Þjóðviljinn - 09.01.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 09.01.1986, Blaðsíða 16
DJOÐVIUINN Fimmtudagur 9. janúar 1986 6. tölublað 51. órgangur. Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 81663. Húsavík Beðið milli vonar og ótta Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvaða tilboði í Kolbeinsey verður tekið. Yfir200 manns enn atvinnulaust á Húsavík Segja má að Húsvíkingar bíði á milli vonar og ótta um hvað gerist varðandi togarann Kolbeinsey ÞH, en Fiskveiðisjóður hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvaða til- boði í skipið verður tekið. Þetta veldur að sjálfsögðu mikilli spennu í bænum og alls konar sögusagnir eru í gangi, sagði Bjarni Aðalgeirsson bæjarstjóri á Húsavík í samtali við Þjóðviljann i gær. Sögusagnir liafa verið um að aðilar á Húsavík hefðu fengið bakþanka og viljað hætta við að kaupa Kolbeinsey. Ekki sagðist Bjarni kannast við það og benti á að alger einhugur ríkti í bæjar- stjórninni um að kaupa skipið. Hann sagði að vissulega væri atvinnuástandið á Húsavík bágt um þessar mundir. Aðeins rofaði þó til vegna rækjuvinnslunnar sem komin er í gang, en frystihús- avinna lægi nær alveg niðri, enda eðlilegt þar sem Kolbeinsey hefði flutt að landi 40%-50% af því hráefni sem unnið hefði verið í frystihúsinu. Sagði Bjarni að framtíðin væri óráðin og ekkert hægt að segja fyrr en eitthvað lægi ljóst fyrir með togara. -S.dór. Egill Vilhjálmsson hf. Nauðasamningar heimilaðir Endanleg greiðslustöðvun runnin út. Borgarfógeti heimilar nauðasamninga. Greiðslustöðvun hjá trésmiðjunni Víði rennur út23. janúar Skák Margeir á sigurbraut Margeir Pétursson er enn í efsta sæti á alþjóðamótinu í Hast- ings í gær gerði hann jafntefli við Petrovits frá Bandaríkjunum og þarmeðfékk hanneinn og hálfan vinning útúr síðustu þremur skákum sínum til að öðlast stór- meistaratign. Jóhann Hjartarson tefldi í gær við Júgóslavann Rukavina og lauk þeirri skák einnig með jafn- tefli. Jóhann er kominn með fimm og hálfan, en Margeir með 8 eftir 10 umferðir. -óg Greiðslustöðvun sem Tré- smiðjan Víðir hefur ítrekað farið fram á rennur endanlega út 23. janúar n.k. Grciðslustöðvun Eg- ils Vilhjálnissonar hf. rann út í sl. mánuði en fyrirtækið hcfur feng- ið hcimild frá borgarfógetaemb- ættinu í Reykjavík til nauða- samninga við skuldarcigcndur. Bæði þessi fyrirtæki fóru fram á greiðslustöðvun hjá fógetaem- bættinu í Kópavogi sl.haust. Að sögn Ásgeirs Péturssonar bæjar- fógeta fengu bæði fyrirtækin sam- tals 5 mánaða greiðslustöðvun með framlengingu. Greiðslu- stöðvun Víðis rennur út síðar í þessum mánuði en eigendur fyrirtækisins hafa ítrekað reynt að selja húsnæði trésmiðjunnar og hefur formlegt tilboð borist frá svokölluðu stuðningsmannafé- lagi Knattspyrnufélagsins Vals. Kauptilboðið er til athugunar hjá Iðnlánasjóði sem á stærstu skuldakröfur á hendur Víði. Greiðslustöðvun Egils Vil- hjálmssonar hf. rann út í sl. mán- uði en fyrirtækið hefur nýlega fengið þinglýstri heimild frá borgarfógeta til nauðasamn- inga. Fyrirtækið fær þar með frest innan ákveðinna tímamarka ti! að semja um skuldbreytingu eða niðurfellingu skulda við lánar- drottna sína. Stærstum hluta starfsmanna fyrirtækisins sem eru um 50 tals- ins var sagt upp störfum með lög- bundnum fyrirvara í haust en starfsmönnum Trésmiðjunnar Víðis hefur enn ekki verið sagt upp. -lg- Námsmenn Vilja Olaf út íhaldsmeirihlutinn í SHÍ að splundrast Ólafur Arnarson fulltrúi stú- denta í stjórn LÍN hefur unnið stúdentum svo mikið tjón að það verður að kallast forgangsmál að hann víki tafarlaust úr stjórninni. Hann hefur verið að segja eitt út á við en gera annað þegar til kast- anna hefur komið, sagði Ólafur Sigurðsson Félagi vinstri manna í Háskólanum í samtali við Þjóð- viljann í gær. Megn óánægja ríkir meðal stú- denta með störf Ólafs Arnar- sonar í stjórn lánasjóðsins og há- værar raddir eru uppi um að hon- um beri tafarlaust að víkja úr stjórninni. íhaldsmeirihluti Vöku og Um- bótasinna í stúdentaráði er í þann veginn að springa m.a. vegna starfa Ólafs. Hrólfur Ölvisson formaður Umbótasinna sagði í gær að traust hans til Ólafs væri brostið og hann gæti ekki lengur starfað í óbreyttu meirihlutasam- starfi. Þá sagði Ágúst Hjörtur Ingþórsson ritstjóri Stúdenta- blaðsins stöðu sinni lausri í gær vegna kjarkleysis meirihlutans til að snúast gegn aðför stjórnvalda að jafnrétti til náms. Umbóta- sinnar funduðu urn málið seint í gærkvöldi, en ekki bárust fréttir af þeirn fundi áður en blaðið fór í prentun. -gg- Gostækið sem sprakk á nýársdag. Eins og sjá má sprakk efri hluti þess í þúsund mola og þeyttust þrotin í loft upþ svo að för sjást í steinsteypunni fyrir ofan. Ljósm. Sig. Gostækið sprakk í þúsund mola Óskemmtileg reynsla á heimili í Breiðholti um áramótin Litlu munaði að stórslys yrði á heimili í Breiðholti á nýársdag er gosblöndunartæki af gerðinni ,,Drinkmaster“ sprakk í loft upp er heimilismaður var að blanda gos. Splundraðist tækið í þúsund mola og þcyttust hlutar úr því í loft eldhússins þannig að för sjást í steypunni. „Það var tengdadóttir mín sem varð fyrir þessari óskemmtilegu reynslu og krafturinn var slíkur þegar þetta gerðist að hún væri ekki til frásagnar ef hún hefði ekki vikið sér undan,“ sagði Sig- urjón Pétursson, borgarfulltrúi en það var á heimili hanns í Asp- arfelli sem atburðurinn átti sér stað. Þessi tæki eru búin að vera alllengi hér á markaði og hafa ekki borist fréttir af þessu tagi. Ólafur Hauksson hjá Vinnueftir- litinu sagði í samtali í gær að þar hefðu menn málið til rannsóknar og yrði reynt að grafast fyrir um orsakir óhappsins. Kvaðst hann mundu senda eftir teikningum af blöndunartækinu og að haft yrði samband við framleiðendur. Sagði hann að kolsýruhylkið sjálft héfði ekki sprungið heldur sérstakur blöndunarkútur inni í tækinu. Goshylkin væru með vottorð frá Vinnueftirlitinu en ekki hefði hingað til þótt ástæða til að gera úttekt á blöndunar- tækjunum sjálfum. Við athugun blaðamanns á brotunum úr Drinkmastertækinu sést að það er gert úr nokkurra millimetra hörðu plasti og að gífurlegan kraft hefur þurft til að splundra því. Tækið sem sprakk er númer 445 og flutt inn af fyrir- tækinu Hafplast. -v. Happdrætti Þjóðviljans - Dregið 13. janúar - Gerið skil!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.