Þjóðviljinn - 13.12.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.12.1985, Blaðsíða 4
LEHDARI Seðlabankastjóra ber að víkja Nú er komiö á daginn, aö hlutverk aöalbanka- stjóra Seölabankans, Jóhannesar Nordals, er miklu meira í Hafskipshneykslinu en nokkurn óraöi fyrir. A forsíöu Þjóöviljans í dag er nefni- lega greint frá þeim stórtíðindum, ao þessi á- hrifamikli embættismaður hafi setiö á þýöing- armiklum upplýsingum um það ?em hann sjálf- ur kallar „varhugaveröa" stöðu Utvegsbankans gagnvart Hafskip, í meira en 40 daga og 40 nætur. Þess ber aö minnast, aö viöskiptaráöherra fyrrverandi, Matthías Á. Mathiesen hefur átt hendur að verja á Alþingi fyrir aögerðarleysi sitt í málefnum Hafskips. Þjóöviljinn hefur sömu- leiöis sótt meö nokkurri hörku aö Matthíasi og beint til hans kröftuaum spurningum af sama tilefni. Málsvörn MatthíasarÁ. Mathiesen í Þjóð- viljanum í gær var þessi: Ég vissi ekki um málið. Þaö er alveg Ijóst, aö Matthías Á. Mathiesen hefur beöið nokkurn hnekki sökum lítilla aö- gerða í málinu á meöan hann var viðskiptaráð- herra. Það er erfitt að sjá hvort þessi annars farsæli og vammi firrti þingmaður Reyknesinga kemur ódældaöur út ur þessu máli. Hitt er aö sönnu Ijóst, að þaö var rangt mat aðalbanka- stjóra Seðlabankans sem hefur bakaö fyrrver- andi viöskiptaráöherra veruleg vandræoi sem kynnu aö draga dilk á eftir sér fyrir hann. Auðvit- aö má segja að Matthías Á. Mathiesen heföi, þrátt fyrirtafsöm viöbrögö Jóhannesar Nordals, átt að kynna sér málið lyrr og grípa til aögeröa. Hitt er deginum Ijósara, að Johannesi hafa orö- iö á alvarleg mistök sem hafa kostað yfirmann hans fyrrverandi veruleg vandræoi. Fyrir heiðarlegan mann í slíkri stööu er einn kostur til, og aöeins einn: JÓHANNES NORDAL Á AÐ SEGJA AF SÉR. Málsvörn Jóhannesar á forsíðu Þjóðviljans í dag er sú, aö þegar hann fékk í kringum 20. júní í hendur skýrslu Utvegsbankans um stöðu bank- ans gagnvart Hafskip um mánaðamótin maí- júní, þá hafi skortur á tryggingum fyrir skuldum Hafskips ekki veriö nema 21 miljón króna. Aö sögn hans var þessi vöntun á tryggingum ekki nægilegt tilefni til aö gera viðskiptaráðherra formlega viövart samstundis. Viö þetta er margt alvarlegt aö athuga, en fátt eitt verður taliö hér aö sinni. I fyrsta lagi var það á allra vitoröi, aö staöa Hafskips var oröin mjög slæm um þessar mundir og fór versnandi. Þessvegna er þaö auðvitað ekkert annaö en embættishroki af verstu tegund þegar embætti- smaður í stööu Jóhannesar tekur upp á sitt eindæmi þá ákvöröun að málið sé ekki nógu alvarlegt til aö láta viðskiptaráðherra vita af því. Var ekki viðskiptaráðherra einfær um aö meta þaö sjálfur hvort ástæða væri til aðgerða af hans hálfu? í öðru lagi þá birtist enn fáheyröari embættis- hroki í því, að Jóhannes Nordal haföi ekki einu sinni fyrir því aö láta yfirmenn sína, bankaráðs- menn í Seölabankanum, vita af málinu. Jónas Rafnar, formaöur bankaráðs Seölabankans, staöfestir þannig á forsíðu Þjóöviljans í dag, aö hann hafi aldrei haft vitneskju af skýrslunni, því Jóhannes Nordal hafi ekki látið bankaráöinu hana í té. „Éa hafði ekki hugmynd um þessa skýrslu og þaö var aldrei um hana fjallað í bank- aráði, mér var ekki skýrt frá henni,“ segir Jónas á forsíöu Þjóöviljans í dag. í þriðja lagi er þaö skjalfest, aö Jóhannes sjálfur taldi stööuna, í skýrslunni sem banka- ráöiö og ráöherra fengu ekki að sjá, „varhuga- verða“. Þannig segir orörétt í bréfi sem hann sendi Þjóðviljanum að loknu viðtali viö hann í gær, þar sem rætt er um skýrsluna frá 3. júní: „Samkvæmt þessu yfirliti voru beinar skuldir og ábyrgöir Hafskips aðrar en víxlar vegna annarra um 614 miljónir kr., en 21 milj. vantaði á, að tryggingar bankans nægöu fyrir þessum skuldum. Af þessu varö Ijóst, aö staöa bankans gagnvart félaginu var orðin varhugaverð, en þó stóöu vonir til aö úr vandanum mætti leysa meö viöbótartryggingum". Meö öörum orðum: seölabankastjóri taldi stööuna vissulega „varhugaverða" en vanrækti þó aö areina yfirboðara sínum frá henni, oa bakaöi honum meö því ómæld vandræði. Þao er ekki hægt að segja hvort aðgerðarleysið sem stafaði af afglöpum Jóhannesar Nordals kost- aöi skattgreiðendur fé, eöa hvað mikið. Hitt er alveg Ijóst, aö dómgreindarskortur hans og ranat mat á stööunni leiddi til afglapa og honum er aöeins ein leiö æruverðug úr málinu: Hann á aö segja af sér. KLIPPT OG SKORfÐ Hér sat sá slóttugi ræðismaður Hitlers, Gerlach, og átti erindi við furöu marga menn. Island í stríðinu Nú er bókavertíð og umfjöllun um bækur smeygir sér niður í hverja glufu eins og sjá má af blöðum. Og því ekki að skrifa svo sem eitt Klipp í tilefni bókar - sem fjallar um merkileg mál úr nýrri íslandssögu? Hér átti við „Stríð fyrir ströndum“ eftir Þór Whitehead og er önnur bókin í miklum bálki sem hann setur saman um ísland í síðari heimsstyrjöldinni. Reyndar er hann enn staddur mestmegnis í aðdraganda stríðs- ins. Bókin fjallar að mestu um viðleitni Þjóðverja til að koma sér vel fyrir hér og viðbrögð við henni. Þegar þessu bindi lýkur er stríðið að sönnu hafið, en íslend- ingar hafa ekki annað af því að segja en fregnir af vígvöllum og af hafinu í kring - og svo viðbúnað við hugsanlegum vöruskorti. En um þá hluti, það afturhvarf til sjálfsþurftarbúskapar, fjallar Þór einmitt einkar skemmtilega í ein- um kafla bókarinnar. Höfundur er semsagt ekki enn kominn að því að breskur her gengur hér á land vorið 1940. Með þessu á- framhaldi verður verkið í heild vafalaust sjö bindi að minnsta kosti. Það er svona með íslendinga: þegar þeir skrifa þá skrifa þeir langt mál og ítarlegt. Annars ekkert. Pað sem fáir vissu Ekki svo að skilja: Þór vinnur um margt þarft starf, því fátt hef- ur dregið jafn langan dilk á eftir sér í okkar sögu og hernám iands- ins í síðari heimsstyrjöld. Og föng, fer einatt skynsamlega með þau og er vel læsilegur penni. Þrennt er það sem mun mest- um tíðindum sæta í þessari bók - og hefur reyndar komist í fréttir. í fyrsta lagi er það, að áhrifa- menn í Þýskalandi Hitlers reyndu snemma og fyrr en áður var hald- ið að ná tangarhaldi á íslenskum mönnum og stofnunum. Þeir hafa, ekki síst Heinrich Himmler, yfirmaður SS- sveitanna, haft sérstakan áhuga á íslandi, m.a. vegna sinna skrýtnu hugmynda um germanska fortíð og mikilleika norrænnar heiðni. Þannig ætlaði Himmler að senda hingað menn til að grafa upp heiðin hof og láta af slíku verki nokkurn ljóma falla á nasismann og svartliða sína. njósnakerfi grunlausra fram- sóknarbænda með ströndum fram og áttu þeir að fylgjast með þýskum kafbátum fyrir málgagn sitt Tímann. í þriðja lagi - og eru þær fregnir dapurlegastar aflestrar: það kem- ur mjög glöggt á daginn, að ís- lensk yfirvöld héldu landinu sem mest lokuðu fyrir flóttamönnum undan Hitler og þess voru dæmi að Gyðingar væru sendir héðan úr landi og kannski beint í opinn dauðann. Og blöðum eins og Morgunblaðinu og Vísi þótti aldrei nóg gert í þessum efnum, fóru hinum verstu orðum um Gyðinga sem „flakkandi lands- hornalýð“. Mildum höndum Frá öllu þessu skýrir Þór Whit- ehead vel og samviskulega. Hann reynir sitt besta til að vera sann- gjarn, finnur flestum nokkrar málsbætur, nema kannski helst íslenskum sósíalistum. Hann áfellist ekki Jónas frá Hriflu fyrir hans skrýtna frumkvæði í njósn- um. Hann afsakar íslensk yfir- völd í flóttamannamálinu með því að segja sem svo: hvað gátum við gert? (fyrirgefur þó ekki þá hörku sem sýnd var í sumum mál- um). Meira en svo: hann fer ein- staklega mildum höndum um þá íslensku áhrifamenn sem sá út- smogni skálkur bókarinnar, Gerlach ræðismaður og vinur Himmlers, reyndi að flækja í net sitt til að byggja upp áhrif og ítök hér á landi. Það er vitaskuld rétt hjá Þór Whitehead, að þegar Þjóðverja- vinátta frá fyrri tíð snerist upp í jákvæða afstöðu til Hitlers- Þýskalands, þá var einatt á ferð- inni barnaskapur, sem rann svo af mörgum með árunum. Engu að síður gengur Þór ansi langt í að afsaka þessa menn: það var, fjandinn hafi það, engin „nauð- syn“, hvorki embættisleg né önnur, að sækja þing Norræna félagsins í Lúbeck, svo dæmi sé nefnt og meira en undarlegt „sak- leysi“ ef menn ekki áttuðu sig á því hvað Rosenberg og aðrir há- nasistar voru að messa yfir mönnum þar. Að bregðast rétt við En semsagt: þetta er, hvað sem slíkum athugasemdum líður, mjög fróðleg samantekt hjá dug- legum sagnfræðingi. Björn Bjarnason var að leggja út af henni í Morgunblaðinu í fyrra- dag. Hann ályktar sem svo, að bækur Þórs Whitehead sýni vel að hlutleysi dugi ekki íslending- um, að „Islendingar ráða því ekki hvort þeir fá að lifa í friði í landi sínu“. Vegna þess að ísland hljóti að dragast inn í hernaðaráætlanir allra sem hyggja á hernað í Norðurálfu. Það síðastnefnda er rétt: ísland er sett inn í hernaðaráætlanir. Njósnabrölt Gerlachs ræðis- manns og margt fleira minna á það. En á viðsjálum tímum eiga menn alltaf nokkurra kosta völ. Þeir geta til dæmis hrakið frá sér flóttamenn með fúkyrðum, eða reynt að hjálpa þeim. Menn geta líka komið fram með reisn eða aumingjaskap andspænis fulltrú- um stórvelda. Krafan um þjóð- lega reisn fellur reyndar aldrei úr gildi - hvort sem um er að ræða framkomu við einhvern þann að- ila sem fer fram með „vinsamlegu ofbeldi“ eða þann sem fer fram með grimmu og illræmdu ofbeldi. Gáum að því. Annað mjög fréttnæmt er það, að Bretar komu sér upp með að- hann er mikill eljumaður við að- — stoð Jónasar frá Hriflu einskonar DJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar i Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Ritstjórar: Árni Berqman, össur Skarphóöinsson. Rltstjórnarfulltrúi: Oskar Guömundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlööversson. Blaöamenn: Aöalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Garöar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Lúövík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Möröur Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurösson, Þór- unn Siguröardóttir, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar Ólason, Siguröur Mar Halldórsson. Útlit: Sævar Guöbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Símvarsla: Sigríöur Kristjánsdóttir. Húsmæöur: Agústa Þórisdóttir, Olöf Húnfjörð. Ðílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Framkvæmdastjóri: Guörún Guömundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiöslustjóri: Sigríður Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guöbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Afgreiöslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiösla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóöviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verö í lausasölu: 35 kr. Sunnudagsblað: 40 kr. Áskrift ó mónuöi: 400 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. desember 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.