Þjóðviljinn - 05.01.1986, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 05.01.1986, Qupperneq 2
\iku skammtur af öndvegissúlum o.fl. Ég er í miklu hátíöarskapi þessa dagana og ekki að ástæðulausu. Það er semsagt á þessu ári sem haldið er uppá tvöhundruð ára afmæli heimabyggðar minnar Reykjavíkur. í hjarta þessa bæjar er ég borinn og barnfæddur. Hérna í Kvosinni hef ég alið allan minn aldur í gleði og sorg og hérna ætla ég mér að deyja, ef ég fæ einhverju ráðið um banabeðinn. Eftir meira en mannsaldur í bænum mínum er ég orðinn hluti af þessari unaðslegu byggð og hún hluti af mér. hegar Reykjavík á afmæli, á ég líka afmæli og þegar ég á afmæli á Reykjavík afmæli svo vísast er að á þessu ári eigi ég eftir að helga Reykjavík drjúgan hluta af þeim hug- leiðingum mínum sem kunna að komast á þrykk, þó Davíð hafi að vísu ekki farið þess á leit við mig. Já Davíð, vel á minnst. Fyrsta embættisverk hans á afmælisárinu var að afhjúpa táknrænar og neónlýstar öndvegissúlur sem komið hefur verið fyrir við þjóðvegina þar sem dreifbýli sleppir og borgin tekur við. Þetta mun gert til að minna á landnám Ingólfs og umsvif hans. Um landnám Ingólfs er víst fremur fátt vitað utan það sem stendur í Landnámabók Ara fróða Þorgilssonar og er víst flest talið í hæpnara lagi, ef þá ekki uppsþuni frá rótum. Þegar ég var krakki taldi ég einsýnt að verið væri að Ijúga að mér, þegar menn sóru eitthvað „með tíufingur upp til guðs“. Síðan ég fullorðn- aðist hef ég haft það fyrir reglu að taka ekki trúanlega þá menn sem mesta áherslu leggja á það að þeir segi satt, áður en þeir segja manni eitthvað. Sagnfræðingur, sem festir það á bókfell að hann ætli að „hafa það sem sannara reynist", áður en hann fer að segja manni eitthvað, er annaðhvort ósvikinn brandarakall eða þá rak- inn lygalaupur með samsetning handa skýja - glópum. Þar sem Landnáma og íslendingabók eru með ófyndnari bókum, dreg ég þá ályktun að Ari hafi verið lítill húmoristi og þegar ofaná það bætist að hann var uppi um 250 árum eftir landnám og þurfti að miklu leyti að byggja fræði sín á munnmælum, er líklegt að fæst það sem í Landnámu stendur eigi sér nokkra stoð, hvort sem það nú eru staðhæfingar um gróðurfar og landkosti, eða vangaveltur um það hvenær vissir fornmenn hafi verið á rambi. Það vafðist tildæmis lengi fyrir sagnfræðing- um sem trúðu Ara eins og nýju neti, að Haraldur Hárfagri skyldi koma til ríkis í Noregi löngu eftir að Haraldur hárfagri var dauður. Um landnám Ingólfs í Reykjavík og söguna um öndvegissúlurnar er það helst að segja að hafstraumafræðingar eru nú, eftir yfirgrips- miklar rannsóknir, búnir að fella þann dóm að rekferill öndvegissúlna Ingólfs Arnarsonar sé heilaspuni Ara fróða. Síðaritíma vísindi hallast semsagt að því að reki komi þar helst á land sem hafstraumar hitta ströndina fyrir. Nú er rétt að glugga ögn í Landnáma- bók: Þá er Ingólfur sá (sland, skaut hann fyrir borð öndvegissúlum sínum til heilla; hann mælti svá fyrir, at hann skyldi þar byggja, er súlurn- ar kæmu á land. Ingólfur tók þar land, er nú heitir Ingólfshöfði, en Hjörleif rak vestur fyrir land og fékk hann vatnfátt. Þá tóku þrælarnir írsku þat ráð at knoða saman mjöl ok smjör ok kölluðu þat óþorstlátt; þeir nefndu þat minnþak. En er þat var tilbúit kom regn mikit ok tóku þeir þá vatn á tjöldum; en er minn- þakit tók að mygla köstuðu þeir því fyrir borð, ok rak þat á land, þar sem nú heitir Minn- þakseyrr. Á nútímamáli væri þetta orðað svo að írskir þrælar hafi, Hjörleifi eiganda sínum til háðung- ar, hnoðað saman drulluköku, eða á teprulegra máli smjörsköku, þegar Hjörleifur hafði fyrir aulahátt látið hrekjast vestur fyrir landið. Smjör- skökuna rak svo austur með landinu og hafnaði hún á Minnþakseyri sem var austur á söndum einhvers staðar. Ingólfur hafði afturámóti ekki fyrr fengið landsýn, en hann fleygði uppistöðunum úr fleti sínu ásamt höfðagaflinum fyrir borð og er við- tekin skoðun vísindamanna í dag að slíkt geri menn ekki nema í ölæði. Öfugt við smjörsköku Hjörleifs rak öndveg- issúlurnar vestur með landinu, fyrir Reykjanes og inní Reykjavík, sem gengur innúr Faxabugt- inni. Þó þessi rekferill verði seint sannaður eða afsannaður hefur hann þó eitt til síns ágætis og það er að hann er broslegur og óþarfi að vera að kippa sér upp við það þó Ari fróði eigi það til að halla réttu máli ef það getur komið manni í gott skap. Ef til dæmis tekin er reglustika og lögð milli Hjörleifshöfða og Vestmannaeyja, þá er maður um leið búinn að afsanna þessi orð Ara úr Land- námabók: „Ingólfur gekk þá upp á höfðann ok sá eyjar liggja í útsuður til hafs“. Vestmannaeyjar sjást ósköp einfaldlega ekki frá Hjörleifshöfða. Reynisfjall og Dyrhólaey byrgja þá sýn með öllu. Það skyldi þó aldrei vera að Ari fróði Þorgils- son hafi verið leigupenni yfirgangsmanna, sem þurftu að sanna eignarrétt sinn á því sem þeir ekki áttu með réttu? Nýjustu kenningunum um öndvegissúlur Ing- ólfs mun ég gera nánari skil síðar á hátíðarári Reykjavíkurborgar. Og að síðustu: Til hamingju með Reykjavík. Hernaðar- brjálæði í fjölmiðlum í gær var skýrt frá því að bandarísk orustuþota hefði hrapað í sjólnn suðvest- ur af Reykjanesi. í lok frétta var þess og getið að svoleiðis flygildi kostaði um það bil milj- arð íslenskra króna. Skemmst er að minnast örlaga Haf- skips, en með því skipafélagi fór einmitt miljarður í sjóinn og fannst mörgum eðlilega að þar hefði stórtjón orðið. En á mælikvarða hernaðarsinna þykir slík upphæð ekki mikils vírði enda víla menn ekki fyrir sér að verja miljörðum króna til f ramleiðslu á vítisvélum ým- iss konar. Já, það er margt skrýtið í kýrhausnum...B Mistök í vinsælu spili Skömmu fyrir jól kom á mark- aðinn skemmtilegur spurn- ingaleikur með því óskemmti- lega nafni Trivial Pursuit. Innan um sex þúsund spurn- ingar af ýmsu tagi hefur orðið vart mistaka á stöku stað og má sem dæmi nefna að þegar spurt er hver hafi beðið lægri hlut í formannskjöri á mótí Jóni Baldvin Hannibalssyni árið 1984 er svarið: Indira Gandhi! Og svo geta lesendur Þjóðviljans reynt að geta upp á hvert hafi veriö svarið við þessari spurningu: Hvaða þjóðarleiðtogi var myrtur árið 1984? Jú, einmitt...B Tæknideild NT lifir Framsóknarflokkurinn hóf í gær útgáfu á dagblaðinu Tím- anum. Þar er um að ræða nýj- an belg meðgömlu NT-víni en sagt í blaðhaus, að þar sé um að ræða málsvara frjáls- lyndis, samvinnu og félags- hyggju. í þessum sama blað- haus er einnig sagt að blaðið sé sett og brotið um á tækni- deild NT. Þó þessi mistök séu augljós eru þau í öllu falli meinlaus. Verra var þegar Slagsmál uppi á sviði fyrsta tölublaðið af NT kom út fyrir um ári þar sem sagði að blaðið væri málgagn frjáls- lyndis, samvinnu og frjáls- hyggju! ■ Hitt-leikhúsið er að undirbúa frumsýningu þann 17. á Rauðhóla-Ransí, leikriti sem er að kunnugra sögn fullt með fjölbragðaglímu og marghátt- uð líkamleg átök. Einsog fram hefur komið flugu tveir f ræknir fjölbragðagarpar hingað til lands til að kenna leikurum fantatökin. En babb kom í báí- inn þegar Andrés Sigurvins- son, einn aðal slagsmála- maðurinn handleggsbraut sig og er ófær til sýninga. En í skarð Andrésar hljóp þá ann- ar af frægðarmönnum Hins- leikhússins, Leifur Hauks- son, sem á skömmum tíma hefur þjálfað sig svo upp á fólskubrögðunum á sviðinu að meira að segja sjálfur leikstjórinn, Páll B. Baldvins- son, sem ekki kallar allt Edda Heiðrún Backman og Kristín Kristjánsdóttir í miðju atinu í glímu- hring Hins-leikhússins. Edda er að sveifla Kristínu í gólfiö í svokölluðum „Full Nelson". ömmu sína eftir þjálfun bret- anna, hverfur í skuggann. Frumsýningin verður því eins- og til var ætlast í Gamla Biói þann 17., og væntanlega mun þá blessað bíóið skjálfa undan átökunum fram á sum- ar ... ■ Stærðfræði- snilld Slitruhátturinn, sem Stefán Jónsson fyrrverandi alþing- ismaður er gjarnan talinn upp- hafsmaður að, er nú tekinn að ryðja sér til rúms. Því til sönnunar er eftirfarandi vísa. Sú varð til, að sögn, á meðal stærðfræðinga mektugra í Reykjavík. Vísan er, einsog sjá má, um einvígi þeirra Karpoffs og Kasparoffs og einnig bregður Klarissu móð- ur þess síðarnefnda léttilega fyrir í lokin: Kas- er okkur kær -paroff. Kæn- hann -lega teflir skák, Kar- hann lagði í hvelli -poff, Klar- á flínkan -issa strák!

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.