Þjóðviljinn - 09.01.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.01.1986, Blaðsíða 1
BÚSÝSLAN FRÉTTASKÝRING HEIMURINN Suðurnes Hrikalegt atvinnuleysi Um 500 manns á Suðurnesjum án atvinnu. 1 miljón í atvinnuleysisbœtur íhverri viku. Guðrún Ólafsdóttir formaður verkakvennafélagsins: Ástandið oftslœmt en með alversta móti núna Gríðarlegt atvinnuleysi er nú í stærstu sjávarplássum á Suðurnesjum og eru 500 manns skráðir atvinnulausir í Keflavík, Njarðvíkum, Höfnum og Vogum. Mikið atvinnuleysi hefur verið á þessu svæði í allan vetur og ekki útlit fyrir að úr rætist að ein- hverju marki fyrr en vertíð er komin í fullan gang undir næstu mánaðamót. „Þetta er hreint út sagt rosalegt ástand. Það er kannski ekki nýtt að konum í fiskvinnslu hafi verið sagt upp störfum á þesum árstíma en atvinnuleysið hefur verið við- varandi í alían vetur og einnig hafa karlarnir misst atvinnuna. Hér er allt lokað sem viðkemur sjávarútvegi og ekki von til þess að Hraðfrystihús Keflavíkur opni fyrr en uppúr 20. janúar," sagði Guðrún Ólafsdóttir formaður Verkakvennafélags Keflavíkur og Njarðvíkur í samtali við Þjóð- viljann. Atvinnuleysisbætur eru greiddar út vikulega og losa heildargreiðslur nú urn 1 miljón í hverri viku. Hæstu bætur sem hægt er að fá eru tæpar 4000 krónur á viku og auk þess fást greiddar rúmar 33 kr. á dag með hverju barni. Að sögn Guðrúnar fá flestir um 50% af hæstu bótum greiddar eða rúmar 2000 kr. á viku. „Það sjá allir í hendi sér hvað þessar upphæðir duga, ég tala nú ekki um í þessum dýra jólamán- uði. Oft hefur atvinnuástand ver- ið slæmt hér á Suðurnesjum en það er með alversta móti núna,“ sagði Guðrún Ólat'sdóttir. -lg. AIDS Tilfellum fjölgar 20 manns hafa fundist með mótefni. Að sögn Guðjóns Magnússonar aðstoðar-Iandlæknis hefur 20 manns fundist hér á landi með mótefni AIDS veirunnar sem er tvöföldun frá því í haust er mest var fjallað um þennan sjúkdóm. Þá var greint frá því að 4 aðilar væru meðforstigseinkenniog hef- ur einn af þeim látist. Forstigs- einkennum hefur ekki fjölgað frá því í haust, að því er Guðjón sagði. Hann benti á að tvöföldun þess hóps sem hefur mótefni, frá því í haust, ætti sér sjálfsagt þá skýr- ingu helsta að í haust var tekin upp símaþjónusta, þar sem fólk gát hringt og rætt við lækni ef það hafði grun um að eitthvað væri að. Eins hefðu líka blóðrann- sóknir á sjúkdómnum verið tekn- ar upp hér á landi. Aftur á móti sagði Guðjón að skráning væri enn í molum vegna þess, að alþingi hefði enn ekki tekið ákvörðun um hvernig skrá eigi AIDS sjúkdóminn, hvort flokka skuli hann með kynsjúk- dómum eða einhverjum öðrum. -.S.dór Lestarrán Peningana eða pipar í augun! Nýju-Delhi - Ræningjaflokkur sem réðst á járnbrautarlest á Indlandi nýlega beitti nýstár- legu vopni til að neyða farþega til að láta verðmæti sín af hendi: chili-pipar. Lestarræningjarnir skipuðu farþegunum aó afhenda sér skartgripi og annað fémætt sem þeir höfðu og þeir sem veittu mótspyrnu fengu væna gusu af rótsterkum chili-pipar í augun. Nokkrir urðu illa úti og einn lög- reglumaður var barinn þegar hann reyndi að stöðva lestina. Ræningjarnir hurfu með feng sinn inn í myrkviði frumskógarins og eru ófundnir. -ÞH/reuter Námsmenn fylktu liði í gær niður í menntamálaráðuneyti til að mótmæla niðurskurði Sverris Hermannssonar á námslánum. Skorað var á ráðherrann að falla frá áformum um frekari niðurskurð. Mynd. EOL LIN Hættulegt fordæmi PorsteinnA. Jónsson BHM: Teljum uppsögn Sigurjóns ólögmœta. Veitum honum stuðning. Ragnar Arnaldsfyrrv. menntamálaráðherra: Fordæmi ákvörðun Sverris. Engin skynsamleg ástœða Við teljum brottvikningu Sig- urjóns úr stöðu fram- kvæmdastjóra lánasjóðsins ólög- mæta og byggjum það á því að samkvæmt lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna eru ástæður menntamálaráð- herra ekki nægilegur til brott- reksturs. Við munum veita Sig- urjóni allan mögulegan stuðning í þessu máli, en ekki hefur enn ver- ið ákveðið hvernig við förum að, sagði Þorsteinn A. Jónsson for- maður launamálaráðs BHM í samtali við Þjóðviljann í gær. Launamálaráðið tók brott- vikningu Sigurjóns fyrir á fundi sínum í gær, en engin ákvörðun var tekin um aðgerðir vegna þess. Möguleikar BHM á að veita Sig- urjóni stuðning, er annars vegar að sögn Þorsteins siðferðilegur stuðningur, en hins vegargæti bandalagið tekið að sér að reka málið tynr dómstólum ef til kæmi. Ragnar Arnalds formaður þingflokks Alþýðubandalagsins og fyrrverandi menntamálaráð- herra sagði í gær að ekki væri hægt annað en að fordæma þessa ákvörðun Sverris Hermanns- sonar. „Það er ekki hægt að sjá að nein skynsamleg ástæða hafi ver- ið til að reka þennan mann úr starfi, nema ráðherrann hafi vilj- að fá sér handgenginn mann í stöðuna í stað Sigurjóns. Það er mjög hættulegt fordæmi ef ráð- herrar ætla í krafti valds síns að hreinsa út forstöðumenn ríkis- stofnana að eigin geðþótta.“ Ragnar sagði einnig að hans sam- starf við Sigurjón hafi verið með ágætum og gott að leita til hans um upplýsingar. „ÞaAástand sem nú er á lána- sjóðnum er auðvitað hroða- legt. Það er sýnilegt að það stefn- ir í stórlegan niðurskurð. Þetta bentum við á strax í haust og gerðurn tillögur um úrbætur," sagði Ragnar. -gg Sjá bls. 3, 8 og 9.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.