Þjóðviljinn - 09.01.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 09.01.1986, Blaðsíða 14
I Lausar stöður Lausar eru til umsóknar eftirtaldar hlutastööur við læknadeild Há- skóla íslands, sbr. 10 gr. laga nr. 77/1979 um Háskóla íslands: Hlutastaða lektors í geðlæknisfræði, viðtalstækni og sállækningum (dynamisk psykiatry). Hlutastaða dósents í handlæknisfræði. Hlutastaða dósents í bæklunarlækningum. Hlutastaða lektors í heimilislækningum. Hlutastaða dósents í hjartasjúkdómafræði innan lyflæknisfræði. Hlutastaða dósents í meltingarsjúkdómum innan lyflæknisfræði. Hlutastaða dósents í svæfingalæknisfræði. Hlutastaða dósents í taugasjúkdómafræði. Staðan sé bundin rannsóknaraðstöðu á taugalækningadeild Landsspítalans. Hlutastaða dósents í húð- og kynsjúkdómafræði. Einnig er laus til umsóknar lektorsstaða í lífeðlisfræði (heil staða) við læknadeild Háskóla íslands. Gert er ráð fyrir að ofangreindar stöður verði veittar til fimm ára frá 1. júlí 1986. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, og skulu þær hafa borist fyrir 7. febrúar nk. Menntamálaráðuneytið, 6. janúar 1986. Flensborgarskóla Nemendur í dagskólanum sæki stundatöflur sínar í skólann föstudaginn 10. janúar kl. 10 árdegis. Skólameistari. Styrkir úr Minningarsjóði Theódórs B. Johnsons í samræmi viö skipulagsskrá Minningarsjóðs Theó- dórs B. Johnsons hefur Háskóli íslands ákveðiö að úthluta tveimur styrkjum, að upphæð kr. 60 þús. hvor. í 4. gr. skipulagsskrár sjóðsins segir m.a.: „Þeim tekjum, sem ekki skal leggja við höfuðstól sbr. 3. gr., skal varið til að styrkja efnilega en efnalitla stúdenta, einn eða fleiri, til náms við Háskóla íslands eða framhaldsnáms erlendis að loknu námi við Há- skóla íslands.” Umsóknareyðublöð fást í skrifstofu háskólans. Um- sóknarfrestur er til 15. febrúar 1986. Dagvist barna á einkaheimilum í janúar- og febrúarmánuði verður tekið við umsókn- um um leyfi til að taka börn í dagvist á einkaheimilum. Þeir, sem hafa hug á að sinna þeim störfum, vinsam- legast hafi samband sem fyrst þar sem skortur er á slíkri þjónustu. Upplýsingar gefnar hjá umsjónarfóstrum að Njálsgötu 9, í síma 22360 og 21596. Útboð Fjölbrautaskóli Suöurlands óskar eftir tilboö- um í smíöi á gluggum og útihurðum í nýbygg- ingu skólans á Selfossi. Útboösgagna má vitja á skrifstofu skólans, Austurvegi 10, Selfossi, eöa á Teiknistofu Magga Jónssonar, Ásvallagötu 6, Reykjavík, gegn 5 þús. kr. skilatryggingu. Frestur til aö skila tilboðum er til 21. janúar kl. 11. Bygginganefnd F. Su. Er^^l“fcrWi? að gera DJÚÐVIUINN Frakkland Rúmenskur njósnari á Evrópuþingið Keypti sig inn á Þjóðfylkingu Le Pen með tuttugu milljóna krónaframlagi HEIMURINN Le Pen - Pordea er á litlu myndinni: hittust á einkamessu fyrir fína fólkið í París. Mjög sérkennilegt pólitískt hneykslismál er komið upp í Frakklandi. Það þykir sannað að einn þeirra manna sem Frakkar kusu til Evrópuþingsins í Stras- bourg sé erindreki rúmensku leyniþjónustunnar. Hafi hann keypt sér sæti ofarlega á lista Þjóðfylkingar Le Pen, sem er ein- att kenndur við nýfasisma eða eitthvað þesslegt, fyrir upphæð sem svarar til rúmra tuttugu milj- óna króna. Maður þessi heitir Gustave Pordea, franskur ríkisborgari rúmenskrar ættar, sem kosinn var á Evrópuþingið í júní 1984. Upplýsingar um að hann sé á snærum rúmensku leyniþjónust- unnar DIE koma frá Ion Mihai Pacepa, sem áður var háttsettur í þeirri leyniþjónustu, en flúði til Vesturlanda árið 1978. Hann segir að Rúmenar leggi á það mikla áherslu að tryggja sér vel- vild og pólitískan stuðning á Vesturlöndum og hafi þeir áður reynt að koma sínum mönnum fyrir á þingum þjóðríkja. Hér við bætist að Rúmenía hefur sér- stöðu meðal ríkja Austur- Evrópu að því er varðar Efna- hagsbandalagið vesturevrópska. En það má þykja dæmi gott um hina órannsakanlegu vegi leyni- þjónustanna, að erindreki Rúm- ena kýs að koma sér á Evrópu- þingið fyrir tilstilli Le Pen og hans manna, sem telja sér það helst til ágætis að vera svarnir andkom- múnistar og reyndar fjandsam- legir öllum útlendingum! Hinn besti reyfari Þessi reyfaralega saga hefst á því að Pordea hélt til Vínar í des- ember 1983 til fundar við yfir- mann sinn í rúmensku leyniþjón- ustunni, sem Costel Mitran heitir. Þar fékk hann upplýsingar um að Rúménar hefðu áhuga á að koma sínum manni inn á Evrópu- þingið og væru reiðubúnir til að borga sem svarar 20 miljónum króna í herkostnað. Pordea sneri heim til Parísar og reyndi að koma sér inn á sam- eiginlegan lista hinnar hægrisinn- uðu stjórnarandstöðu - Gaullista og Giscardista í UDF, Franska lýðræðisbandalaginu. En þeim leist ekki meira en svo á kauða, sem þó hafði sambönd góð í sam- tökum sem kalla sig Evrópu- stofnunina og njóta víst virðingar á hægrivængnum. Fer nú að æsast leikurinn og verður sagan eins og í skásta reyfara. A einum degi er Pordea orðinn eindreginn stuðningsmað- ur Þjóðfylkingar Le Pen, sem hefur heíst orðið þekktur fyrir mikinn fjandskap við erlenda far- andverkamenn, og þykir sá flokkur bera svo mikinn keim af nýfasisma, að viðrulegir borgara- flokkar keppast um að sverja af sér möguleika á að starfa með honum. Pordea reyndi fyrst að nálgast Le Pen gegnum vini hans í Moonistakirkjunni í Frakklandi, en Moonistar hafa mikið dálæti á ystahægrinu í stjórnmálum og gefa því stundum úr sínum gildu sjóðum. En meira að segja Moonistum leist ekkert á Rúm- enann. Pordea var samt ekki af baki dottinn. Hann kom sér fyrir á gestalista í einkamessu fyrir fínt fólk í kirkju Heilagrar Klóthild- ar, en þangað var Le Pen líka boðið, og hittust þeir kumpánar augliti til auglitis á eftir messu í kökuboði hjá gamalli vinkonu Pordea, de Solliers Holtzer greif- ynju. Það var einmitt greifynja þessi sem kom á framfæri tilboði Pordea um fjögurra miljóna franka framlag í kosningasjóð Le Pen. Le Pen var fljótur að gleypa við þessu og sagði sem skjótast við konu sína,.sem bar boð á milli: Pordea verður fjórði á mín- um lista! Snjóboltinn veltur Félagar Le Pen í Þjóðfylking- unni tóku þessa ráðstöfun óstinnt upp. En í þeim flokki er það Le Pen sem ræður, rétt eins og Sverrir í sínu ráðuneyti og Davíð í sínum borgarstjórnarflokki, og hann sagði félögum sínum að halda sér saman, þetta væri hans mál! Þjóðfylkingunni vegnaði furðu- vel í kosningum til Evrópuþings, flokkurinn fékk um 11% atkvæða og tíu fulltrúa kjörna og Pordea komst í göfugan selskap í Stras- bourg - og hefur reyndar nú þeg- ar sýnt nokkurn lit í þágu rúmen- skra stjórnvalda. Hann lagði fram á þinginu tillögu varðandi ungverska minnihlutann í Rúm- eníu, þar sem gengið var út frá því, að kvartanir frá því fólki um að það sæti yfirgangi rúmenskra stjórnvalda væru „ekki á rökurn reistar"! Franska blaðið Le Matin fór fyrst af stað með skrif um að ekki væri allt með felldu með þing- manninn, en Le Pen og Pordea brugðust við hart og fóru í mál við blaðið og unnu það - vegna skorts á sönnungargögnum. En breska blaðið Sunday Times telur sig nú hafa upplýst allt það sem að ofan var rakið - og höfuðvitn- ið er þá fyrrnefndur Pacepa, landflótta leyniþjónustumaður. Kosningar í nánd Nú má velta því fyrir sér, hvaða afleiðingar mál þetta kunni að hafa í þeim kosningaslag sem nú er hafinn í Frakklandi. Kosið verður til þings í mars. Sósíalista- flokkur Mitterrands forseta á það á hættu að missa þann meirihluta sem hann hefur nú á þingi - m.a. fyrir tilstilli kosningabandalags við kommúnista, sem nú er úr sögunni. Sósíalistar hafa brugðið á það ráð að breyta kosninga- lögunum og nú eru hlutfallskosn- ingar teknar upp aftur (í stað þess að kjósa í tveim umferðum og þá milli tveggja sterkustu frambjóð- endanna í seinna skiptið, en þetta er aðferð sem í rauninni krefst þess að það myndist tvær kosn- ingablakkir til hægri og vinstri. Eftir þær breytingar átti Þjóð- fylking Le Pen von á slatta af þingsætum, og Sósíalistar hafa óspart veifað þeirri grýlu, að kannski myndist borgaralegur meirihluti á þingi - með tilstyrk Le Pen. Gaullistar og UDF hafa fussað og sveiað - en hefðu vafa- laust lent í nokkrum pólitískum freistingum til að nota þinglið Le Pen ef hann hefði nú bætt við sig fylgi. En kannski verður ævintýr- ið rúmenska til þess meðal annars að draga nokkuð úr aðdráttarafli Þjóðfylkingarinnar með allri hennar þjóðrembu og kynþátta- hatri. ÁB tók saman. 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. janúar 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.