Þjóðviljinn - 26.01.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 26.01.1986, Blaðsíða 15
DAGSBRUN 80 ARA Istaka á Reykjavíkurtjörn um 1910. ’ •'' ^ Unnið við grjótmulningsvél á Skólavörðuholti um 1920. Mulningur var notaður til gatnagerðar í Reykjavík. Verkamenn að störfum við gerð battarísgarðs árið 1914. Óþekktur Ijósmyndari. Ljósmyndasafnið. Ljósm.: Carl Nilsen. Ljósmyndasafnið. Starfað við Lækinn um 1906, árið sem Dagsbrún var stofnað. Óþekktur Ijósmyndari. Ljósmyndasafnið. Stofnun Dagsbrúnar Verkamannafelag stofnað í Víkinni I pakkhúsi Jóns Magnússonar frá Skuld komu 36 daglaunamenn til fundar síðla árs 1905. Þeir ákváðu að stofna félag. Röskum mánuði síðar, 26. janúar 1906, var Dagsbrún stofnað af 384 reykvískum daglaunamönnum Fyrir 80 árum síðan bjuggu um 8 þúsund manns í Reykjavík. Fólk bjó þá ýmist í járnklæddum einlyftum timburhúsum, - sem flest voru meö rauðum þökum, - eða nánast gluggalausum torf- kofum, án fjalagólfs og með tié- stromp; tákn þess að þar væru mannabústaðir. Tilsýndar þótti þorpið heldur laglegt, eins og sagði í samtíma- lýsingu, - „en þegar komið er nær, verður annað uppi á ten- ingnum. Strætin eru full af óþverra og væru að öllum líkind- um ekki hreinsuð oft á ári, ef vindurinn tæki ekki þann starfa að sér, því vindur blæs þar jafn- aðarlega og afspyrnu rok með köflum. Líkt er að segja um íbú- ana, einkum hina fátækari, sem er meirihlutinn, að þrifnað verð- ur Jreim ekki hrósað fyrir.” I þessum litla bæ voru engin steinlögð breiðstræti né gang- brautir, heldur misbreiðir illa upplýstir götutroðningar, sem í vætutíð breyttust í forareðju. Við sumar göturnar voru rennu- steinar semlyktuðuaf daunillum úrgangi og sorpi frá íbúum ná- lægra húsa. Reykjavíkurhöfn var með sömu ummerkjum og þá er fyrstu landsnámsmenn eru sagðir hafa fundið öndvegissúlur í fjör- unni. Verslunarhús kaupmanna stóðu sunnan við þá götu sem nú heitir Hafnarstræti. Norðan hennar var athafnasvæði og á sjávarkambinum stóðu geymslu- hús. í flæðarmálinu stóðu: Zimsensbryggja, Smithsbryggja, Knudtzensbryggja, Fischers- bryggj a og Geirsbryggj a. Við þess- ar litlu bryggjur fór fram upp- skipun og ferming uppskipunar- bátanna, sem voru í stöðugum förum milli kaupskipa og lands. Menn og konur báru vörurnar á bakinu, eða í handbörum, af bryggjunum og upp í pakkhús og sömu leið með aðrar vörur í upps- kipunarbátana. Og það var þræl- að 14-16 tíma á sólarhring fyrir 25 aura tímakaup þegar best lét. Þegar útslitnir uppskipunarkarl- arnir og kerlingarnar dugðu ekki lengur til þess starfs skrimtu þau af ævikvöldið með störfum eins og rennumokstri, kamarhreinsun og vatnsburði. Kjör Dags- brúnarmanna „Maður fékk ekki einusinni að éta. Okkur var færður maturinn niður að höfn. Svo lá hann í pakk- húsinu, eða einhversstaðar og við vissum oft ekki af honum fyrr en að kvöldi þegar við vorum að fara heim. Maður var oft blautur og illa til hafður. Þegar skipað var uppúr bátum var unnið hvernig sem veður var. Það var mikil framför þegar gúmmístígvélin komu til sögunnar.” (Magnús J. Bjarnason, f. 1874). Reykjavík aldamótanna var orðin miðstöð hinnar örtvaxandi stórútgerðar, þar sem hagsmuna- andstæður milli starfsstétta, - milli launavinnu og auðmagns, - voru orðnar ljósari en áður hafði verið. Hinir nýju framleiðslu- hættir í sjávarútvegi urðu vaxtar- broddar slíkrar þjóðfél- agsgerjunar að héldu henni eng- vir gamlir belgir. íslenskt þjóðfé- lag fór að taka stakkaskiptum. Eftirspurn eftir vinnuafli dag- launamanna jókst í þéttbýli og fólk streymdi úr sveit á möl. Af framansögðu mætti ætla að það hafi verið sjómenn, þurra- búðarmenn eða tómthúsmenn, sem fyrstir urðu til að binda endi á samtakaleysi verkafólks. En það fór ekki svo. Á íslandi birtist sama mynstur og í meginlandi Evrópu. Iðnaðarmenn riðu á vaðið og urðu fyrstir til að stofna stéttarfélög. Áður en verkafólk myndar sín fyrstu samtök var réttleysi þess nánast algert. Daglaunamenn höfðu iðulega óreglulegan vinn- utíma og 14-16 stunda vinnudag- ur var ekki óalgengur, ef vinnu var að fá. Enginn sérstakur mat- artími þekktist, heldur varð fólk „að stelast til að rífa í sig matinn undir pakkhúsveggjunum og á bryggjunum, eins og hungraðar skepnur eða siðlausir mans- menn”, eins og segir í samtíma- heimild. „Þá var allt borið af bryggjun- um upp í pakkhús. Þegar þangað var komið voru handleggirnir bil- aðir. Það var Ijótt að detta á haus- inn með saltpoka! Konur unnu jafnt og karlar í timbri og kolum. Sumar voru komnar á steypirinn. Það var ljótt. Við höfðum aldrei frí á sunnudögum. Það var eng- inn matartími. Maturinn var sendur til okkar og menn voru að skjótast til að borða. Menn sem unnu inni á Kirkjusandi fengu stundum matinn sinn að kvöldi. Hann hafði þá verið að þvælast í bátum allan daginn. Danskur pakkhúsmaður hjá Thomsen reyndi einu sinni að koma því á að allir borðuðu í einu, því þegar menn voru að skjótast til að borða einhversstaðar undir báti eða húsvegg var kannski sá sem þeir unnu með vinnulaus á með- an, svo það var drýgra uppá vinn- una að allir borðuðu samtímis. En það tókst ekki vegna þess hve mennirnir fengu matinn sendan á misjöfnum tíma... Það hefur margt breyst á þessum ... árum frá því ég fæddist. Hér voru veg- leysur og grútartýrur; ekkert vatn nema sækja það í brunna. Það besta sem við höfum fengið af framförum er vatnið og rafmagn- ið.” (Guðmundur Gissurarson, f. 1868). í upphafi árs 1906 var tíma- kaup verkamanns 18-25 aurar. Þótt lög um kaupgreiðslur í pen- ingum hafi verið sett þegar árið 1901 eimdi lengi fram eftir öld- inni eftir af þeirri reglu að verka- fólk tæki laun sín út í vörum með fullri álagningu. Daglaunamenn voru því iðulega mjög háðir kaupmönnum og árið einn víta- hringur skulda sem erfiðara var úr að losna en í að komast. Eins og nú voru nauðsynjar dýrar, en þá var þó huggun harmi gegn, að hægt var að kaupa sér flösku af „allra meina bót”, - KÍNA-LÍFS- ELEXÍR. Eða eins og segir í einni auglýsingu: Kína-Lífs-Elexír „Undirrituð, sem er 43 ára gömul, hefur í 14 ár þjáðst af nýrnatæringu, og þar af leiðandi óreglu í þvagláti, vatnssýki og harðlífi, höfuðverk og almennri veiklun. Eg hef lagt mig undir læknishníf og opt legið rúmföst. Á milli hef eg samt verið á fótum, og ntér hefur fundizt eg styrkjast við það að nota Kína-Lífs-Elexír Erfiðismenn við grjótnám í Öskjuhlíð um 1915, þegar verið var að nema grjót til hafnargerðarinnar. Ljósm.: Magnús Ólafsson. Ljósmyndasafnið. Waldemars Petersens, og það hefur gefið mér tilefni til að nota hann að staðaldri. Með því hefur mér síðustu árin tekizt að halda veikindunum niðri, en þau hafa tekið að ágerast aptur, jafnskjótt og eg hætti að nota elexírinn, þó hafa verkanir hans hvað eptir annað haldizt lengur, svo að það er fullkomin sannfæring mín, að hann muni að lokum algerlega lækna mig af veikindum mínum. Simbakoti á Eyrarbakka, 17. maí 1905 Jóhanna Sveinsdóttir. Biðjið berum orðum um Wald- emars Petersens ekta Kína-lífs- elexír. Fæst alstaðar. Varið yður á eptirstælingum. FÆST AL- STAÐAR Á 2 KR. FLASKAN” Það tók því verkamenn 8 stundir að vinna fyrir einni flösku, en konur 16-20 stundir. Og þótt þessi hunangsblanda hafi átt að bæta flest mein er þó hvergi getið um að hún linaði þreytu eða drægi úr sliti. Fundur í pakkhúsi í lok árs 1905 voru þær raddir orðnar allháværar sem vildu binda endi á réttleysi verkafólks, enda fyrirséðar verulegar fram- kvæmdir í bænum. Reykjavík komst í símsamband við umheim- inn um haustið 1906, hafnarfram- kvæmdir voru í deglunni, raf- magnsmálið komst á rekspöl og síðast en ekki síst var lagning vatnsveitunnar skammt undan. Aukin vinna í bænum og aukið aðstreymi fólks gat haft í för með sér undirboð á kaupi, en auk þess þótti tími til kominn að draga úr hinni takmarkalausu vinnuþrælk- un. „Það sem hér vantar er félag, sem allir þeir verkamenn, sem undir aðra eru gefnir eða stunda hlaupavinnu geti verið í, hvaða handverk eða starf sem þeir hafa á hendi. Eins og kaupmenn og iðnrekendur hafa ákveðið verð á vörum sínum og öðrum sem þeir láta framleiða, eins er það ofur- eðlilegt, að verkamenn setji ákveðið verð á þá einu vöru, sem þeir hafa á boðstólum: vinnu- kraftinn.” Hér er brotið blað og hér kveð- ur við nýjan tón, sem áður hafði ekki heyrst á Fróni. Það var svo kvöld eitt síðla árs 1905, að 36 menn komu til fundar í pakkhúsi Jóns Magnússonar frá Skuld. Til þessa fundar hafði Árni Jónsson tómthúsmaður boðað og fengið Sigurð Sigurðsson búfræðing til að flytja erindi um verkamanna- samtök í öðrum löndum. Mikill einhugur var í mönnuin um að nauðsynlegt væri að koma á fót félagsskap verkamanna til að laga vinnutímann, jafna kaupgjaldið og takmarka sunnu- dagavinnu. Fundurinn sam- þykkti með öllum greiddum at- kvæðum að stofna félag og fimm manna nefnd sett í málið til að undirbúa stofnunina. Þetta var engin skrafnefnd, eða þingnefnd eins og við þekkjum þær, sem setjast á mál og deyða. Hér var rösklega tekið til höndum, stofn- skrá samin og uppkast að lögum, - Dagsbrún var í burðarliðnum. Fyrsta verkfallið Föstudaginn 26. janúar þegar klukkan var tuttugu mínútur gengin í níu um kvöldið var stofn- fundur Verkamannafélagsins Dagsbrúnar settur, - þess félags sem lengst af hefur gegnt forystu- hlutverki í íslenskri verkalýðs- hreyfingu. Undir stofnskrána rit- uðu nöfn sín 384 reykvískir dag- launamenn og töldust stofnendur félagsins. Stofnskráin er ennþá varðveitt og er svohljóðandi: „Vjer, sem ritum nöfn vor hjer undir, ákveðum hjer með að stofna fjelag með oss, er vjer nefnum „Verkamannafjelagið Dagsbrún”. Mark og mið þessa fjelags vors á að vera: 1. Að styrkja og efla hag og at- vinnu fjelagsmanna. 2. Að koma á betra skipulagi, að því er alla daglaunavinnu snertir. 3. Að takmarka vinnu á öllunt sunnu- og helgidögum. 4. Að auka menningu og bróður- legan samhug innan fjelags- ins. 5. Að styrkja þá fjelagsmenn eftir megni, sem verða fyrir slysum eða öðrum óhöppum.” Eitt fyrsta verk hins unga verkamannafélags var að auglýsa taxta sem var í raun fyrst og síðast tilraun til að fá viðurkenningu á samningsrétti félagsins. Taxtinn var auglýstur 25 aurar á klukku- stund yfir vetrarmánuðina en 30 aurar frá 1. apríl til 1. október, en eftirvinna skyldi kosta 35 aura á tímann. Rangt væri að segja hér hafi verið farið harkalega af stað eða höfð í framrni háreysti eða djarfar kröfur. Næsta ár hækkaði almennt dagvinnukaup upp í 30 aura og hélst svo óbreytt fram til vorrnán- aða 1913. Þá hækkaði dagvinnu- kaupið upp í 35 aura á tímann, en ekki átakalaust. Hið unga félag þurfti að ganga í gegnum sína fyrstu eldraun, - tveggja mánaða verkfall. í raun var það fyrst með sigri þessa verkfalls að félagið öðlaðist opinberlega viðurkenn- ingu sem samningsaðili fyrir reykvískt verkafólk, jafnframt því sem það vann fimmaurinn og fékk viðurkenndan 11 tíma vinn- udag. Dagsbrún hafði endanlega sannað þýðingu sína og þann mátt sem fólst í samstilltu átaki reykvískra erfiðismanna. Frá þeim degi hefur Dagsbrún gegnt forystuhlutverki í íslenskri verka- lýðshreyfingu sem enginn ve- fengir. Umbœtur Á þeim árum sem liðin eru síð- an Dagsbrún sleit barnsskónum hefur verkalýðshreyfingin lyft grettistaki; oft undir forystu Dagsbrúnar, stundum með sam- stilltu átaki hennar og annarra fé- laga og pólitískra flokka, en aldrei svo að félagið hafi setið hjá aðgerðalaust nteð hendur í skauti. Almennar slysatryggingar og ellitryggingar fengust 1925. Lög unt verkamannabústaði 1929. Almannatryggingar 1929/ 1930. Alþýðutryggingar 1932-1935. Vinnulöggjöfin 1938. Orlofslögin 1942/1943. Almannatryggingar 1945. Atvinnuleysistryggingar 1956. En verkalýðshreyfingin hefur einnig knúð fram sigra sem hafa ekki verið fólgnir í að fá heldur að forða. Þannig barðist hún ein- huga gegn hugmyndum um vara- lögreglu 1925 og ríkislögreglu 1933 sem sýnt þótti að ætti að beita í verkfallsátökum við verkafólk. Sama var uppi á ten- ingnum að loknu desemberverk- fallinu 1952 er valdamenn tóku að gæla við hugmyndir um ís- lenskan her. Verkamenn sameinist! En þrátt fyrir marga stóra sigra er þeirri spurningu enn ósvarað hvort gengið hafi verið til góðs götuna fram eftir veg. Hlýðum á Sjá næstu síðu. 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN ..........................................11..... HHH ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.