Þjóðviljinn - 09.01.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.01.1986, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Flugumferðardeilan Agaleysi eða ofsóknir? Flugumferðarstjórar kvarta undan sambúðarörðug- leikum við Pétur Einarsson flugmálastjóra Ljóst er að deila sú, sem komin er upp milli flugumferðar- stjóra annarsvegar og flugmáia- stjóra og flugráðs hinsvegar getur dregið dilk á eftir sér og á eftir að harðna. Það sem deilan snýst um er að um áramótin tók gildi nýtt skipulag í flugumferðarstjórn, sem miðar að bráðnauðsynlegum þjálfunarmálum flugumferðar- stjóra og endurskipulagningu á stjórnun þjónustunnar. Tillögur þessar voru staðfestar af sam- gönguráðherra 27. febrúar 1985 og sú staðfesting ítrekuð 11. nóv. 1985. Á fundi í mars 1985 þar sem tillögurnar voru kynntar flugum- ferðarstjórum kom ekki annað en ánægja með þær fram að því er flugmálayflrvöld segja. Þau segja einnig að það hafi svo verið í ág- úst sl. sem flugumferðarstjórar eða stéttarfélag þeirra FIF snéri við blaðinu og hafði uppi nýjar kröfur sem ómerktu samkomulag sem við flugumferðarstjóra var gert í janúar 1985. Allir samning- aumleitanir síðan í ágúst hafa orðið til einskis. Flugumferðarstjórar sem Þjóðviljinn hefur rætt við segja málið snúast um það, að flugum- ferðarstjórar ætli ekki að þola yf- irgang sem þeir segja vera af hendi flugmálastjóra Péturs Ein- arssonar. Það sem þessar skipu- lagsbreytingar miði að sé að bola úr yfirmannastöðum í flugum- sjón mönnum með 20-30 ára starfsferil að baki og setja yngri menn, vinveitta Pétri í störf þeirra. Þetta er gert með því að gefa stöðunum ný nöfn. Flugumferðarstjóri sem Þjóð- viljinn ræddi við í gær, sagði að Pétur vildi aðeins deila og drottna og ræddi sem minnst við flugumferðarstjóra og kvartaði hann mjög yfir sambúðarvand- amálum. Sagði hann að sam- þykkt flugráðs frá í fyrradag, sem skýrt var frá í Þjóðviíjanum í gær, væri mjög í anda Péturs, sem FRÉTTASKÝRING hefði þetta pólitískt skipaða ráð í hendi sér og því hafi samþykktin ekki komið á óvart. Kári Guðbjörnsson talsmaður flugumferðarstjóra sagði í sam- tali við Þjóðviljann að flugum- ferðarstjórar væru ekki með nein skipulögð mótmæli, þeir hefðu einfaldlega neitað að vinna botn- lausa yfirvinnu auk þess sem veikindatilfelli hefðu komið til undanfarna daga. Hann sagði að á síðasta ári hefðu flugumferðar- stjórar, sem eru 35 talsins, unnið samtals 1099 yfirvinnutíma en þeir ganga 12 tíma vaktir. Þetta samsvaraði 2ja mánaða auka- vinnu á mann yfir árið. Þetta vandamál yrði ekki leyst nema með því að fjölga starfsmönnum. Flugmálastjóri fékk hingað til lands bandarískan sérfræðing árið 1984 til að gera úttekt á flug- umferðarstjórnarmálunum hér á landi. Vegna veikinda hefur sá aðili ekki skilað skýrslu en hann gaf bráðabirgðaskýrslu að lok- inni skoðun sinni hér, þar sem hann telur fjölmargt upp, sem hann segir að betur mætti fara. Hann nefnir þar að í flugum- ferðarstjórn sé um að ræða skort á aga á vinnustað. í því sambandi má nefna að flugumferðarstjórar neita að nota stimpilklukku en skrifa sína tíma þess í stað og ým- islegt fleira er talið upp sem lýsi agaskorti á vinnustað. Flugmálastjóri hefur sent frá sér yfirlit um aðgerðir FÍF á þeim 30 árum sem liðin eru síðan fé- lagið var stofnað og segir þar að 35 sinnum hafi félagið beitt að- gerðum til að mótmæla og stöðva starfsþjálfun, sett á kennslubann og félagsmönnum bannað að taka að sér ný starfssvið. Hafi fé- lögum í FÍF, sem ekki hafi verið sammála öllu því sem félagið samþykkir eða stjórn þess ákveð- ur, verið hótað brottrekstri úr fé- laginu, síðast nú í þessari deilu, sem yfir stendur. - S.dór Halla Eggertsdóttir: Hvet alla til að koma við í Gerðubergi á laugardaginn en þá gengst AB Breiðholts fyrir List á laugardegi. Ljósm. Sig. Gerðuberg Ust á laugardegi Menningardagskrá íumsjón AB Breiðholts að verður mikið um að vera hjá okkur á laugardaginn, en þetta er í þriðja skiptið sem Breiðholtsdeild Alþýðubanda- lagsins gengst fyrir menningar- dagskrá í Gcrðubergi undir heitinu List á laugardegi, sagði Halla Eggertsdóttir sem hefur haft veg og vanda af undirbúningi dagskrárinnar sem hefst kl. 15.00. „List á laugardegi verður fjöl- breytt að þessu sinni og óhætt að fullyrða að allir sem þangað koma finna sitthvað við sitt hæfi. Dagskráin byggist fyrst og fremst á upplestri, söng og annarri tón- list. Kolbeinn Bjarnason mun leika á þverflautu og með honum Páll Eyjólfsson á gítar. Þá mun Guðrún Helgadóttir alþingis- maður og rithöfundur lesa upp og að því loknu ætlar Jóhanna Þór- hallsdóttir að syngja nokkur lög við undirleik Einars Einarssonar. Að loknu hléi mun svo Eyvindur Erlendsson lesa upp, og Kristín Á. Ólafsdóttir syngja fyrir gest- ina. Tryggvi Þór Aðalsteinsson verður kynnir,“ sagði Halla enn- fremur. „List á laugardegi er auðvitað opin öllum meðan húsrúm leyfir og vil ég nota tækifærið til að hvetja fjölskyldufólk og aðra til að fjölmenna á þessa dagskrá, en ég get óhikað fullyrt að enginn á að þurfa að fara leiður úr Gerðu- bergi þennan laugardag,“ sagði Halla að síðustu. Aðgangseyrir á List á laugar- degi er 100 kr. fyrir þá sem eru eldri en 12 ára. Kaffistofan í Gerðubergi er opin allan daginn, en skemmtunin hefst eins og áður sagði kl. 15.00. - v. Námsmenn Jafnrétti ógnað Tugir námsmanna mótmœltu ígœr niðurskurði náms- lána. Skorað á Sverri aðfallafrá niðurskurði Tugir námsmanna söfnuðust bjargir bannaðar. Ekki bætir úr ógnað og möguleikar efnaminna saman í mcnntamálaráðu- skák að jafnrétti til náms skuli fólks skertir. " “88 neytinu síðdegis í gær til að mót- mæla þcim niðurskurði námslána sem felst í reglugerðarbreytingu Sverris Hermannssonar mcnnta- málaráðhcrra frá 3. janúar. Staðgengli Sverris voru afhent mótmæli og skorað á ráðhcrrann að falla frá áformum sínum um skerðingu námslána. í reglugerðinni er kveðið á um frystingu námslána gagnvart gengi krónunnar og lánin þannig bundin gamalli gengisskráningu. Það hlýtur óhjákvæmilega að leiða til þess að námslánin lækka í erlendri mynt og talið er að niðurskurðurinn verði allt að 35%. í áskoruninni til Sverris segir m.a.: „Þessi skerðing kemur afar illa við námsmenn erlendis. Þeir hafa jafnan úr naumu fé að spila og þykir því ómaklegt að kostur þeirra skuli þrengdur og það á miðjum vetri þegar þeim eru allar Iðnnemasambandið Fordæmum aðför að LÍN Iðnnemasamband íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem aðför Sverris Hermannssonar að LIN er fordæmd og lýst yfir fyllsta stuðningi við starfsfólk og framkvæmdastjóra sjóðsins varðandi uppsögn þess síðar- nefnda. Yfirlýsing INSÍ sem samþykkt var í fyrradag er svohljóðandi: „Iðnnemasamband fslands fordæmir aðfarir Sverris Her- mannssonar menntamálaráð- herra að Lánasjóði íslenskra námsmanna. Sem þýðir í raun stórskerta möguleika ungs fólks til framhaldsnáms, jafnframt fordæmum við aðfarir mennta- málaráðherra að starfsfólki og framkvæmdastjóra sjóðsins og bera þær ótvírætt keim af pólit- ískum ofsóknum ráðherra í garð sjóðsins. INSÍ lýsir yfir fyllsta stuðningi við starfsfólic og framkvæmda- stjóra LÍN og við lýsum yfir undr- un okkar á meirihluta stjórnar sjóðsins sem fríar sjálfa sig ábyrgð með afstöðu sinni, fulltrúi námsmanna sem tók afstöðu með meirihluta stjórnar LÍN í þessu máli virðist vera upptekin af pó- litískri hagsmunagæslu í stað þess að gæta hagsmuna námsmanna." - 88 LÍN Við stjóm að sakast Sigurjón rœkti starf sitt af trúmennsku og alúð Þjóðviljanum hel'ur borist eftirfarandi yfirlýsing frá þeim Ragnari Árnasyni og Einari V. Ingimundarsyni vegna umræðna og fréttaflutnings um málefni Lánasjóðs námsmanna: Vegna umræðna og fréttaflutn- ings um málefni Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna (LÍN) telj- um við undirritaðir óhjákvæmi- legt að eftirfarandi komi fram af okkar hálfu: 1. Það er ótvírætt að það er stjórn Lánasjóðsins en ekki fram- kvæmdastjórinn, sem ber ábyrgð á fjármálum og fjárhagsáætlun LÍN. Um þetta eru skýlaus ákvæði í lögum um námslán og námsstyrki (1. nr. 72/1982). í 5. gr. þeirra laga stendur eftirfarandi: „Hlutverk stjórnar sjóðsins er: „.....“3. Að annast fjármál sjóðsins og gerð fjárhagsáætl- ana.“ Verksvið framkvæmdastjóra er hins vegar skýrgreint í 9. gr. reglugerðar um námslán og námsstyrk með eftirfarandi hætti: „Hann (þ.e. framkvæmda- stjórinn (innsk. undirritaðir)) hefur yfirumsjón með öllum rekstri sjóðsins í umboði stjórnar og ráðherra.“ Þessi ákvæði sýna svo ekki verður um villst, að hvað meinta vanrækslu í áætlanagerð LÍN snertir, er einungis við stjórn LÍN að sakast. 2. Framkvæmdastjóri Lána- sjóðsins hefur, að okkar mati, rækt starf sitt á undanförnum árum af trúmennsku og alúð við afar erfiðar aðstæður. Okkur er ókunnugt um nokkuð það, sem réttlætt geti brottvikningu hans úr starfi. 3. Við höfum á hinn bóginn mikla fyrirvara vegna þáttar meirihluta stjórnar LIN, ekki síst starfandi formanns hennar, í þessu máli. Munum við taka þá hlið málsins upp á viðeigandi vettvangi. Dr. Ragnar Árnason, aðalfulltrúi í stjórn LÍN. Dr. Einar Valur Ingimundarson, varafulltrúi í stjórn LÍN. Fimmtudagur 9. janúar 1986 ÞJÓpVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.