Þjóðviljinn - 26.01.1986, Page 2
DAGSBRÚN 80 ÁRA
Vistarverur verkafólks fyrr á árum voru fjarri því aö teljast mannsæmandi á mælikvarða nútímans. Mynd: Sig. Guttormsson. úr sögusafni verkalýðshreyfingarinnar.
Verkamannabústaðirnir
Héðinn Valdimarsson.
Verkalýðshreyfingin á íslandi
lagði snemma mikla áherslu á
umbætur í húsnæðismálum. Má í
því sambandi nefna að árið 1923
var í fyrsta sinn farin kröfuganga
1. maí í Reykjavík og var meðal
annars letrað á spjöld göngu-
fólksins: „Engar kjallaraholur“,
„Holla mannabústaði.“ (1).
Bendir það til þess að ástand
húsnæðis hafi víða verið ábóta-
vant.
Á þessum tíma má þó segja að
húsnæði íslendinga hafi tekið
miklum stakkaskiptum frá því
sem áður var, einkum í þéttbýli.
Timbur og steinsteypa höfðu
tekið við af torfi og grjóti, og alls
kyns þægindi eins og rafmagn og
rennandi vatn voru talin sjálf-
sögð. En verkalýðurinn naut ný-
breytninnar síðastur allra, á
þessu sviði sem mörgum öðrurn.
Og það er óhætt að segja að kröfu
verkafólks um bætt húsakynni
hafi ekki verið svarað af neinni
alvöru fyrr en á- Alþingi árið
1928.
Frumvarp Héðins
Héðinn Valdimarsson, þing-
maður Alþýðuflokksins, lagði
fram frumvarp til laga um verka-
mannabústaði á þinginu 1928, en
þá var það ekki tekið til meðferð-
ar. Ári síðar lagði hann frum-
varpið aftur fram, lítillega breytt.
Með frumvarpi þessu var lagt til
að ríki og bæjarfélög legðu fram
fé til að koma upp húsnæði fyrir
verkamenn. Húsin skyldu vera
gerð úr varanlegu efni, með
tveggja og þriggja herbergja
íbúðum og hverri íbúð skyldi
fylgja eldhús og öll venjuleg nú-
tímaþægindi. íbúðirnar áttu síð-
an að vera falar verkafólki á
kostnaðarverði, álagningarlaust,
að frádregnum ríkissjóðsstyr-
knum, gegn 15% útborgun. Áf-
gangurinn skyldi síðan greiðast
með jöfnum greiðslum á 42
árum.
I greinargerð með frumvarp-
inu er bent á að húsnæði verka-
fólks í bæjum landsins sé lélegt og
dýrt og því sé það hið mesta
nauðsynjamál að bæta þar um.
Alþýðublaðið tók undir þetta
sjónarmið og hvatti verkafólk til
Saga Verka-
mannabústað-
annaí
Reykjavík.
Upphafsmaður-
inn var Héðinn
Valdimarsson,
síðar formaður
Dagsbrúnar.
Bústaðirnir
stórbættu kjör
mikilsfjölda
verkafólks
að fylgjast vel með málinu á Al-
þingi. I blaðinu sagði einnig:
Ein af þeim plágum sem mest
þjakar verkalýðinn í kaupstöð-
um, sérstaklega hér í Reykja-
vík, er húsnœðisvandrœðin - ill
og óholl húsakynni, þröng og
víða dimm, og dýrleiki húsa-
leigunnar, sem lang oftast er til-
tölulega mestur þar sem hús-
nœðið er verst.
En hversu mikiivægt var þetta
mál, hve brýn var þörfin á bætt-
um húsakynnum fyrir verkafólk?
Kjallaraholur
og súðarskonsur
Á fyrstu áratugum þessarar
aldar urðu margháttaðar
breytingar á íslensku þjóðlífi. Út-
gerð stórefldist og fólk flykktist
úr sveitum landsins að sjávarsíð-
unni; þorp og kauptún urðu til.
Reykjavík, höfuðstaður lands-
ins, breyttist úr þorpi í borg. Þessi
mikla fólksfjölgun í þéttbýli hafði
margvísleg vandamál í för með
sér, til að mynda fjölgaði fólkinu
mun örar en íbúðunum.
Svo virðist sem bæjarstjórn
Reykjavíkur hafi verið treg til að
leysa húsnæðisvandræðin í bæn-
um, þó keypti Reykjavíkurbær
Bjarnaborg árið 1916 og leigði
fólki í húsnæðishraki. Árið 1927
var svo skipuð nefnd á vegum
bæjarstjórnarinnar og átti hún að
„athuga húsnæðismálið og koma
með tillögur um það“. Nefnd
þessi lét útbúa skýrslueyðublöð
og sumarið 1928 voru sérstakir
menn fengnir til að ganga í öll hús
í bænum og fylla út skýrslurnar
undir eftirliti heilbrigðisfulltrúa.
Helstu niðurstöður þessarar
ýtarlegu húsnæðisrannsóknar
voru þær að íbúðirnar í bænum
töldust vera alls 5228 en íbúar
Reykjavíkur voru á þessum tíma
tæplega 28 þúsund. Af þessum
rúmum 5 þúsund íbúðum voru
15,4% í kjallara og 17,7% undir
súð. Ef þessar tölur eru bornar
saman við sambærilegar tölur er-
lendis kemur í ljós að kjallarar
voru í mun ríkara ntæli notaðir
sem mannabústaðir í Reykjavík
en víðast annars staðar. Sam-
kvæmt rannsókninni voru leigu-
íbúðir mjög margar, eða 63,3%
allra íbúða í bænum. Voru leigu-
fbúðirnar hlutfallslega flestar í
kjallara. Húsaleigan á þessum
tíma var æði misjöfn. Fór það
nokkuð eftir gerð hússins, hvort
það var byggt úr steini eða timbri.
En húsaleigan var víðast hvar um
þriðjungi hærri í steinhúsum en
timburhúsum. „Mun það hér
koma til greina að steinhúsin eru
tiltölulega nýrri hús og oftar með
nýtísku þægindum." Einnig kom
í ljós að húsaleigan var hlutfalls-
lega hæst á kjallaraíbúðum. Þeg-
ar húsaleiga í Reykjavík var bor-
in saman við húsaleigu annars
staðar á Norðurlöndunum kom í
ljós að dýrast var að leigja sér
íbúð í Reykjavík.
Ástand íbúðanna var víða lé-
legt. 54 íbúðir í bænum voru tald-
ar heilsuspillandi að sögn
skoðunarmanna og 177 íbúðir
vafasamar. Samtals voru þetta
231 íbúð og af þeim voru rúmlega
helmingur í kjallara. Um 5,7%
allra barna í Reykjavík bjuggu í
þessum heilsuspillandi eða vafa-
sömu fbúðum. Þrengsli voru
einnig mjög mikil. Sögurnar um
kjallaraholur og súðaskonsur
voru því engar þjóðsögur heldur
blákaldur veruleiki.
Þegar svo litið er á það sem í
rannsókninni voru kölluð „þæg-
indi við íbúðir“, en þægindi voru
talin rafmagn, þvottahús, vatns-
salerni, gas, miðstöð og bað,
kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós.
Aðeins 55,1% íbúða voru með
vatnssalerni. Þvottahús fylgdi
53,7% íbúða, rafmagn var í
90,9% fbúðanna, gas í 37,6%,
miðstöð í 24,9% en bað var sjald-
gæfast þessara þæginda, aðeins
10,6% íbúðanna voru með baði.
Eldhús var ekki flokkað undir
þægindi og hefur því vafalaust
verið talið nauðsynlegt að eldhús
fylgdi hverri íbúð. En rannsóknin
leiddi í Ijós að 14% íbúðanna í
bænum voru algerlega án eldhúss
og 16,5% íbúðanna einungis með
aðgang að eldhúsi, þó voru her-
bergi einhleypra manna ekki tal-
in sem íbúð og eru því ekki með í
þessum útreikningum.
Rannsókn þessi leiddi það í
ljós að ástand húsnæðis í Reykja-
vík var mjög slæmt, því gat eng-
inn neitað. Héðinn Valdimarsson
vildi leysa þetta vandamál með
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN