Þjóðviljinn - 12.12.1985, Qupperneq 16
BaBSHrara
Dúax 'Efirlicíi
Endurfœðingin
‘hulitrfa’dintjin
Pétur Proud, aðstoðar-
prófessor við Suður-Kali-
forníuháskóla, dreymir
sömu drauma nótt eftir
nótt. Draumarnir eru úr
hversdagslífi fólks sem
hann kannast ekki við.
Einn þessara drauma
er þó martröð: Pétur
dreymir að hann sé
myrtur. Sagan greinir frá
viðleitni Péturs til að
losna við þessa drauma,
skilja hvernig á þeim
stendur og loks leit hans
að sögusviði draumanna og fólkinu sem þar kemur
fram.
Skáldsagan Endurfædingin er dulræn spennusaga þar
sem sérstætt efni er gert aðgengilegt með góðri frásagnar-
tækni. Sagan kallar á sterka innlifun lesanda í æsilegt efni
og er spennandi frá upphafi til enda. Þessi bók er jafnt fyrir
áhugafólk um dulræn efni og þá sem vilja spennu.
Sagan hefur verið kvikmynduð. Bókin er 279 bls.
Þýðandi er Þorsteinn Antonsson.
ÍSAFOLD
.Vax 'hfufich
Aðalsími: 681333. Kvöldsfmi: 681348. Helgarsími: 681663.
MÖÐVIUINN
Flmmfudaour 12. desember 1985 287. tðlublað 50. órgangur
Ríkisspítalar
Lyfjaskuldir yfir 100 milj.
Margra ára uppsafnaðar skuldir ríkisspítala hjá Lyfjaversluninni
ÁTVR lánar Lyfjaversluninnirekstrarfé. Lánahringdans íríkiskerfinu
Ríkisspítalarnir skulda Lyfja-
verslun ríkisins fyrir úttekt á
lyfjum á annað hundrað miljónir
króna. Spítalarnir hafa um langt
árabil safnað stórum skuldum hjá
Lyfjaversluninni og þrátt fyrir að
heilbrigðisráðuneytið hafi sent
spítölunum harðort bréf þar sem
farið var fram á að þcir gerðu
upp skuldir sínar hafa litlar sem
enga geiðslur borist.
„Það getur auðvitað ekkert
fyrirtæki fjármagnað svona stór-
ar útistandandi skuldir hvort sem
reksturinn gengur vel eða ekki,
en við myndum deyja drottni
okkar alveg á stundinni ef við
fengjum ekki rekstrarfé að láni
frá Afengis- og tóbaksversluninni
sem við deilum húsnæði með.
Okkar viðskiptavinir verða síðan
að borga dráttarvexti af skuldum
sínum við okkur og við borgum
þá sömu dráttarvexti beint til
ÁTVR, sagði Benedikt Andrés-
son fjármálastjóri Lyfjaverslunar
ríkisins í samtali við Þjóðviljann.
Benedikt sagði að önnur
sjúkrahús en þau ríkisreknu
skulduðu sum hver nokkrar fjár-
hæðir hjá Lyfjaversluninni.
Til þess að ríkisspítalarnir geti
gert upp skuid sína við Lyfja-
verslunina þurfa þeir að fá fjár-
framlög frá heilbrigðisráðuneyti
sem sækir þá peninga tii fjármáía-
ráðuneytis sem að stórum hluta
sækir sínar tekjur til ÁTVR sem
verður hins vegar að ráðstafa
hluta tekna sinna í rekstrarlán
handa Lyfjaversluninni vegna
vanskila ríkisspítalanna.
-lg-
Rafskautasamningurinn
Ríkisstjórnin skrifar upp á samningsákv œði
við Alusuisse sem þekkjast hvergi lengur í
heiminum
Breski herinn aftur búinn aö handtaka ritstjóra Þjóðviljans? Sem betur fer ekki: Vaskur tlokkur úr söngleiknum Land míns föður kom hins
vegarvið á blaðinu í gær til að kynna Stríðsáraball sem haldið verðurá Hótel Borg I kvöld. Þar eru flutt söngatriði úr leiknum, skemmtiatriði f
stríðsárastíl og fluttir gömlu stríðsáraslagararnir. Spilað er fyrir dansi til kl. 2. Umsjón með skemmtan þessari hafa þeir Kjartan
Ragnarsson, Jóhann G. Jóhannsson og Karl Ágúst Úlfsson. (Ljósm. E. Ól.) •
Reykjavík
Hækkun á rafmagni og hita
Borgarráð samþykkti sam-
hljóða á fundi sínum í gær að
hækka verð á hitaveituvatni til
borgarbúa um 17% ogennfremur
mun rafmagn hækka um 14%.
Hækkanirnar taka gildi um ára-
mótin.
Eftir hækkun mun rúmmeter-
inn af heitu vatni kosta 20 krónur
en kostaði áður 17 krónur. Að
sögn Sigurjóns Péturssonar borg-
arfulltrúa er hækkun á rafmagni
tilkomin vegna hækkunar Lands-
virkjunar 'á rafmagni til Raf-
magnsveitu Reykjavíkur. -gg
Ragnar Aðalsteinssn hrl. lýsti
því yfir fyrir iðnaðarnefnd
neðri deildar á dögunum að slík-
ur samningur sem ríkisstjórnin
hefur gert og ætlar að keyra í
gegn á alþingi um einhliða verð-
ákvörðun Alusuisse á rafskautum
til Álversins þar sem rafskauta-
verðið er undanskilið öllum
endurskoðunarákvæðum . hafi
ekki verið óþekktur fyrir 20 - 25
árum í milli fjölþjóðafyrirtækja
og ríkisstjórna en ætíð vakið
deilur og ætti nú að heyra sögunni
til.
Þessar upplýsingar koma fram
í nefndaráliti Hjörleifs Gutt-
ormssonar um álsamninginn sem
lagt var fram á alþingi í gær.
Hjörleifur vísaði til þess í ræðu
sinni að Gunnar G. Schram einn
af þremur aðalsamningamönnum
ríkisstjórnarinnar í álmálinu
hefði lýst því yfir á þingi á dögun-
um að samningurinn um raf-
skautaverðið til ísal væri ekkert
leyndarmál. Þeir samningar væru
opinbert plagg. Albert Guð-
mundsson hefði hins vegar lýst
{iví yfir að verð á hráefnum til
sals væri viðskiptaleyndarmál.
Þá sagðist Hjörleifur hafa óskað
eftir að sjá samningana í iðnaðar-
nefnd en Gunnar G. Schram þá
lýst þvf yfir að þetta opinbera
plagg væri aðeins á lausu fyrir
trúnaðarmenn þ.e. endurskoð-
endur ríkisstjórnarinnar.
Öll stjórnarandstaðan lýsti sig
andvíga þessum nýja samningi.
Guðmundur Einarsson fyrir
hönd BJ, Guðrún Agnarsdóttir
fyrir kvennalistann og Kjartan
Jóhannsson fyrir Alþýðuflokk-
inn.
-•g-
Guðmundur Daníelsson
tolftona^^
n
Régine Deforges
Stúlkan
á bláa hjólinu
Árið er 1939. Lea Delmas
er sautján ára heimasæta
á óðalsjörðinni Montillac
í hjarta vínræktarhéraðs í
nágrenni Bordeaux. Húner
falleg, lífsglöðogáhyggju-
laus og vefur karlmönnun-
um um fingur sér. Hún
hefur þegar ákveðið hvern
hún vill. I undirbúningi er
mikill dansleikur...
Stríðið skellur á og fyrr
en varir kasta örlögin Leu
út í hringiðu þess. Hún
lendir í straumi flóttamanna undir stöðugu kúlnaregni og
kemst í návígi við dauðann og hernám Þjóðverja.
Brátt verður hún þekkt sem Stúlkan á biáa hjólinu,
mikilvægur sendiboði á milli hins hernumda og hins
frjálsa hluta Frakklands. Hættur, ábyrgð og sorgir þroska
þessa villtu og líísglöðu stúlku en temja hana ekki...
Régine Deforges mun konia og kynna bók sína og árita í
bókaverslunum í vikulokin.
Bókin er 360 bls. Þýðandi er séra Dalla Þórðardóttir.
ÍSAFOLD
Tólftónafuglinn snýst um
atburði í sjávarþorpinu
Skerveri. Eins og mörg
önnur þorp á Skerver sér
glæsilega fortíð en óvissa
framtíð. Þaðan eru margir
helstu framámenn þjóðar-
innar, jafnt athafnamenn
sem listamenn, allir löngu
burtfluttir en Skerverjar
engu að síður.
Heima í Skerveri undir-
búa menn hátíðarhöld ítil-
efni af aldarafmæli barna-
skóla þorpsins. Mikils er
vænst af hinum miklu sonum Skervers, og það kemur líka
á daginn: í afmælishófi eru gefin hástemmd loforð um
uppbyggingu þorpsins með hafskipaþryggju og tilheyr-
andi. Þegar aímælisvíman rennur af mönnum er efnd-
anna beðið.
Löngu síðar rís Tólftónafuglinn, minnisvarði um einn af
sonunum.
Bókin er gefin út á 75 ára afmæli og 50 ára rithöfundar-
afmæli Guðmundar Daníelssonar. Bókin er 182 bls.
9SAFOLD
Jt
Ætti að heyra
sögunni til