Þjóðviljinn - 13.12.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 13.12.1985, Blaðsíða 13
HEIMURINN Suður-Afríka Þúsund fallnir á tveimur ánrni Jóhannesarborg — Óháð rann- sóknarstofnun kynþáttamála t Suður-Afrtku skýrði frá því í gær að 992 hefðu fallið í óeirðum sem verið hafa í landinu allt frá 13. febrúar 1984. Af þeim hefur tæpur helmingur fallið á þeim fimm mánuðum sem liðnir eru frá því herlög voru sett í stórum hlutum landsins. Stofnunin miðar upphaf óeirðanna við 13. febrúar í fyrra vegna þess að þá lést 15 ára gömul blökkustúlka eftir að lög- reglubíl hafði verið ekið á hana úti fyrir skóla í einni af útborgum Pretoríu. Af þessum tæplega þúsund manns eru aðeins 8 hvítir. Lang- flestir blökkumennirnir hafa fall- ið í átökum við lögreglu en frá því í september í fyrra hefur verið nokkuð um að blökkumenn og „litaðir" hafi vegið menn af sama litarhætti sem grunaðir voru um samstarf við yfirvöld. Stofnunin er mjög varkár í mati sínu og telur einungis þau tilvik sem hægt er að sanna. Á- stæðuna fyrir óeirðunum sem nú hafa staðið með litlum hléum í tæp tvö ár telur hún fyrst og fremst vera óánægju blökku- manna með kynþáttastefnu stjórnvalda. Það bætir hins vegar ekki úr skák að meðal blökku- mannaer20% atvinnuleysi. Ekki er búist við að það breytist til batnaðar þar sem efnahagsá- standið í Suður-Afríku verður æ vonlausara, ekki síst eftir að er- lendir bankar skáru niður lán- veitingar til landsins vegna hins ótrygga ástands í pólitíkinni. Blökkumenn halda nú uppi banni við verslun í búðum hvítra manna fram yfir jól. Sums staðar er því haldið uppi með hörku og vitað er til þess að amk. tveir hafí látist í átökum sem urðu milli þeirra sem gættu verslana hvítra og hinna sem vildu versla þar. Kína Tölvuvæðingin breiðist út ✓ Ymsir byrjunarörðugleikar í tölvuvœðingu stórveldisins. Tölvan Kínamúrinn ryðursértil rúms Peking — Kínverjar hafa löng- um bjargað sér í reiknikún- stinni með því að nota hina aldagömlu talnagrind — abac- us — en nú eru ýmis teikn á lofti um að tölvuvæðingin sé að halda innreið sína í Ríkið í miðju. Svo til að hverju kvöldi segir sjónvarpið í Peking frétt- ir af einhverri opinberri skrif- stofu sem hafi tekið tölvu- tæknina í sína þjónustu. Mikill innflutningur var á tölv- um til Kína í fyrra og framan af þessu ári, sumir segja að þeir hafi keypt 100 þúsund IBM einkatölv- ur en engin tala hefur verið stað- fest. Nú er kominn afturkippur í innflutninginn, ríkið hefur sett hömlur á tölvuinnflutning vegna þess að gjaldeyrisvarabirgðir þjóðarinnar hafa rýrnað mjög. Hins vegar reyna yfirvöld að efla sölu á tölvum sem framleidd- ar eru innanlands. í norðvesturh- luta Peking er risinn upp vísir að tölvuiðnaði sem að vísu lætur sér enn nægja að setja saman IBM og Apple tölvur úr innfluttum hlutum. Sett hefur verið á mark- að tölva sem ber heitið Kínamúr- inn en hún er einungis eftirlíking af IBM einkatölvu. Einhver framleiðsla á rökrásum er þó haf- in. Taknmalið er þröskuldur Vitaskuld er tölvuvæðing þjóðfélags á borð við Kína ekki einföld. Þeir eiga við ýmsa örðug- leika að stríða. Að sögn vest- rænna tölvusölumanna liggja einkatölvur þúsundum saman ERLENDAR FRÉTTIR ha^ldsson/REUTER ónötaðar vegna þess að þeir sem eiga að nota þær hafa ekki fengið þjálfun í notkun þeirra. Aðrar eru bilaðar og erfitt um viðgerðir af því kínverjum láðist að semja við erlendu framleiðendurna um viðhald. Enn aðrar eru vannýttar vegna þess að ekki var keyptur í þær hugbúnaður. En einn stærsti þröskuldurinn í veginn tölvuvæðingarinnar er tungumálið. Eins og allir vita er kínverskt ritmál samansett úr þúsundum rittákna og hafa hópar vísindamanna um víða veröld spreytt sig á að gera táknkerfið tölvutækt. í Kína sjálfu munu vera til um 200 ritvinnslukerfi en enginn staðall er enn í augsýn. Flestar tölvur eiga sér ensku að „móðurmáli", þe. hugbúnaður þeirra er upprunalega hugsaður á ensku. Einn vísindamaður í Sjanghai hefur brugðist við þessu með því að koma sér upp kerfi sem gerir honum kleift að slá orð inn á ensku en tölvan flettir upp í kínverskri orðabók og breytir orðinu í kínversk rittákn. 10 árum á eftir Kínversk stjórnvöld vonast til þess að innan fárra ára verði þeir að mestu sjálfbjarga í tölvufram- leiðslu. Fyrst um sinn verður þó eingöngu um samsetningu inn- fluttra tölvuhluta að ræða. Þrjú bandarísk tölvufyrirtæki hafa gert samninga um slíka fram- leiðslu og er búist við að hún geti hafist á næsta ári. Yfirvöld hafa stuðlað að þess- ari þróun með því að stórhækka tolla á innfluttum tölvum. Tollur á smátölvum er nú 114%. Hins vegar halda þeir Kínamúrnum stíft að tölvuáhugamönnum. Er- lendir aðilar segja að innlend framleiðsla sé enn uþb. 10 árum á eftir tímanum, sem er mikið á þessu sviði. Spá þeir því að kín- verjar verði búnir að ná sama tæknistigi og aðrir tölvuframleið- endur um aldamótin. Enn eitt stórslysið 250 bandarískir hermenn fórust á Nýfundnalandi Gander — 250 bandarískir her- menn og 8 manna áhöfn fórust þegar farþegaflugvél af gerð- inni DC-8 fórst í flugtaki á flug- vellinum í Gander á Nýfundna- iandi skömmu fyrir hádegi í gær að íslenskum tíma. Ekki er vitað hvað olli slysinu. Bandarísku hermennirnir voru á leið heim í jólaleyfi eftir að hafa gegnt friðargæslu í Sínaí- eyðimörkinni undanfarið hálft ár. Vél þeirra flaug frá Kaíró með millilendingu í Köln í Vestur- Þýskalandi en ferðinni var heitið til Hopkinville í Kentucky þar sem herdeildin sem mennirnir 250 tilheyrðu hefur bækistöðvar sínar. Þegar vélin var komin um 400 metra út fyrir flugbrautarendann í Gander skall hún til jarðar og var þegar alelda. Lögregluyfir- völd í Gander kváðust enga skýr- ingu hafa á orsökum flugslyssins, það eina sem þeir vissu var að allir sem um borð voru létust. Árið 1985 er orðið eitthvert mannskæðasta ár flugsögunnar. Alls hafa yfir 1.700 manns farist í flugslysum í ár en í fyrra fórust 450 allt árið. í þremur stórum flugslysum hafa yfir 1.100 manns farist. 520 létu lífið þegar japönsk farþegaþota fórst í Japan í ágúst og í júní létust 329 í indverskri London — Verðhækkanir á kaffi sem fylgt hafa í kjölfar uppskerubrests í Brasilíu hafa leitt til þess að Alþjóða kaffi- sambandið hefur bætt einni miljón sekkja við áður ákveð- inn framleiðslukvóta aðildar- rikja sinna. Á alþjóðlegu kaffiþingi sem haldið var í sumar settu samtökin sér það markmið að halda kaffi- verði stöðugu á bilinu 120-140 bandarísk sent pundið. í gær var meðalverðið á kaffi koinið upp í 148,81 sent og þess vegna var flugvél sem hrapaði í Atlantshaf- ið undan ströndum írlands. Slys- ið í gær er áttunda mesta flugslys sem orðið hefur frá upphafi far- þegaflugs. Óvenjumikið hefur verið um stór flug- slys á þessu ári. Það stærsta varð þegar japönsk þota hrapaði með yfir 500 manns innanborðs í ág- ústmánuði. Þá var þessi mynd tekin i af þotunni rétt áður en hún skall til jarðar. gripið til þess að auka kvótann. Fari verðið upp fyrir 150 sent eins og búist er við að það geri fljót- lega verður 3 miljónum sekkja bætt við kvótann. Framleiðslukvóti sambandsins fyrir þetta ár er með hækkuninni í gær kominn upp í 60 miljónir sek- kja en hver sekkur rúmar 60 kíló af kaffibaunum. Uppskerubrest- urinn í Brasilíu er mikill eins og sést á því að í ár er uppskeran talin verða 30 miljónir sekkja en á næsta ári verður hún að öllum líkindum 13-16 miljónir sekkja. Kaffi Miklar verðhækkanir Samtímateikning af morðinu á Abraham Lincoln í heiðursstúku Ford leikhússins í Washington. Reimleikar Gengur Lincoln aftur? Þrálátur orðrómur meðal leikara Ford leikhússins í Washington um að forsetinn sitji enn ístúkunni þarsem hann varmyrtur Washington — Leikarar í Ford leikhúsinu í Was- hington eru margir hverjir fullvissir um að Abra- ham Lincoln fyrrum forseti Bandaríkjanna gangi aftur í stúkunni þar sem hann var skotinn til bana fyrir 120 árum. Segjast þeir sjá andliti hans bregða fyrir í stúkunni og heyrt hafa þeir hann klappa fyrir frammistöðu þeirra og hlæja að hnyttnum setningum. Þótt eflaust hnussi í mörgum út af svoddan hjátrú er það staðreynd að viðvarandi orðrómur um reim- leika hefur verið á kreiki allt frá því forsetinn lét lífið fyrir hendi John Wilkes Booth 14. apríl 1865. Sá orðrómur ásamt með andúð almennings á morðinu varð til þess að Ford bræður urðu að loka leikhúsinu skömmu eftir atburðinn. Næstu árin var húsið notað undir skrifstofur og geymslur fyrir hið opinbera en því var illa haldið við og árið 1893 lét gólfið undan skj alafarginu og hrundi með þeim afleiðingum að 22 létu lífið og 68 slösuð- ust. Árið 1932 var húsið gert upp og breytt í minja- safn en það var ekki fyrr en árið 1968 sem leikhús- gyðjan fékk aftur inni í þessu sögufræga húsi. Húsið stendur í miðborg Washington og þykir að því mikil bæjarprýði. Allar innréttingar eru niður í smæstu smáatriði frá þeim tímum sem Lincoln var uppi. Meira að segja stólarnir í leikhúsinu þykja ekkert sérstaklega þægilegir. Á hverju ári heimsækja yfir 600 þúsund ferðamenn húsið og leikhúsið þykir mjög gott. Þeir sem reka safnið núna gefa lítið fyrir sögur af reimleikum. Frank Hebblethwaite safnstjóri telur miklu sennilegra að forsetinn gangi aftur þar sem hann bjó, þe. í Hvíta húsinu, ef hann á annað borð hefur áhuga á að hrella lifendur. Óstaðfestar heim- ildir úr miðasölunni herma að þar verði menn stund- um varir við frú Lincoln sem krefjist þess af mikilli þrjósku að fá leikhúsmiðana endurgreidda. Föstudagur 13. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.