólk og deilir
takmörkuðum peningum til
landsbyggðarverkefna án eðli-
legrar íhlutunar heimamanna.
Alþýðubandalagið vinnur nú að
tillögum sem eiga að færa aukið
vald, fjármuni og sjálfsforræði út
í sveitarfélög og héruð - og jafn-
framt auka áhrif hverfa í stórum
sveitarfélögum eins og Reykja-
vík.
Flokkurinn hefur lagt mikla
vinnu í að móta stefnu um fram-
haldsskóla og er þar lögð áhersla
á að almenn menntun skuli vera
undirbúningur nemenda til að
starfa í lýðræðisþjóðfélagi og til
að auðvelda ungmennum að efla
sjálfsforræði sitt. „í skólastarfinu
eiga kennarar og nemendur að
vinna saman að verkefnum líð-
andi stundar. Það á þannig ekki
aðeins að skila sér í undirbúningi
að framtíðarstarfi, heldur í
þroska einstaklinganna og menn-
ingarlegum afurðum“ - segir þar.
Atvinnulýðræði og launa-
mannasjóðir eru til umfjöllunar í
flokknum og settu svip sinn á
landsfundinn sem og aðrar kröfur
um aukið lýðræði og meira sjálfs-
forræði fólks.
Brýnasta verkefni Alþýðu-
bandalagsins næstu vikur og
mánuði er að hnekkja hug-
myndafræðilegu forræði hinna
fáu sterku í þjóðfélaginu. Þannig
stuðlum við að þjóðfélagsskipan
sem byggist á jafnrétti, mannleg-
um verðmætum og samábyrgð.
Kristín Á. Ólafsdóttir
er varaformaður
Alþýðubandalagsins.
Fimmtudagur 12. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7